SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Qupperneq 29
12. febrúar 2012 29
íslam. Þriðjungur mannkyns fylgir íslam og það er
til skammar að Íslendingar hafi ekki aðstöðu fyrir
svo stóran hóp.“
Fylgja kona þín og börn íslam?
„Konan mín, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, tók ísl-
amstrú sex árum eftir að við kynntumst. Það var
hennar ákvörðun. Íslam boðar að ekki eigi að
þvinga neinn til að taka trú. Konan mín fór að
kynna sér íslam og vildi taka þá trú. Ég á fimm
börn, tvö með fyrri konunni og þrjú með seinni
konunni, og níu barnabörn. Börnin mín eru músl-
imar en eru misjafnlega trúuð, eins og gengur og
gerist. Það er ekki mitt að taka ávarðanir fyrir
börnin mín þegar þau eru orðin fullorðin. Þau ráða
sínu lífi.“
Þú ert félagsmaður í Vinstri-grænum, af hverju
valdirðu þér þann flokk?
„Mér finnst skylda mín að taka þátt í þjóðfélags-
umræðunni og í stjórnmálum á sannfæring mín
mesta samleið með Vinstri-grænum. Mér finnst
Vinstri-grænir vera sá stjórnmálaflokkur sem
kemst næst því að boða réttlátt samfélag. Ég trúi
því að það eigi að vera jafnræði milli fólks og á sama
tíma á einstaklingsfrumkvæði að fá að njóta sín.
Maður á að koma vel fram við náungann og þeir
sem búa við ríkidæmi eiga að deila því með þeim
sem minna eiga.“
Hvort líturðu á þig sem Íslending eða Palest-
ínumann?
„Hvað er að vera Íslendingur? Mér þykir vænt
um Ísland, bæði land og þjóð, en mínar rætur eru í
Palestínu. Ég veit að ég á aldrei aftur eftir að búa
þar en ég mun alltaf berjst fyrir réttindum Palest-
ínumanna því við höfum verið beittir órétti.“
Þegar ég hafði samband við þig fyrir þetta við-
tal sagðistu vera í veikindafríi. Hvað gerðist?
„Ég fékk fyrir hjartað og það var settur í mig
gangráður. Ég er að jafna mig. Rétt fyrir jól var ég
einn heima og fann fyrir sting. Ég ákvað að hringja
í sjúkrabíl og það var farið með mig á spítala þar
sem ég fékk rafstuð og síðan gangráð.“
Varstu ekkert hræddur?
„Ekkert sérstaklega. Ég er trúaður og finn gíf-
urlegan styrk í því að leita til Allah og Kóransins
þegar ég er í vandræðum og um leið slappa ég af. Ég
fékk ekki að ráða því að ég fæddist og ég fæ ekki að
ráða því hvenær ég dey. Af hverju ætti ég að vera
hræddur? Auðvitað vil ég vera lengur með fjöl-
skyldunni minni en þótt ég myndi lifa fimmtíu ár í
viðbót myndi mér finnast nákvæmlega það sama,
ég myndi ekki vilja fara frá fjölskyldunni. Þannig
að það er best að reyna að halda sér á lífi eins lengi
og hægt er en ef guð ákveður að taka mann til sín
þá er ekkert við því að gera. Ég hlakka ekki til að
deyja en ég hræðist ekki dauðann. Einhvern tíma
förum við öll til guðs.“
’
Fordómar og hatur eru
ekki í eðli Íslendinga en
blossa upp annað slagið.
Oft eru það ungir karlmenn sem
standa fyrir þessu. Ég er búinn
að vera á Íslandi í fjörutíu ár og
þessir menn hafa verið að alast
upp á þeim tíma og eru að senda
mér og trúbræðrum mínum sora.
Það finnst mér afskaplega dap-
urlegt að horfa upp á.
Salmann Tamimi: Fólk var mjög indælt við mig. Ég fann ekki fyrir fordómum. Ég var bara bjáninn sem drakk ekki brennivín, það var bara
litið á það sem mitt tap. Hér hef ég hitt indælt fólk og það hefur haldið mér í landinu.
Morgunblaðið/Golli