SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Side 28
28 12. febrúar 2012
burt. Ég var í Palestínu í þrjá mánuði og fór svo til
Íslands. Ég fór ekki aftur til Palestínu í fimm ár.
Mamma dó árið 1982. Við múslimar viljum helst
jarða fólk samdægurs. Ég fór frá Íslandi til að vera
við jarðarförina en kom degi of seint. Það var búið
að jarða hana, hafði ekki verið hægt að bíða lengur
eftir mér. Það var skelfilegt áfall að missa mömmu.
Auðvitað var erfitt fyrir mig að missa pabba þegar
ég var þrettán ára, en þá var mamma samt mitt ör-
yggisnet. Svo missti ég hana líka.“
Þegar þú komst til Íslands sem unglingur,
fannstu þá fyrir fordómum vegna þess að þú vær-
ir múslimi?
„Fólk var mjög indælt við mig. Ég fann ekki fyrir
fordómum. Ég var bara bjáninn sem drakk ekki
brennivín, það var bara litið á það sem mitt tap.
Hér hef ég hitt indælt fólk og það hefur haldið mér í
landinu.
Viðhorf til múslima hafa breyst gífurlega á síð-
ustu árum og eru orðin miklu neikvæðari en áður.
Þetta sé ég vel þegar ég horfi á samfélagið og les það
sem er skrifað á bloggsíðum og sagt í útvarpi. Sums
staðar er verið að troða hatri inn í höfuð fólks. For-
dómar og hatur eru ekki í eðli Íslendinga en blossa
upp annað slagið. Oft eru það ungir karlmenn sem
standa fyrir þessu. Ég er búinn að vera á Íslandi í
fjörutíu ár og þessir menn hafa verið að alast upp á
þeim tíma og eru að senda mér og trúbræðrum
mínum sora. Mér finnst afskaplega dapurlegt að
horfa upp á það.
Þegar ég kom til Íslands voru allir að vinna,
þjóðin var bjartsýn og vildi byggja upp þjóðfélagið.
Ég fann eldmóð og áhuga hjá fólki sem vildi bæta
stöðu sína, bæði efnahagslega og á öðrum sviðum.
Nú finn ég alltof mikið fyrir neikvæðni og það er
mjög niðurdrepandi að tala við fólk sem er alltaf að
kvarta og kveina. Við eigum að bíta á jaxlinn og
halda áfram. Þegar fólk er mjög neikvætt fer
hættuleg hugmyndafræði að grassera. Þá er sagt:
Pólverjarnir eru að taka frá okkur störf … múslimar
ætla að yfirtaka landið. Þetta gengur ekki og við
eigum ekki að hafa umburðarlyndi með svona yf-
irlýsingum. Ég hef kært menn til lögreglu fyrir for-
dómafull ummæli en lögreglan vill ekkert gera. Ég
er ekki sáttur við það. Við getum ekki látið eins og
ekkert sé þegar menn opinbera fordóma og hatur.“
Hræðist ekki dauðann
Nú bendir allt til að moska rísi í Reykjavík innan
skamms. Er mikilvægt fyrir múslima að fá sína
mosku?
„Ef við horfum á praktísku hliðina þá er mik-
ilvægt fyrir múslima að geta sinnt trú sinni sóma-
samlega, til dæmis í sambandi við jarðarfarir, gift-
ingar og bænahald. Hugmyndin með moskunni er
að hún sé ekki bara fyrir múslima heldur alla þjóð-
ina. Allir, hvort sem þeir eru múslimar eða ekki,
eiga að geta komið í moskuna, alveg eins og allir
geta farið í kirkju. Þarna á líka að vera rannsókn-
arsetur þar sem fólk getur kynnt sér og rannsakað
leið mér mjög illa að hafa engin tengsl heim en ég
lifði þetta samt af.“
Fannstu ekki fyrir einangrun vegna þess að
kunna ekki íslensku?
„Tungumálið var ekki mikil hindrun því ég talaði
góða ensku og það sama gerðu flestir sem ég hitti.
Ég fékk vinnu hjá S. Helgason, vann eins og hver
annar verkamaður og lyfti steinum allan daginn.
Ég hafði verið í skóla allt mitt líf og aldrei áður
unnið erfiðisvinnu. Ég fékk svo mikla vöðvabólgu
að ég gat ekki lyft handleggnum til að bera sígar-
ettu að vörunum, ég varð að beygja höfuðið. Ég
þurfti að læra á svo margt nýtt. Í Reykjavík var
búðum lokað klukkan tólf á laugardögum, sem mér
fannst mjög skrýtið og ég var lengi að átta mig á
því. Ég var að vinna til tólf á laugardögum og
stundum hafði ég gleymt að fara í búðir og þurfti að
lifa á gömlu brauði alla helgina.
Ég var líka á togara, sem var Röðull frá Hafn-
arfirði. Þar talaði enginn ensku og eitt það fyrsta
sem ég lærði á íslensku var: Helvítis, helvítis, hel-
vítis! Ég var fljótur að læra tungumálið og eftir tvo
til þrjá mánuði var ég farinn að bjarga mér. Skips-
félagarnir tóku mér vel en ég var líka duglegur og
vildi læra af þeim. Ég þekkti ekki sjóinn og hafði
ekki séð skip áður en ég kom til Íslands. Ég vissi
ekkert um sjómennsku og það er ekki hægt að segja
manni hvernig lífið á sjónum er, maður verður að
uppgötva það sjálfur. Þegar það var snarvitlaust
veður og sjórinn braut á skipinu var ég að væflast
um þilfarið og mér hefði auðveldlega getað skolað
fyrir borð. Nokkrum sinnum var ég í lífshættu
vegna þess að ég fór ekki varlega. En guð vildi að ég
héldi áfram að lifa. Ég var heillaður af sjónum og í
fjögur ár var ég á sumrin á netabátum og línubátum
í hinum og þessum byggðarlögum og þannig
kynntist ég Íslandi.
