SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Síða 12

SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Síða 12
12 8. janúar 2012 Föstudagur Tobba Mar- inósdóttir Slekkur þú á símanum við matarborðið? Þórir Jökull Þor- steinsson Gleðilega hátíð kæru vinir. Þrettándinn er á ís- lensku nefndur birtingarhátíð Drottins. Hefðin er sú að kirkjan minnist vitringanna sem vitjuðu hins nýfædda Krists. Við þessa grein mína má því bæta að gull, reykelsi og myrru er rétt að skoða sem fórnargjafir hinna vísu manna frá Austurlöndum. Gerður Kristný Her- dís og Ólína Andr- ésdætur voru víst með „óviðráðanlega skáldgáfu“. Það kom fram á Rás 1 rétt í þessu. Pétur Már Ólafsson Vinsælasta lagið á Billboard þann 4. september 1965: Help með Bítlunum. Fannst það alls ekki við hæfi svo ég kannaði fermingardaginn, 1. apríl 1979: Tragedy með Bee Gees. Hvað á maður að halda? Fésbók vikunnar flett Það er ekkert grín að starfsmannisé meinað að mæta í vinnuna íheilan mánuð, hvorki fyrirvinnuveitandann né viðkom- andi sjálfan; nema honum leiðist óskap- lega í starfi, og það á örugglega ekki við um Luis Suárez, framherjann frábæra í liði Liverpool á Englandi. Frakkinn Pat- rice Evra kvartaði undan meintu níði Suárezar strax að leik Liverpool og Man- chester United loknum um miðjan októ- ber og nefnd á vegum enska knatt- spyrnusambandsins komst að því, eftir ítarlega rannsókn, að Úrúgvæinn hefði kallað Evra „negra“ og úrskurðaði hann í átta leikja bann fyrir vikið. Kynþáttaníð er til skammar og því verður að útrýma. Ég lýsti þeirri skoðun minni á þessum vettvangi í lok október, og stend við hana. Jafnvel þó ég hafi haldið með Liverpool í nærri fjóra ára- tugi! Hitt er annað mál hvort Suárez er jafn svartur sauður og margur vill vera láta, eða sakleysingi sem ekki viss betur en orðið sem hann notaði væri alls ekki niðrandi eins og hann hefur haldið fram. Hver og einn verður að dæma um það. Sitt sýnist hverjum um niðurstöðu nefndarinnar; forráðamenn Liverpool og stuðningsmenn félagsins eru brjálaðir, flestir aðrir á Englandi sáttir og telja stórt skref stigið í baráttunni gegn rasisma. Getur verið að Suárez hafi þótt hent- frönsku sjónvarpsstöðvarinnar Canal Plus um þátttöku Mónakó í Meistaradeild Evrópu, þegar liðið komst alla leið í úr- slit. Þetta var á hóteli fyrir leik gegn Chelsea í undanúrslitunum, þar sem Evra nefndi bæði Frank Lampard og Jimmy Floyd-Hasselbaink, og notaði áðurnefnd orð um þá. Hasselbaink er þeldökkur. Aðgát skal höfð... Stundum! John Barnes, einn besti leikmaður Englands á síðasta hluta aldarinnar sem leið, fjallaði á mjög athyglisverðan hátt um kynþáttafordóma í góðri ævisögu sem kom út fyrir hálfum öðrum áratug. Barnes, sem einmitt lék með Liverpool á hátindi ferilsins, lýsti því þar hvernig þeldökkir bjuggu við kynþáttafordóma af margvíslegu tagi. Lýsti því til dæmis þeg- ar hann hljóp að kvöldlagi um eitt fínni hverfa Lundúnaborgar, er lögreglumaður elti hann og stöðvaði, handviss um að þar væri innbrjótsþjófur á ferð. Þannig vildi hins vegar til að fjölskyldan bjó í um- ræddu hverfi, en faðir Barnes var er- indreki á vegum Jamaíku. Ég fæ ekki betur séð en fyrsti leikur Suárezar eftir bannið verði gegn Man- chester United þann 11. febrúar, í Man- chester. Þar verður fjör! Óeirðalögregla hefur verið kölluð út á morgun, sunnu- dag, þegar Manchester-liðin, United og City, mætast í bikarkeppninni. Líklega er eins gott að panta þá vösku sveit strax 11. febrúar gegn Manchester United á úti- velli! Sakleysingi eða svartur sauður? ’ Kynþáttafordómar eru ekki nýir af nál- inni. Landsliðs- kempan John Barnes lýsti því á sínum tíma á fróðleg- an hátt hvernig m.a. lög- regla Lundúnaborgar van- treysti þeldökkum. Stuðningsmenn Liverpool hafa stutt við bakið á sínum manni undanfarið... Reuters Meira en bara leikur Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is ugur blóraböggull, eins og forráðamenn Liverpool hafa ýjað að? Útlendingur sem vissi ekki betur? Auðvitað þarf að útrýma níðinu og kannski gafst þarna gott tæki- færi. En Suárez lærir örugglega sína lexíu og notar orðið ekki framar á leikvelli. Liverpool-menn hafa verið harðlega gagnrýndir, ekki síst af þeim sem berjast gegn nefndu níði. Þeir þykja hafa stutt sinn mann af ótrúlegum krafti, ekki síst knattspyrnustjórinn Kenny Dalglish, og þykjast sumir skynja sem stríðið sé ekki síður á milli hans og Alex Fergusons, starfsbróður hans hjá Manchester-liðinu. Ekki fullyrði ég neitt um það en þeir hafa lengi eldað grátt silfur. Dalglish er einn fárra þjálfara sem staðið hafa upp í hárinu á Sir Alex í gegnum tíðina. Mál Suáresar er vissulega ekkert grín en ekki gat ég annað en brosað í vikunni eftir að hafa skoðað myndband frá því árið 2004, þar sem nefndur Evra talaði um ákveðna leikmenn Chelsea sem „hel- vítis negra“; þetta var í heimildarmynd Kenny Dalglish þjálfari Liverpool. Reuters

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.