SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Síða 31
12. febrúar 2012 31
Án nokkurs vafa er þekktasturhér ormurinn sem býr í Lag-arfljóti á Austurlandi og nærfrægð hans út fyrir landstein-
ana. Á hann sér jafnframt elstu og lengstu
ritaða sögu þeirra allra, er fyrst getið að
talið er árið 1345, í Skálholtsannáli. Þar
segir:
„Sýndist einn undarlegr hlutr austr í
Lagarfljóti í Fljótsdalshéraði, ok vita menn
at kvikt var; sýndist stundum sem eyjar
stórar, en stundum skýtr upp lykkjum, ok
sund í milli, ok margra hundraða faðma
lángt. Engi veit digrleika á því og hvarki
hefir sést á því höfuð né sporðr, og því vita
menn eigi hvat undra það var.“
Síðan lætur hann á sér bera með reglu-
legu millibili næstu aldirnar, meðal annars
árin 1479, 1555 og 1594 og rak í eitthvert
skiptið margar kryppur upp úr yfirborð-
inu og voru 50 álnir á
milli þeirra um ( 25 m).
Meira að segja komst
hann árið 1590 inn á op-
inbert landakort sem
talið er að Guðbrandur
Þorláksson (1541/1542-
1627) Hólabiskup og
fræðimaður hafi átt þátt
í að teikna og birtist í
kortabókinni Teatrum orbis terrarum. Þar
er texti á latínu, í íslenskri þýðingu svo-
felldur: „Í þessu vatni er gríðarstórt
skrímsli, hættulegt íbúunum, birtist þegar
afdrifaríkir atburðir gerast.“
Oddur Einarsson (1559-1630) Skál-
holtsbiskup ritaði Íslandslýsingu á latínu,
að talið er árið 1588 eða 1589. Bar hún
nafnið Qualiscunque Descriptio Islandiae.
Rit þetta var ekki gefið út fyrr en árið 1928.
Það var síðar þýtt á íslensku um eða upp
úr miðri 20. öld, en komst ekki á prent
fyrr en árið 1971. Á einum stað er þetta:
„Er hún [þ.e. vatnsskepnan] sögð í
slöngulíki eða nánast sem ormur. Stærðin
virðist hreint og beint óskapleg, því að í
miðjum fljótsfarveginum nær hún þó
nokkrum hundruðum metra að lengd,
sumir fullyrða meir að segja heilli mílu.
Alltaf birtist hún á sama stað og lyftir
hvorki hala né haus upp úr vatninu. Ganga
því sögusagnir meðal íbúanna um það, að
skrímslið hafi fyrr meir, fyrir íhlutan og
tilhlýðilegar og guðrækilegar bænir bisk-
ups nokkurs, verið svo tjóðrað niður, að
það geti aldrei hreyft hala né haus.
Svo sem ég hef sagt, hefur skrímslið að-
eins skotið kryppunni upp úr vatninu, en
hún er svo mikil að sögn sjónarvotta, að
hægt var fyrir hraðskreitt skip fyrir þönd-
um seglum og með rá og reiða að sigla
undir hana óskaddað. Er það heldur ekki
svo ótrúlegt, því að þegar skrímslið
slengdi sér niður aftur, varð af svo mikill
gnýr og landskjálfti, að stundum nötraði
allt umhverfið og nokkrar jarðir eyddust
og hafa aldrei síðan verið byggðar upp aft-
ur af ótta við hina sömu hættu. Segja
menn að ófreskja þessi hafi aldrei sézt að
ófyrirsynju, heldur hafi ásýnd hennar ætíð
boðað einhvern einstæðan viðburð, er
litlu síðar gekk eftir, annaðhvort hér
heima hjá oss eða í öðrum löndum.
Ýmsar furðusögur eru sagðar um upp-
runa og viðgang skepnu þessarar, sem ég
geng af ásettu ráði fram hjá. Satt að segja
held ég, að hún sé sama kyns og skepna
sú, sem stundum hefur birzt við strendur
Noregs og sjómenn kalla Strandworm,
þ.e. sjávarorm.
Lagarfljótsormurinn
og frændkyn hans
Sögur af vatnaormum hafa lengi verið á kreiki
með þjóðum heimsins og allt til okkar daga, bæði
á norður- og suðurhveli. Þetta eru oftar en ekki
feiknaskepnur að vexti og stundum grimmar. Á
Íslandi hefur þær einkum verið að finna í miklum
og djúpum stöðuvötnum, helst aflöngum, en líka í
nokkrum stórfljótum. Þeirra er getið í ýmsum
heimildum – annálum, ferðabókum og landlýs-
ingum, auk þjóðsögurita.
Sigurður Ægisson sae@sae.is
Sjóormur ræðst á skip. Úr
bók Olaus Magnus, Hi-
storia de Gentibus Sep-
tentrionalibus (Saga nor-
rænna þjóða), sem gefin
var út í Róm, 1555. Oddur
Einarsson Skálholts-
biskup tengdi Lag-
arfljótsorminn við slíkt
kvikindi þegar á 16. öld.
Hátt í þrjúhundruð þúsund Japanar hafa skoðað myndband af Lagarfljótsorminum á ruv.is og
meira en þrjár milljónir manna hefur skoðað myndbandið á Youtube. Þá hafa fréttastofur
eins og Huffington Post og Reuters óskað eftir frekari upplýsingum um myndbandið.
Sigurður Ægisson