Ég vann eins og brjálæðingur fyrstu mánuðina á
Íslandi. Í dag væri manni sem réði sextán ára dreng
í vinnu og léti hann vinna allan sólarhringinn
stungið í steininn. En ég tók þessari miklu vinnu
eins og sjálfsögðum hlut. Ég hafði ætlað að vinna
um sumarið og safna þannig pening fyrir farinu til
Ameríku en það tókst ekki. Draumurinn um að
læra læknisfræði í Bandaríkjunum rættist ekki og
sem betur fer hef ég aldrei komið til Bandaríkj-
anna. Ég lærði tölvunarfræði við Háskóla Íslands,
giftist tvisvar, varð pabbi og afi og árin liðu. Mér
finnst alveg eins og ég hafi komið til Íslands í gær.“
Farðu aftur, farðu burt
Hvenær hittirðu fjölskyldu þína í fyrsta sinn eftir
að þú fluttir til Íslands?
„Ég heimsótti mömmu og systur mínar þegar ég
var búinn að vera eitt og hálft ár á Íslandi. Þegar ég
kom til Palestínu voru Ísraelsmenn búnir að dæma
eina systur mína í fimm ára fangelsi fyrir andstöðu
við hernámið. Ástandið í Palestínu var ömurlegt og
enga vinnu að fá. Ég gleymi því aldrei þegar
mamma sagði grátandi við mig: Farðu aftur, farðu
Árið 1971 kom Salmann Tamimi til Íslandsfrá Palestínu, þá 16 ára gamall. Hannhefur búið á Íslandi í rúm fjörutíu ár, ertölvunarfræðingur að mennt og starfar
sem tölvunarfræðingur á Þjónustu- og þekking-
armiðstöð fyrir blinda og sjónskerta í Hamrahlíð.
Hann er einnig formaður Félags múslima á Íslandi.
Af hverju komstu til Íslands árið 1971?
„Ég bjó í Jerúsalem og eftir hernám Ísraelsmanna
árið 1967 var orðið ansi erfitt að vera þar. Allt öðru-
vísi en áður því það var dýrlegt að alast upp sem
barn í Jerúsalem fyrir hernámið. Þar var mjög fal-
legt og dálítið sveitalegt, ekki sami ys og þys og er
núna. Eftir hernámið umturnaðist allt og öllum há-
skólum var lokað. Ég var búinn með mennta-
skólann og eini möguleiki minn til að komast í
framhaldsnám var að fara til Evrópu eða Banda-
ríkjanna. Ég ákvað að fara til Bandaríkjanna og læra
læknisfræði, en hafa viðkomu á Íslandi, fá vinnu
þar í einhverja mánuði og safna þannig fyrir farinu
til Bandaríkjanna.
Í flugvélinni á leið til Íslands voru íslensk hjón og
ég man að konan var ófrísk. Ég hélt að vélin myndi
lenda í Reykjavík, var með kort og spurði hjónin
hvort vélin myndi lenda í miðbænum. Nei, hún
lendir lengst í burtu, sögðu þau. Þau tóku mig
undir sinn verndarvæng frá Keflavík til Reykjavík-
ur og borguðu fyrir mig bæði í rútuna og leigubíl.
Ég er alltaf þakklátur þessum hjónum og langar til
að senda þeim kveðju ef þau muna eftir 16 ára
dreng. Vonandi get ég einhvern tíma tekið í hönd
þeirra og þakkað fyrir mig. Þegar ég kom til
Reykjavíkur bjuggu þar 80.000 manns, svipaður
fjöldi og í Jerúsalem.“
Einangraður á Íslandi
Hvað var erfiðast við að vera á Íslandi sextán ára
gamall?
„Það erfiðasta var að koma hingað, vera aleinn
og hafa engin tengsl við fjölskylduna. Pabbi var dá-
inn, dó úr heilablóðfalli þegar ég var þrettán ára, en
mamma og systur mínar voru í Palestínu. Þegar ég
fór frá mömmu var eins og fótunum væri kippt
undan mér. Bróðir minn var hérna á Íslandi en það
var ekki nóg. Ég var mjög einmana. Þá var engin
þjónusta fyrir útlendinga eins og er núna, það var
enginn að hugsa um útlendinga. Enginn spurði:
Hvað ertu að gera hérna aleinn, 16 ára gamall, og
hvað er hægt að gera fyrir þig? Það var enginn til að
leiða mig í gegnum þetta nýja líf. Þegar ég var bú-
inn að vera þrjár vikur á Íslandi hrundi ég saman
og hágrét. Ég var sextán ára gamall og þekkti engan
á Íslandi og þurfti að bjarga mér. Ég vildi fara heim
til mömmu og systra minna. Ég var mjög einangr-
aður á Íslandi og gat ekki haft mikið samband
heim. Sundum var hægt að hlusta á arabískt útvarp
í gegnum stuttbylgju en þá voru oftast stöðugar
truflanir og ekkert heyrðist almennilega. Núna er
ég með gervihnattadisk og nettengingu og get ver-
ið í stöðugu sambandi við Palestínu. Á þessum tíma
Viðtal
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Skylda mín að taka þátt
í þjóðfélagsumræðunni
Salmann Tamimi kom til Íslands einungis sextán ára gamall og hefur búið
hér á landi síðan. Hann segir fordóma í garð múslima fara vaxandi. Í viðtali
lýsir hann viðtökunum sem hann fékk þegar hann kom til Íslands sem ung-
lingspiltur og ræðir um fjölskyldu sína og trúna.