SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Side 43

SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Side 43
8. janúar 2012 43 P.D. James - Death Comes to Pemberley Eitt helsta meistaraverk enskra bókmennta er Pride and Predjudice eftir Jane Austen. Óteljandi bækur hafa verið skrif- aðar eftir eða uppúr þeirri bók og ekkert lát á - á síð- ustu árum hafa komið út tugir bóka þar sem Eliza- beth Bennet og Fitzwilli- am Darcy glíma gíma við allt frá smáglæpum til uppvakninga. Þrátt fyrir það þótti tíðindi að P.D. James, drottning ensku glæpasögunnar, skyldi hafa skrifað morðgátu sem gerist á heimili Darcy-hjónanna, en það kom fáum á óvart hve bókin var vel skrifuð og skemmtileg. Umberto Eco – The Prague Cemetery Fyrir ríflega hundrað ár- um birtist í Rússlandi lygaskjal sem sagði frá leynireglu gyðinga sem hygðist leggja undir sig heiminn. Ritið reyndist lífseig lygi, kom meðal annars út á íslensku 1951, og átti sinn þátt í hörmulegum ofsóknum og morðum á gyðingum á tuttugustu öld- inni. Þessi skáldsaga Ecos segir eins- konar sögu uppruna ritsins. Óþokkinn í bók Ecos, Simone Simonini, sem smíðar falsskjalið, er uppspuni en í bókinni birt- ast einnig ýmsar raunverulegar persónur. Haruki Murakami - 1Q84 1Q84 er býsna mikið verk og magnað sem kom fyrst út í þremur bindum í Japan. Ekki er gott að rekja svo mikla bók í stuttu máli, en hún gerist árið 1984, í heimi sem er þó frá- brugðinn þeim sem við þekkjum. Sagan hefst þar sem stúlkan Aomame situr í leigubíl í Tókýó á leið í verkefni. Önnur aðalpersóna bókarinnar er kynnt í næsta kafla, Tengo, sem ráðinn er til að endurskrifa handrit að skáldsögu, en kemst fljótlega á snoðir um að ekki er allt sem sýnist. Alan Hollinghurst - The Stranger’s Child Margir tóku því illa þeg- ar skáldverk Alans Holl- inghursts datt út af stuttlista Booker- verðlaunanna sl. sum- ar, enda margra mat að þar væri komin ein helsta enska bók árs- ins, ef ekki sú helsta. Hollinghurst hefði og verið vel að verðlaununum kominn, enda fáir stílistar honum fremri, og bókin er af- bragð, ekki síst fyrir þá sem þekkja til sög- unnar af Rupert Brooke sem liggur undir, myndarlegasta unga manni í Englandi og minningu hans Ali Smith - There But For The Ali Smith er einkar lagin við að beita tungumál- inu, en sjaldan hefur henni tekist eins vel upp og í þessari und- irfurðulegu bók. Í miðju matarboði stendur einn gestanna upp, fer upp á aðra hæð hússins og læsir sig inni í svefn- herbergi. Þegar húsráðendur forvitnast um hann neitar hann að koma út, vill reyndar ekki ræða við neinn, og þar við sit- ur. Bókin fjallar þó ekki um atvikið sem slíkt heldur um ummerki þeirra sem við þekkjum og umgöngumst í lífi okkar. Neal Stephenson – Reamde Neal Stephenson er yf- irleitt að velta fyrir sér sömu spurningunni; því hvernig upplýsingar ber- ast á milli manna og hvernig fólk vinnur úr upplýsingum. Áður hef- ur hann skrifað bækur um upplýsingastreymi á sautjándu og átjándu öld en í Reamde er Stephenson að velta fyrir sér okkar tímum þegar upplýsingar berast á milli manna á ljóshraða, þegar við erum alltaf tengd og höfum alltaf að- gang að öllu, eða höldum það í það minnsta. Ota Pavel - Hvernig ég kynntist fiskunum Einar Falur Ingólfsson - Án vega- bréfs Margrét Örnólfs- dóttir - Með heim- inn í vas- anum Styrmir Gunn- arsson - Ómunatíð Ólafur Gunn- arsson - Meist- araverkið og fleiri sögur Ingunn Snædal - Það sem ég hefði átt að segja Úlfar Þor- móðsson - Farand- skuggar Steinar Bragi - Hálendið Herta Müller - And- arsláttur Vigdís Gríms- dóttir - Trúir þú á töfra? Fleiri forvitnilegar bækur Christopher Hitchens – Arguably Christopher Hitchens lést á árinu og varð mörgum harmdauði, enda leitun að öðrum eins stílista, hvort sem hann var að fletta ofan af móður Teresu eða Osama bin Laden. Í Arg- uably eru 107 greinar, bókadómar, aðfaraorð bóka, vangaveltur um stjórnmál, trúarbrög og hvaðeina. Alltaf er Hitchens beittur og málefnalegur, enda frábærlega beittur og skemmtilegur, hvort sem