SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Blaðsíða 42
42 12. febrúar 2012
Ekki alls fyrir löngu var pistla-höfundur á fyrirlestri semfjallaði um rannsóknir á náms-árangri og aðstæðum barna á
skólaaldri af báðum kynjum. Fyrirlesari
notaði yfirleitt orðin stúlkur og drengir,
en stöku sinnum notaði hann stúlkur og
strákar. Mér fannst þetta eitthvað skrýt-
ið, stúlkur parast ekki við stráka. Stúd-
entar nota iðulega orðin stelpur og
strákar í ritgerðum sínum um skólafólk,
og stöku fullorðinn fræðimaður fellur í
þá gryfju. En af hverju má það ekki?
Orð hafa blæbrigði í merkingu, eru
misformleg, sum tilheyra ritmáli, önnur
talmáli. Strákar og stelpur eru sennilega
þau orð sem oftast eru notuð um ungt
fólk á ýmsum aldri. Jafnvel rosknar
konur kalla hver aðra stelpur og karlar á
sama aldri geta hæglega notað orðið
strákar um sjálfa sig. En þessi tvö orð
eru einhvern veginn merkt talmálinu, í
formlegu ritmáli, líkt og vísindariti eða
formlegum fyrirlestri, eru þau framandi.
En hvaða orð á þá að nota. Ekki er víst
að allir séu sammála um það.
Orð um börn og ungt fólk eru æði
mörg. Um stúlkur má meðal annars
nota orðin mær, mey, telpa, hnáta, táta,
snót, og pæja. Um drengi má nefna orð-
in sveinn, hnokki, polli, piltur, pilt-
ungur og snáði. „Ærið fögur er mær
sjá“, sagði Hrútur í Njálu þegar Hösk-
uldur leiddi barnið Hallgerði fyrir hann
og í sömu sögu léku sveinar á gólfi að
Lundi í Lundarreykjadal. Á 19. öld parar
Jón Thoroddsen pilt og stúlku í frægri
skáldsögu sinni.
Íþróttahreyfingin hefur blessunarlega
haldið fjölmörgum þessara fallegu orða
til haga og notar þau um einstaka ald-
ursflokka í íþróttum áður en fullorðins-
aldri er náð. Samkvæmt upplýsingum á
heimasíðu ÍR eru þessi orð notuð um
aldursflokka í frjálsum íþróttum: strák-
ar/stelpur (12 ára og yngri), piltar/
telpur (13-14), sveinar/meyjar (15-16),
drengir/stúlkur (17-18), unglingar (19-
20), ungkarlar/ungkonur (21-22) og
karlar/konur (23 ára og eldri).
Samkvæmt upplýsingum frá sund-
þjálfara á Akranesi eru þessi orð notuð í
sundi: hnokkar/hnátur (10 ára og
yngri), sveinar/meyjar (11-12), drengir/
telpur (13-14), piltar/stúlkur (15-17),
karlar/konur (18 ára og eldri).
Ekki er víst að allir hafi örugga til-
finningu fyrir því að þessi orð merki
ákveðinn aldur þótt íþróttahreyfingin
hafi gefið þeim það hlutverk. En við er-
um furðu viss um hvernig orðin eiga að
parast saman og höfum einhverja hug-
mynd um innbyrðis aldursröð þeirra.
Því kemur svolítið á óvart hvað notkun
orðanna í frjálsum íþróttum og sundi er
ólík, þau eru ekki alltaf notuð um sama
aldur og þau parast ekki eins.
Við tökum eftir að yngsti flokkur,
undir 12 ára, er kallaður strákar/stelpur
í frjálsíþróttum en í sundi eru notuð
orðin hnokkar/hnátur og sveinar/
meyjar. Parið sveinar/meyjar er hins
vegar notað um 15-16 ára í frjáls-
íþróttum. Athyglisvert er að stúlkur pa-
rast við drengi í frjálsíþróttum en við
pilta í sundi. Piltar og telpur eru hins
vegar á sama aldri í frjálsum. Hvað
finnst lesendum eðlilegt?
Ég hygg að hugmyndir sundmanna
um aldur sveina og meyja séu mjög að
skapi Njáluhöfundar. Sundmenn para
líka saman pilta og stúlkur eins og Jón
Thoroddsen gerði. Ég er ekki viss um að
þessir gengnu ritsnillingar hefðu fellt sig
við parið piltar/telpur. Gaman væri ef
Íþróttasamband Íslands beitti áhrifum
sínum til að efla og samræma notkun
þessara fallegu orða innan vébanda
sinna og fræðimenn, sem skrifa um ungt
fólk, mættu líka velta fyrir sér hvaða orð
eru heppileg í formlegu samhengi. Les-
endur mega gjarnan senda mér ábend-
ingar um þetta efni.
Lifið heil!
