Morgunblaðið - 20.03.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.03.2012, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2012 Undanfarin þrjú ár hef ég nokkrum sinnum komið til Taílands, kominn með Taílands- bakteríuna eins og margir kalla svo. Ef þú kemur einu sinni til Taí- lands og ferðast um, kynnist fólki í leik og starfi er nokkurn veg- inn ljóst að þú smitast. Ég hef kynnst nokkr- um útlendingum hér sem hafa sömu sögu að segja. Andy Burnett er einn þeirra sem kom fyrst fyrir nokkrum árum hingað og féll fyrir landi og þjóð. Til að byrja með fyrir kvenþjóð- inni, allavega einstökum konum og síðan öllu heila klabbinu. Hann býr núna í Lop Buri, gamalli borg fyrir norðan Bangkok, hvar Narai kon- ungur hafði fyrr á öldum sumardvöl, reyndar lést hann hér líka og árlega er haldin fjölsótt hátíð í febrúar til minningar um hann. Til að mynda kemur fulltrúi konungsfjölskyld- unnar alltaf og gleðst og skemmtir sér með borgarbúum og gestum. Andy elti konu hingað þegar hann kom fyrst og tók ástfóstri við borg- arbúa, en gaf konunni frí. Hann er rúmlega fimmtugur, leigir húsið sitt í nágrenni Exeter í Englandi og lifir hér af 15.000 bath á mánuði, sem dug- ar honum fyrir húsaleigu, rekstri mótorhjóls, fæði og klæðum? Um sextíu þúsundum íslenskra króna. Að vísu kennir Andy ensku við háskól- ann hérna tvo eða þrjá tíma á viku, en þiggur ekki laun fyrir því útlendingar eru ekki vel séðir í samkeppni á vinnumarkaði. Það kemur sér vel fyrir hann að vera lærð- ur kennari eins og for- eldrar hans og hef ég lítillega kynnst kennslu- aðferðum hans sem sýna mér að þar er góð- ur kennari. Allir vilja læra ensku hérna en eru ekki að sama skapi tilbúnir að leggja mikið á sig. Andy segir mér að hann hafi gersamlega heillast af þjóðinni og siðum hennar. Búddismanum tekur hann með varúð, en virðir trúarskoð- anir fólksins. Taílenskan á hug hans allan og hefur hann verið að læra hana smátt og smátt á þremur árum. Í rúmlega eitt ár hefur hugur hans allur verið við námið og til skamms tíma kom hann daglega á heimili 25 ára konu sem lærir ensku hjá honum og hann fær kennslu í taílensku í staðinn. Hún býr með móður sinni sem tekur hann í mat allan daginn í staðinn. Unga konan sem er jómfrú eftir því sem hún hefur sagt Andy, kennara sínum, á kærasta. Þau hafa sæst á að bíða með hjónalífið þar til þau gifta sig. Eitthvað slettist upp á vinskapinn og Andy er hættur að heimsækja þær mæðgur. Kærast- anum þótti unnustan tala of mikið um kennarann og var hræddur um að hún væri orðin ástfangin af honum. Hvað um það, Andy heldur sínu striki, lærir taílensku með aðstoð inn- fæddra og iPadsins og nýtur lífsins og vill helst ekki þurfa að hverfa til Englands aftur þar sem allt er á nið- urleið, en allt á uppleið í Taílandi. Hann vill sjá framfarir. Annars er mál manna hér, það er að segja út- lendinga, að konur hér séu bara á eft- ir peningum og fjárhagslegu öryggi. Skiljanleg afstaða í landi sem engar hefur almannatryggingar. Allir vilja sjá sér og sínum farborða. Margar stúlkurnar eru fégjarnari en góður hófi gegnir. Af einni 26 ára heyrði ég í Prasat sem varð svo yfir sig ástfangin af Norðmanni að hún gat ekki hugsað sér að lifa eitt and- artak án hans. Hann byggði henni hús og keypti allt innbú. Seldi eignir í Noregi til að fjármagna herlegheitin og ungu ástinni sinni til dýrðar. Adam var ekki lengi í paradís eins og frægt er orðið og Norðmaðurinn ekki lengi í þessu sambandi. Peningarnir á þrotum og hann gat ekki keypt nýjan bíl fyrir ungu og áköfu konuna sína. Hann tók pokann sinn og býr nú í lít- illi leiguíbúð rétt fyrir utan Osló. Það er mjög freistandi að ljúka sögunni svona: hún er glöð og ánægð í stór, nýja og flísalögðu húsinu sínu en bíl- laus og hann nagandi neglur norður á hjara veraldar og kulda og trekki. Ekki aldeilis, litla dúllan kynntist fljótlega enskum herramanni sem er á svipuðum aldri og karlægur afi hennar og bauð honum dús. Sá enski var fljótur að kaupa nýja Toyotu af dýrri gerð fyrir djásnið sem rak svo óvænt á fjörur hans. Nú njóta þau lífsins ríkulega, gera vel við sig í mat og drykk, hún sjaldan heima, en hvað, hann á svo unga og fallega