SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Side 20

SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Side 20
20 8. janúar 2012 upp að vegg. Þangað til Árni Páll sá í hvað stefndi, hjó á hnútinn og talaði um að málið snerist ekki um hana heldur heill flokksins og það yrði að búa til málamiðlun. Engu að síður fannst mér Jóhanna hætt komin á tíma- bili.“ „Þessi flokksstjórnarfundur var auðvitað mjög sér- stakur,“ segir annar áhrifamaður innan Samfylking- arinnar. „Það var mikil andstaða gegn þessum breyt- ingum og að mínu mati, ef atkvæðagreiðsla hefði farið fram fyrr um kvöldið hefði tillagan skítfallið. Og mitt mat er að Jóhanna kemur löskuð út úr þessu.“ Á það er bent að Hrannar B. Arnarsson, aðstoð- armaður Jóhönnu, og Dagur B. Eggertsson, varafor- maður flokksins og oddviti í borgarstjórn, hafi „þurft að fara í ræðustól til að skamma menn til hlýðni“. Það sýni að út úr fundinum komi „stórsködduð forysta“ og það sem Össur hafi sett fram áður hafi verið „staðfest á þess- um fundi“. En það varð úr að um miðbik fundarins steig Árni Páll upp í pontu, var gagnrýninn en mælti engu að síður fyrir því að tillögunni yrði hleypt í gegn. Segir einn heimild- armanna að það hafi gerst eftir að hann hafi fundað með sínu fólki. Eftir það stigu Rannveig Guðmundsdóttir og Árni Gunnarsson einnig í pontu og létu af andstöðu við tillöguna. Staðan var því breytt þegar gengið var til at- kvæða. Töldu sumir það hafa skipt sköpum, þar á meðal Kristrún eins og fyrr var vitnað til. En Guðríður sem tal- aði í upphafi fundar er á öðru máli, eins og fram kemur í svari við fésbókarfærslu Kristrúnar, þar sem tekist var á um þessa afstöðu. Hún segir ofmælt að líf ríkisstjórn- arinnar hafi staðið tæpt: „Ræðan hans var fín en fundarmenn höfðu þegar ákveðið að fundurinn í gær ætti ekki að snúast um líf rík- isstjórnarinnar og hefði niðurstaðan orðið sú sama þótt Árni Páll hefði ekki tekið til máls. Það er mikilvægt að halda því til haga að gagnrýni flokksmanna snéri fyrst og fremst að uppstokkun ráðuneyta og færslu þeirra milli flokka en ekki einstaka persónum og leikendum í þeim kapli.“ Heimildir herma að nokkrir andstæðingar tillögunnar hafi gengið af fundi þegar ljóst varð að tillagan yrði sam- þykkt, sagst hafa annað og betra við tímann að gera. Féllu atkvæði þannig að 77 greiddu atkvæði með, 18 á móti og 10 sátu hjá. Einungis flokksstjórnarmenn höfðu rétt til atkvæða á fundinum, en þar var einnig fjöldi ann- arra flokksmanna. Menn greinir á um hvaða áhrif það hefði haft á and- rúmsloftið á fundinum ef fleiri hefðu mætt utan af landi, stuðningsmenn tillögunnar segja þá „yfirleitt holla for- ystunni“, en aðrir benda á að óánægju gæti úti á landi, sem meðal annars komi fram í afstöðu Sigmundar Ernis og Kristjáns Möllers í þingflokknum. Hvenær verður landsfundur? Það sýnir óánægjuna með stöðu Samfylkingarinnar í at- vinnu- og efnahagsmálum, að lagt var til að haldinn yrði flokksstjórnarfundur um þau mál í janúar. Í fyrrgreindri fésbókarfærslu Kristrúnar sagði um það: „Þá kemur flokksstjórn aftur saman í janúar til að krefjast stefnu og stjórnfestu í stað fyrirhugaðs mánaða flöskustúts á Arn- arhóli um á hvaða ráðherrum í hlutastörfum og hvernig ýmis helstu þjóðarhagsmunamál lendi s.s. efnahags- at- vinnu-, auðlinda- og nýsköpunarmál. Á fundinum í gær var því miður ekki staðfest hver yrði fjármálaráðherra landsins eftir 6 mánuði. AGS, ESB, lánshæfismatsfyr- irtækin og norrænu lánveitendur ríkissjóðs verða „hrifnir“.