SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Síða 32
32 8. janúar 2012
„Einn þeirra sagði við okkur: Strákar,
gerið það fyrir mig að hætta við þetta. Það
er bein leið til himna að fara niður fljótið,“
segir Ómar þegar hann hugsar til baka.
Engu tauti varð við gestina komið. Eftir
um 1.500 km akstur voru þeir komnir til
smábæjarins Fort Good Hope. Þangað
er vetrarvegur en engir vegir þaðan til
strandarinnar. Aðeins fljótið. „Þarna er
mikill skógur og ekki hægt að keyra inni í
landi og verður að halda sig meðfram
fljótinu eða á því. Við vissum að þetta yrði
erfið ferð og hættuleg, meðal annars
vegna þess að fljótið kastar miklum ís upp
á bakkana báðum megin og þar verða til
miklar ójöfnur. Ofan á ísnum er svo mikill
laus snjór og svæðið því bölvanlegt yf-
irferðar,“ segir Ómar.
Tignarlegt – en hættulegt
Þónokkur straumur var í fljótinu, að sögn
Ómars. Það er djúpt og breitt og hann
sagði tilkomumikið að sjá hvernig fjög-
urra gráða heitt vatnið kom upp úr
fljótinu í 40 gráða frosti. „Hitamunurinn
var svo mikill að það var eins og gjósandi
hver úti á miðju fljóti.“
Þetta var tignarlegt, en hættulegt,
vegna þess hve margir vakir voru á ísn-
um. Þeim Ómari fannst því rétt að leigja
sér fylgdarmann. „Það skipti miklu máli
að hafa mann með í för sem þekkti að-
stæður vel. Straumurinn í fljótinu var
mikill og hefðum við farið niður um ísinn
hefðu tækin borist langa leið undir ísnum
og við hefðum aldrei átt undankomuleið.“
Með þeim fór maður sem lifir á veiðum
og gjörþekkir aðstæður. „Það var stór-
kostlegt að sjá hve vel hann þekkti nátt-
úruna. Hann var með mér í bíl og lýsti
svæðinu vel; vissi hvar voru sandrif, hvar
var hátt gras undir snjónum, og ekki var
síst fróðlegt að upplifa að um leið og hann
sá einhver spor í snjónum gat hann sagt
hvaða dýr hefði þar verið á ferðinni.“
Þegar hópurinn gisti í veiðikofa á leið-
inni sagði leiðsögumaðurinn þeim veiði-
sögur. „Hann sagðist mjög leiður yfir því
að innfæddir hefðu lítinn áhuga á því að
öðlast þá þekkingu sem þarf til þess að
verða góður veiðimaður. Mér fannst það
merkilegt. Hann var mjög áhugasamur
um að viðhalda gömlum hefðum og við
fréttum það seinna að hann tæki að sér
stráka sem væru ódælir og nenntu ekki í
skóla, og kenndi þeim veiðiskap. Hann
benti okkur á þrátt fyrir lítinn áhuga inn-
fæddra vildi hvíti maðurinn gjarnan veiða
á þessum slóðum, en mætti það ekki.“
Mikill léttir
Þeir Ómar komust niður fljótið á þremur
dögum; frá Fort Good Hope til Tsiig-
ehtich. En skyldu þeir ekki hafa verið
montnir þegar komið var á leiðarenda;
fyrstir til þess að fara um svæðið á bílum?
„Það var ekki laust við að maður væri
ánægður! Þar sem ég fór fyrir hópnum
fannst mér ég líka bera ábyrgð á honum
og það var því mikill léttir þegar þangað
var komið því þetta var hvað hættulegasti
kafli leiðarinnar.“
Bæði var ferðin erfið, eins og áður segir,
„og svo var það djöf … kuldinn. Hann var
yfirþyrmandi! Það voru glerhlerar aftan á
bílunum og ekki mátti koma við þá; hleri
brotnaði á tveimur bílanna vegna þess hve
frostið var mikið.“
Vegna kuldans bilaði eitt og annað
smálegt en þeir voru með réttu græjurnar
og komu öllu í lag.
Frá Tsiigehtchic lá leiðin samdægurs til
Inuvik, þjónustukjarna fyrir svæðið þar
sem búa inúítar, indíánar og hvíti mað-
urinn. Þegar þangað kom biðu fjölmiðla-
menn hópsins. „Þeir höfðu viðtöl við
okkur, forvitnir um hvernig okkur hefði
gengið. Miklum áfanga var náð, en við
vorum aldeilis ekki búnir, þó að þessi erf-
iðasti hluti væri að baki, því framundan
voru ísbjarnaslóðir. Við þorðum ekki að
senda byssur með bílunum frá Íslandi og
nú voru góð ráð dýr því við máttum held-
ur ekki kaupa byssur úti þótt tveir okkar
væru með byssuleyfi. Til þess þurfti að
hafa lögheimili á staðnum.“
Kunningi þeirra á staðnum var fenginn
til þess að kaupa hólk og skot. „Ég sagði
við hann að hann mætti auðvitað ekki láta
okkur hafa byssuna – en enginn gæti
bannað honum að gleyma henni í ein-
hverjum bílnum!“
Þar með var málið leyst …
Áfram var haldið, áleiðis til bæjarins
Tuktoyatuk, sem heimamenn kalla ein-
faldlega Tuk dagsdaglega.
