Morgunblaðið - 20.03.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.03.2012, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hræðslu-áróðurinneykst á Ír- landi vegna þjóð- aratkvæðis um rík- isfjármálasáttmála sem 25 af 27 leiðtogum Evr- ópusambandsins hafa fyrir sitt leyti samþykkt. Samningurinn hefur enn ekki verið fullgiltur en verður það eflaust því að ekki er þörf á að öll ríkin sam- þykki hann. Engu að síður lít- ur illa út fyrir Evrópusam- bandið ef fleiri skorast undan og þess vegna fá Írar engan frið fyrir áróðrinum í aðdrag- anda kosninganna. Nýjasta útspilið er frá Lo- renzo Bini Smagh, sem hætti um áramótin í stjórn Seðla- banka Evrópu. Hann sendir Írum þau skilaboð að þeir verði áhrifaminni innan Evr- ópusambandsins ef þeir sam- þykki ekki nýja sáttmálann. Þetta er kunnuglegur áróð- ur. Íslendingar eiga til dæmis að verða mjög áhrifamiklir innan Evrópusambandsins samþykki þeir að selja sig und- ir Brusselvaldið, en hver ætli trúi því í raun að áhrif Íslands yrðu einhver í Brussel? Sömu- leiðis hljóta Írar, þegar þeir heyra svona hótanir, að velta því fyrir sér hvaða áhrif þeir hafi í Brussel og þar með hvaða áhrif þeir muni fara á mis við ef þeir óhlýðnast. Eða hefur einhver heyrt af því að Írar séu leiðandi innan Evr- ópusambandsins? Annað sem vert er að hafa í huga í þessu sambandi er að eitt helsta bar- áttumál François Hollande, fram- bjóðanda sósíalista til forseta í Frakklandi, er að ná fram breytingum á ríkisfjár- málasáttmálanum. Verði hann forseti ætlar hann ekki að sætta sig við óbreyttan sátt- mála, en ætli einhver búist við því að þar með hafi Frakkar málað sig út í horn og misst áhrif sín innan Evrópusam- bandsins? Eða skyldi ein- hverjum detta í hug að áhrif Frakka og Íra innan sam- bandsins séu sambærileg? Eða að áhrif Íslendinga yrðu til jafns við áhrif Frakka? Staðreyndin er sú að mun- urinn á þjóðunum sem áhrif hafa innan Evrópusambands- ins og svo hinum rúmlega tutt- ugu þjóðunum er að áhrifa- þjóðunum er ekki hótað áhrifaleysi þó að þær hafi skoðanir á því hvert sam- bandið á að þróast. Hinum er hótað að missa það sem þær hafa ekki, en í raun er bara verið að hóta leiðtogum þeirra og embættismönnum að þeir gætu misst af nokkrum fund- um og jafnvel einstaka kokteil- boði. Fundir og kokteilboð eru góðra gjalda verðar sam- komur, en vill einhver missa sjálfsforræði og fullveldi fyrir þær? Geta þjóðir misst það sem þær aldrei höfðu?} Írum hótað áhrifaleysi Það er komiðkosningahljóð í áhugamenn um stjórnmál enda minna en ár í að baráttan hefjist af krafti. Rík- isstjórnin mun reyna að hanga áfram, þótt hún hafi ekkert við að vera annað en að koma ágreiningsefnum flokkanna sem að henni standa í salt. Nú- verandi stjórnarandstaða mun koma sterkari til þings eftir kosningar en hún er nú, þótt enn vanti nokkuð upp á fullan styrk hennar. Hefðbundið fjórflokkatal er hafið, eins og jafnan í aðdraganda kosninga. Ekkert bendir þó enn þá til að þar verði stórtíðindi. Þau nöfn sem nefnd eru til sögunnar sem viðbót við helstu talsmenn nýrra fram- boða eru ekki líkleg til stór- ræða, enda hafa sum þeirra dúkkað upp við sérhvert tæki- færi, í prófkjörum, stjórnlaga- þingskosningum og slíku. Skoðanakannanir benda til af- hroðs núverandi stjórn- arflokka, svo sem vænta mátti. Þingmenn í þeirra röðum binda þó vonir við að hverfi Jóhanna Sigurð- ardóttir og Stein- grímur J. Sigfússon úr stjórn- málum aukist trúverðugleiki flokkanna á ný, sem auðvitað er ekki útilokað. Vandræðagangur í kringum Jóhönnu fer vaxandi. Nokkuð er síðan Össur Skarphéð- insson stundi því upp að breyta yrði til í forystunni. Þegar Össur talaði þannig undir rós um Jóhönnu þótti mörgum sem þar færi grautur í kringum heitan kött, svo vitnað sé til dýrategundar sem kemur stundum við sögu stjórnarflokkanna. Þegar