SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Qupperneq 37

SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Qupperneq 37
12. febrúar 2012 37 Fyrir tvo Ávextir og jógúrt er einfaldur og fljótlegur morgunverður og má útbúa á marga vegu. Hráefni Melóna Epli Pera Ástaraldin Jógúrt, t.d. grísk jógúrt Áhöld Skurðarbretti Hnífur Skálar til að bera fram Aðferð 1. Skerðu ávextina í hæfilega stóra bita. 2. Settu jógúrt í skál. Það má líka hræra saman jógúrt og súrmjólk. Þetta er sér- staklega gott ef notuð er grísk jógúrt þar sem hún gerir súrmjólkina svo mjúka og bragðgóða. 3. Skerðu ástaraldinið í tvennt. Kreistu það aðeins yfir skál til að safinn fari ekki út um allt. Skafðu svo fræin úr með skeið en reyndu að fá ekkert af þessu hvíta með því að það er ekki gott á bragðið. 4. Blandaðu ástaraldinfræjum og safa sam- an við jógúrtina og settu svo ávexti yfir. Jógúrt með ávöxtum Um 30 kökur Þessar kökur eru í uppáhaldi hjá mörgum krökkum. Hráefni 150 g Rice Krispies 200 g súkkulaði 6 msk. síróp 120 g smjörlíki Áhöld Pottur Sleif Skeiðar Múffuform Aðferð 1. Bræddu saman smjörlíki, síróp og súkku- laði í potti. 2. Bættu Rice Krispies saman við og hrærðu vel. 3. Settu um 1 msk. af blöndunni í hvert múffuform og kældu svo allar kökurnar vel. Hægt er að skreyta kökurnar með ýmsu öðru en kökuskrauti. Prófaðu að nota kók- osmjöl, smátt saxaðar hnetur, rifið súkku- laði (á kaldar kökur), rúsínur, smátt saxaða þurrkaða ávexti, gojiber eða skrautsykur. Súkkulaði er til í ótal mismunandi gerðum. Prófaðu að nota dökkt súkkulaði (yfir 60%) eða hvítt súkkulaði til að fá mismunandi bragð. Því dekkra sem súkkulaðið er því hollara er það. Rice Krispies-kökur Fyrir fjóra Grjónagrauturinn er alltaf jafn vinsæll. Hann er góður, einfaldur og ódýr. Hráefni 3 dl hrísgrjón 2 dl vatn 1 l mjólk ½ tsk. salt 1 dl rúsínur (má sleppa) Kanilsykur (til að setja út á grautinn þegar hann er borðaður) Áhöld Pottur Mælikanna eða desilítramál Sleif Aðferð 1. Settu vatn og grjón saman í pott. Settu á vægan hita á eldavél og láttu sjóða í 5-10 mínútur. Passaðu að vatnið sjóði ekki al- veg í burtu. 2. Settu um ½ l af mjólk út í pottinn. Þegar suðan kemur upp skaltu lækka hitann og láta grautinn malla í um 30 mínútur. Bættu meiri mjólk út í grautinn eftir þörfum. Salt- aðu hann núna. 3. Þegar grauturinn er tilbúinn skaltu setja rúsínurnar út í pottinn og leyfa þeim að hitna í gegn. Grjónagrautur Rauðar rósir eru tengdar Valentínusardegi órjúfanlegum böndum. Reuters Matur fyrir ástfangna Hver stenst jarðarber með súkkulaði? Ekki gleyma að gleðja hundinn! AP Valentínusardagur er dagur elskend- anna. Á þessum degi er líka tilvalið að borða ýmislegt góðgæti sem sett er í rétta búninginn fyrir ástfangna. Valentínusardagurinn er haldinn hátíðlegur hinn 14. febrúar sem er á þriðjudaginn þannig að enn er tími til stefnu til að finna réttu gjöfina handa betri helmningnum. Þeir sem vilja gleðja elskuna sína ættu að minnsta kosti að fá ein- hverjar hugmyndir að (s)ætum glaðningi á meðfylgjandi myndum. Auðvitað er mögulegt að kaupa eitt- hvað í verslun en líka er hægt að föndra sitthvað í eldhúsinu, ann- aðhvort frá grunni eða skreyta til dæmis tilbúnar kökur eða búa til ást- arjátningu úr ávöxtum. Bleikar bollakökur.Fagmannlega gert.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.