SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Page 19

SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Page 19
8. janúar 2012 19 hvessti svolítið, en það var aldrei neitt upplausnar- ástand,“ sagði einn þeirra. „Ég hef setið svona fundi oft áður. Ég held að þetta hafi ekki verið neitt óvenjulegt, hugsanlega höfum við gert of lítið af því að halda fundi í félögunum og upplýsa fólk.“ Aðrir voru á því að hópur úr kjördæmi Árna Páls hefði raðað sér fremst á mælendaskrána og farið mjög hart í tillögu Jóhönnu. Ástæðan hefði fyrst og fremst verið sú að hún hefði beinst að fyrsta þingmanni kjördæmisins. Var til þess tekið að Rannveig Guðmundsdóttir var ákaf- lega harðorð á fundinum, kona sem almennt væri „hóf- stillt“ í orðum sínum. Einn dró það fram að hún hefði ávallt verið „femínisti í tali“, en þarna hefði hún ekkert sagst gefa fyrir þau rök að stefnt væri að kynjajafnvægi í ríkisstjórninni, fyrst það þýddi að jafngóður maður og Árni Páll viki sæti. Á móti er á það bent að þótt Oddný setjist í stól fjár- málaráðherra sé útlit fyrir að það verði í svo skamman tíma að erfitt sé að sjá að hún fái miklu áorkað eða að í því felist „alvöru mótvægi“. Á sama tíma sé „karlinn“ Steingrímur með fimm ráðherraembætti. Ríkisstjórnin á bláþræði? En það sem fór fyrst og fremst fyrir brjóstið á fólki á fundinum var að „efnahags- og viðskiptaráðuneytið væri tekið og lagt niður og Árni Páll settur út“. Jafnvel þó að margir hafi litið á það sem „gríðarlega stórt skref“ að losna við Jón Bjarnason vegna þess að hann hafi þvælst fyrir umsóknarferlinu að ESB og unnið gegn stjórn- arsáttmálanum, þá hafi það verið „fulldýru verði keypt“ að Árni Páll færi út án þess að hafa nokkuð til þess unnið. Enda sé hann sá þingmaður sem hafi mest fylgi á bak við sig af öllum þeim 63 sem sitji á Alþingi Íslendinga og hann komi úr sterku vígi fyrir Samfylkinguna. Þar sem Katrín Júlíusdóttir sé á leið í fæðingarorlof liggi fyrir að kjördæmið verði ráðherralaust og voru jafnvel lands- byggðarmenn sem talað var við á því máli að það væri óeðlilegt. „Þar fyrir utan hefur hann verið ákveðinn samnefnari á milli stjórnar og stjórnarandstöðu og verið vaxandi í ráðherrastólnum.“ Einn heimildarmanna túlkar fundinn þannig, að þar hafi verið tekist mjög hart á um þrennt. Í fyrsta lagi hafi fulltrúar í Suðvesturkjördæmi verið ósáttir við að Árni Páll væri tekinn út að ósekju með þetta gríðarlega fylgi á bak við sig. Í öðru lagi hafi ríkt óánægja með að gamla baráttumálið um atvinnuvegaráðuneyti félli í skaut Vinstri grænna, sem væru „ekkert sérlega atvinnulífs- vænir“. Og í þriðja lagi væri tillagan „ómarkviss og óljós“, kapallinn virtist ekki þaulhugsaður, til dæmis að efnahags- og viðskiptaráðuneytið færðist undir at- vinnuvegaráðuneytið og Seðlabankann, sem væri sjálf- stæð stofnun, undir fjármálaráðuneytið, fyrir utan skamma setu Oddnýjar í ráðherrastóli. „Mönnum sveið þessi þrjú atriði, það var mjög hraustlega tekist á og talað tæpitungulaust.“ Það var túlkun þeirra sem talað var við að framan af fundi hefði litið út fyrir að tillagan yrði felld og rík- isstjórnin hefði getað fallið í kjölfarið, en menn greinir á um hvort raunveruleg innistæða hafi verið fyrir því á fundinum. Og söknuðurinn var mismikill eftir rík- isstjórninni, ef samstarfið færi út um þúfur. Heimildir herma að Þórunn Sveinbjarnardóttir hafi haldið því fram að Samfylkingin væri betur komin í stjórnarandstöðu en í ríkisstjórn með Vinstri grænum – jafnframt að það væri mat hennar að flokkurinn væri jafnilla staddur og hann hefði verið í nóvember og desember árið 2008, mán- uðina eftir bankahrun er hann var enn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Skildu sumir það svo að vilji henn- ar stæði til þess að Samfylkingin sprengdi ríkisstjórnina. Jóhanna löskuð Þegar leið á fundinn fóru önnur sjónarmið að heyrast. Birgir Dýrfjörð, gamalreyndur úr flokksstarfinu, hélt tölu og sagði að ef tillagan yrði felld, eins og lagt hefði verið til, þá gæti það ekki þýtt annað en uppreisn gegn formanninum. Hún hefði þá ekki trúnað flokksins leng- ur, hlyti að segja af sér og þar með væri úti um stjórn- arsamstarfið. Það yrðu þá væntanlega kosningar fljótlega og Samfylkingin kæmi varla vel frá þeim, því hún væri þá óábyrgi hlutinn af stjórnarsamstarfinu. Jóhann Ársælsson, fyrrverandi þingmaður, greip einnig til varnar fyrir tillöguna og fleiri fylgdu í kjölfarið, þannig að tvísýnna varð um niðurstöðuna. Á meðal þeirra sem studdu tillöguna og tóku til máls var Lúðvík Geirsson, þingmaður úr sama kjördæmi og Árni Páll. Bæði stuðningsmenn og andstæðingar tillögunnar telja sig hafa haft meirihluta á fundinum. Einn stuðningsmanna sagði að smám saman hefði „uppreisn“ fólksins í kringum Árna Pál fjarað út á fund- inum og því sjónarmiði lýsa fleiri. En aðrir viðmælendur eru á öðru máli. „Það má segja að þetta hafi kannski ver- ið fyrsti alvarlegi brotstjórinn sem Jóhanna fær á sig inn- an flokksins,“ sagði einn. „Og hún var á tímabili komin Morgunblaðið/Ómar

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.