Viðskiptablaðið spurði Helga Hjörvar um sama eldfima efnið fór hann hins vegar eins og köttur í kringum heitan graut. Hann forðaðist að kveða upp úr um að Jóhanna yrði að hætta, en minnti á hin gömlu ummæli Össurar og sagði að enginn hefði mótmælt þeim enn þá! Kosningaskjálfta vart}Farið að hitna G agnrýnendur aðildar Íslands að Evrópubandalaginu hafa und- anfarið haft á orði að viðsjárvert sé hve víða talað sé fyrir aðild Íslands í EBS. Talið er mein- semd að starfrækt sé upplýsingaskrifstofa um Evrópumál og þeim sem tala á fundum fyrir ágæti bandalagsins í Brussel erum við beðin um að mæta af varúð. Og víst er nauð- syn að taka öllu með fyrirvara þegar kynnt eru atriði sem snúa að mikilvægu hagsmuna- máli þjóðarinnar. Í þeim efnum er hinn algildi sannleikur ekki til og þess vegna leggur lýð- ræðið þær skyldur á herðar fólki að fylgjast með og taka afstöðu. Hafi það farið fram hjá einhverjum þá sam- þykkti meirihluti Alþingis sumarið 2009 að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB. Sú ákvörðun stendur og skv. henni skal starfa, hvað sem líður bakþönk- um þingmanna um að þeir hafi goldið samþykktinni jáyrði sitt undir öðrum formerkjum en nú sé raunin. Þá hafa sumir þingmenn beinlínis snúist í 180° í afstöðu sinni og tala í dag allt öðruvísi um Evrópumál en þeir gerðu fyrir síðustu kosningar. Slíkt eru svik gagnvart kjósendum. Þegar stórir póstar eru í deiglu er ráð fyrir því gert að almenningur geti fyrirhafnarlítið aflað sér upplýsinga um mál, kosti þeirra og galla. Vefsetur um t.d. Evrópumál, upplýsingaskrifstofur, og fleiri slíkt tiltæki eru þess vegna afskaplega þörf. Einnig má hér nefna boðsferðir NATO sem tíðkuðust árum saman. Þar gafst til dæmis alþing- ismönnum, fjölmiðlungum og fleirum tækifæri til að kynna sér gangvirki Atlantshafs- bandalagsins; strauma og stefnur í varn- armálum en á tímum kalda stríðsins skipti slíkt Íslendinga miklu. Þá má nefna að þegar hafist var handa um virkjunarframkvæmdir austur við Kárahnjúka fyrir nokkrum árum kynnti Lands- virkjun málið út frá sinni hlið með t.d. upplýs- ingasetri í Végarði í Fljótsdal sem andstæð- ingar virkjunar töldu bólvirki alls hins versta, því málstaðurinn var ekki þeim að skapi. Slík af- staða vitnar um samfélagslegan vanþroska. Fræðsla er alltaf af hinu góða, ef þeir sem hennar njóta meðtaka sakramentin af gagnrýni og spurulum huga. Pistlahöfundur hefur reynt að taka öllum boðskap þannig en fyrst og síðast nálgast hlutina út frá þeim spakmælum að mað- ur sé manns gaman. Það er áhugavert að rabba um trúmál við sléttfelldu mormónadrengina í svörtum úlpum. Fyrir kosningar er gaman að spjalla um pólitík við samfylking- arliðið sem kemur með rauðu rósina og ómögulegt er ann- að en kaupa penna og happdrættismiða af heyrnarlausa manninum sem stundum bankar upp á. Og ég tek fagn- andi á móti bæði andstæðingum og fylgismönnum ESB komi þeir við eins og krakkar að sníkja dót á tombólu. Fólk þarf ekki að teljast til andvaragesta þó að það hafi skoðanir öndvert mínum. Samfélagsgerðin er þannig að allir eiga að fá að njóta sín og allar rökstuddar skoðanir – um ESB sem önnur mál – mega heyrast. Þetta er ekki flókið. sbs@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson Pistill Þetta eru engir andvaragestir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is B réfasendingum hefur fækkað um allan heim á nýliðnum árum, fyrst og fremst vegna rafrænn- ar þróunar. Kostnaður hefur aukist og tekjur minnkað en til að snúa dæminu við þarf að draga úr rekstrarkostnaði með því að slaka á þjónustukröfum og hugsanlega hækka burðargjöld til samræmis við það sem þekkist í nágrannalönd- unum, að sögn Ingimundar Sig- urpálssonar, forstjóra Íslandspósts. Fyrir helgi efndi Íslandspóstur til málþings um póstþjónustu á Ís- landi. Fram