Morgunblaðið - 20.03.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.03.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2012 Lögreglukór Reykjavíkur, ásamt Eyþóri Inga Gunnlaugssyni og hljómsveit, heldur tónleika á Heimalandi annað kvöld, mið- vikudagskvöld 21. mars, kl. 20.30. Karlakór Rangæinga mun einnig koma fram á tónleikunum. Lögreglukórinn flytur tónlist af nýútkomnum geisladiski sínum. Þar eru lög íslenskra trúbadora eins og KK, Megasar, Bubba Mort- hens, Harðar Torfa, Magnúsar Þórs og Bergþóru Árnadóttur. Einnig verða á dagskránni gamlir slagarar af fyrri disk kórsins. Stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson. Þetta munu verða einir af síðustu tónleikum Guðlaugs með Lögreglukórnum. Lögreglukórinn Tónleikar á morgun. Lögreglukórinn á Heimalandi Fundur um framtíð svonefndra flýtibíla á Íslandi verður haldinn í Tjarnarbíói í dag klukkan 15- 16.30. Í tilkynningu segir, að þjónustu með flýtibíla sé að finna víða er- lendis og felist í því að hægt sé að leigja bíla til lengri eða skemmri tíma. Markmiðið sé að setja á lagg- irnar nýtt samgöngukerfi og auka þannig valkosti í samgöngum. Á fundinum verður fjallað um samgöngur, kostnað við að eiga bíl og hugmyndir um innleiðingu á flýtibílum á Íslandi. Að fundinum stendur Lands- bankinn ásamt fyrirtækjunum Advania, Alcoa, Fjarðaáli, Íslenskri nýorku, Landspítalanum, Lands- virkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavíkurborg. Fundurinn er öllum opinn án endurgjalds. Fundur um flýtibíla Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, mun á morgun halda erindi sem hún nefnir „Endurútgáfa Negra- strákanna: Fordómar og kynþátta- hyggja á Íslandi“. Fundurinn verður haldinn í sal Þjóðminjasafnsins og hefst klukkan 12. Í erindinu verða umræður, tengdar endurútgáfu bókarinnar, skoðaðar og spurt hvað þær segi um kynþáttahyggju í íslensku sam- hengi. Fjallað um fordóma Sleðahundaklúbbur Íslands heldur sitt annað Íslandsmeistaramót á Mývatni laugardaginn 24 mars nk. Alls hafa tuttugu og tveir kepp- endur skráð sig til leiks en keppt er í tveimur greinum í flokkum karla, kvenna og unglinga. Keppnin hefst á sleðahunda- drætti klukkan 10 að morgni. Sleðahundaklúbbur Íslands var stofnaður árið 2010 af áhugafólki um fræðslu og kynningu á sleða- hundum, sleðahundasporti og tengdum málefnum. Sleðahundar reyna með sér á Mývatni STUTT Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Kaþólskir íbúar á suðursvæði Vest- fjarða fara fram á það við kaþólska biskupinn að messað verði að minnsta kosti tvisvar í mánuði og at- hugað með byggingu kaþólskrar kirkju á Patreksfirði. Margir íbúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar eru kaþólskrar trúar. Í áskorun, sem rúmlega 100 þeirra skrifa undir og send var Pétri Bürcher Reykjavíkurbiskupi í gær, kemur fram að þeir telja að kaþólska kirkjan á Íslandi hafi gleymt þeim. Elzbieta Anna Kowalc- zyk, píanóleikari og skólastjóri Tón- listarskóla Vesturbyggðar, segir að ekkert hafi verið messað um jólin og í Kaþólska kirkjublaðinu sem nýlega kom út hafi ekkert komið fram um messur á næstunni. Það hafi verið kveikja þess að ákveðið var að vekja athygli biskupsins á málinu. Raunar kom prestur óvænt og messaði um helgina. Áskorunin var þó send. „Við eigum börn og fjölskyldur og það er mikilvægt fyrir okkur að fá þjónustu prests. Við vonum að bisk- up hugsi betur um okkur,“ segir Elz- bieta. Í áskoruninni er farið fram á að kaþólskar messur verði haldnar að minnsta kosti tvisvar sinnum í mánuði á suðurhluta Vestfjarða. Einnig er farið fram á að það verði skoðað í fullri alvöru að byggja kirkju á Patreksfirði. Elzbieta segir að söfnuðurinn þurfi að hafa hús- næði til afnota, ekki aðeins fyrir messur heldur einnig til að fólkið geti komið saman. Þá yrði einnig hægt að nýta heimsóknir prestanna betur, til dæmis til að fræða börnin. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Patreksfjörður Margir íbúar Vestfjarða eru kaþólskrar trúar. Biðja um betri þjónustu  Á annað hundrað kaþólskir íbúar á suðurhluta Vestfjarða skora á Reykjavík- urbiskup að láta messa oftar á svæðinu  Vilja athuga með kirkjubyggingu Tæpur tugur loðnuskipa var að veiðum á Breiðafirði í gær og eru flest þeirra í síðasta túr. Loðnan er að stórum hluta búin að hrygna og uppistaðan í aflanum síðustu daga hefur verið karlsíli. Hrognafryst- ingu er um að bil að ljúka, en það sem eftir er að landa fer vænt- anlega í bræðslu. Lítið er eftir af kvóta skipanna, en það sem ekki næst má ekki flytja yfir á næsta veiðitímabil. Á myndinni sjást skip- verjar á Kap VE kasta nótinni, en hvalur stingur sér utan við hana. aij@mbl.is Ljósmynd/Börkur Kjartansson