Morgunblaðið - 20.03.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.03.2012, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2012 Samtök um betri byggð hafa gert at- hugasemdir við nýja samgönguáætlun (SGÁ) 2011-2015/ 2022, sem nú er til meðferðar á Alþingi. Þau benda á að ákvarðanir, sem ganga gegn því að þjóðhagsleg arðsemi ráði framkvæmda- röð, beri að taka með lýðræð- islegum og gagnsæjum hætti. Samtökin benda á að höf- uðborgarsamfélagið er lang- stærsta hagkerfi Íslands og að óskilvirkni vegna stjórnlausrar útþenslu byggðar af völdum Vatnsmýrarflugvallar í 65 ár sé þess vegna löngu farið að gæta í þjóðarhag. Að það sé sandur í gír- kassanum. Þrátt fyrir einhverjar hæstu þjóðartekjur á mann í heimi árum saman skilar sá ár- angur sér ekki nægilega vel í pyngjur landsmanna. Í SGÁ kemur ítrekað fram að til að ná markmiðum um bætta lýðheilsu, aukið öryggi, minni loftmengun, breyttar ferðavenjur og aukna samkeppnishæfni ólíkra samgöngumáta sé áhrifaríkast að stuðla að þéttri og blandaðri byggð. Samtök um betri byggð benda á að það verði aðeins gert með því að reisa þétta og bland- aða miðborgarbyggð í Vatnsmýri. Þróaðar þjóðir í Norðvestur- Evrópu og víðar hafa áratugum saman unnið samgöngu- og borg- arskipulagsáætlanir sínar í einni heild með það að markmiði að fá fram bestu hugsanlega heild- arlausn fyrir sem minnst fé. Skýrasta birtingarmynd þessa er að reisa þétta og blanda miðborg- arbyggð í Vatnsmýri. Mikilvægt er að taka upp núll- sýn í vegamálum. Núllsýn miðar að því að útrýma dauðaslysum og öðrum alvarlegum umferð- arslysum innan þeirra tíma- marka, sem samfélagið ákveður að sé raunhæft og ásættanlegt, t.d. á 30 árum. Í núllsýn hafa þau verkefni í vegamálum forgang, sem lúta að verndun heilbrigðis og mannslífa vegfarenda. Vegafé hvers árs til nýfram- kvæmda við vegi verði skipt upp þannig að 300 milljónum kr. verði árlega bætt við það fé, sem fyrir- hugað er í umferðarörygg- isáætlun SGÁ. Því sem eftir er verði skipt þannig að 30% renni í byggðapott en 70% í pott sem ráðstafað er skv. núllsýn. Tekið skal fram að hlutföllin í fyrirliggj- andi tillögu SGÁ eru þveröfug. Samtökin benda á að núllsýn og þjóðhagsleg arðsemisröð fara að langmestu leyti saman. Tekjur ríkisins af bílaumferð eru í réttu hlutfalli við ekna kílómetra. Vel yfir 50% þeirra tekna koma af umferð innan sveitarfélagamarka höfuðborgarsvæðisins. Um 70% allra alvarlegra umferðarslysa verða á SV-horninu. Það er því þjóðhagslega arðsamast að lag- færa fyrst þjóðvegakerfið á höf- uðborgarsvæðinu og þar á eftir annars staðar á SV-horninu. Mikilvægt er að ríki og sveitar- félög geri umferðaröryggisáætl- anir skv. þjóðhagslegri arðsem- isröð með tölusettum markmiðum og tímasettum fjárhags- og fram- kvæmdaliðum. Sú staðreynd að sami flokkur er við völd í ríkisstjórn og í borgarstjórn Reykjavíkur mótar að sjálfsögðu efnistök í sam- gönguáætlun (SGÁ). Greinilegt er t.d. að tillaga að nýju Að- alskipulagi Reykjavíkur (AR) er undir beinum áhrifum frá SGÁ. Allt of lágt nýtingarhlutfall (NH = 0,85 í stað amk 1,8) í nýju Aðalskipulagi Reykjavíkur (AR) á fyrirhugaðri byggð í Vatnsmýri er bein afleiðing þess að í SGÁ er ekki fyrirhuguð nein viðbót við aðalgatnakerfi höfuðborgarsvæð- isins sunnan Vatnsmýrar fyrr en eftir 2023. Almannahagur skaðast af þessu því þjóðhagsleg há- marksarðsemi næst ekki. Mik- ilvægt er að gera Kópavogsgöng, Öskjuhlíðargöng og þverun Skerjafjarðar tímanlega til að hamla ekki gegn eðlilegu nýting- arhlutfalli og uppbyggingarhraða í