konu, glæ- nýtt hús og bíl og loksins veit hann hvað hann á að gera við ellilífeyrinn. Þar sem ég ber mig ekki ríkmannlega var mér vinsamlega bent á að auðvelt væri að velta þeim enska úr sessi og setjast að hjá ungu og nýríku konunni sem hefur allt til alls. Af Andy Burnett og fleira fólki Eftir Heimi L. Fjeldsted »Eitthvað slettist upp á vinskapinn og Andy er hættur að heimsækja þær mæðgur. Kærast- anum þótti unnustan tala of mikið um kennarann og var hræddur um að hún væri orðin ástfangin af honum. Heimir Fjeldsted Höfundur er fv. kaupmaður. Í Vestfjarðagöngum stendur að þau hafi verið grafin 1996 og eru þá liðin að minnsta kosti átján ár frá því að styr stóð um hvort Norðfjarðar- eða Vestfjarðagöng skyldu grafin fyrr. Norðfirðingar gerðu þá heiðurs- mannasamkomulag við Vestfirðinga og stjórnvöld þess efnis að Norðfjarð- argöng skyldu verða næst í röðinni á eftir Vestfjarðagöngum. Síðan hafa ómerkingar gert að engu þetta sam- komulag og þar með þessa þörfu framkvæmd. Þörfu framkvæmd, vegna þess að þar er stærsta og löngum afkasta- mesta byggðarlag á Austurlandi, sem þó er aðeins með tengingu við landið um rottuholu í sexhundruð metra hæð og aldrei skyldi boruð hafa verið. Oddskarðsgöng eru ekki barn síns tíma eins og skámæltir afglapar hafa reynt að halda fram sjálfum sér til verndar. Þau eru afglöp sem enginn, hvergi í heiminum, hefði látið sér detta í hug að samþykkja nema fyrir greiðslu í gulli og hvar skyldi það gull vera ? Síðan 1996 hafa forsendur breyst þannig að vegtengingar milli byggðarlaga á Austurlandi kalla enn frekar á framkvæmdir og ekki bara til handa Norðfirðingum. Með í forsendum fyrir álveri við Reyðarfjörð voru samgöngur að nú- tímahætti, sem og eðlileg aðkoma að heilsugæslu. Framkoma íslenskra stjórnvalda að efndum í því máli rýrir mjög trúverð- ugleika þeirra til framtíðar. Allt er þetta þó léttvægt hjá þeirri stað- reynd að Reykja- vík þarf andvægi og það andvægi verður aðeins til með því að efla byggðarkjarna á Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum. Ein af meginforsendum þess að treysta þessa byggðarkjarna er að bæta sam- göngur til þess að þjónusta gagnist sem best. Andvægi við Reykjavík er lífs- spursmál, til þess að hér geti þrífist vitrænt samfélag. Á meðan við lands- byggðarfólk reynum að velja okkur skynsamt fólk til að gæta hagsmuna okkar þá kjósa Reykvíkingar trúða til að stjórna borginni sem á að heita höfuðborg okkar allra Íslendinga, en er í raun bara þeirra svo sem flugvall- armál sanna. Þess vegna gerum við þá kröfu að við gamalt heiðursmanna- samkomulag verði staðið nú þegar og Norðfjarðargöng og svo Hrafnseyr- arheiðargöng og svo Seyðisfjarð- argöng með tengingu Fjarðabyggðar við Hérað verði að veruleika til að rétta af núverandi slagsíðu á okkar gjöfula landi. HRÓLFUR HRAUNDAL, vélvirki. Heiðursfólk og svo öðruvísi fólk Frá Hrólfi Þorsteinssyni Hraundal Hrólfur Þorsteins- son Hraundal Bréf til blaðsins Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Sérfræðingar í gleri … og okkur er nánast ekkert ómögulegt EINANGRUNARGLER SANDBLÁSIÐ GLER SÓLVARNARGLER SPEGLAR HERT GLER: Í STURTUKLEFA Í HANDRIÐ Í SKJÓLVEGGI Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 Opnunartími: 08:00 - 17:00 alla virka daga www.ispan.is - ispan@ispan.is CE-VOTTUN ER OKKAR GÆÐAMERKI Er þitt fyrirtæki að borga of mikið í símkostnað á mánuði? Nú býður Svar tækni tvær leiðir til sparnaðar með IP símkerfum. Annarsvegar                                  ! "  !! #     $ %&  '    #        #    þinn. Við erum í síma 510-6000. Lækkaðu símreikninginn Öflugt IP símkerfi frá Snom 3 stk Snom 300 símtæki, 1 Snom 320 símtæki Snom hugbúnaðarleyfi fyrir allt að 10 notendur Snom IP símkerfi – 4 SÍMTÆKI 8.500 m/vsk Öflugt IP símkerfi frá Snom 5 stk Snom 300 símtæki, 1 stk Snom 320 símtæki Snom hugbúnaðarleyfi fyrir allt að 10 notendur Snom IP símkerfi - 6 SÍMTÆKI Stofngjald 39.900 m/vsk Mánaðargjald 10.500 m/vsk Stofngjald 39.900 m/vsk Mánaðargjald SÍÐUMÚLA 35 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS Mikið úrval þráðlausra höfuðtóla Mikið úrval þráðlausra höfuðtóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.