SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Qupperneq 17
8. janúar 2012 17
E lín Þorgeirsdóttir, móðir Þorgeirs, og maður hennar Borgar Þorsteinssonreka saman gistiheimili í Hrífunesi sem er opið á sumartíma. Slysið varðum mitt sumar sem er háannatími í ferðamennskunni og nóg að gera, enElín sér ein um allan daglegan rekstur og matargerð. Hún var í fastasvefni
aðfaranótt föstudagsins 15. júlí þegar síminn hringdi. „Það var svo hræðilegt að vera
vakin klukkan þrjú um nótt og einhver kona segir þýðri röddu: „Ertu mamma Þor-
geirs? Hann varð fyrir slysi.“ Þetta er skelfilegasta upphringing sem ég hef fengið, og
ekki bætti úr að ég var í Hrífunesi og Múlakvíslarbrúin í sundur“, segir Elín. „Ég
fríkaði út en þurfti samt að halda stillingu út af yngsta syni mínum Steini sem var
þarna líka, ég bara ýlfraði eins og sært dýr. Ég spurði bara konuna, er hann á lífi, er
hann á lífi? Ég gerði mér strax grein fyrir að þetta var alvarlegt en ég var svo heppin
að mamma mín og stjúpi voru stödd hjá mér í heimsókn, en hún er hjúkrunarfræð-
ingur og hann læknir. Þau voru eins og klettur í hafinu. Ég þurfti svo að hringja í
pabba hans, Jón Má Jónsson og manninn minn og stjúpföður Þorgeirs, Borgar og
færa þeim fréttirnar. Ég bað svo pabba hans að fara beint upp á spítala. Þá hafði
hjúkrunarkonan aðeins róað mig og sagði að það væru aðallega fæturnir sem hefðu
skaddast en hann væri í öndunarvél. Pabbi hans sagði mér svo að hann hefði farið í
hjartastopp og það væri ekki vitað hversu lengi. Við þurftum svo að komast í bæinn
sem fyrst en það er þriggja tíma akstur. Við fengum forgang klukkan sjö um morg-
uninn og vorum fyrsti bíllinn sem var ferjaður yfir Múlakvíslina þann daginn,“ segir
Elín. Vinafólk þeirra hjóna, Linda og Jón, voru einnig stödd hjá Elínu í Hrífunesi og
tóku að sér hótelstjórnina því húsið fullt af ferðamönnum sem þurfti að sinna.
Vika í öndunarvél
Þegar Elín kom á spítalann var barnið hennar sofandi í öndunarvél og enn í bráðri
lífshættu. „Það var svo gott að sjá hann og það hjálpaði kannski til að efri hlutinn
slapp og hann var ekki slasaður í andliti,“ segir Elín og rifjar upp þessa skelfilegu
daga.
Í heila viku biðu foreldrar, ættingjar og vinir í ofvæni eftir að hann vaknaði. „Við
vissum ekki neitt, en alveg frá því að ég fékk þessar fréttir var eins og allt gengi betur
en á horfðist; öll viðbrögð voru jákvæð en auðvitað hugsaði maður hvernig hann
yrði þegar hann vaknaði. Hvort það hefði orðið heilaskaði eða mænuskaði. Mér var
eiginlega sama um fæturna, það var ekki málið, bara að hann héldi lífi og yrði and-
lega heill“, segir Elín. „Þetta voru skelfilegir dagar en ég leyfði mér bara ekki að
hugsa neikvætt og var þakklát fyrir hvert lítið jákvætt skref. Þegar hann svo opnaði
grænu augun sín og virtist þekkja okkur var það ótrúlegt. Ég leyfði mér aldrei að
hugsa að hann myndi deyja, ég tók bara því sem ég gat tekið. Það var kannski löngu
seinna að ég fór að hugsa út í það. En þarna hugsaði ég bara: lifðu, lifðu. Vertu í lagi!
Börnin manns eru auðvitað það dýrmætasta sem maður á í lífinu.“
Baklandið
Þorgeir hefur náð góðum bata og er kominn á fætur. Elín segir son sinn ótrúlega
duglegan og þakkar líka því hversu gott lundarfar hann hefur. Einnig á hann svo
gott bakland, sterka fjölskyldu og góða vini og hjálpuðust allir að á þessum erfiðu
tímum.
„Það stóðu allir með okkur en svona slys hefur áhrif á svo rosalega marga. Maður
er ekki eyland heldur hluti af svo stóru neti. Það skiptir svo miklu máli að eiga góða
foreldra og vini en það væri miklu auðveldara að bugast ef maður hefði það ekki.
Þorgeir finnur það líka“, segir Elín og bætir við að hún vilji koma á framfæri djúpu
þakklæti til allra sem lögðu hönd á plóginn.
Í faðmi fjölskyldunnar
Elín og Borgar hafa um langt skeið rekið ferðaþjónustu í Kenya og fara núorðið
nokkrar ferðir á ári með íslenska ferðamenn. Þegar Þorgeir lá sofandi í öndunarvél
varpaði Borgar fram þeirri hugmynd að ef Þorgeir kæmist í gegnum þetta og næði
bata myndi fjölskyldan fara til Kenya og dvelja þar saman í tvo mánuði. Nú er sá tími
að runninn upp. „Það sem ég hef lært af þessari reynslu er hvað lífið er þunnur
þráður og maður á bara að lifa og njóta lífsins. Það dýrmætasta í lífinu er fólkið í
kringum okkur. Þegar Þorgeir var á gjörgæslunni og ég sá hvað hann átti góða að, þá
bara elskaði ég alla“, segir Elín og hlær. „Við ætlum bara að njóta þess að vera saman
fjölskyldan og rækta okkur og svo hefur Þorgeir líka gott af því að skipta um um-
hverfi og breyta til,“ segir Elín og sér fram á bjartari tíma.
Lifðu! Lifðu!
Vertu í lagi!
Stendur fast í báða fætur! Þorgeir Már í Austurgötunni í Hafnarfirði þar sem hann ólst upp.
Ljósmynd/Ásdís Ásgeirsdótti
eir Már og móðir hans Elín bregða á leik í líkamsræktinni.
eir Már er ákaflega þakklátur starfs-
nu á spítalanum. Kominn í hjólastól
hjúkrunarfræðingi.
Kærastan, Karen Dröfn Halldórsdóttir og Þorgeir Már, en þau
byrjuðu saman á spítalanum.