Morgunblaðið - 20.03.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.03.2012, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2012 ✝ María SigríðurHer- mannsdóttir fædd- ist á Akureyri hinn 13. júlí 1923. Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlévangi í Kefla- vík 10. mars 2012. María var elsta barn foreldra sinna, þeirra Magdalenu Guð- rúnar Magnúsdóttur frá Ak- ureyri, f. 27. mars 1901, d. 1. april 1981, og Hermanns Jak- obssonar frá Húsabakka í Að- aldal, f. 10. desember 1894, d. 2. maí 1958. Systkini Maríu voru Hilmar Eyberg, f. 1925, Sverrir, f. 1928, Brynja, f. 1929, Björn, f. 1931, og Jón, f. 1934. Þau eru öll látin. María giftist 16. ágúst 1941 Eyjólfi Helga Þórarinssyni raf- virkjameistara, f. 26. nóv- ember 1918, d. 30. maí 1987. Foreldrar Eyjólfs voru Þór- arinn Eyjólfsson, f. 2. mars 1890, d. 26. júlí 1971, og El- ínrós Benediktsdóttir, f. 8. febrúar 1890, d. 4. mars 1974. Börn Maríu og Eyjólfs eru: 1) Eydís Blómquist, f. 3. desem- ber 1940, maki Hafsteinn Guðnason, f. 22. janúar 1939. Börn þeirra eru María, f. 1. janúar 1961, Hafdís, f. 25. júní 1964, Björg, f. 22. október 1969, og Guðni, f. 2. apríl 1971. 2) Elínrós Blómquist, f. 7. nóv- ember 1941, maki Gunnlaugur Gunnlaugsson, f. 1. nóvember 1941. Börn Elínrósar frá fyrra hjónabandi eru Ásdís Elva, f. 28. febrúar 1961, Jón f. 8. nóvember 1964, og María Anna, f. 14. mars 1977, d. 24. mars 1977. 3) Guðrún Blómquist, f. 3. febrúar 1944, maki Ævar Guðmundsson, f. 8. októ- ber 1939, d. 3. október 2008. Börn þeirra eru Sveinn, f. 15. maí 1962, Ragnhildur, f. 12. mars 1964, Eiður, f. 5. mars 1971, og Eyrún Helga, f. 23. júní 1979. 4) Þórarinn Blóm- quist, f. 1. júní 1947, maki Ólöf Ásgeirsdóttir, f. 18. maí 1947. Börn Þórarins frá fyrra hjóna- bandi eru Eyjólfur Helgi, f. 8. janúar 1967, Davíð Þór, f. 4. mars 1970, Helena, f. 6. ágúst 1975, Sylvía, f. 8. febrúar 1980, og Elísa, f. 5. ágúst 1988. 5) Anna María, f. 11. ágúst 1952, maki Ólafur Ingi Reynisson, f. 26. janúar 1952. Dætur Önnu Maríu frá fyrra hjónabandi eru Steinunn Ýr, f. 6. nóvember 1973, Bryndís Eir, f. 27. janúar 1979, og María Rún, f. 25. jan- úar 1985. Fyrir átti Eyjólfur dótturina Elsu Lilju, f. 7. sept- ember 1939. Útför Maríu fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, þriðju- daginn 20. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Kæra mamma. Þá er komið að kveðjustund, eftir langa og hamingjuríka ævi. Afkomendur þínir voru heppnir að eiga þig að svona lengi. Þú varst alin upp í stórum systkina- hópi við frekar kröpp kjör og heilsuleysi foreldra, þú byrjaðir snemma að vinna og leggja til heimilisins. Þú varst ung þegar ég fæddist á Akureyri og stuttu síð- ar giftist þú pabba, sem var lífs- förunautur þinn, stoð og stytta en hann lést árið 1987. Þá var sem slitnaði strengur í lífsgöngu þinni. Þú, þessi stolta og myndarlega kona, hélst þó áfram, fluttist í nýja íbúð í Smáratúni 20 og áttir þar fallegt heimili. En fyrir rúm- um 2 árum hnignaði heilsu þinni og þú gast ekki haldið hjálpar- laust áfram. Þú fluttir þá á dval- ar- og hjúkrunarheimilið Hlévang í Keflavík þar sem þú fékkst þá aðstoð og hjálp sem þú þurftir hjá yndislegu starfsfólki til dauða- dags. Samt sagðir þú oft að það væri erfitt að vera ekki á sínu eig- in heimili. Þar varst þú vön að hafa allt í röð og reglu svo eftir var tekið. Mamma var félagslynd kona. Hún var ein af stofnendum Styrktarfélags Keflavíkurkirkju og einnig ein af stofnendum Styrktarfélags Sjúkrahús Kefla- víkurlæknishéraðs. Hún var fé- lagi í Kvenfélagi Keflavíkur og tók þátt í starfi eldri borga í Keflavík. Margar ánægjustundir átti hún með vinkonum sínum í saumaklúbbnum „Bláa blóminu“. Nú þegar leiðir skilur bið ég góðan Guð að umvefja þig með ljósi sínu og kærleika og ég veit að pabbi tekur vel á móti þér. Móðir mín kæra er farin á braut, til mætari ljósheima kynna. Hún þurfti að losna við sjúkdóm og þraut, og föður minn þekka að finna. Vönduð er sálin, velvildin mest, vinkona, móðir og amma. Minningin mæta í hjartanu fest, ég elska þig, ástkæra mamma. Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt, af gæsku þú gafst yl og hlýju. í heimi guðsenglanna hafðu það blítt, uns hittumst við aftur að nýju. (Höf. ók.) Það skilur enginn augnablikið fyrr en það er farið, það skilur enginn nýja sköpun fyrr en henni er lokið og enginn þekkir stund hamingjunnar fyrr en hún er liðin. (Gunnar Dal.) Hvíl í friði, elsku mamma, þín Eydís. Þær voru ljúfsárar tilfinning- arnar sem léku um mig við dán- arbeð þinn elsku mamma. Gríð- arleg eftirsjá, sorg og söknuður en jafnframt gleði yfir þessari fal- legu stund sem ég átti með þér. Gleði yfir að vera hjá þér, að ég gæti lokað augum þínum í hinsta sinn og þú fengið hvíldina sem þú varst svo löngu tilbúin að fá. Að hafa átt þig fyrir móður hef- ur verið mikil blessun og forrétt- indi, eins frábær og einstök og þú varst. Viðhorf þín og eiginleikar verða mér ætíð fyrirmynd. Kven- skörungur er það orð sem ég helst get notað til að lýsa þér. Ótrúlega röggsöm, nákvæm, ákveðin, ósérhlífin, algjör dugn- aðarforkur já og glæsileg. Það gustaði af minni þegar þú tiplaðir hnarreist háöldruð á háum hæl- um, aðeins að skreppa í búðina eða bankann. Alla tíð hef ég borið ótakmark- aða virðingu fyrir alls konar stórum sem smáum hlutum sem þú hefur kennt og lagt til, mér og mínum til aðstoðar, tekið úr þín- um mikla reynslubanka og miðlað óspart. Það er ósjaldan að vitnað er í eitt og annað sem þú lagðir til og kenndir. Lítill hlutur eins og handþvottur var ekki bara hand- þvottur, heldur athöfn og vandað til, hver fingur þerraður og nagla- böndum ýtt upp um leið því ekki vill nokkur hafa naglabönd upp á miðjar neglur. Snyrtimennska og reglusemi voru þínar ær og kýr jafnframt því sem þú varst mikill fagurkeri. Fallegir hlutir, falleg heimili, dugnaður fólks, hrein og vel upp- alin börn var það sem gladdi þig að sjá og þú varst líka óþreytandi í að lofa það sem vel var gert en leitaðir í þögnina þegar þér þótti miður. Hún var ekki alltaf auðveld til- veran í uppvextinum, strangur agi og manni uppálögð takmarka- laus hlýðni. Systkini mín segja mér þó að ég „örverpið“, eins og þú kallaðir mig ósjaldan, hafi sloppið betur en aðrir og leyfst meira en þeim því þú „mútta mín“ hafir verið farin svolítið að linast, en alltaf var ást og hlýja í boði og reynt að tjalda öllu til fyrir okkur systkinin. Að því búum við öll hvert með sínu lagi og erum þakklát fyrir það veganesti sem þú sendir okkur með út í lífið. Ég enda svo þessa litlu kveðju til þín mamma mín með orðum sem þú skrifaðir á jólakort til mín með jólagjöfinni frá þér jólin 1995: Þakka þér alla þína ást og umhyggju um mig. Yndislegt er að hafa átt þig að, sannan gleði- gjafa. Þín dóttir, Anna María. Í dag kveð ég tengdamóður mína Maríu S. Hermannsdóttur, sadda lífdaga. María fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Það er óhætt að segja að með hennar kynslóð sé að ganga það fólk sem strax og það gat staðið í fæturna var látið taka til hendinni. Hún dvaldi sumarlangt í Flatey á Skjálfanda þar sem hún gætti barna og lærði m.a. að stokka upp línu og þvo ull úr keytu. Þarna lærði hún margt sem ekki er kennt í skólabókum. Lífsins skóli