Í síðasta loðnu- túrnum Bragi Mich- aelsson, formaður Skógræktar- félags Kópavogs, segir að gagnrýni Guðríðar Arnar- dóttur á þá hug- mynd að hús Skógræktar- félagsins við Guð- mundarlund hýsi nýjan leikskóla eigi engan rétt á sér og að hún fari með rangt mál. Deilur hafa sprottið upp í bæjarstjórn Kópavogs á milli meirihlutans og minnihlutans vegna þessarar hugmyndar eins og Morg- unblaðið hefur greint frá. Spennandi lausn Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, gagnrýndi hugmyndina og sagði að hún væri sett fram eingöngu til þess að hjálpa Skógræktarfélaginu við það að klára húsið sem það er að byggja við Guðmundarlund. Fram- kvæmdir á húsinu voru settar í bið eftir að forsendur hjá bæjarfélaginu breyttust eftir hrunið. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs og oddviti Sjálfstæðis- flokksins, vísar því alfarið á bug að með þessari hugmynd sé verið að reyna að koma sérstaklega til móts við Skógræktarfélagið og segir að hugmyndin hafi verið sett fram sem ákveðin lausn til þess að fjölga leik- skólaplássum. Hann segir ennfrem- ur að fulltrúar menntasviðs telji þetta spennandi og góða lausn og að húsið sjálft henti vel til þess að hýsa leikskóla. Þurfa enga aðstoð Bragi segir Skógræktarfélagið enga þörf hafa á einhverjum björg- unaraðgerðum frá bæjarfélaginu, enda sé félagið vel statt og geti klár- að byggingu húsins án utanaðkom- andi aðstoðar. Félagið skuldi um 2,5 milljónir króna en eigi eignir upp á 79 milljónir. Einnig var velta félags- ins á síðasta ári um 9,3 milljónir ís- lenskra króna. Því sé ekkert hæft í málflutningi Guðríðar um að hug- myndin að leikskólanum hafi verið sett fram til þess að laga fjárhag Skógræktarfélagsins. „Það stenst engan veginn að við þurfum einhvern pening til þess að hjálpa félaginu. Við erum ópólitísk félagasamtök áhugafólks um skóg- rækt og önnur málefni sem tengjast náttúruvernd og útivist og við hörm- um að það sé verið að draga okkur inn í pólitísk átök sem við viljum ekk- ert með hafa,“ segir Bragi. Hann segir að húsið hafi verið byggt með það í huga að geta nýst leik- og grunnskólabörnum bæjarins ásamt því að vera frístundahús fyrir Skógræktarfélagið. Sú hugmynd sem lögð var fram á fundi leikskóla- nefndar sé í fullu samræmi við þá samninga sem félagið og bæjaryfir- völd gerðu sín á milli árið 2006 um nýtingu hússins í þágu bæjarins. Vísar gagnrýni Guðríðar á bug  Segir Skógræktarfélagið vel statt Bragi Michaelsson Karlmaður á fertugsaldri var í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær dæmd- ur í 15 mánaða fangelsi. Hann var ákærður fyrir að hafa, ásamt konu, rænt söluturninn Leifasjoppu í Breiðholti í fyrra. Bæði voru þau með hulið andlit og vopnuð hamri og hafnaboltakylfu. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa tvisvar í fyrra ekið bifreið án ökuréttinda og undir áhrifum áfengis og fíkni- efna. Í síðara skiptið ók hann á tvær bifreiðar áður en lögreglan stöðvaði för hans en hann var einn- ig með fíkniefni í sinni vörslu í það skiptið. Maðurinn játaði brot sín skýlaust en sakaferill hans er langur og nær aftur til ársins 1997. Í héraðsdómn- um var ævilöng svipting ökuréttar áréttuð, 1,03 g af amfetamíni og 2,77 g af maríjúana gerð upptæk en auk þess var honum gert að greiða eiganda Leifasjoppu rúmar 300 þús- und krónur í miskabætur og tæpar 400 þúsund krónur í málskostnað. Ræningi í fimmtán mánaða fangelsi  Sviptur ökuréttindum ævilangt Tíu norsk fyrirtæki og atvinnumiðl- anir munu kynna störf og atvinnu- tækifæri í Noregi á Hótel Borg í dag. Starfakynningin er samstarfs- verkefni fyrirtækjanna og Eures í Noregi og á Íslandi. Á meðal þeirra starfskrafta sem leitað er að er fólk í heilbrigðisgeiranum og í tækni- greinum í byggingariðnaði. Þetta er í tíunda skipti frá hruni sem norsk fyrirtæki koma til Íslands til þess að kynna störf í Noregi. Þrisvar hafa slíka kynningar verið haldnar að frumkvæði Eures í Nor- egi en í hin skiptin hefur Eures á Ís- landi boðið fyrirtækjunum hingað. Bjørn Magne Amundsgård, fram- kvæmdastjóri vinnumiðlunarinnar AM Direct, segist helst leita að raf- virkjum, verkfræðingum og stjórn- endum vinnuvéla til að starfa í bygg- ingariðnaði á vesturströnd Noregs. Hann segist hafa góða reynslu af því að ráða Íslendinga og margir þeirra séu á þessu svæði. „Í Noregi menntum við um 2.500 verkfræðinga á ári en við þurfum á um 5.000 að halda. Þess vegna þurf- um við að leita út fyrir landsteinana. Það er gott að leita til Íslands út af tungumálinu og því að það er ná- lægt,“ segir Amundsgård. Norsk fyrirtæki leita að íslensku vinnuafli  Hafa góða reynslu af Íslendingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.