SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Qupperneq 23

SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Qupperneq 23
12. febrúar 2012 23 Óhætt er að taka undir margt sem Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðsÁrborgar, segir í viðtali sem Pétur Blöndal tekur við hann fyrir Sunnu-dagsmoggann. Árborg stendur á tímamótum í fleiri en einum skilningiog spurningarnar eru áhugaverðar sem bæjarbúar standa frammi fyrir. Í bættum vegasamgöngum felast bæði ógnanir og tækifæri. En það verður að byrja á réttum enda. Óviðunandi er með öllu að slík áhætta sé tekin í rekstri sveitarfélaga, eða bruðlað svo með fjármuni, að tvísýnt sé hvort bæjarfélagið geti staðið undir skuldum. Lítil fyrirhyggja felst í því að ausa fjár- munum í steinsteypu, þar sem allt er lagt upp úr arkitektúrnum og enginn vekur máls á kostnaðinum. Ekki þarf að fara út fyrir borgarmörkin til að finna dæmi um það, glæsihýsi utan um starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur er háreistur minnisvarði um þennan glórulausa tíðaranda. Því miður er það ekki að ástæðulausu að eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur gefið út skuldareglu, sem leiðir til þess að sveitarfélög sem skulda meira en sem nemur 150% af reglulegum tekjum þurfa að lúta meiri aga í fjármálum en til þessa hefur tíðkast. Ágætt er að komið sé á slíku eftirliti, en auðvitað ættu bæjar- fulltrúar sjálfir að sjá þetta í hendi sér og axla ábyrgð eftir því. Það eru góð tíðindi að tekist hefur að lækka skuldahlutfallið í Árborg og ef það næst niður í rétt rúm 150% eins og stefnt er að í lok árs hlýtur þungu fargi að vera létt af íbúum. Ábyrg fjármálastjórn berst sjaldnast í tal þegar gengið er að kjörborð- inu, enda fylgjast fáir með því hvað verður um peningana sem streyma úr vösum skattgreiðenda. Það er ekki fyrr en hítin verður botnlaus að fólk rankar við sér. Svo er það hin hliðin á peningnum sem má ekki gleymast, en hún er sú að skapa jarðveg fyrir blómlegt atvinnulífi, þannig að tekjurnar verði nógu háar til að standa undir velferðinni. Til þess þarf fjárfestingar. Til þess þarf einkaframtak. Til þess þarf dugandi og kjarkmikið fólk sem situr ekki við orðin tóm. Ein hugmynd er orðin að stóriðju í Eyjafirði, sem færir 140 manns störf. Draumur rætist „Lærðu að lesa, skrifa, telja, tala; lærðu að hugsa, Nawal. Lærðu.“ Þannig er ræða ömmunnar Naziru í leikritinu Eldhafi er hún kveður barnabarnið í hinsta sinn. Gamla konan veit að það er eina leiðin til að slíta af sér fjötrana – að það er sama- semmerki á milli þess að læra að lesa og læra að hugsa. Orð eru til alls fyrst, sagði skáldið. Þess vegna er stórkostlegt áhyggjuefni að lesskilningur sér hverfandi hjá stórum hluta íslenskra barna, einkum strákum. Á því verður að vinna bug. Og það er mikið lán fyrir þjóðina að nærri 40 ára gamall draumur Sigrúnar Klöru Hannesdóttur, fyrr- verandi landsbókavarðar, hafi ræst með Barnabókasetri á Akureyri. Eins og fram kemur í grein Skapta Hallgrímssonar í Sunnudagsmogganum verður þar fengist við ýmiss konar rannsóknir á lestri og bókmenntum. Ekki er vanþörf á! Ábyrg fjármálastjórn „Berbrjósta konur eru góð fyrirmynd og mjög heilbrigðar.