kom að vegna ákvörð- unar Evrópuþingsins um afnám einkaréttar í póstþjónustu, verulegr- ar aukingar á rafrænum bréfasend- ingum og fækkunar almennra bréfa hefðu orðið miklar breytingar á rekstri póstfyrirtækja í Evrópu und- anfarin ár. Póstfyrirtæki hefðu unnið að því að laga reksturinn að breyttu rekstrarumhverfi og frekari breyt- ingar blöstu við. Óbreytt þjónustuskylda Bréfum hjá Íslandspósti undir 50 grömmum fækkaði um 30% frá 2006 til ársloka 2011 og er talið að frekari 16% fækkun verði til 2015. Samkvæmt lögum um bréfadreifingu skal dreifa pósti í öll hús landsins alla virka daga ársins, þar sem því verður við komið, en íbúðum fjölgaði um 6% á fyrrgreindu tímabili. Ingimundur áréttar að á sama tíma og einkaréttarbréfum fækki sé þjónustuskyldan samkvæmt lögum og reglum óbreytt. Það leiði til þess að kostnaðurinn aukist með fjölgun íbúða. Því sé aðeins um tvennt að velja: Að hækka burðargjöldin, en takmörk séu fyrir því hvað langt megi ganga í því efni, eða slaka á þjónustukröfunni. Í því felst meðal annars að fækka dreifingarstöðvum, póstafgreiðslum og dreifingardögum og að íbúar verði skyldugir að færa póstkassa einbýlishúsa, parhúsa og raðhúsa að lóðarmörkum til að minnka dreifingarkostnað. Hins veg- ar hafi Íslandspóstur ekki fullt for- ræði yfir þessum liðum þar sem stjórnvöld setji reglur um fyr- irkomulag póstdreifingar. Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Ís- landspósts, bendir á að við afnám einkaréttar, hvort sem það verði í janúar á næsta ári eins og stefnt sé að eða síðar, sé þýðingarmikið að fyr- ir liggi skýrar leikreglur um fyr- irkomulag póstdreifingar. Hafa beri í huga að við afnám einkaréttar verði að tryggja áframhaldandi póstþjón- ustu við alla landsmenn, hvort sem henni verði sinnt af Íslandspósti eða öðrum fyrirtækjum. Frá 1998 hefur Íslandspóstur þurft að loka 20 pósthúsum á landinu og þar af fjórum á höfuðborgarsvæð- inu, þar sem eru 11 pósthús. Ekkert pósthús er í sex póstnúmerahverfum í Reykjavík - 103, 104, 105, 107, 111 og 113 – í 201 og 203 í Kópavogi og á Álftanesi. Ingimundur segir að í raun sé ekkert samhengi á milli póstnúm- era og fjölda póstafgreiðslna heldur sé þetta frekar spurning um aðgengi – hvað langt sé í næstu póst- afgreiðslu. Fækkun póstkassa hafi heldur ekki valdið teljandi vandræð- um hjá viðskiptavinum. „Við upp- lifum það ekki sem neitt vandamál,“ segir hann og vísar til þess að hver einstaklingur fari ekki oft í pósthús á hverju ári. Hann segir að á móti hafi Íslandspóstur boðið viðskiptavinum upp á aukna þjónustu eins og til dæmis SMS-frímerki og heimsend- ingarþjónustu á bréfum og pökkum. Hagnaður Íslandspósts var mestur 2004 eða 356 milljónir króna en tapið mest 2001, 181 milljón. Frá 2002 til 2010 var hagnaður árlega. Pósturinn Bréfberinn hefur lengi átt fastan sess í höfuðborginni og sum- ir bíða spenntir eftir honum á sama tíma á hverjum virkum degi. Hækka burðargjöld og minnka þjónustu Breytt umhverfi » Árið 1935 var póst- og símarekstur sameinaður undir merki Pósts og síma. Hluta- félagið Íslandspóstur hf. varð til þegar Pósti og síma var skipt upp í upphafi 1998. » 1998 dreifði Pósturinn pósti fimm daga vikunnar til 95,0% heimila og þrjá daga vikunnar til 5,0% heimila en til 99,8% heimila fimm daga vik- unnar í fyrra og til 0,2% heim- ila þrjá daga vikunnar. » 1998 voru 113.000 póst- lúgur hérlendis, 1.130 starfs- menn hjá Póstinum og 95 starfsstöðvar. 2011 voru 133.000 póstlúgur, 830 starfsmenn og 80 starfs- stöðvar. Pósturinn hafði yfir að ráða 55 bílum 1998 en 110 bílum 2011. » 71 milljón póstsendingar voru hérlendis 1998 en 67 milljónir 2011. » 1998 var 36 milljóna kr. hagnaðar hjá Póstinum en tap- ið á rekstri Íslandspósts í fyrra nam 144 milljónum króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.