var skólinn hennar Maríu. Eftir að ég kom í fjölskylduna kynntist ég Guðrúnu móður hennar en missti af kynnum við Hermann föður hennar en hans minnist konan mín alltaf með sér- stakri virðingu. Það var alltaf eitthvað sérstakt við að koma til Akureyrar. Það var ekki bara Sjallinn. Að koma við hjá systk- inum Maríu var upplifun því hvert þeirra hafði sitt sérkenni. Ung að árum kynntist María eiginmanni sínum Eyjólfi sem var við nám í rafvirkjun á Akur- eyri. Þau bjuggu ýmist á Akur- eyri eða í Keflavík en fluttu alfar- ið til Keflavíkur á fermingarári konu minnar, Eydísar. María vann ýmis störf, var forstöðu- kona barnaheimilisins í Tjarnar- lundi sem Kvenfélag Keflavíkur rak en lengst starfaði hún í mötu- neyti Varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli eða í 25 ár og var verð- launuð fyrir það. María og Eyjólfur áttu barna- láni að fagna og ólu börn sín upp í guðsótta og góðri trú. Eftir að Eyjólfur lést, sem var allt of snemma, tók María upp merki hans, en hann var einhver mesti dugnaðarmaður sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Nú þegar komið er að leiðarlokum vil ég þakka allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Guð blessi þig. Hafsteinn Guðnason. Hún var drottning, bar höfuðið hátt, var bein í baki og stolt af sínum. Hún hafði sínar skoðanir á hlutunum og lét þær í ljós þegar við átti. Hún gerði kröfur til fólks að það væri fólk og stæði við orð sín en svo gat hún einnig verið ósköp lítil í sér og fundið til með öðrum og grátið tilfinningatárum. Hún átti erfitt með að biðja um aðstoð en gaf af sínu til að létta undir með þeim sem lítið skjól áttu. Ég er að lýsa tengdamóður minni, henni Maríu minni, en ég hef átt því láni að fagna að vera tengdasonur hennar í rúm 20 ár. Okkar fyrstu kynni voru þegar ég, fertugur maðurinn, var boð- aður á hennar fund í stássstofunni hennar í Smáratúninu þar sem hún vildi skoða nýjan tengdason, spyrja hann í þaula um ætlanir hans í náinni framtíð, síðan lagði hún sínar skoðanir á borð, hvað henni fyndist um allt og alla og hvað mér fyndist um það. Alla tíð síðan á stofufundinum góða höfum við verið miklir vinir og þótt ofurvænt hvoru um ann- að. Þau voru ófá jólin sem María mín dvaldi hjá okkur fjölskyld- unni í Hveragerði. Hún naut þess að vera drottning, láta stjana við sig sem var ótrúlega gaman að gera, þar sem hún kunni að njóta þess svo vel. Svo var nú stutt í húmorinn og oft mikið hlegið. Börnin biðu alltaf spennt eftir að amma kæmi um jólin, hjá þeim byrjuðu jólin ekki í Ikea, þau byrjuðu með ömmu. Börnin báru ótakmarkaða virðingu fyrir ömmu sinni og vildu ekki gera neitt sem felldi þau út af vin- sældalistanum. María mín var orðin þreytt eft- ir allt lífshlaupið og beið eftir að röðin kæmi að henni að fara til himnaríkis, því þangað ætlaði hún að fara og ég er ekki í nokkrum vafa um að Lykla-Pétur hefur beðið eftir henni með opið gullna hliðið. María mín, ég þakka þér fyrir þann tíma sem ég fékk að þekkja þig og ég dáist að þeim verkefn- um sem þú leystir í lífinu og hvernig þú hefur tekið á erfiðleik- um með stillingu og velgengni með hófsemi. Og svona í lokin af því okkur þótti svo ofurvænt hvoru um ann- að þá kannski leggur þú inn gott orð fyrir mig þegar Lykla Pétur lokar á eftir þér. Þinn tengdasonur, Ólafur I. Reynisson. María Sigríður Hermannsdóttir ✝ Guðlaug Gunn-arsdóttir fædd- ist á Ísafirði 14. september 1950. Hún andaðist að morgni 11. mars á Landspítalanum við Hringbraut. Foreldrar Guð- laugar eru Ebba Dahlmann banka- starfsmaður, f. 18. september 1932, og Gunnar Kristjánsson vélstjóri, f. 21. september 