SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Síða 44

SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Síða 44
44 8. janúar 2012 The Sense of an Ending - Julian Barnes bbbbn Julian Barnes hlaut Boooker-verðlaunin á síðasta ári fyrir þessa skáldsögu sína. Tony Webster er fráskilinn og sestur í helgan stein en ákveðnir at- burðir verða til þess að hann lítur yfir ævi sína og minnist skólaáranna þar sem stofnað var til af- drifaríkra kynna. Í kjölfarið reynir hann að skilja og leiðrétta mistök fortíðarinnar. Þetta er vel skrifuð saga, stutt og hnitmiðuð með óvæntum uppljóstrunum. Einstaka sinnum virka hugleiðingar um lífið og tilveruna ögn tilgerðar- legar en því verður ekki neitað að höfundurinn er flinkur. Hann kem- ur til dæmis rækilega á óvart undir lokin. Einhverjir lesendur eru þá líklegir til að lesa ákveðna hluta verksins að nýju til að átta sig betur á hinni óvæntu uppljóstrun. Þeir sem hafa lesið hina stórkostlegu skáldsögu Allans Hollinghursts, The Stranger’s Child, eiga kannski nokkuð erfitt með að samþykkja að The Sense of an Ending eftir Julian Barnes sé besta skáldsaga síðasta árs í Bretlandi, en hún er samt góð og forvitnileg og vel þess virði að lesa. Kolbrún Bergþórsdóttir 11.22.63 - Stephen King bbbnn Hugmyndin að þessari bók Stephens Kings er áhugaverð. Aðalpersónunni gefst kostur á að fara aftur í tímann í sérstökum erindagjörðum sem eru þær að koma í veg fyrir morðið á John F. Ken- nedy. King gerir margt vel í þessari bók. Honum tekst sérstaklega vel að lýsa tíma þar sem líf fólks var að hluta til einfaldara en nú er og víða í verkinu má finna sjarmerandi fortíðarþrá. Persónur eru margar ágætlega gerðar og höfundi tekst vel að vekja samúð lesandans með þeim. Á köflum er verkið svo verulega spennandi. Hugmyndin um að breyta fortíðinni og skapa þannig nýja framtíð er forvitnileg og býður upp á alls kyns hugleiðingar sem King vinnur vel úr. En eins og stundum áður er King alltof orðmargur og hann kann ekki að stytta sjálfan sig, sem er einmitt höfuðgalli verks- ins. Það verður endurtekningarsamt og lesandinn fyllist nokkurri óþreyu. 740 síður eru einfaldlega of stór og þungur pakki að þessu sinni. Bara ef einhver hefði nú sagt King að stytta! Þá hefðu höfundur og lesendur fengið afbragðs góða bók en í staðinn fá þeir verk sem býr yfir góðum kostum en einnig mörgum göllum. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Erlendar bækur Lesbókbækur Það eru fáir sem vita það en fyrsta þýð-ing á skáldsögu Brams Stokers umDrakúla greifa var á íslenska tungu.Bók Stokers kom út árið 1897 og Valdi- mar Ásgeirsson þýddi hana sem framhaldssögu í tímarit sem hann ritstýrði. Einsog algengt var á þeim tíma var þýðingin reyndar svo frjálsleg að hægt er að flokka Valdimar sem meðhöfund. Upp á íslensku nefndist verkið Makt myrkranna og hefur verið vandfundið, hálfgert raritet hjá fornbókasölum. Bókafélagið hefur nú endur- útgefið verkið með áhugaverðum eftirmála doktors Ásgeirs Jónssonar hagfræðings. Verk Stokers er áhrifamikið bókmenntaverk sem varð þó ekki virkilega vinsælt fyrr en eftir að búið var að gera fyrstu bíómyndina upp úr því. Í dag er Drakúla greifi næstmest kvik- myndaða persóna sögunnar á eftir Sherlock Holmes, en samkvæmt Internet Movie Database hafa 217 myndir með honum verið framleiddar en 224 með Sherlock Holmes. Drakúla er því líklega frægasta íslenskættaða persóna kvik- myndasögunnar, en í eftirmála Ásgeirs segir: „Stoker var víðförull, þótt engar heimildir séu fyrir því, að hann hafi ferðast til heimkynna Drakúla greifa í Karpatíu-fjöllum né til Íslands. Hann virðist þó hafa haft einhverja nasasjón af íslenska sagnaarfinum, þar eð greifinn heldur því blákalt fram í bókinni, að hann sé af ís- lenskum ættum, kominn af berserkjum. Ber- serkir, eða bjarnserkir, voru sem kunnugt er bræðralag vígamanna í norrænni heiðni. Þeir trúðu því, að þeir gætu brugðið sér í dýrsham í orrustum og gengið þannig berserksgang.