SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Page 18

SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Page 18
18 8. janúar 2012 Það olli skjálfta í innsta kjarna Samfylking-arinnar þegar boðað var til flokksstjórn-arfundar 30. desember með sólarhringsfyr-irvara, sem er lágmark samkvæmt reglum flokksins, og aðeins eitt mál var á dagskrá, áform um breytingar á ríkisstjórninni. Óhætt er að segja að kaflaskil hafi orðið í Samfylking- unni með fundinum og ljóst er að átök eru framundan um forystuna í flokknum. Þegar leitað var í smiðju áhrifamanna innan flokksins, þar á meðal þingmanna, óskuðu margir eftir því að tjá sig undir nafnleynd, þannig gætu þeir talað með frjálsari hætti. Sú leið var farin til að hægt væri að draga upp ít- arlegri mynd af atburðarásinni og stöðu mála bak við tjöldin. Skammur fyrirvari Áður var haldinn þingflokksfundur þar sem tillaga um breytta ráðherraskipan í ríkisstjórninni var kynnt og samþykkt. Tveir greiddu atkvæði gegn tillögunni í þing- flokknum, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Kristján Möller, Árni Páll Árnason sat hjá, en að öðru leyti greiddu allir atkvæði með tillögunni. Einn heimildarmaður hefur orð á því að allt hafi verið gert til að torvelda andóf við tillögunni, boðað hafi verið til flokksstjórnarfundarins kvöldið fyrir gamlárskvöld, þá hafi verið bullandi ófærð og óvíst um flug, og einungis hafi verið boðað til þingflokksfundarins þremur kort- érum áður en hann hófst. „Allt miðaðist við að enginn tími gæfist til að ræða málið. Þetta eru opnu og gagnsæju vinnubrögðin – svo mikil breyting frá því sem áður var!“ Í tillögunni sem lögð var fram fólst að Árni Páll Árna- son efnahags- og viðskiptaráðherra, viki sæti, en Oddný G. Harðardóttir kæmi í ríkisstjórnina og settist í stól fjár- málaráðherra. Það væri þó tímabundin ráðstöfun eða þar til Katrín Júlíusdóttir kæmi úr fæðingarorlofi, sem hefst í byrjun árs. Jóhanna lýsti því yfir á flokksstjórnarfund- inum að Katrín kæmi þó „ekki endilega“ í sama ráðu- neyti. Reiknað er með að fæðingarorlof Katrínar standi í sex mánuði og blasir við að Oddný víki þá úr sæti, enda sagði hún á ríkisráðsfundi á gamlársdag að hún væri að halda sætinu heitu fyrir Katrínu, en í samtali í Fréttatímanum sl. föstudag sagðist hún þó ekki vita betur en hún lyki kjörtímabilinu sem ráðherra – annað hefði ekki verið rætt. Ef til vill er hún með þessari kúvendingu að reyna að styrkja stöðu sína gagnvart starfsmönnum ráðuneyt- isins. Katrín stígur úr stóli iðnaðarráðherra, en fylgir eftir Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða í fæðingarorlofinu í samvinnu við Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Þetta er það sem snýr að Samfylkingunni í kaplinum, sem er alls ekki einfaldur í útfærslu, en rúmur mánuður er síðan fyrstu fregnir bárust af því að stokkað yrði upp í ríkisstjórninni fyrir áramót. Flokksstjórnarfundurinn frægi Það varð snemma ljóst á flokksstjórnarfundinum, sem haldinn var á Hótel Nordica um kvöldið, að þar yrði eng- in lognmolla. Þegar í upphafi kom fram afar hvöss og hörð gagnrýni á tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra og lagði hver ræðumaðurinn á fætur öðr- um til að tillagan yrði felld, auk þess sem forysta flokks- ins var harðlega gagnrýnd. Á meðal þeirra sem stóðu að þeirri gagnrýni voru Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, Árni Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður, Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi og formaður bæjarráðs, Ása Richardsdóttir, sem verið hefur áberandi í flokknum undanfarin ár, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra flokksins. Það mátti ráða af fésbókarfærslu Kristrúnar Heim- isdóttur, aðstoðarmanns Árna Páls, morguninn eftir hvílík tíðindi hefðu orðið á fundinum. „Ráðherrakapall Jóhönnu (og Dags og Hrannars) var svo ruglingslegur, ráðalaus, óviss og órökstudd ferð án fyrirheits að enginn var hrifinn og hann í raun féll í umræðu á sögulegum flokksstjórnarfundi Sf í gær. Ég hef verið á þeim öllum frá stofnun: Aldrei áður hefur neitt þessu líkt gerst. Klukkan hálfníu var svo komið að forysta og ríkisstjórn væru að falla á fundinum líka og fór um marga föla fyr- irliða. Það þurfti ræðu Árna Páls til bjargar og höfðu þó allar hvellandi básúnur Össurar og annarra sjálfskipaðra yfirkonferensráða glumið yfir salinn og hótunum verið beitt á jafnt á ungliða sem eldri borgara.“ Hafa ber í huga að Kristrún var áður varaþingmaður og aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, for- manns flokksins og eins öflugasta stjórnmálamanns síð- ustu áratuga. En fylgismenn tillögu Jóhönnu túlkuðu fundinn með öðrum hætti. „Þetta var bara góður fundur, þar sem Uppgjör hafið innan Samfylkingar Það olli miklum titringi þegar tilkynntur var nýjasti ráðherrakap- all ríkisstjórnarinnar og átökin voru hörð í baklandi Samfylking- arinnar. Rætt var við þingmenn og ýmsa áhrifamenn innan flokksins um átökin, brotsjóinn sem reið yfir forystuna, tímasetn- ingu landsfundar og slaginn um formennskuna. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Á milli steins og sleggju. Samstarfið entist ekki í ríkisstjórn á milli Steingríms, Árni Páls og Jóhönnu. Enn á eftir að skýrast hver eftirmál verða af því.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.