SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Síða 25
8. janúar 2012 25
hygli allra nærstaddra. Sama var þegar
við tókum okkur frí saman í Puglia á Ítal-
íu. Þá brá mér við að sjá hversu mikil
stjarna hann var,“ segir Jóhanna Maggý
en vill þó ekki gera of mikið úr þessari
frægð þessa nýjasta „tengdasonar“ Ís-
lands. Það má þó fá staðfestingu á því
með því að gúgla hann en það hefur Jó-
hanna Maggý aldrei gert. „Ég veit að
mamma gerði það en ég hef sleppt því.“
Hún segir að Fabio sé vinnuþjarkur en
þau séu dugleg að bregða sér í stutt frí.
Einnig hefur henni verið boðið heim til
fjölskyldu hans sem býr töluvert í burtu.
Jóhönnu Maggý var vel tekið en hún mun
vera fyrsta stúlkan sem kynnt er fyrir
fjölskyldunni. Fabio hefur ekki áður ver-
ið í sambúð og er barnlaus. Hann er 39
ára og hún 26 ára. „Ég finn ekki mikið
fyrir aldursmun okkar, enda segja margir
að ég sé gömul sál. Það virðist heldur
ekki skipta máli að við komum úr ólíkum
menningarheimum,“ segir hún.
„Við höfum við verið dugleg að hafa
kósíkvöld heima og elda góðan mat.
Hann er snilldarkokkur. Fabio er ekki
týpískur Ítali. Hann eldar, þvær þvott og
tekur til en það er yfirleitt ekki karl-
mannsverk hér í landi. Ég hef ekki enn
lesið bækur hans, enda ekki langt komin
í að læra ítölsku. Fabio fór á bókamess-
unna í Frankfurt þar sem Ísland var í að-
alhlutverki. Bækur hans hafa verið þýdd-
ar á frönsku og þýsku en því miður ekki á
íslensku. Ég gleymi því alltaf að hann sé
stórstjarna hér en þegar ég fer út í búð þá
er ég minnt á það,“ segir Jóhanna Maggý
og hlær. Þegar hún er spurð hvort búið sé
að ákveða brúðkaupsdaginn svarar hún
því neitandi.
Jóhanna Maggý er ákveðin í að koma
til Íslands um jólin og ætlar að dvelja í
nokkrar vikur og kenna pilates hjá Liisu.
„Fabio kemur um áramótin. Hann langar
mikið til að kynnast Íslandi og hlakkar
til,“ segir þessi ævintýrakona.
að endurnýja starfssamning
við Pilates-skólann. „Ég var
ekki viss hvort mig langaði til
að setjast að í New York þótt
tími minn þar hafi verið ynd-
islegur. Ég átti mjög góða ítalska
vinkonu sem ég kynntist þarna .
Hún bauð mér að koma með sér
heim og dvelja á Ítalíu í mánuð. Ég
ákvað að flytja til Ítalíu. Ég var alltaf
heilluð af tungumáli vinkonu minnar
auk þess sem ég er alin upp af kokki
og hef ástríðu fyrir mat, sérstaklega
ítölskum mat. Mig langaði mikið til
að kynnast menningu Ítalíu að eigin
raun. Ég er svo heppin að hafa
menntað mig í fagi sem ég get starf-
að við um allan heim óháð tungu-
málum,“ segir Jóhanna Maggý en
stuttu seinna urðu breytingar á lífi
hennar.
„Ég var kynnt fyrir Fabio Volo í boði
hjá ítölskum vinum mínum. Þá varð
ekki aftur snúið með ákvörðun mína að
flytja til Ítalíu. Fabio hefur dvalið mik-
ið í New York þar sem hann á íbúð. Þar
situr hann oft við skriftir og var þar allt
síðasta sumar. Ég held að forlögin hafi
leitt okkur saman. Það er ótrúlega fyndið
að ég hafi tekið ákvörðun um að flytja til
Ítalíu áður en ég kynntist honum.