Vatnsmýri frá og með 2014. Nýtingarauki í Vatnsmýri úr 0,85 í 1,8 mun draga úr akstri á höfuðborgarsvæðinu samanborið við jafnmikla byggð t.d. í Úlfars- árdal um allt að 20%. Þar með lækkar aksturskostnaður um allt að 1% á ári, um tvo milljarða kr. á fyrsta ári, fjóra milljarða á öðru ári, sex á því þriðja o.s.fr.v. eða allt að 400 milljarða kr. upp- safnað á 20 árum. Með hóflegri uppbyggingu í Vatnsmýri (NH=1,8) er virði lands í ríkiseigu þar a.m.k. 70 milljarðar kr. og land borg- arinnar a.m.k. 140 milljarðar á verðlagi 2011. Hlutur ríkisins nægir til að gera nýjan flugvöll, t.d. á Hólmsheiði, ytra vegakerfi Vatnsmýrarbyggðar ásamt þrennum jarðgöngum á lands- byggðinni og gott betur. Lend- andi yrði á Hólmsheiði í 96-98% tilvika, flugrekendur telja að 95% nægi. Allt pólitískt upplegg í SGÁ er mjög hefðbundinn einhliða stuðn- ingur við landsbyggðina á kostn- að þjóðarhags og samfélagsins á höfuðborgarsvæðinu sbr. ummæli á bls. 24 í greinargerð með SGÁ. Ekki er eðlilegt eða ásætt- anlegt að skipulagsáform sveitar- félaga sæti alfarið forsendum SGÁ. Mikil samhæfing allra áætl- ana er að sönnu mikilvæg en þeg- ar upp er staðið ber að nota þau vinnubrögð Vegagerðarinnar frá 2004 að taka tillit til uppbygging- aráforma í svæðis- og aðal- skipulagi á höfuðborgarsvæðinu og miða SGÁ við þá tímasettu þörf sem þar kemur fram. Fimm jarðgöng og nýr flugvöllur fyrir andvirði Vatnsmýrarlóða ríkisins Eftir Gunnar H. Gunnarsson og Örn Sigurðsson » Virði Vatnsmýr- arlands ríkisins er 70 milljarðar og borg- arlands 140 milljarðar. Hlutur ríkisins nægir fyrir nýjum flugvelli og fimm jarðgöngum. Gunnar H. Gunnarsson Gunnar er verkfræðingur, Örn er arkitekt. Örn Sigurðsson Mikið hefur á síð- ustu misserum verið rætt um hin ýmsu þjóðmál, bæði í blöðum og ljósvakamiðlum og koma þar fram margar hugmyndir um lausn á vandamálum þjóð- arinnar, og sýnist þar sitt hverjum, en fæstar eru til þess fallnar að leysa vanda þeirra verst settu. Þegar hrunið varð og gengið var til nýrra kosninga komu fram mörg ný andlit, sem buðu sig fram til að taka við stjórn landsins, og hétu því að sjá til þess að hlutur lítla manns- ins yrði ekki fyrir borð borinn. Mörgum kemur spánskt fyrir sjónir að á sama tíma og hægt er að afskrifa milljarða skuldir stórfyr- irtækja, sjá heilu fjölskyldurnar sig tilknúnar að flýja land vegna skulda- vanda, sem til kominn er vegna út- rásargleði þeirra sem með fjár- magnið fóru. „Stjórnun“ heilbrigðismála og sú undarlega forgangsröðun fjármála er efni í margar aðrar greinar. Miklum fjármunum hefur verið eytt í umsókn að Evrópusamband- inu þrátt fyrir að margoft hafi komið fram í skoðanakönnunum að meiri- hluti þjóðarinnar sé á móti aðild. Það eina sem út úr því fæst er að við glötum forræði yfir náttúru- auðlindum okkar og glötum okkar sjálfstæði að stórum hluta. Dap- urlegt verður það að teljast ef við ætlum ekki að halda sjálfstæði okk- ar lengur en nú er stefnt að, og hygg ég að þeim sem mest lögðu á sig í sjálfstæðisbaráttunni þyki við illa hafa brugðist, ef við ætlum ekki að standa vaktina betur. Við eigum saman gott og gjöfult land með miklar auðlindir bæði til lands og sjávar, sem með skyn- samlegri notkun á að geta framfleytt okkur um ókomna framtíð, ef við berum gæfu til að stjórna okkur sjálf. Væntingar voru uppi meðal fólks um aukið íbúalýðræði og að íbúar landsins yrðu hafðir með í ráðum, um þær framkvæmdir sem áformaðar væru á hverjum stað. Reynsl- an hefur hins vegar orðið sú að okkur íbú- unum hefur verið til- kynnt