“ Áhrifa bókarinnar gætir víða í íslensku menningarlífi en eins og Bjarni Bjarnason rit- höfundur útlistaði með sannfærandi hætti má segja að hin þekkta skáldsaga Halldórs Laxness, Kristnihald undir Jökli, sé systurbók verks Stokers. Ásgeir bendir á að samanburður Bjarna á þessum tveimur verkum sé skarpur en ef Bjarni hefði borið saman Makt myrkranna í þýðingu Valdimars og Kristnihald undir jökli verða líkindin enn meiri enda var það Makt myrkranna sem Halldór las sem ungur maður. En fyrirmyndina af Drakúla er ekki aðeins að sækja til íslenskra berserkja sem gátu skipt um ham heldur er aðalfyrirmyndin af Drakúla sótt til prins frá Vallakíu sem er nú í Rúmeníu, Vlads III. stjaksetjara (1431-1476). Í eftirmál- anum segir Ásgeir frá uppruna nafnsins Drak- úla, en faðir Vlads III., Vlad II., hafði verið hluti af vestrænni riddarareglu sem sameinaðist gegn sókn Tyrkja inn í Evrópu. Eftir inngöngu í ridd- araregluna hafði Vlad II. tekið upp nafnið Drac- ul sem þýðir dreki. Vlad III. var aðeins fimm ára gamall þegar hann var tekinn inn í regluna og bætti þá viðskeytinu Dracula við nafn sitt, en það þýðir sonur Dracul. Í baráttunni við Tyrki þótti hann afskaplega grimmur og varð þekktur af því að stjaksetja þúsundir andstæðinga sinna. Myrkrið kemur aftur Ásgeir Jónsson gaf út ljóðmæli Jóns Arasonar 2006 og hefur kennt miðaldaljóðlist í háskól- anum. Hann heillaðist af Drakúla sem ungur drengur í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi og sökkti sér í lestur um greifann. Ásgeir fór síðan að hvetja til endurútgáfu á Makt myrkranna þegar hann fann eitt sinn eintak af bókinni í tætlum á fornbókasölu. „Þetta er svo áhugaverð bók, sérstaklega varðandi tengslin við Ísland og að Bram Stoker hafi skrifað formálann að íslensku þýðingunni,“ segir Ásgeir. „Sagan er skrifuð sem reyfari. Valdimar styttir hana til að gera hana meira spennandi en stíll hans er mjög nútímalegur. Hann sameinar nokkrar persónur í eina og breytir ýmsu. Hann þarf að koma svo mörgum af persónulegum skoðunum sínum að. Kynferð- islegur tónn verks Stokers minnkar í meðförum Valdimars en stjórnmálaskoðanir koma fram sem ekki voru í upphaflega verkinu. Valdimar fer því frjálslega með textann en það er löng hefð fyrir því að menn þýði eins og rithöf- undar.“ Christopher Lee lék Drakúla greifa í tíu myndum að minnsta kosti; sú fyrsta var 1958, en af hinum má nefna Taste the Blood of Dracula og Scars of Dracula (1970) og Dracula AD 1972 (1972). Makt myrkranna Bókin Makt myrkranna, sem er þýðing á hinu fræga verki Brams Stokers, Drakúla greifi, var endurútgefin núna fyrir jólin. Verkið er áhrifavaldur í íslenskum bókmenntum. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is 25. - 31. desember 1. Brakið - Yrsa Sigurð- ardóttir / Veröld 2. Einvígið - Arnaldur Indriðason / Vaka-Helgafell 3. Matreiðslubók Latabæjar - Magnús Scheving / Latibær 4. Hollráð Hugos - Hugo Þór- isson / Salka 5. Gamlinginn sem skreið út um gluggann - Jonas Jonasson / JPV útgáfa 6. Útkall ofviðri í Ljósufjöllum - Óttar Sveinsson / Útkall ehf. 7. Málverkið - Ólafur Jóhann Ólafsson / Vaka-Helgafell 8. Feigð - Stefán Máni / JPV út- gáfa 9. Hálendið - Steinar Bragi / Mál og menning 10. Þóra - heklbók - Tinna Þór- udóttir Þorvaldsdóttir / Salka Frá áramótum 1. Brakið - Yrsa Sig- urðardóttir / Veröld 2. Einvígið - Arnaldur Indriðason / Vaka-Helgafell 3. Gamlinginn sem skreið út um gluggann - Jonas Jonasson / JPV útgáfa 4. Heilsuréttir Hagkaups - Sól- veig Eiríksdóttir / Hagkaup 5. Stóra Disney köku- og brauð- bókin - Walt Disney / Edda 6. Útkall ofviðri í Ljósufjöllum - Óttar Sveinsson / Útkall ehf. 7. Hollráð Hugos - Hugo Þór- isson / Salka 8. Málverkið - Ólafur Jóhann Ólafsson / Vaka-Helgafell 9. Hjarta mannsins - Jón Kal- man Stefánsson / Bjartur 10. Ég man þig - Yrsa Sigurð- ardóttir / Veröld Bóksölulisti Skannaðu kóðann til að lesa Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bóka- búðinni Eskju, Bókabúðinni Hamra- borg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu- stúdenta, Bónus, Hagkaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum- Eymundssyni og Samkaupum. Rann- sóknasetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.