„Á leiðinni þangað út eftir eru
skemmtilegir frosthólar sem myndast á
þann hátt að vegna rotnunar í undirlög-
unum streymir upp gas. Hólarnir geta
orðið gríðarlega stórir; það var eins og hálf
Öskjuhlíðin væri kominn þarna upp úr
sléttunni.“
Hópurinn gisti í Tuk um nóttina.
Heimamenn rýndu með gestunum í kort
og voru á einu máli: leiðin væri ófær. Allir
voru vissir um að Íslendingarnir kæmust
aldrei frá Tuk til Smoking Hills og Paula-
tuk. Ekki væri bílfært um strandlengjuna
vegna þess að hafstraumur ýttu hafísnum
upp í fjallháa hrauka við klettótta strönd.
Þar fyrir utan væri ísinn mjög þunnur og á
þessum slóðum hefði veiðimaður misst
sleða niður um ísinn nýlega, en reyndar
sloppið sjálfur.
„Mér líkaði ekki þessi svör og vildi fá að
tala við fleiri veiðimenn. Okkur var bent á
Joe Nasaogaluak, sem var á ísbjarnaveið-
um þá stundina en við hittum hann dag-
inn eftir.“
„Þið eruð bjartsýnir menn“
Nasaogaluak leist ekki mikið betur á fyr-
irætlan ferðalanganna en öðrum íbúum
Tuk. „Þið eruð bjartsýnir menn, var það
fyrsta sem Joe sagði. Ég bað hann samt, án
allrar ábyrgðar, að segja okkur hvaða leið
hann myndi fara sjálfur, ef hann þyrfti að
fara,“ segir Ómar.
Nasaogaluak lét til leiðast og teiknaði
upp mögulega leið og aksturinn reyndist
tiltölulega auðveldur að sögn Ómars.
Hópurinn keyrði í raun á úthafi megnið af
leiðinni þann daginn; Ómar nefnir að
skjárinn á leiðsögutölvunni í bílnum hafi
klukkustundum saman einungis sýnt blá-
an lit!
Úti í auðninni keyrðu félagarnir fram á
tjald og mennirnir þrír sem þar sátu urðu
ekki lítið undrandi að sjá bíla á ferð um
svæðið. Þar voru feðgar frá Tuk með
bandarískan auðkýfing á veiðum og
freistuðu þeir þess að ná ísbirni eða sauð-
nauti.
„Heimamaðurinn taldi að við kæmumst
yfir ísinn og reyndist sannspár. Þegar við
komum yfir Horton-ána blasti við eitt af
undrum veraldar sem eru Smoking Hills.
Það eru ekki margir sem vita af þessu en
svæðið er mjög sérstakt. Þarna hafa jarð-
lög brunnið í margar aldir, þannig að
brennisteinssambönd komast í samband
við súrefni. Upp af hlíðunum stígur reyk-
ur og lyktin minnir á úldna hveralykt.
Þarna fara menn því helst ekki og engin
dýr eru á svæðinu nema hvað hreindýr
leita þangað yfir sumartímann til að losna
við mývarginn. En þetta er stórmerkilegt
fyrirbæri.“
Ákveðið var að láta fyrirberast þarna
um nóttina og reyna að koma sér í gegn-
um íshraukana daginn eftir.
Ómar var svo stálheppinn (!) að vakna
um miðja nótt, en segir reyndar hafa verið
mikið átak að fara úr svefnpokanum
vegna kulda í bílnum. En hann sér ekki
eftir því og gladdist eftir á, að hafa þurft
að pissa!
„Þarna um nóttina upplifði ég augna-
blik sem ég mun aldrei gleyma; ég sá stór-
fenglegustu norðurljós sem ég hef nokk-
urn tíma séð. Þetta var eins og í
teiknimynd; það var eins og síðar gard-
ínur hlykkjuðust um himininn. Hér
Ekið eftir MacKenzie-fljótinu
þar sem bakkarnir gnæfa yfir.
Kaldur karl! Karl Rútsson dyttar að stýrisbúnaði á einum bílanna í rúmlega 40 stiga frosti.
Sleðahundar heimamanna eru ávallt geymdir úti undir berum himni, tjóðraðir við járnkeðju.
Halldór Sveinsson í vetrarbúningi.Lífsreyndur inúíti sem ferðalangarnir hittu í Inuvik.
Ferðalög