hvað ætlunin sé að gera og þar með að þetta sé það sem til boða standi annaðhvort þetta eða ekkert verð- ur gert á næstunni. Engu máli skipti þó undirskriftalistar með vel rökstuddum rökum væru sendir til viðkom- andi ráðuneyta, þeim var bara stungið niður í skúffu og gleymt þar. Þegar til stóð að leggja nýjan veg um Hólmaháls á milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar átti ég tal við þáver- andi samgönguráðherra, Kristján Möller, og sagði honum frá hug- myndum manna um að leggja veginn meðfram sjónum við útivistarsvæði, sem var og er mjög vinsælt og fal- legt en með erfitt aðgengi. Ráðherra upplýsti mig þá um að ekki væri um það að ræða, því að bæjarstjórn Fjarðabyggðar væri búin að sam- þykkja veginn þarna. Þegar ég spurðist fyrir hjá bæjarfulltrúa, var mér sagt að veGagerðin hefði lagt málið þannig fram að búið væri að ákveða vegstæðið en á öðrum stað, ef við vildum það ekki yrði ekki um neinar vegaframkvæmdir að ræða á næstunni. Sama var uppi á teningnum þegar byggja átti nýtt Hjúkrunarheimili. Þá höfðum við, Félag eldri borgara ásamt fleirum, samþykkt á fundi með heilbrigðisyfirvöldum staðsetn- ingu hjúkrunarheimilisins á túni inn- an við aðalbyggðina, á fundinum var okkur sagt að ekkert væri því til fyr- irstöðu að hefja framkvæmdir, teikningar og fjármagn væru til staðar. Biðu menn stóreygir eftir því að framkvæmdir hæfust, en ekkert gerðist, kannski átti þetta aldrei að verða annað en eitthvað til að friða okkur, nú gætum við bara lifað í góðri trú. Fyrir skömmu var byrjað að byggja hjúkrunarheimilið við að- alumferðargötu bæjarins, á stað sem fáir eða engir eru sáttir með. 13. febrúar 2009 kom fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands fram í fjölmiðlum og til- kynnti að yfirlæknir í Fjarðabyggð sunnan Oddsskarðs hefði verið leystur frá störfum um óákveðinn tíma vegna þjófnaðar, meðan málið væri í rannsókn og hefði rannsókn- arlögreglunni á Eskifirði verið falin rannsóknin. Við rannsóknina kom ekkert saknæmt í ljós. Að þeim úr- skurði fengnum vísuðu kærendur málinu til ríkissaksóknara til frekari skoðunar, endaði sú skoðun á að málinu var vísað aftur til lögregl- unnar á Eskifirði, þar komust menn að sömu niðurstöðu og áður að ekki væri ástæða til málshöfðunar. Á sama tíma voru í gangi undir- skriftalistar til að mótmæla upp- sögninni og krefjast þess að lækn- irinn yrði strax settur inn í starf sitt á ný. Undir þennan lista skrifuðu vel flestir íbúar Fjarðabyggðar sunnan Oddsskarðs. Ennþá hafa heilbrigð- isyfirvöld ekki brugðist við, enda þægilegt að tína svona málum niður í skúffu. Svona þjóna þessir háu stjórn- endur okkur, þeir gera ekkert með þau mótmæli eða athugasemdir sem íbúarnir senda frá sér. Þeir hafa gert orð danska konungsins, sem einu sinni var okkar þjóðhöfðingi að sínum og segja, „Vi alene vide“. Er ekki mál að stjórnvöld breyti um stefnu og fari að vinna með íbú- um landsins að farsælli lausn okkar þjóðmála. Því miður virðist samstaða Al- þingis ekki svo sterk að vænta megi nýrra og sterkra lausna á þeim vanda sem við blasir. Með bestu óskum landinu okkar til heilla. Hugleiðingar um þjóðmál Eftir Aðalstein Valdimarsson » Fyrir skömmu var byrjað að byggja hjúkrunarheimilið við aðalumferðargötu bæj- arins, á stað sem fáir eða engir eru sáttir með. Aðalsteinn Valdimarsson Höfundur var áður skipstjóri, útgerðarmaður, bæjarstjórnarmaður og nú ellilífeyrisþegi. Flísar f ramtíða rinnar gæði og glæsile iki á gó ðu verð i Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.