1930, d. 4. ágúst 2006. Systkini Guðlaugar eru: Hanna Lára Gunnarsdóttir, f. 21. mars 1955, og Sigurður Axel Gunnarsson, f. 30. desember 1958. Hinn 5. nóvember 1971 giftist Guðlaug Halldóri Vídalín Krist- jánssyni, f. 26. maí 1946, frá Siglufirði og bjuggu þau m.a. í Bolungarvík, Mosfellssveit og í Bandaríkjunum áður en þau settust að í Frostaskjóli 3 í til Reykjavíkur þar sem hún kynnist eiginmanni sínum Hall- dóri Vídalín. Fyrstu árin starf- aði Guðlaug við almenn skrif- stofustörf hjá Útvegsbankanum og Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. Þegar hjónin fluttu til New York sá Guðlaug um börn og bú enda eiginmaðurinn á stöðugum ferðalögum vegna vinnu sinnar í mörg ár. Eftir heimkomuna byrjaði Guðlaug fljótlega að vinna á Heilsu- gæslustöð Seltjarnarness og var virk í Félagi læknaritara í nokk- ur ár. Guðlaug var alla tíð mikil blómakona og eru rósirnar hennar með fallegustu rósum í Vesturbænum. Jafnframt var lestur góðra bóka, tónlist og hannyrðir líf hennar og yndi til síðasta dags. Undanfarin tólf ár hafa verið stöðugir sigrar þar sem Guðlaug barðist við illvígan sjúkdóm. Við fengum að njóta nærveru Guðlaugar vegna þrautseigju hennar og ótrúlegs lífsvilja. En að lokum varð ekk- ert við ráðið og andaðist hún að morgni 11. mars sl. á Landspít- alanum við Hringbraut. Guðlaug verður jarðsungin frá Neskirkju í dag, 20. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Reykjavík þar sem þau hafa búið í 25 ár. Börn þeirra eru: 1. Solveig Sif líf- fræðingur, f. 18. júlí 1971, maki Arn- ar Pálsson kennari við HÍ. Þeirra börn eru Þorgeir, Ás- hildur og Teitur. 2. Jón Vídalín sjúkra- þjálfi, f. 19. febrúar 1975, maki Linda Björg Birgisdóttir leikskóla- kennari. Þeirra börn eru Róbert Darri og Halldór Orri. 3. Gunn- ar Áki kjötiðnaðarmaður, f. 6. ágúst 1978. Sambýliskona Svala Júlía Ólafsdóttir. Börn Gunnars með Berglindi Magnúsdóttur eru Diljá Birna og Daníel Áki. Guðlaug ólst upp í Aðalstræt- inu á Ísafirði. Öll sumur bjó hún inni í Skógi í yndislegu sum- arhúsi fjölskyldunnar sem bar nafnið Dalbær. Þegar Guðlaug er orðin tvítug flytur hún alfarið Nú, þegar ég kveð systur mína eiga minningarnar um hana á hug minn allan. Þær þeytast um koll- inn; ein mynd birtist er önnur hverfur. Bernskuminningin, þegar fjöl- skyldan dvaldi í sumarbústaðnum í Tunguskógi og við systkinin sóttum mjólkina á morgnana og lékum okkur síðan frjáls sumar- langan daginn. Minningin um táningsstúlk- una, sem var svo stráksleg og „töff“ í gallabuxum, rúskinns- jakka og támjóum skóm með drengjakoll og hendur á kafi í buxnavösunum. Fíngerður upp- reisnarseggur með ótrúlega per- sónutöfra. Ég dáði hana með hrifnæmi hinnar fimm árum yngri systur. Við vorum lengst af herberg- isfélagar og unnum saman hús- verk undir styrkri stjórn mömmu, hún fljót að vinna – ég sein. Svo er það minningin um syst- ur mína sem unga móður í Reykjavík og seinna gifta, – og á köflum nokkuð virðulega – frú í Bolungarvík. Móðurhlutverkið fórst henni vel úr hendi, sem sannast á börn- um þeirra Halldórs; þau eru hvert öðru yndislegri manneskjur. Þegar hún var í Bolungarvík bjó ég í Hnífsdal og við hittumst nokkuð reglulega og það var alltaf gott að koma í kaffi til þeirra í Víkinni. Efalaust er ein besta minning- in þegar Guðlaug og Halldór komu heim á Ísafjörð og við vor- um saman jól og áramót hjá pabba og mömmu. Allt stóðið. Við þrjú systkinin með þau fjögur börn sem þá voru fædd. Frá þessu á ég margar ljós- myndir. Þar sést glöggt hve falleg hún systir mín var. Hvað hún gat verið skemmtileg, fyndin og orð- heppin. Á flestum myndunum er- um við