maður er sammála honum eða ekki. Víst er eftirsjá að slíkum mönnum. Karen Russell - Swamplandia! Swamplandia! segir frá unglingsstúlku sem elst upp í skemmti- garði í Flórída þar sem aðalskemmtunin er þegar faðir hennar glímir við krókódíla. Móðir stúlkunnar er ný- látin þegar sagan hefst, en þó hún sé ekki til staðar skiptir fjarvera hennar miklu máli, ekki síst þegar hafa þarf hemil á systrunum, enda hefði sú elsta varla fallið fyrir draug. Sagan er í senn grátbrosleg, bráðfyndin og ævintýraleg og málfarið er stórbrotið. Julian Barnes – The Sense of an Ending Í The Sense of an End- ing rekur maður ævi- minningar sínar af því er hann og félagar hans strengdu þess heit að vera vinir að eilífu, en ekki fer allt eins og þeir ætla. Einn úr hópnum sviptir sig lífi og þeir sem eftir lifa gera hvað þeir geta til að gleyma öllu saman, en þeg- ar sögumaður er kominn á miðjan aldur berst honum bréf frá lögfræðingi með beiðni sem verður til þess að hann sér æsku sína í nýju ljósi. Bókin hlaut Booker- verðlaunin í haust og það að verðleikum. Téa Obreht – The Tiger’s Wife Það vakti mikla athygli þegar Téa Obreht hlaut bresku Orange- verðlaunin, helstu bók- menntaverðlaun kvenna, fyrir bók sína The Tiger’s Wife, enda fyrsta bók hennar og hún yngsta konan sem hlotið hefur þessi merkilegu verðlaun. Obreht sækir hugmynd að verkinu að ein- hverju leyti í uppruna sinn, en fjöskylda hennar flúði stríðsátök í Júgóslavíu, og inn í söguna blandast vangaveltur um það hvernig fer þegar lönd hverfa. Oddný Eir Ævarsdóttir – Jarðnæði „Sjálfsæviskrif Þór- bergs Þórðarsonar koma einna helst upp í hugann við lestur Jarð- næðis. Yfir skrifunum svífur sama einlægnin og hnyttnin ... Oddný er algerlega laus við allt sem heitir tilgerð, text- inn er sannur og meitl- aður og gríðarlega fynd- inn á köflum. Hér er engu ofaukið og einskis vant og í heildina er þetta einlæg og bráðskemmtileg bók, sneisafull af skemmtilegum pælingum og fallegum setningum.“ - alþ Steinunn Sigurðardóttir – Jójó „Persónurnar eru áhugaverðar og lifandi. Textinn er meitlaður og stílhreinn, engu að síð- ur hlýr og húmorískur. Steinunn nær góðum tökum á þessu vand- meðfarna efni, á köfl- um reynir nokkuð á les- andann, því hér er ekki mikið um berorðar lýsingar ... Jójó er áhrifamikil, skemmtileg og geysilega vel skrifuð bók sem skilur lesandann eftir með margar hugsanir löngu eftir að lestr- inum er lokið. Til dæmis hvort allir eigi skilið að fá lækningu.“ - alþ Matthías Johannessen – Söknuður „Sjaldan hef ég hrifist eins af ljóðabók við fyrsta lestur og nýút- kominni bók Matthíasar Johannessen, Söknuði. Hún er ort í kjölfar mik- ils áfalls höfundar í skugga láts eiginkonu hans og sá missir, sorg- in og söknuðurinn setja mark sitt á þessa bók ... Það er ekki síst opinská einlægni Matthíasar sem hrífur mig í þessari bók og hæfileiki hans til að miðla tilfinningum sínum og hugrenn- ingum ... Í mínum huga er þetta einhver besta bók hans.“ - sþh Sölvi Björn Sigurðsson – Gestakomur í Sauðlauksdal „Bók Sölva Björns er bráðskemmtileg. Sá stíll sem menn skrifuðu á 18. öld var þunglamalegur og stundum uppskrúfaður. Sölvi Björn tekst á við þennan stíl og býr til fín- an texta. Hann nær vel andblæ þess tíma sem hann lýsir. Það kann að vera að sumum sem aldrei hafa lesið texta frá 18. öld ...þyki stundum erfitt að ná sam- bandi við bókina, en að lesa bók á að vera áskorun. Þegar saman fer skemmtun og áskorun, eins og í þessari bók, hefur sann- arlega vel tekist til." - eó Serbnesk-bandaríska skáldkonan Téa Obreht tekur við Orange bókmenntaverðlaununum fyrir The Tiger’s Wife úr hendi Bettany Hughes í júní sl. Reuters Umsagnir um innlendar bækur ársins eru úr bókadómum sem birtust í Morgunblaðinu á árinu. Skammstafanir undir dóma- tilvitnunum vísa til eftirfarandi gagnrýnenda: alþ: Anna Lilja Þórisdóttir efi: Einar Falur Ingólfsson eó: Egill Ólafsson ig: Ingveldur Geirsdóttir sþh: Skafti Þ. Halldórsson Ummæli gagnrýnenda

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.