SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Page 32
32 12. febrúar 2012
Þá heyri ég sagt, að ekki aðeins í þessu
umrædda fljóti, heldur einnig í nokkrum
öðrum hafi svipuð ófreskja birzt, að vísu
ekki annað eins flikki að stærð.“
Lagarfljótsormurinn kom óvenju þétt
fyrir almenningssjónir á 17. öldinni eða
árin 1600, 1606, 1607, 1611, 1612, 1618,
1624, 1639, 1641, 1669, 1670, 1671, 1672 og
1686 en ekki er um frekari lýsingar þó að
ræða.
Gísli Oddsson (1593-1638) Skálholts-
biskup ritar eftirfarandi snemma á 17. öld,
er á svipuðum nótum og faðirinn, en bætir
þó aðeins við:
„… þá sný eg mér að því að lýsa að
nokkru merkilegustu skrímslum þessa
lands, og er þar fyrstan frægan að telja
orm þann eða vatnaslöngu, sem áreið-
anlegir menn hafa oft séð í Lagarfljóti á
Austurlandi og er afskaplega stór; mætti
nefna hann strandorm, norsku heiti, sem
samt er ekki rétt viðkunnanlegt, þar sem
innlent heiti vantar. Hann er svo óskap-
lega stór, að lengdin skiptir skeiðrúmum,
þótt ótrúlegt sé. Sumir þora jafnvel að
segja, að hann sé rastarlangur eða yfir það.
Hann sést alltaf á sama stað, með krypp-
um, ef svo mætti segja, stundum þremur,
stundum tveimur, stundum aðeins einni.
Hefur þessi óskaplegi búkur skotið sér upp
úr hyldjúpu vatninu og sýnt sig, en það
fyrirbrigði hefur æfinlega verið löndum
vorum fyrirboði einhvers, því að menn
halda, að það boði venjulega eða spái ann-
aðhvort hallæri, drepsótt, dauða höfðingja
eða einhverju öðru slíku; haus hans eða
sporður hefur aldrei sézt. Sú saga gengur,
að biskup nokkur eða helgur sær-
ingamaður hafi bundið hann þarna niður,
og drep eg á það sem hvern annan hégóma
eða þvætting. En upp frá því hafði búkur
skrímslisins risið upp úr vatninu á vissum
tímum og verið um stund sýnilegur aðeins
fáum í einu, og var það æfinlega vant að
vera svo sem eina stund eða svo; síðan
dýfði hann sér aftur hægt og hægt í vatnið
og gerði harðan hristing, sem þó ekki
henti æfinlega nálæga staði, svo að hús í
nándinni hrundu sem í jarðskjálfta og
vatnsföll flæddu snöggvast yfir báða
bakka, en sjötnuðu síðan með hægð. Það
er víst, að svipaðar skepnur eða öllu held-
ur náttúru-skrímsli hafa öðruhvoru sézt í
öðrum ám og fljótum í þeim sveitum, en
samt ekki eins stór né æfinlega eins í lag-
inu. Eitt þeirra er sömuleiðis í Lagarfljóti
og er að skapnaði sem vanalegur selur, af-
skaplega stór; annað er að skapnaði sem
ógurlega stór skata.“
Og Þorlákur Markússon (1692-1736)
lögréttumaður í Skagafirði ritar í Íslands-
lýsingu, um hundrað árum síðar, 1730:
„Í … Lagarfljóti, segja menn vera skuli 3
vatnaskrímsli, sem er einn ormur, 2 ½
mílu langur, og hafa sannorðir menn á
þessum dögum sagt sig hafa séð hann
grannt, þó í bugtum, en ekki höfuð né
sporð. Hann skal sig ekki láta sjá, nema
fyrir stórum fyrirburðum, miklum sjúk-
dómum, landplágum, stórherra dauða eð-
ur þvílíku. Fljótið kann vera breitt, yfir
fjórðung mílu. Annað skrímslið er ein
skata með níu hölum; hún lætur sig ekki
opt sjá – heldur liggur hún við grunnið, –
utan það merki nokkuð sérlegt. Það þriðja
er einn hræðilega stór selur, sem heldur
sig undir einum fossi, og sést sjaldan, sem
skatan; hann skal hafa millum sinna augna
einn búsk, sem er einn skógarbúskur eður
lyng.“
Áfram sést Lagarfljótsormurinn annað
veifið á 19. og 20. öld.
Og í upphafi 21. aldar er hann (og e.t.v.
hin tvö líka) enn sprelllifandi, að því er
kunnugir eystra fullyrða og benda í því
sambandi á nýlega myndbandsupptöku
Hjartar Kjerúlf (http://ruv.is/frett/er-
thetta-lagarfljotsormurinn), nánar til-
tekið frá 2. febrúar síðastliðnum, tekna
fyrir neðan bæinn Hrafnkelsstaði á Fljóts-
dal, en þar sést eitthvert torkennilegt fyr-
irbæri, langt og mjóslegið, hlykkjast upp
Jökulsá ofan Lagarins – að því er virðist
mót straumi.
Enginn veit í raun hvað þarna nákvæm-
Ásaþór dregur Miðgarðsorminn. Teikning úr Edduhandriti Ólafs Brynjólfs-
sonar prests á Kirkjubæ í Tungu 1760, nú varðveitt í Konungsbókhlöð-
unni í Kaupmannahöfn. Nafnið Miðgarðsormur kemur reyndar hvorki fyrir
í eddukvæðum né dróttkvæðum; hann er þarnefndur Jörmungandur, Orm-
ur og Naður. En spurningin er til hvers megi rekja upphafið.
’
Homo sapiens telur sig oft vita meira en hann í raun
gerir, og því lítil ástæða fyrir hann að belgja sig, eins
og því miður er samt allt of algengt.
Hluti af Íslandskorti í kortabók Abrahams Ortelius, 1590. Við Lag-
arfljót er rituð á latínu klausa sem er svona á íslensku: „Í þessu vatni
er gríðarstórt skrímsli, hættulegt íbúunum, birtist þegar afdrifaríkir
atburðir gerast.“ Þessi texti fylgdi Íslandskortum alla 17. öldina.
Höfuð vatnaorms,
í túlkun lista-
mannsins Jóns
Baldurs Hlíðberg.
Einnig sjást oft í vötnum á Íslandi hinar hroðalegustu ófreskj-
ur, sem sýna sig fólki; og oftast halda þeir, sem þær sjá, varla
lífi af ótta.
Þeirra á meðal eru þessar tvær, sem birtast vanalegast á
vissum tímum. Önnur er eins og ormur og ákaflega stór, talin
hálf míla að lengd; fer hún úr sjónum eftir stórri á nærri Skál-
holti og myndar þrjá, fjóra eða fleiri boga, mjög háa, yfir vatn-
inu, svo að undir hvern væri hægt að sigla léttilega á hinum
stærstu skipum. Hvenær sem þessi ófreskja sýnir sig, búast
Íslendingar undir eins við breytingu, sem standi fyrir dyrum úti
í heimi.
Daniel Vetter (1592-1669): Islandia. Bls. 127-128.
Talin hálf míla á lengd