SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Page 2
2 12. febrúar 2012
Við mælum með
Öll helgin
Vetrarhátíð í Reykjavík stendur fram á sunnudag. Þema ársins er
Magnað myrkur! Markmið Vetrarhátíðar er að lýsa upp mesta
skammdegið með viðburðum og uppákomum af ýmsu tagi, stórum
sem smáum. Borgarbúum og gestum gefst tækifæri til að taka þátt í
fjölbreyttri dagskrá án endurgjalds.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Vetrarhátíð í Reykjavík
24 Að lesa og lesa list er góð
Nærri fjörutíu ára gamall draumur Sigrúnar Klöru Hannesdóttur rætt-
ist þegar Barnabókasetrið á Akureyri var stofnað.
26 Stofustáss í Stokkhómi
Allt það nýjasta í norrænni hönnun kemur fram á húsgagnasýningu í
Stokkhólmi þar sem fjögur íslensk hönnunarfyrirtæki hafa kynnt vörur
sínar síðustu daga.
28 Skylda mín að taka þátt …
Salmann Tamimi kom til Íslands einungis 16 ára gamall og hefur búið
hér á landi síðan. Hann segir fordóma í garð múslima fara vaxandi.
31 Lagarfljótsormurinn og frændkyn
Sögur af vatnaormum hafa lengi verið á
kreiki með þjóðum heimsins og allt til okkar
daga, bæði á norður- og suðurhveli. Þetta
eru oftar en ekki feiknaskepnur að vexti og
stundum grimmar.
38 Rey-nir sitt besta
Dularfulla nýstirnið Lana Del Rey er heitasta
nafnið í skemmtanabransanum vestra um
þessar mundir.
40 Bróðir Gandhi á vegg
Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Bróðir minn á sérstakt heið-
urssæti á heimilinu. Mynd af honum hangir í forstofunni.
Lesbók
42 Meðvitaðir og ómeðvitaðir
fordómar
Fjöruverðlaunin verða afhent í Iðnó á morgun. Gestur verðlaunahátíð-
arinnar er rithöfundurinn og grínistinn Sandi Toksvig.
44 Mozart ljóðanna
„Skemmtilega háðsk án þess að vera hávær,“ sagði Geirlaugur
Magnússon skáld um pólska nóbelsverðlaunahafann Wislöwu Szym-
borsku. Hún lést í byrjun mánaðarins.
18
36
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af Eyþóri Arnalds.
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans:
Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Krist-
insdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir, Skapti Hallgrímsson.
Augnablikið
Fæ ég 160 þúsund? Hvað segið þið umþað? Það er nú ekki mikið fyrir Snæfells-jökul; það fylgir honum mikill máttur!“ Uppboðshaldarinn Tryggvi Páll Frið-
riksson í Galleríi Fold stendur á sviðinu og við
hliðina á honum stendur málverk Þorbjargar
Höskuldsdóttur að því er virðist tveim fótum.
Stundum eru málverkin sem boðin eru upp í bux-
um og stundum pilsi. Áreiðanlegar heimildir
herma að þetta séu fætur starfsmanna, sem halda
á verkunum til sýnis.
Blaðamaður treður sér í sæti framarlega á milli
tveggja búralegra manna, sem líta á hann ólund-
arlega og eru ekkert að gefa olbogarými. Annar
þeirra hvíslar:
– Settistu nokkuð á tyggjóið sem ég setti í stól-
inn?
Blaðamaður hikar.
– Við sjáum það þegar þú stendur upp, bætir
hann við.
Fleiri jöklar eru boðnir upp. „Þá er það næsta,
Eyjafjallajökull!“ segir Tryggvi. „Ég kann því
miður ekki að segja það á ensku.“ Jökullinn er
sleginn á 100 þúsund. Þó að hann sé boðinn upp á
gamaldags íslensku.
Því fylgir undarleg tilvistarkrísa fyrir varkára
menn að bjóða í málverk á uppboði. Skelfingin
við að hlýða á niðinn í peninga vaxandi straumi
veldur því að maður lamast. Af hverju fór Nína
Sæmundson bara á 42 þúsund? Verra með Elías B.
Halldórsson sem ég missti af á 85 þúsund. Og af
hverju bauð ég ekki í Rósku eftir Dag Sigurð-
arson?
„Fæ ég 800 þúsund króna boð í Ásgrím?“ spyr
Tryggvi. Málverkið er af Svarfaðardal. Sumir segja
það fallegasta dal á Íslandi. En það vantar bæinn
Sökku á málverkið, svo ekkert tilboð berst og það
er tekið aftur inn.
Og auðvitað er Kjarval boðinn upp. Þrír fyrir
einn. Þrjú konuandlit, eitt á baki málverksins og
annað í eyra konunnar. Fyrsta boð er 50 þúsund í
hvert andlit.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Tryggvi býður upp málverk eftir Hafstein Austmann.
Jöklarnir seldir
Hringadrótt-
inssinfóníunni
Sinfóníu-
hljómsveit Ís-
lands flytur
Hringadróttinssinfóníuna eftir
Howard Shore í Hörpu á
fimmtudag og föstudag kl. 20.
Stjórnandi er Erik Ochsner og
einsöngvari Nancy Allen
Lundy. Einnig koma fram
Hljómeyki, Kór Áskirkju o.fl.
Góa og
baunagrasinu
Risinn, gamla
konan, fallega
ríka stelpan, sjálfspilandi
harpan, hænan sem verpir
gulleggjum og allir þorpsbú-
arnir mæta til leiks á Litla
sviði Borgarleikhússins. Gói
leikur Jóa og Þröstur Leó sér
um rest.
– fyrst og fre
mst
ódýr!
33%afslátturDÚ
NDUR-
VERÐ
998kr.kg
Verð áður 1498 kr. kg
Grísakótilettur