SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Síða 14

SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Síða 14
14 12. febrúar 2012 Þ að setur óneitanlega svip áSelfoss að vatnsmesta fljótlandsins rennur um miðjanbæinn. Enda byggðist bær-inn upp í kringum brúna.„Selfoss er einn fárra þétt- býlisstaða á Íslandi án útgerðar eða hafn- ar,“ segir Eyþór Arnalds, formaður bæj- arráðs Árborgar og oddviti sjálfstæðis- manna, sem fengu meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum vorið 2010. „Tryggvi Gunnarsson [bankastjóri Landsbankans] stóð fyrir brúarsmíðinni, enda er húsið við brúarsporðinn nefnt Tryggvaskáli, ein af aðalgötum bæjarins Tryggvagata og svo höfum við Tryggva- garð.“ Í upphafi var Tryggvaskáli vinnustaður við brúarsmíðina, en hann varð seinna áningarstaður. „Selfoss byggðist upp sem þjónustumiðstöð fyrir þá sem áttu leið um þjóðveginn, það spratt upp kaupfélag og verslun,“ segir Eyþór. „Fyrsta bylgjan kom úr sveitunum, önnur bylgjan kom í Vestmannaeyjagosinu og þriðja bylgjan frá Reykjavík og Kópavogi eftir síðustu aldamót af því að hér var hagkvæmt að byggja.“ En skyndilega stöðvuðust fólksflutn- ingarnir austur á Selfoss með banka- hruninu haustið 2008. „Verkefnið hefur verið að byggja samfélagið upp eftir það,“ segir Eyþór. Nær náttúrunni „Þá er spurningin í hverju styrkleikinn liggur. Við erum auðvitað við mestu um- ferðaræðina, hundruð þúsunda ferða- manna fara hér um á hverju ári, og spurn- ingin er hvernig við getum virkjað þennan straum, jafnt innlenda sem erlenda ferða- menn. Og tækifærin liggja líka í sumar- bústaðabyggðinni í grennd við Selfoss, sem er orðin heilsársbyggð.“ Hann segir að Selfoss hafi tekið stökk í uppsveiflunni; bærinn sé kominn langa leið frá kaupfélaginu. „Hér eru sálfræð- ingar og tattústofa og allt sem einkennir þéttbýlið! Nú er spurning hvert við förum inn í framtíðina. Ferðamennska er ein stoðin, en líka landbúnaður og matur. Fólk vill komast nær náttúrunni og upp- runanum. Það er styrkur fyrir okkur að það er að vakna til vitundar um að það skiptir máli hvaðan maturinn er – eins og við fengum að sjá í heimildarmyndinni Food Inc. – við erum svo heppin að eiga kost á íslenskum mat sem er hreinn og líf- rænn. Svo er orkan víða hér í kring, svo Fólk vill komast nær náttúrunni Það er í mörg horn að líta hjá Eyþóri Arnalds formanni bæjarráðs í Árborg. Með nýjum Suður- landsvegi færist umferðin austar um Selfoss og „blái hringurinn“ verður til með Suðurstrandarvegi. Hann ræðir tiltektina í fjármálum bæjarins, skipulags- málin, framtíðarsýnina, pólitíkina, frumkvöðla- starfið, tónlistina og lexíu í auðmýkt. Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is Mynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.