SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Qupperneq 33

SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Qupperneq 33
8. janúar 2012 33 heima eru norðurljósin eins og þokuslæða en þarna dönsuðu þau á næturhimninum. Það var stórkostleg sjón.“ Á næsta áfangastað, bænum Paulatuk, urðu íbúarnir jafn undrandi og annars staðar þar sem okkar menn stöldruðu við. Þremur dagleiðum frá Paulatuk var komið til Kugluktuk. „Þarna búa sannir ínúítar og við fengum flottar móttökur í bænum. Þegar við stoppuðum á ytri höfn- inni til þess að taka myndir af bílunum með bæinn í baksýn, kom röð af sleðum á móti okkur. Þarna gistum við á hóteli þar sem voru myndir af Vilhjálmi Stefánssyni uppi um alla veggi og það var virkilega gaman að sjá. Þetta er það austasta sem hann fór í leiðöngrum sínum.“ Í Kugluktuk neyddist hópurinn til þess að breyta ferðaáætlun sinni. „Vegna þess hve hlýtt var orðið og ísinn farinn að þynnast svo mjög þarna langt fyrir sunn- an, brotnaði undan bíl á ísvegi, og því lokuðu yfirvöld öllum akstri um þá. Einn- ig gætti sjávarfalla orðið á þeim slóðum sem við hugðumst aka og því var ekki hægt að treysta á ísinn.“ Þetta var í mars. „Heimamenn sögðu okkur að ef við vildum ná bílunum heim fyrir sumarið yrðum við að keyra aftur suður til Yellowknife og eftir að atkvæði voru greidd í hópnum varð það úr.“ Tekið með kostum og kynjum Hópnum var tekið með kostum og kynj- um þegar komið var til Gimli í leiðinni austur um aftur. „Okkur þótti ákaflega vænt um að fá að segja nokkur orð við Vestur-Íslendingana. Við buðum til sögu- stundar og það var alveg fullt út úr dyr- um. Þeir voru allir sem einn ákaflega montnir af samlöndum sínum. Við kom- um líka við á elliheimilinu þar sem margt fólk talaði íslensku, jafnvel þó að það hefði aldrei komið til Íslands. Það var verulega gaman.“ Ómar segir ferðina hafa verið ævintýri sem menn upplifi ekki nema einu sinni á ævinni. „En vinnan var líka gríðarlega mikil, bæði ferðin sjálf og undirbúning- urinn. Þetta útheimtir líka mikla fjarveru og mikil útgjöld, enda er bókin tileinkuð konum okkar og fjölskyldum. Allir sýndu okkur mikinn skilning.“ En hvers vegna að fara í slíka ferð? „Útþráin er mikil og ég hafði líka áhuga á að upplýsa fólk fyrir vestan um okkur, og meiningin er líka að upplýsa fólk hér heima um þessi héruð, til heiðurs þeim sem fóru til Vesturheims fyrir aldamótin 1900,“ segir Ómar. Áður en haldið var af stað fóru fimm- menningarnir á Vesturfarasetrið á Hofs- ósi, til þess að heiðra minningu þeirra sem þaðan fóru á sínum tíma. „Þar sáum við mynd af skipi fyrir utan Hofsós, drekk- hlöðnu fólki sem var að fara. Það var dá- lítið sérstakt að þegar við vorum í Gimli, í lok ferðar, rákumst við á þessa sömu mynd.“ Heimamenn voru víða svartsýnir, eins og fram hefur komið, en það var aldrei vafi í huga þeirra Ómars að halda áfram. „Við vissum hvað við gætum; erum vanir íslenska hálendinu, sem er svo miskunn- arlaust að fáir sem ekki hafa reynt trúa því hvernig veður geta orðið þar. Maður er búinn að vera í þessu frá barnæsku og eitthvað hlýtur að hafa lærst.“ Í haust var haldið útgáfuteiti vegna bókarinnar og kvikmyndarinnar og þar var á meðal gesta Atli Ásmundsson, ræð- ismaður Íslands í Manitoba. „Hann hélt erindi og skjallaði okkur þannig, fyrir að við værum landi og þjóð til sóma, að við erum enn rauðir í kinnum!“ segir Ómar. Honum er umhugað um samskipti þjóðanna tveggja. „Í kvikmyndinni er sýn Friðþjófs á lífið á þeim svæðum sem við fórum um. Kanada er gríðarlega áhuga- vert land og heimamenn mjög norrænir í hugsun. Við eigum meiri samleið með þessari þjóð en mörgum öðrum, enda hefur Íslendingum í Kanada mörgum farnast mjög vel.“ Aðstæður voru oft erfiðar. Ef bíll festist dró sá næsti hann upp og aldrei urðu nein alvarleg óhöpp. Ljósmynd/Friðþjófur Helgason ’ Við vissum hvað við gætum; erum vanir íslenska hálendinu, sem er svo miskunnarlaust að fáir sem ekki hafa reynt trúa því hvernig veður geta orðið þar. Maður er búinn að vera í þessu frá barn- æsku og eitthvað hlýtur að hafa lærst. Leiðin til Tsiigehtchic Yellowknife-Tsiigehtchic-Yellowknife Yellowknife Wrigley Norman Wells Fort Good Hope Tsiigehtchic Inuvik Tuktoyatuk Paulatuk Pearce Point Clifton Point Kugluktuk Lupin Mine Halifax Saskatoon Peace River Tsiigehtchic Yellowknife Calgary Gimli Toronto Halifax-Yellowknife- Tsiigehtchic-Yellowknife Yellowknife-Gimli-Halifax Morgnarnir á Mackenzie-fljótinu voru fallegir þegar sólin gægðist upp fyrir sjóndeildarhringinn. Ferðalangarnir í Markerville, á slóðum Stephans G. Stephanssonar. Frá vinstri: Halldór Sveinsson, Ómar Friðþjófsson, Karl Rútsson, Kristján Kristjánsson og Friðþjófur Helgason.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.