Morgunblaðið - 20.03.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.03.2012, Blaðsíða 14
Hörður Ægisson hordur@mbl.is Greiningareildir stóru viðskipta- bankanna – Landsbankans, Arion banka og Íslandsbanka – eru allar á einu máli um að Seðlabankinn muni hækka vexti um 25 punkta á vaxta- ákvörðunarfundi bankans á morgun. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði síðast vexti í nóvember- mánuði 2011. Að mati greiningardeildanna eru það ekki síst versnandi verðbólgu- horfur sem munu ráða mestu við vaxtaákvörðun Seðlabankans. Hag- fræðideild Landsbankans bendir meðal annars á að olíuverð á heims- markaði hefur hækkað um 18% frá áramótum. Slík hækkun er iðulega fljót að skila sér í hækkun bens- ínverðs hér á landi. Af þeim sökum reiknar hagfræðideild Landsbank- ans með því að hækkun bensínverðs í marsmánuði muni hafa 0,3 pró- sentu áhrif til hækkunar vísitölu neysluverðs í mánuðinum. Það er jafnframt ljóst að fátt bendir til þess að farið sé að draga úr innlendri eftirspurn en á síðasta ársfjórðungi 2011 jókst innflutning- ur tvöfalt meira en útflutningur. Verði áframhald á þeirri þróun er hætt við að gengi krónunnar veikist enn frekar sem aftur mun gera Seðlabankanum erfiðara um vik að stemma stigu við vaxandi verðbólgu. Gengislánadómur Hæstaréttar frá því um miðjan febrúarmánuð hjálpar heldur ekki til í þessum efn- um. Arion banki og Landsbanki hafa nú þegar tilkynnt að þeir hafi fært til gjalda ríflega 50 milljarða króna vegna dómsins. Rétt eins og grein- ingardeild Arion banka færir rök fyrir munu endurgreiðslur og lækk- un skulda hjá heimilum og fyrir- tækjum í kjölfar dómsins leiða til enn meiri einkaneyslu og innflutn- ings sem skilar sér á endanum í lægra gengi krónunnar en ella. Er hagkerfið að ofhitna? Ekki eru þó allir viðmælendur Morgunblaðsins sammála spám greiningardeildanna – og telja þvert á móti meiri líkur á að Seðlabankinn sitji við sinn keip og haldi vöxtum óbreyttum. Sú ákvörðun stjórnvalda að festa gjaldeyrishöftin enn frekar í sessi í síðustu viku er meðal annars nefnd í þessu samhengi enda er ljóst að Seðlabankinn vonast eftir að þau áform verði til þess að styrkja gengi krónunnar. Á það er raunar bent af grein- endum fjárfestingafélagsins Júpi- ters fyrir skemmstu að það sé áleit- in spurning hvort það sé í raun og veru ástæða til þess að ráðast í hækkun vaxta við núverandi að- stæður í efnahagslífinu. Þrátt fyrir að verðbólga í byrjun árs hafi verið umtalsverð mælist hún engu að síð- ur nærri því sem Seðlabankinn spáði sjálfur í Peningamálum sem komu út í febrúar. Að sama skapi hefur heildarfjárfesting í íslenska hagkerfinu verið með minnsta móti allt frá hruni bankakerfisins 2008 og alls óvíst hvort fjárfesting mun aukast kröftuglega á næstu miss- erum. Með öðrum orðum þá eru fáar vísbendingar um að íslenska hag- kerfið sé að ofhitna um þessar mundir. Spá vaxtahækkun hjá Seðlabankanum  Greiningardeildir bankanna spá allar 25 punkta hækkun Morgunblaðið/Ernir Seðlabankinn Flestir greinendur spá því að Már Guðmundsson seðla- bankastjóri hækki vexti bankans á morgun um 0,25 prósentur. 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2012 STUTTAR FRÉTTIR ● Ein breyting verður á stjórn Ice- landair á aðalfundi félagsins á föstu- daginn. Finnbogi Jónsson fyrrver- andi fram- kvæmdastjóri FSÍ fer úr henni og tek- ur Ásthildur Mar- grét Otharsdóttir sæti hans. Nýja stjórnin verði skipuð þeim Ásthildi Mar- gréti Otharsdóttur, Herdísi Dröfn Fjeld- sted, Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, Úlf- ari Steindórssyni og Sigurði Helgasyni, sem jafnframt er stjórnarformaður. Ný stjórn Icelandair Sigurður Helgason ● Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavík- ur, tvö stærstu orkufyrirtæki landsins, birtu bæði ársreikninga sína síðastlið- inn föstudag. Staða þeirra beggja hefur batnað á síðasta ári miðað við nýbirta reikninga þeirra, samkvæmt því sem segir í Morgunkorni Íslandsbanka í gær. Landsvirkjun sé á ágætu róli og hafi mjög góða lausafjárstöðu en Orku- veitan eigi enn á brattann að sækja þó að vel hafi gengið undanfarið ár að laga reksturinn. Eru orkufyrirtækin að rétta úr kútnum? Breska tískudrottningin Karen Mil- len, stofnandi samnefndrar fata- verslunarkeðju, segist staðráðin í því að ná fullum yfirráðum yfir verslunarkeðjunni á nýjan leik, en hún er nú í eigu þrotabús Kaup- þings. Þetta segir hún í viðtali við breska dagblaðið Guardian, en að sögn hennar á hún í ýmsum mála- rekstri gagnvart þrotabúi hins fallna íslenska banka ásamt fyrrver- andi eiginmanni sínum, Kevin Stan- ford. Samtals nema kröfur þeirra í búið meira en 500 milljónum punda, jafnvirði um 100 milljarða íslenskra króna. Millen var yfirheyrð fyrir skemmstu af starfsmönnum emb- ættis sérstaks saksóknara í tengslum við 500 milljóna punda lán Kaupþings til viðskiptavina bankans sem er talið hafa verið notað í af- leiðuviðskiptum til að veðja á hvern- ig skuldatryggingaálag Kaupþings myndi þróast. Millen er ekki talin hafa aðhafst nokkuð ólöglegt, heldur verið leiksoppur stjórnenda Kaup- þings. Fram kemur í leiðara Guardi- an að ástæða sé til að rannsaka við- skiptin. Það vekur þó furðu blaðsins að breska fjármálaeftirlitið sjái ekki ástæðu til að hefja slíka rannsókn. Morgunblaðið/Heiddi Tíska Verslunarkeðjan Karen Millen er í eigu þrotabús Kaupþings. Karen Millen vill fá Karen Millen  Er í málarekstri gagnvart Kaupþingi Framkvæmda- stjóri Pimco, stærsta skulda- bréfasjóðs heims, telur að Evrópu- sambandið hafi enn ekki komist yfir efnahags- vandræði sín og að Portúgal muni brátt lenda í þeirri stöðu að þurfa á öðrum björg- unarpakka að halda líkt og Grikk- land í ljósi neikvæðrar þróunar efna- hagsmála í landinu. Haft er eftir framkvæmdastjór- anum, Mohamed El-Erian, á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph að upphaflegur björgunarpakki Portúgals upp á 78 milljarða punda dugi skammt. Hann segir að sú stað- reynd ætti eftir að setja markaðina í uppnám þar sem áhyggjur mundu aukast ef einkageirinn neyddist til þess að taka þátt líkt og á Grikklandi og afskrifa miklar skuldir. Forystumenn ESB eins og Wolf- gang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, hafa lagt áherslu á að Grikkland væri „algerlega sérstakt tilfelli“ og að ekki komi frekar til þess að einkaaðilar þurfi að afskrifa skuldir í skuldabréfum evruríkja. Hins vegar kemur fram í frétt Tele- graph aðforystumenn ESB hafi brot- ið loforð sín í þeim efnum svo oft í tengslum við Grikkland að trúverð- ugleiki þess hafi beðið mikinn hnekki. El-Erian segir jafnframt í viðtali við þýska tímaritið Der Spiegel allt stefna í að Portúgal rati í öngstræti fyrir árslok 2012 og ESB þurfi að öll- um líkindum að grípa til aðgerða til að forða landinu frá greiðsluþroti. Reiknað er að því að hagkerfi Portú- gals dragist saman um 3,3% á þessu ári. Portúgal er næsta Grikkland  Þurfa meiri aðstoð Mohamed El-Erian                                            !"# $% " &'( )* '$* +,-.,/ +00.00 +,1.+1 ,,.//+ ,+.0-0 +2.-23 +/1.-- +.4+1- +03.53 +--.51 +,-.4/ ,55.32 +,1.43 ,,./0- ,,.5/3 +2.1/0 +/2.53 +.4,, +03.-, +--.4/ ,,2.//+1 +,-.2/ ,55.01 +,1.0+ ,,.3-+ ,,.500 +2.103 +/2.3, +.4,-3 +04., +--.00 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG! VINNAN VERÐUR SVO MIK LU SKEMM TILEGRI !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.