“ Dominic Mohan, ritstjóri breska götublaðsins The Sun, um „blaðsíðu 3 stúlkuna“ við Leveson- nefndina sem rannsakar vinnubrögð breskra fjöl- miðla í hlerunarmálunum miklu. „Lífið er svo fullkomið, yndislegt og guðdómlega fallegt, ef maður er tilbúinn að sjá það þannig.“ Snorri Ásmundsson myndlistarmaður. „Það er von okkar að örlög þessa nýja afls verði önnur en flestra nýrra framboða.“ Lilja Mósesdóttir stofnandi Samstöðu. „Ég brást við í nauðvörn fyrir hönd þjóðar minnar, lands og menningar.“ Fjöldamorðinginn Anders Be- hring Breivik. „Sigurvagn Romneys lenti ofan í skurði.“ David Gergen, frétta- skýrandi CNN, eftir að Rick Santorum vann óvænt- an sigur í prófkjöri Repúblikana í þremur sam- bandsríkjum. „Í okkar huga er hugtakið „nörd“ jákvætt og merkir í raun ekki annað en að fólk hafi ástríðu fyrir því sem það fæst við. Það er töff að vera nörd.“ Gestur G. Gestsson forstjóri upplýsinga- tæknifyrirtækisins Advania sem velur nörd ársins. „Ég ætla að verða rík þegar ég verð stór.“ Ingunn Kara nemandi í tíunda bekk Akurskóla. „Eurovision kemur einu sinni á ári hvort sem fólki líkar betur eða verr.“ Greta Salóme Stefánsdóttir sem á tvö lög í úrslitum und- ankeppninnar hér heima. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal valdsmönnum í Brussel myndi þykja það slíkt fagnaðarefni að formaður VG væri kominn með viðkvæmustu aðlögunarmálin í sínar hendur, að þeir teldu nauðsynlegt að færa fögnuð sinn til bókar og birta hann opinberlega. Kannski binda Brussel-menn vonir við að komið verði upp króatískt ástand þegar heppilegt þykir að láta Íslendinga kjósa um inngöngu í ESB og afsal fullveldis. Í Króat- íu hefur allt gengið á afturfótunum, ekki síst vegna afglapa og stórfelldrar spillingar stjórnvalda þar. Þegar þjóðin kaus um það hvort hún vildi verða sjálfstætt ríki fyrir rúmum áratug tóku 83,5% kjósenda þátt í atkvæðagreiðslunni og 94% þeirra sögðu já. Nýlega var hún látin kjósa um aðild landsins að ESB. Ríkisvaldið studdi já- hreyfinguna með fjárframlögum, en ekki nei-hreyfinguna. Ríkispósturinn dreifði bæklingum já-hreyfingarinnar en neitaði að dreifa bæklingum nei-hreyfingarinnar. Innlendir fjölmiðlar, sem nú eru að mestu í eigu Þjóðverja, börðust ákaft fyrir sam- þykkt inngöngu. Króatíska utanríkisráðu- neytið greiddi fyrir auglýsingar já- hreyfingarinnar. Ráðherra lífeyrismála hótaði eftirlaunamönnum skömmu fyrir kosningarnar að lífeyrisþegar gætu ekki verið öruggir með að fá lífeyrinn sinn segði þjóðin nei í atkvæðagreiðslunni. Upplýs- ingaskrifstofur ESB stuðluðu með alkunn- um aðferðum að „upplýstri ákvörð- unartöku“ með ógrynni fjár til áróðurs. En þrátt fyrir allt þetta létu aðeins rétt rúm 40 prósent þjóðarinnar sjá sig á kjörstað. 66% þeirra sögðu já en 33 prósent þeirra nei. Því greiddu aðeins 28% atkvæðisbærra Króata því atkvæði að ganga í ESB og afsala hluta þess fullveldis sem 94 prósent Króata fögnuðu að fá, í atkvæðagreiðslu þar sem 83,5% þeirra tóku þátt. ESB-hreyfingin á Íslandi lýsti útkomunni um fullveldisafsalið sem miklum sigri. Morgunblaðið/RAX og falli Jóns

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.