Orð yfir ungt fólk
’
Gaman væri ef
Íþróttasamband Ís-
lands beitti áhrifum
sínum til að efla og sam-
ræma notkun þessara fal-
legu orða innan vébanda
sinna og fræðimenn, sem
skrifa um ungt fólk, mættu
líka velta fyrir sér hvaða
orð eru heppileg í form-
legu samhengi.
Málið
El
ín
Es
th
er
Nei nei. Hann
er bara egg.
Já já. Á hvaða aldri er hann?
Er hann strákur, piltur,
sveinn eða drengur?
Meðan ég man, Alfonsó
frændi verður í pössun hjá
mér um næstu helgi.
Tungutak
Baldur Sigurðsson
balsi@hi.is
Fjöruverðlaunin, bókmennta-verðlaun kvenna, verða afhentá Góugleði sem haldin verður íIðnó á morgun, sunnudag, frá
kl. 11.00 til 13.00. Fyrir afhendinguna
mun ensk-danski rithöfundurinn, grín-
istinn og þáttastjórnandinn Sandi Toks-
vig halda ræðu og svara spurningum úr
sal. Sandi hyggst meðal annars spjalla
um bækur og bókmenntaverðlaun, en
fyrir nokkrum árum var hún formaður
dómnefndar The Orange Prize, sem eru
helstu bókmenntaverðlaun kvenna.
Af hverju bókmennta-
verðlaun kvenna?
Sandi, sem átti danskan föður og enska
móður, er alin upp víða um heim, en
menntuð í Cambridge. Eftir hana liggja
skáldsögur, ferðabækur og barnabækur,
en hún er einnig þekktur þáttastjórn-
andi hjá BBC og hefur einnig skemmt á
sviði.
Þegar sérstök bókmenntaverðlaun
kvenna ber á góma kviknar jafnan sú
spurning hvort þeirra sé þörf og þá
hvers vegna. Sandi segir að sú spurning
sé alltaf á vörum þeirra sem hún ræði
við um Orange-verðlaunin, en svarið sé
því miður nánast augljóst þegar litið er
til þess hversu lítið sé fjallað um bók-
menntir kvenna. „Þetta hefur verið
rannsakað og í ljós kom að 75% þeirra
bóka sem fjallað var um í breskum fjöl-
miðlum voru eftir karla. Liður í því er
náttúrlega það að fólk tekur frekar eftir
bókum sem vinna verðlaun og bækur
kvenna vinna sjaldnar verðlaun en
bækur karla. Það á þó ekki bara við um
bækur, það má til dæmis líta til þess að
þó framúrskarandi konur hafi verið á
meðal kvikmyndaleikstjóra frá fyrstu
tíð varð Karen Bigelow fyrsta konan til
að hljóta verðlaun fyrir leikstjórn árið
2009 en 87 karlar í röð fengu verðlaun-
in á undan henni. Það er almennt svo
að þegar konur og karlar keppa fara
konurnar halloka.
Meðvitaðir og
ómeðvitaðir
fordómar
Fjöruverðlaunin verða afhent í Iðnó á
morgun. Gestur verðlaunahátíðarinnar
er rithöfundurinn og grínistinn Sandi
Toksvig. Hún segir að því fari fjarri að
okkur miði framávið í eðlilegum sam-
skiptum kynjanna.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Lesbók
Bókmenntaverðlaun kvenna,Fjöruverðlaunin, voru fyrstveitt 2007 á fyrstu Góugleðinni,árlegri bókmenntahátíð
kvenna. verðlaunin eru veitt fyrir barna-
og unglingabækur, fagurbókmenntir og
fræðibækur, en bækurnar eru jafnan til-
nefndar fyrir jól og verðlaunin síðan veitt
á nýju ári, þegar jólabókaflóð hefur rén-
að. Verðlaunahafar síðustu ára:
2007
Anna Cynthia Leplar og Margrét
Tryggvadóttir: Skoðum myndlist
Kristín Steinsdóttir: Á eigin vegum
Þorgerður Jörundardóttir: Mitt er betra
en þitt
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir: Ólafía
Hélene Magnússon: Rósaleppaprjón í
nýju ljósi
2008
Kristín Helga Gunnarsdóttir. Draugaslóð
Auður A. Ólafsdóttir: Afleggjarinn
Elísabet Jökulsdóttir. Heilræði lása-
smiðsins
Sigurbjörg Þrastardóttir: Blysfarir
Kristín Marja Baldursdóttir: Karítas á
striga og Óreiða á striga
Ingunn Ásdísardóttir: Frigg og Freyja,
kvenleg goðmögn í heiðnum sið
2009
Hallfríður Ólafsdóttir og Þórarinn Már
Baldursson: Maxímús Músíkús
Álfrún Gunnlaugsdóttir: Rán
Kristín Ómarsdóttir: Sjáðu fegurð mína
Æsa Sigurjónsdóttir: Til gagns og feg-
urðar
2009 hlaut Jenna Jensdóttir sérstaka við-
urkenningu fyrir barnabækur sínar.
Fjöruverðlaun