Við erum hamingjusöm og náum vel
saman. Mér fannst hann klár og duglegur
en hafði ekki hugmynd um hversu fræg-
ur hann er á Ítalíu. Mér brá því heilmikið
þegar við komum til Ítalíu og ég gerði
mér grein fyrir frægð hans. Hann lætur
það ekki trufla sig og við lifum mjög ein-
földu lífi. Það er ekkert sem bendir til
þess í fari Fabio að hann sé stjarna í
heimalandi sínu,“ segir Jóhanna Maggý.
Ný skáldsaga og bíómynd
„Þegar við fórum fyrst út að borða átti ég
ekki til orð. Fólk bað hann um eigin-
handaráritun og hann fékk ósvikna at-
verk að hún hafi náð sér svo fljótt
sem raun varð. Læknar vilja þakka
það vel þjálfuðum líkama en þeir
hugðu henni ekki líf í fyrstu. Bróðir
hennar, Hlynur, var við há-
skólanám í Norður-Karólínu og
var reynt að ná í hann í síma en
tókst ekki. Jóhanna Maggý segir
að þau hafi alltaf verið mjög ná-
in og svo reyndist einnig á þess-
ari stundu því hann fórbrotnaði
á sama tíma.
„Ég var á leið í vinnuna þegar
ekið var í veg fyrir mig. Það var
leigubíll sem kom á fleygiferð. Ég
var hjálmlaus á reiðhjóli og varð
fyrir alvarlegu höfuðhöggi. Fyrst
á eftir lá ég meðvitundarlaus en
man eftir þegar ég rankaði við mér
að fyrsta hugsunin var; ekki deyja,
ekki deyja. Það blæddi inn á heil-
ann en virðist svo hafa gengið til
baka. Ég fékk stóran skurð á
hnakkann og gat ekki hreyft
hendur eða fætur. Fingurnir
hreyfðist svo ég var ekki lömuð
en engu að síður gat ég ekki lyft
handleggjum. Eftir spítaladvöl þurfti ég
að vera daglega í eftirliti og þjálfun. Ég
var kraftaverk í augum læknanna sem
skildu ekkert hvernig mér tókst að
sleppa svona vel. Þeir sögðu að ég gæti
þakkað pilatesinu það hundrað prósent.
Hryggurinn var þráðbeinn á myndum og
óbrotinn. Þetta hefði farið miklu verr ef
ég væri ekki í svona góðu formi. Það tók
mig hins vegar langan tíma að styrkja
líkamann aftur því ég gat ekki reimað
skóna mína fyrst á eftir. Ennþá finn ég
fyrir þessu í hálsi og baki en hef, allt frá
því þetta gerðist, pínt mig áfram í pila-
tesinu til að ná bata og það hefur góð
áhrif.“
Frægur og fjölhæfur kærasti
Síðastliðið vor var Jóhönnu Maggý boðið
þar. Þetta var á sama tíma og efnahags-
hrunið varð á Íslandi og þess vegna ekk-
ert spennandi að fara heim. Ég var því
heppin að fá þetta starf. Það er mikill
áhugi á pilates í New York og er þekkt
æfingarform í Bandaríkjunum. Sumir Ís-
lendingar halda að pilates sé einhvers
konar kvennaleikfimi en svo er alls ekki.
Þetta er erfið þjálfun sem teygir vel á lík-
amanum og gerir mikið gagn við ýmsum
líkamlegum veikleikum, t.d. bakverkj-
um. Ég læri eitthvað nýtt um líkamann á
hverjum degi eftir því sem ég þjálfast
meira,“ segir Jóhanna Maggý og bætir við
að leikarar, ballettdansarar og fólk sem
vinnur mikið með líkamann sé stór
kúnnahópur.
Alvarlegt bílslys
Jóhanna Maggý var í New York í fjögur og
hálft ár. Fyrir tveimur árum lenti hún í
alvarlegu bílslysi og þykir mikið krafta-
Ljósmynd/Íris Ann Sigurðardóttir
Fabio Volo er ekki bara snilldarkokkur, heldur kunnur rithöfundur og leikur í kvikmyndum.
’
Ég var kraftaverk í
augum læknanna sem
skildu ekkert hvernig
mér tókst að sleppa svona
vel. Þeir sögðu að ég gæti
þakkað pilatesinu það
hundrað prósent.
Jóhanna Maggý hefur jafn-
að sig á alvarlegu bílslysi
og hreiðrað um sig á Ítalíu.