SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Side 20

SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Side 20
20 12. febrúar 2012 dulargervi?“ sagði Addi í Morgunblaðinu fyrir tón- leikana. Lítið lagðist fyrir dulargervið í Gamla bíói, þar voru gítararnir skrúfaðir aftur upp – úr öllu valdi. Ekk- ert slær við vel sömdu og frábærlega fluttu þungarokki á tónleikum. Næst renna Sólstafir í hina kynngimögnuðu Fjöru. Þar er sótt af krafti inn á miðjuna án þess þó að fórna rokkinu með nokkrum hætti. Hin dulmagnaða stemn- ing sem í laginu býr kemst fyllilega til skila í Gamla bíói og unun að sjá og heyra Heiðu Eiríks þenja sig í bak- grunninum. Bert á milli og allur pakkinn. Hér er mál- um ekki miðlað. Hraðinn er aftur keyrður upp í Þínum orðum og ljóst að Sólstafir eru „þéttari en rasskinnarnar á Íþróttaálf- inum“, eins og Bibbi Skálmeldingur myndi orða það. Hann er vitaskuld í salnum, eins og obbinn af samfélagi málmelskra í þessu landi. Karlar eru að vonum í mikl- um meirihluta og fljótt á litið er fátt um fólk undir þrí- tugu. Kem auga á eitt barn í eigin persónu og annað í móðurkviði. Fátt kemur að líkindum til með að raska ró þess þegar á hólminn er komið. Allt kemur þetta heim og saman, Sólstafir eru ekkert unglingaband. Þetta er tónheimur fyrir lengra komna. Sjúki skuggi, Æra og Kukl ljúka dagskránni fyrir hlé, Svartir sandar eru jú tvöföld plata. Gaman að þessum lagaheitum, menn kasta ekki til höndum þar frekar en í öðru. Svolítið skrýtin tilfinning að standa upp og teygja úr sér á þungarokkstónleikum! Gerður í sólbaði á Spáni Melrakkablúsinn fer meinleysislega af stað eftir hlé en lýkur með trukki og dýfu. Fyrir tónleikana var hann lagið sem ég tengdi einna síst við á plötunni. Það þarf ég greinilega að endurskoða. Margslungin smíð og saxófóntónar Steinars Sigurðssonar smjúga inn að beini. Engum er þyrmt. Draumfari stendur undir nafni. Þá er komið að Gerðar þætti G. Bjarklind. Eins og frægt er orðið ljær hún Sólstöfum rödd sína í Stinnings- kalda og inn í Stormfara en gestum til sárra vonbrigða er móðir allra útvarpsþulna ekki í húsinu. „Hún er á Spáni í sólbaði,“ upplýsir Addi. Snælda verður að duga. Skyndilega líður mér eins og ég sé fastur í skafli á Öxnadalsheiðinni. Á allt undir náttúrunni sem hellir sér yfir mig með offorsi en um leið einhverri undarlegri gerð af kærleika. Þá er komið að því. „Hvaða lag er næst?“ geltir Addi, sem er allur að færast í aukana. „Right you are, Svartir sandar.“ Titillagið er í einu orði sagt geggjað og hlýtur að vera með því besta sem gert hefur verið í dægurtónlist hér við nyrstu voga. Þá staðhæfingu skal ég ítreka síðar þegar adrenalínið verður að fullu farið úr blóðinu. Hér eru drengirnir hreinlega orðnir að tónlist sinni, ómögulegt að segja hvar þeim sleppir og tónlistin tekur við. Ekki versnar það þegar kórfélagar úr Hljómeyki stíga á svið og tæla ára og púka fram úr fylgsnum sínum. Gunnar Ben hlýtur að vera svalasti kórstjóri í Evrópu! Þá er því hér um bil lokið, aðeins Djákninn eftir. Líklega eina lagið sem hægt er að spila beint á eftir titillaginu. Ein- leikur Adda í upphafinu seiðir fram gæsahúð á lokastigi og þegar Birgir Jónsson og Hallur Ingólfsson úr 13 slást í hóp- inn molnar úr veggjum og þakið fýkur af kofanum. Aum- ingja Mozart og Verdi, sem áratugum saman hafa hangið ótruflaðir á veggjum, skella á nefið og ráfa um á göngum – illa áttaðir. Velkomnir á 21. öldina, piltar! Allt ætlar um koll að keyra þegar lokatóninum sleppir. Allir sem einn rísa gestir úr sætum og hylla Sólstafi. Svei mér ef hörðustu hausar komast ekki við. „Hver djöfullinn gerðist eiginlega hérna?“ hugsa menn. Góð spurning. En Sólstafir eru ekki hættir, alltént ekki Svavar bassaleikari sem brýnir mannskapinn. Þvílíkur listamaður þar á ferð, bassaröddin á Svörtum söndum er heimur út af fyrir sig. Félagar hans snúa á endanum aftur og til allrar hamingju kunna þeir eitt lag í viðbót. Það er ekki af verri endanum – Köld af síðustu plötu Sólstafa. Það er undarleg tilfinning að stíga aftur út á regnvott Ingólfsstrætið, svolítið eins og að hafa orðið undir lest en risið sperrtur upp aftur – harðari en nokkru sinni. Sæþór gítarleikari lætur fátt koma sér úr jafnvægi. Sólstafir sáttir eftir velheppnaða útgáfutónleika, Sæþór Maríus, Svavar, Addi og Gummi. Nú bíður Evrópa þeirra félaga. Guðmundur trymbill hveitar sig upp fyrir tónleikana, ef svo má segja. Svavar bassaleikari er einstaklega líflegur á sviði. ’ Aumingja Mozart og Verdi, sem áratugum saman hafa hangið ótruflaðir á veggjum, skella á nefið og ráfa um á göngum – illa áttaðir.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.