SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Síða 35

SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Síða 35
12. febrúar 2012 35 inn þvott sem tusku og þvo hann svo nokkrum sinnum í viðbót …“ Þær segja að vegalengd sem þær fari á 10 mínútum takir Tógóbúa 25 mínútur að ganga. „Við höfum vissulega gott af því að hætta að flýta okkur og gefa kappið við klukkuna upp á bátinn,“ segja þær og hlæja. Vinkonurnar segjast ekki hafa viljað fara á mis við reynsluna af mánaðardvöl í Tógó. „Þetta var okkur hollt og við mun- um búa að þessari lífsreynslu alla tíð. Við getum eiginlega ekki beðið eftir því að koma þangað einhvern tíma aftur.“ Þær eru ekki í vafa um að margir Ís- lendingar geti lagt hönd á plóginn í Tógó. Til dæmis kosti 77 evrur á mánuði, um 12.500 krónur, að halda uppi einu barni í þorpi hjá Spes. Neyðin sé mikil í Tógó og með slíku framlagi fækki um eitt barn á götunum. „Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað. Við ákváðum að styrkja eitt barn ásamt nokkrum vinum okkar; erum nú „foreldrar“ stráks sem heitir Oliver. Þegar kreppan skall á þurftu sumir að hætta að styrkja Spes og þá missti Oliver „foreldra“ sína en nú tókum við hann að okkur. Það er ótrú- lega lærdómsríkt að upplifa hvað aðrir þurfa að búa við eftir að vera uppalinn við þau forréttindi sem Íslendingar eru vanir.“ Konur í Tógó láta sig ekki muna um að bera mikil þyngsli á höfðinu. Hlegið var að íslensku stelpunum þegar þær vildu það ekki. Skoppa og Skrítla, ef marka má bolinn... Margt er öðruvísi í Tógó en uppi á Íslandi. Þvottaaðstaða er til að mynda töluvert öðruvísi en Íslendingar eiga að venjast. Krakkarnir eiga varla neitt en eru samt lífsglaðir og yndislegir, syngja mikið og eru ánægðir, segja vinkonurnar í viðtalinu. Börn í þorpum Spes í Tógó eru afskaplega glöð og ánægð, að sögn Pálínu og Guðrúnar Öglu. ’ Eftir um það bil tvær vikur áttuðum við okkur á því að við vorum farnar að elska börnin næstum því eins og þau væru okkar eigin. Tógó Íbúar: 6,6 milljónir (áætlað 2009) Stærð: 56.785 km2 (55% af stærð Íslands, sem er 103.000 km2) Opinbert tungumál: Franska en þjóðtungur eru margar; m.a. mál sem einnig eru notuð í fleiri löndum við Benín-flóann; tungurnar ewe, mina og aja; kabiyé er talað á sléttunum í norðurhluta landsins. Landið er lýðveldi og hlaut sjálf- stæði frá Frökkum 27. apríl 1960. Kpalimé Lomé Sokode Dapaong Kara GANA BENÍN BÚRKÍNA-FASÓ

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.