SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Qupperneq 8
8 12. febrúar 2012
Fjörugt verður í Manchesterborgá England um hádegisbil í dagþegar flautað verður til leiksManchester United og Liverpool
í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Þetta er einn af þessum „stóru“ og fót-
boltaáhugamenn um heim allan bíða
jafnan spenntir. Sjaldan hafa þó líklega
jafnmargir beðið með öndina í hálsinum
og nú.
Aukin spenna kemur reyndar knatt-
spyrnu ekki við í sjálfu sér heldur
mannasiðum eða kurteisi. Augu og linsur
munu líklega beinast að tveimur leik-
mönnum einkum og sér í lagi; Úrú-
gvæanum Lúis Súarez hjá Liverpool og
hinum franska Patrice Evra, fyrirliða
heimaliðsins. Sá fyrrnefndi er kominn í
sviðsljósið á ný eftir átta leikja keppn-
isbann vegna kynþáttaníðs gegn Evra í
fyrri deildarleik liðanna í vetur.
Margt hefur verið skrafað og skeggrætt
um þau ummæli og afleiðingar þeirra, og
óþarfi að fara nánar út í það hér. Mál er að
snúa sér að næsta leik í þeirri skák.
Ekki er víst að Súarez verði í byrjunar-
liði Liverpool í dag, en eftir að hann kom
sprækur inn á sem varamaður gegn Tott-
enham í vikunni hlýtur það þó að teljast
líklegt.
Sá úrúgvæski var reyndar heppinn að
ljúka leik gegn Tottenham. Sparkaði afar
klaufalega í einn andstæðinginn og gat
prísað sig sælan að spjaldið sem fór á loft
var gult en ekki rautt. Einhver hefði rekið
hann af velli en frábær dómari leiksins
ákvað að brotið væri ekki svo alvarlegt.
Kannski var Suarez bara svo spenntur yf-
ir því að vera kominn aftur inn á grasið
að hann réð ekki við sig. Látum hann
njóta vafans. Og njótum leiksins.
Helstu vangaveltur fyrir leik verða
væntanlega hvort Evra og Suarez muni
heilsast og hvort þeir horfist í augu.
Þegar dómarinn blæs í flautu sína
gleymast þær hugrenningar vonandi.
Allt breytt en þó ekki
Heimurinn er síbreytilegur en þó alltaf
eins! Um páskana 1980, fyrir tæpum 32
árum, hafði heimsbyggðin miklar
áhyggjur af viðræðum um sjálfsstjórn
Palestínumanna og Bandaríkjaforseti sleit
stórnmálasambandi við Íran. Og Man-
chester United tók á móti Liverpool í
enska fótboltanum …
Þegar ég settist niður til að hlakka
formlega til leiksins í dag reikaði hug-
urinn ósjálfrátt aftur til ársins 1980.
Þrír íslenskir ljósmyndarar hafa varla
nema einu sinni verið að störfum sam-
tímis á leik Manchester United og Liver-
pool á Old Trafford. Um það skal svo sem
ekkert fullyrt, en alltjent voru þrír Ís-
lendingar vopnaðir myndavélum niðri
við völlinn laugardaginn 5. apríl 1980.
Höfundur þessa pistils hefur nokkrum
sinnum verið viðstaddur rimmu þessara
stórliða á heimavelli Manchester United
en viðureignin í apríl 1980 er líklega sú
allra eftirminnilegasta. Verst er þó að
þurfa að viðurkenna að ég man þrátt fyrir
allt lítið eftir leiknum sjálfum …
Tveir akureyrskir unglingspiltar, höf-
undur þessa pistils, æskuvinur hans,
Reynir B. Eiríksson, og Ragnar Þorvalds-
son, nokkru eldri, voru þarna á ferð. Á
einhvern mjög íslenskan máta tókst okk-
ur með mikla bjartsýni að vopni, en
kannski aðallega óstjórnlega löngun, að
komast inn á svæði ljósmyndara og
mynda í gríð og erg. Þann dag grísaðist ég
einmitt til þess að taka þá íþróttamynd
sem mér þykir einna vænst um; myndina
hér á síðunni þar sem boltinn smýgur
rétt framhjá stöng United-marksins.
Við komum snemma að vellinum
þennan dag og strax og hliðin voru opn-
uð – kannski var það meira að segja fyrr;
allt var svo hljótt – stikuðum við inn á
áhorfendapallana.
Fáeinir vallarstarfsmenn voru á vappi
og einn lögregluþjónn. Eftir langt samtal
sannfærðum við laganna vörð um að það
væri afbragðshugmynd að kanna hvort
hugsanlega væri mögulegt að við fengjum
að fara inn fyrir girðinguna og slást í hóp
ljósmyndaranna niðri við markið.
Við vorum ekki síður með öndina í
hálsinum þá en áhugamenn um leikinn
nú.
Löggan blikkaði starfsmann sem kom
okkur í samband við annan og áður en
við vissum af vorum við einhvers staðar
undir stúkunni í herbergi merktu Photo-
graphers, komnir í vörslu ljósmyndara
frá Daily Mail. Iceland? Já, Þorskastríðið,
sagði hann. En þessi náungi bar ekki
meiri kala til Íslendinga en svo að hann
tók okkur að sér með bros á vör.
Það eina sem ég man var að topplið
Liverpool skoraði á undan en heima-
menn unnu svo 2:1. Jú, og að Konica-
myndavélin mín bilaði. En ég náði samt
þessari eftirminnilegu mynd …
Önd í hálsi og biluð myndavél
Í þá gömlu góðu! Liverpool-mennirnir David Johnson og Kenny Dalglish, og Mickey Thomas, leikmaður Manchester United, ganga af velli
eftir 2:1-sigur United á Old Trafford 5. apríl 1980. Ef vel er að gáð sést höfundur þessa pistils fyrir aftan Dalglish, fyrir miðri mynd!
„Vá! Þarna munaði mjóu!“ sagði maðurinn á myndinni, Gary Bailey, markvörður Manchest-
er United, við höfund þessa pistils nokkrum árum síðar. Jimmy Case skaut þarna að marki.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Meira en
bara leikur
Skapti Hallgrímsson
skapti @mbl.is
Stuðningsmenn Liverpool tóku vel á móti
Luis Suarez á mánudaginn eftir langt bann.
Reuters
Stuðningsmenn Liverpool gefa Patrice Evra auga í bikarleik gegn Man. Utd á dögunum.
Reuters
Ljósmynd/Ragnar Þorvaldsson