“ Var tillagan um flokksstjórnarfundinn dregin til baka, að því er fram kemur á heimasíðu Samfylkingarinnar, þegar Jóhanna hafði tekið undir það í umræðum að slík- ur fundur yrði haldinn og kemur fram að stefnt sé að því að hann verði haldinn síðari hluta janúar. Kristrún skrifaði ennfremur: „Tillaga um aukalands- fund í vor til kjörs á nýrri forystu hlaut afgreiðslu. Ný forysta verður væntanlega kosin í vor.“ Þar vísar hún til tillögu frá níumenningum, Andrési Jónssyni, Önnu Sig- ríði Guðnadóttur, Björgvini Val Guðmundssyni, Gunnari Alexander Ólafssyni, Írisi Björgu Kristjánsdóttur, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, Soffíu Sigurðardóttur og Þorsteini Ingimarssyni sem var svohljóðandi: „Tillögu um lands- fund á vordögum var vísað til meðferðar hjá fram- kvæmdastjórn sem á að leggja niðurstöðu sína fyrir flokksstjórnarfund í janúar 2012.“ „Tillagan um það var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum flokksstjórnar,“ skrifar Andrés, einn flutn- ingsmanna, í bloggfærslu. „Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af því að framkvæmdastjórn flokksins reyni að hindra umræðu um tímasetningu landsfundar með gagnstæðri túlkun laganna. Held auk þess að núverandi forysta flokksins geri sér lítið gagn með því að virðast vilja kæfa umræðuna í flokknum. Tökum tillöguna bara til umræðu og kjósum um þetta í flokksstjórninni. Menn geta þar flutt frávísunartillögur og breytingatillögur og hvað sem menn vilja. En umræðu fáum við í Samfylkingunni sama hvað verður og flokksmenn eru ekki hrifnir af valdníðslu ef ég þekki þá rétt.“ Vilja nýja forystu En niðurstaða er engan veginn í höfn. Afstaðan virðist afar ólík til þess hvenær rétt sé að halda landsfund. Einn áhrifamanna innan flokksins segir lítinn hljómgrunn fyrir landsfundi í vor. „Mitt mat er að ofsinn gagnvart formanninum hafi verið það mikill, að það mælist ekki vel fyrir í flokknum, og slík tillaga sé langt frá því að verða samþykkt.“ Annar viðmælandi segir að Jóhanna eigi að fá að „klára sinn tíma og hætta svo“, hvort sem það verði í haust eða á kosningavori. Deila megi um einstakar ákvarðanir, en hún eigi að baki 30 ára stjórnmálaferil, hafi tekið að sér að leiða flokkinn og það þurfi að sýna henni smávirð- ingu. „Þú hjólar ekkert í hana.“ Þriðji viðmælandinn segist ekki telja að af landsfundi verði í vor „úr því sem komið er – úr því búið er að taka óþægindin úr þessu.“ Ákveðin hefð sé fyrir því að lands- fundir séu haldnir rétt fyrir kosningar og hann hafi enga trú á að það verð öðruvísi að þessu sinni. Landsfundurinn eigi að vera upptaktur fyrir kosn- ingabaráttuna, þjappa liðinu saman „þá eru margir sem telja rétt að skipta um forystu“. Þangað til muni menn freista þess að sjá hvort birti ekki aðeins til í þjóðfélag- inu, „reyna að innleysa eitthvað af því. Það er búið það versta, að taka hallann niður, frá 200 milljörðum niður í 20. Það er ekkert sældarlíf með skattahækkunum og nið- urskurði og menn eru að vona að það muni ýmislegt snúast með okkur. Þó að ýmislegt annað sé höktandi, þá verða menn að trúa því að þetta skáni. Enda kviknar sú spurning hvað eigi að taka við. Samfylkingin er greini- lega eini flokkurinn sem vill klára aðildarviðræður við ESB og leggja niðurstöðuna fyrir þjóðina, allflestar skoð- anakannanir sýna að þjóðin er á sama máli og það er nokkuð sem við viljum keyra á.