Morgunblaðið - 20.03.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.03.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2012 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta byrjaði allt fyrir tíuárum þegar við fjöl-skyldan fórum í hjólaferðtil Skotlands í tilefni af fimmtugsafmæli mínu,“ segir Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur sem hefur verið fararstjóri í hjóla- ferðum á Ítalíu á vegum Vitaferða undanfarin ár. „Þegar við fjöl- skyldan fórum í Skotlands- hjólaferðina þá greip um sig ákveð- in afbrýðisemi í vina og vandamannahópnum yfir því að fá ekki að fara með. Ég skipulagði því aðra hjólaferð til Skotlands strax árið eftir en þá vorum við átján saman í hóp. Við hjóluðum leið sem kennd er við Great Glenn og er rosalega falleg. En það rignir 360 daga ársins í Skotlandi, svo við fór- um sami hópur ári síðar til Austur- ríkis og hjóluðum meðfram Dóná, frá Passau til Vínar. Þriðja ár þessa hóps hjóluðum við í Suður- Frakklandi. Eftir það var mér bent á að ef til vill ætti ég að fara í sam- vinnu við ferðaskrifstofu og það varð úr að ég fór að vinna hjá Vita- ferðum.“ Engar brekkur á sléttunum Í hjólaferðunum sem Kristín er fararstjóri í, er boðið upp á þrjár mismunandi leiðir, allar á Ítalíu. „Ein þeirra liggur frá Bolz- ano, sem er á Norður-Ítalíu, en þá er hjólað að norðurenda Garda- vatnsins, siglt eftir öllu vatninu, síðan farið til Veróna og endað í Feneyjum þar sem við gistum í tvær nætur. Allar ferðirnar þrjár eru líka borgarferðir, við hjólum í fimm daga og erum tvær nætur í borg. Í næstu leið er lagt upp frá Hjólum hægt og njót- um þess að vera til Hún fer með fólk í hjólaferðir til Ítalíu á hverju sumri þar sem áherslan er á að fara hægt og njóta þess að vera til, enda stórkostlegt að hjóla eftir ítölskum sveita- vegum, vínakrar og ávaxtarækt allt um vefjandi. Ferðirnar eru líka borgarferðir, hjólað í fimm daga en endað í Feneyjum, Flórens og Róm. Fagurt Á hjólaleið frá Flórens til Rómar í Umbriahéraðinu sumarið 2011. Ganga Kristín með ömmubörnum, Aniku Ýr Magnúsdóttur og Jökli Breka Arnarsyni, við Fremri-Emstruá, á Laugavegsgöngu sumarið 2009. Það er ekki nóg að hreyfa sig og vera heilbrigður að utan heldur skiptir innvolsið líka miklu máli. Hvað við látum ofan í okkur dags daglega og hve mikið af því. Vef- síðan www.organicauthority.com heldur utan um allt það sem líf- rænt er og flytur nýjust fréttir úr þeim heimi. Síðunni hefur verið haldið úti í nokkurn tíma en þar má finna bæði fréttir og ýmis konar girnilegar uppskriftir. Þarna kennir ýmissa grasa og viðfangsefnin mörg en þau varða öll að einhverju leyti heilbrigðan lífsstíl bæði er varðar hreyfingu og mataræði. Vefsíðan www.organicauthority.com Grænmeti Gott er að byrja daginn á hollum safa og fá þannig fullt af vítamínum. Lífrænn heimur hollustunnar Nú fer veður óðum batnandi og hlauparar orðnir nokkuð algeng sjón á göngustígunum. Tilvalið er fyrir þá sem eru að koma sér í gang eftir smá vetrardvala að taka hlaupapróf til að finna mjólkursýruþröskuldinn og taka svo prófið aftur í haust og sjá hve mikið maður bætir sig. Á hlaup.is er að finna hlekk á leiðbeiningar fyrir prófið en það er framkvæmt á hlaupabretti og tekur um 20 mínútur. Um hámarkspróf er að ræða þannig að viðkomandi mun keyra sig alveg út. Mjólkursýruþröskuldur er gjarnan notaður við mat á loftfirrðarþrösk- uldi. Við mjólkursýruþröskuldinn byrjar mjólkursýrumagn að vaxa stig af stigi en áður hefur orkumyndun að mestu leyti verið loftháð og allri sýr- unni eytt jafnóðum og hún mynd- aðist. Þegar ákafinn er orðinn svo mikill að orkumyndunin verður loft- firrð að einhverju leyti hefst mjólkur- sýrumyndunin. Það gerist ekki við sömu ákefð hjá öllum íþróttamönnum en þjálfunin spilar þar stóran þátt. Endilega … … finndu mjólkursýruþröskuldinn Morgunblaðið/Golli Hlaup Útivera við Árbæjarstíflu. Fraumundan er í Englandi svokallað Sports Relief um næstu helgi en þá er almenningur hvattur til að láta gott af sér leiða og styrkja ýmiskon- ar málefni með hreyfingu. En fjár- hæðin sem safnast er nýtt bæði í Englandi og öðrum löndum þar sem neyðin er stærst. Skólabörn eru sér- staklega hvött til að taka þátt og bryddað upp á ýmsum uppákomum í skólum eins og t.d. keppni í poka- hlaupi. Þá tekur verslunarkeðjan Sa- insburýs virkan þátt í helginni og stendur fyrir áheitahlaupi víða um landið. Þekktir einstaklingar hafa líka lagt sitt af mörkum og þannig synti leikarinn David Walliams, best þekktur fyrir leik sinn í gamanþátt- unum Little Britain, eftir gjörvallri Thames, alls 225 km. Sundið þreytti Walliams síðastliðið haust í rigningu og roki og því ekki bestu aðstæðum. Á þeim átta dögum sem hann synti tók hann alls 111.352 sundtök á leið- inni. Sú upphæð sem safnaðist með áheitum nam nærri 1200 pundum sem renna mun til góðgerðarmála. Góðgerðarhelgi framundan Almenningur hvattur til að hreyfa sig í Englandi Sprettur Leikarinn David Walliams er mikill sundkappi og hér á fullri ferð. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. ÍSLENSK ÚR FYRIR ÍSLENDINGA www.gilbert.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.