skellihlæjandi. Enn aðrar minningar á ég af þessari fallegu, hnarreistu konu þar sem hún er í hlutverki ömmunnar. Það hlut- verk var henni einkar kært. En eins og oft vill brenna við kemur upp misklíð. Við systurnar vorum þar hvor annarri þverari og þrjóskari. Það eykur enn á sorgina að hafa eytt tíma í slíkt. Lífið er of stutt og dýrmætt. Þess vegna vil ég gleyma því öllu, en muna Gullý aðeins þegar allt var í sóma. Ég er henni eilíflega þakklát fyrir svo margt og þá sérstaklega þær góðu stundir sem við áttum undir lokin og gátum jafnað allar væringar. Hetjulegri baráttu hennar er nú lokið. Æðruleysi hennar og dugnaður í langvinnum og erfið- um veikindum er til eftirbreytni og ég mun sakna systur minnar ævina á enda. Halldór, Sólveig, Jón og Gunn- ar eiga nú um sárt að binda, sem og öll barnabörnin og tengda- börnin. Þeirra er missirinn mest- ur, sem og móður okkar sem sér nú á eftir fyrsta barninu sínu og það er sárara en tárum tekur. Vertu kært kvödd, systir mín. Þín, Hanna Lára. Með söknuði kveðjum við vin- konu okkar, Guðlaugu Gunnars- dóttur, hetjuna sem ætlaði svo sannarlega að sigra krabbamein- ið. Og margir sigrar unnust með ótrúlegum dugnaði og bjartsýni og einstakri umönnun eigin- manns. Hún vonaði innilega að fá að fylgjast með litlu barnabörn- unum sem hún var svo stolt af. En að lokum fór sem fór. Með þakklæti í huga minnumst við margra ánægjustunda með þeim hjónum á þeirra fallega heimili í Frostaskjólinu, þar sem rósirnar hennar Guðlaugar nutu sín vel í sumarsólinni, og hús- bóndinn, Halldór frændi minn, annaðist matseld. Bæði voru þau fróð og skemmtileg og sögðu vel frá. Umræðan var fjölbreytt og gefandi. Þau ferðuðust mikið innan- lands sem utan. Bjuggu um tíma í Bolungarvík, einnig í Bandaríkj- um Norður-Ameríku. Þau höfðu frá mörgu að segja, tóku vel eftir og höfðu skoðanir á flestu. Nú er Guðlaug horfin frá okkur á besta aldri. Okkur finnst tómlegt. Fá- tækleg kveðjuorð segja fátt, en við sendum innilegar samúðar- kveðjur til Halldórs og barna og barnabarna og móður Guðlaugar, Ebbu Dahlmann. Hólmfríður Árnadóttir. Stefán Yngvi Finnbogason. Flestir eiga fjölskyldu og æskuvini sem þeir hafa þekkt alla ævi. Á lífsleiðinni hittir maður svo fólk sem verða vinir manns. Guð- laug og Halldór voru vinir okkar. Eiginmennirnir kynntust í gegn- um sína vinnu og upp úr því fórum við að hittast. Við nutum góðra veitinga hjá hvort öðru, skrupp- um á veitingastaði og nutum lífs- ins. Síðar kom að því að við flutt- um öll í dreifbýlið. Þau tímabundið á Sauðárkrók og við á Selfoss. Þá fækkaði tækifærunum til að hittast. Við fórum þó einu sinni yfir Kjöl og heimsóttum þau á heimili þeirra á Sauðárkróki. Við fengum að vonum góðar mót- tökur og voru þau dugleg að sýna staðinn og umhverfið. Þau komu líka á Suðurlandið og heimsóttu okkur. Við eigum margar góðar minningar um okkar samveru- stundir og munum sakna þeirra. Guðlaug greindist með alvar- legan sjúkdóm fyrir mörgum ár- um. Hún var ótrúlega seig og bjartsýn og reis upp aftur og aft- ur og er ekki annað hægt en dást að því hvernig hún tókst á við sín erfiðu veikindi. Guðlaug var við- ræðugóð og skemmtileg, var stolt af börnum sínum og barnabörn- um. Við sendum Halldóri og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur. Ester og Þorsteinn. Guðlaug Gunnarsdóttir HINSTA KVEÐJA Hjartakær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver; inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf. ók.) Elsku amma hvíl í friði. Þín barnabörn, Diljá, Þorgeir, Róbert, Halldór, Daníel, Áshildur og Teitur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.