“ En svo eru þeir sem vilja landsfund í vor og telja að al- menn tilfinning hafi verið fyrir því á fundinum, enda hafi tillagan verið samþykkt. „Það er gríðarlegt veik- leikamerki fyrir formanninn ef hún ætlar að koma í veg fyrir þetta.“ Er á það bent að það sé óbærileg staða fyrir flokkinn að vera með formann sem enginn viti hvort muni leiða hann í næstu kosningum, enda segi utanrík- isráðherrann að hún eigi ekki að gera það! „Óvissan er fullkomin,“ segir einn viðmælenda. „Flokkurinn má ekkert við því að formannsslagur verði of seint og nálægt kosningum. Það veldur bara ágrein- ingi. Það er mikilvægt að ákveða þetta sem fyrst, svo hægt sé að byggja upp trúverðuga stefnu og koma flokknum heilum að kosningum.“ Og hann bætir við að það sé of seint að halda landsfund árið 2013, það sjái allir að það gangi ekki upp, „nema menn ætli bara að halda krýningarfund til að krýna full- trúa formannsins eða formanninn sjálfan. Það verður ekkert opið val milli formannsefna nokkrum mánuðum fyrir kosningar.“ Staða Jóhönnu veik Af samtölum við menn úr forystusveit Samfylking- arinnar að dæma virðist ljóst að Jóhanna Sigurðardóttir sitji ekki fram yfir næstu kosningar, þó að menn greini á um hvenær rétt sé að velja nýjan formann. „Ég held að það sé þannig og menn álykti það og voni það líka,“ sagði einn viðmælandi. „Þú sérð hvað Össur fer hvass fram. Og Össur er náttúrlega einn aðalleiðtoginn í flokknum. Þeg- ar hann setur þetta fram í viðtali geturðu rétt ímyndað þér hvernig staðan er. Og það er það bara spurning hve- nær verður kosið.“ Menn draga þá ályktun að Össur hafi ekki sett fram þetta viðhorf, sem auðvitað hefur óþægileg áhrif á and- rúmsloftið í Stjórnarráðinu, nema hafa fyrir því gildar ástæður. Er gengið að því sem vísu, að hann hafi talið líklegt að Jóhanna hafi ætlað sér að sitja áfram og verið með ádrepu sinni að gefa henni gula spjaldið og telja menn að hann myndi ekki ganga fram fyrir skjöldu með þessum hætti, án þess að ráðfæra sig við aðra málsmet- andi menn í flokknum. Viðhorfum sínum lýsir Össur Skarphéðinsson, utan- ríkisráðherra og fyrrverandi formaður flokksins, í ára- mótaviðtali Viðskiptablaðsins, og segir meðal annars: „En það mun reynast flokki eins og Samfylkingunni, sem hefur þurft að taka margar mjög erfiðar ákvarðanir með- an unnið er úr hruninu, mjög erfitt að fara í gegnum næstu kosningar nema flokkurinn hafi náð að endurnýja sig, bæði forystuna og ekki síður hugmyndir sínar. Ég tel að þegar við endurnýjum forystuna eigi að fara niður um tvær kynslóðir og tefla fram ungum en reyndum leið- toga.“ Þeir þingmenn Samfylkingar sem talað var við eru sammála Össuri um að það þurfi að endurnýja forystuna. Eins og einn orðar það: „Mín tilfinning er sú að að minnsta kosti helmingur þingflokksins sé þeirrar skoð- Samfylkingarmenn gleðjast yfir því að hafa losnað við Jón Bjarnason úr rík- isstjórn, þar sem hann þvældist fyrir aðild- arumsókninni að ESB. Morgunblaðið/Golli ’ Óvissan er fullkomin,“ segir einn viðmælenda. „Flokkurinn má ekkert við því að formanns- slagur verði of seint og nálægt kosn- ingum. Það veldur bara ágreiningi. Það er mikilvægt að ákveða þetta sem fyrst, svo hægt sé að byggja upp trú- verðuga stefnu og koma flokknum heilum að kosningum.“

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.