Morgunblaðið - 20.03.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.03.2012, Blaðsíða 23
aðra alveg út og inn. Víðivang- urinn var mitt annað heimili því ég vissi að ég gat alltaf komið þangað og haft það gott. Stund- um þarfnaðist ég þín mjög mikið og stundum þú mín. Það skipti ekki máli á hvorn veginn það var því við áttum hvor aðra alltaf að og vorum ótrúlega góðar vinkon- ur, enda ekki nema 60 ár á milli okkar. Góðu minningarnar eru svo margar að það er ógjörn- ingur að telja þær upp, en þeim mun ég aldrei gleyma. Það sem mér fannst gaman að fara með þér í ferðalög, „hjálpa“ þér að baka kleinur og pönnukökur og skreyta hjá þér fyrir jólin. Ég held reyndar svona eftir á að hyggja að þú hafir látið allt of mikið eftir mér, en það verður bara okkar leyndarmál. Núna ertu farin frá mér elsku amma og mikið óskaplega er það erfitt. Þú skilur svo sannarlega eftir stórt skarð í lífi mínu. Ég veit hins vegar alveg upp á hár að þér líður vel núna í faðmi allra sem tóku á móti þér hinum meg- in, enda ertu umvafin ástvinum þar rétt eins og þú varst hér. Það er líka engin tilviljun, þú varst bara svo ótrúlega góð kona í alla staði. Elsku amma, það er svo erfitt að kveðja og ég mun sakna þín svo sárt, en við munum komast í gegnum það saman eins og allt annað. Þín Magnhildur. „Þegar ég verð stór, ætla ég að verða alveg eins og Stebba frænka, bara ekki með rassinn inn.“ Þessi setning lýsir tilfinning- um mínum til Stebbu frænku minnar líklega best. Þegar ég var að alast upp austur á Egils- stöðum var alltaf einhver æv- intýraljómi í kringum þessa frænku mína sem bjó í höfuð- borginni. Stundum sat ég og horfði á myndina af henni hjá afa og ömmu í Grófarseli og þá minnti Stebba mig helst á kvik- myndastjörnu. Hún var hávaxin og sérlega glæsileg kona, alltaf svo vel til höfð og smart. Með varalit á vörunum. Fyrir jólin kom pakki frá Reykjavík. Fullur af eldrauðum, stórum jólaeplum. Með þeim kom ilmurinn af öðrum og stærri heimi, annarri veröld þar sem Stebba var alltaf boðin og búin til að taka á móti ættingjum sín- um og aðstoða þá á alla lund. Engar heimsóknir voru skemmtilegri en heimsóknir Stebbu austur. Hún settist í eld- húsið, kveikti sér í sígarettu og fljótlega ómaði eldhúsið af sög- um og hlátri, þessum dillandi hlátri. Allra skemmtilegast var þó þegar systkinin komu öll saman. Þá naut elsta systirin sín, umkringd fólkinu sínu. Þeg- ar brostið var í söng, sem var nánast óumflýjanlegt, var stund- in fullkomnuð. Stebba var sérlega ættrækin, hún fylgdist vel með fjölskyld- unni og enginn kom að tómum kofunum hjá henni. Hún skamm- aði mig margsinnis fyrir að koma ekki oftar að heimsækja sig og auðvitað hafði hún rétt fyrir sér. Tímaleysi hversdags- ins er engin afsökun. Síðustu árin voru Stebbu erf- ið. Þessi harðduglega kona, sem þótti ekkert skemmtilegra en bregða undir sig betri fætinum, var skyndilega neydd til að halda kyrru fyrir. Þá kom sér vel að eiga góða að. Agnes, Bjössi, Maggi, tengdabörnin, barnabörnin og barnabarna- börnin hafa verið vakin og sofin yfir velferð Stebbu. Það veit ég að Stefán Ómar hefur líka gert. En nú hefur þessi fallegasta frænka mín rétt úr sér og geng- ur tindilfætt um aðra heima, með blik í auga og raulandi lag- stúf. Með varalit á vörunum. Fyrir hönd systkinanna Lauf- ási 11, Björg Björnsdóttir. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2012 ✝ Gunnar PállJóhannesson fæddist á Húsavík 28. júlí 1936. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Þing- eyinga á Húsavík 13. mars 2012. Foreldrar hans voru hjónin Sigríð- ur Sigurjónsdóttir og Jóhannes Guð- mundsson kennari. Gunnar Páll lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Húsavíkur 1952 og síðar lauk hann kjötiðn- aðarnámi. Hann starfaði um árabil hjá Kaupfélagi Þing- eyinga við verslunar- og þjón- ustustörf og einnig var hann af- greiðslumaður hjá Flugfélagi Íslands mörg ár. Systkini Gunn- ars Páls: Sjöfn, Sigurjón og Ás- geir. Maki Gunnars Páls var Arn- björg Sigurðar- dóttir frá Rauðu- skriðu, f. 28. sept. 1934, d. 27. jan. 1991. Síðar stofnaði Gunnar Páll til sambands við Ás- dísi Kristjánsdóttur og héldu þau heim- ili saman þar til Gunnar Páll lést. Börn Gunnars Páls og Arnbjargar: 1) Sigurður, f. 1959, búsettur í Sví- þjóð. Maki: Annelie Källqvist. Dætur þeirra: Linnea Sigrún og María Björg. 2) Guðrún Sigríð- ur, f. 1962. Maki: Sigurður Ill- ugason. Synir þeirra: Gunnar Illugi, Arnar Þór og Sigurður Már. Útför Gunnars Páls verður gerð frá Húsavíkurkirkju þriðjudaginn 20. mars 2012 kl. 14. Gunnar Páll Jóhannesson föð- urbróðir minn, Gunni Palli, eins og hann var alltaf kallaður er nú allur 75 ára að aldri. Okkur sem nú syrgjum góðan frænda og vin finnst hann hafi farið allt of fljótt. Hann var hress og kátur þegar ég kvaddi hann tveimur dögum eftir jarðarför móður minnar þann 12. febrúar sl. Hann ætlaði að vera föður mín- um áfram sá góði bróðir sem hann hafði alltaf verið. Kvöldið eftir var allt breytt, heilsan farin og skömmu síðar lífið sjálft. Afi og amma bjuggu við ána á Húsavík. Af fjórum börnum þeirra bjuggu tveir synir á Húsavík ásamt fjölskyldum sín- um, pabbi minn Sigurjón og Gunni Palli. Alla tíð var mikill samgangur milli heimilanna. Þegar Gunni og Adda voru að byggja húsið sitt við Skólagarð bjuggu þau um tíma heima hjá okkur á Ketilsbraut 19 ásamt Sigga syni sínum. Eftir að þau fluttu á Skólagarðinn stóð heim- ili þeirra okkur systkinum opið, ekki þurfti að banka, heldur gengum við beint inn og alltaf vorum við velkomin. Einhvern veginn var það þannig að maður nefndi þau hjón oftast í sömu andrá, Gunni Palli og Adda, óaðskiljanleg orð og óaðskiljanlegt fólk. En ekki fer allt sem ætlað er. Adda fékk krabbamein sem dró hana til dauða langt fyrir aldur fram. Eftir þann mikla missi var Gunni Palli svo lánssamur að kynnast annarri góðri konu, Ás- dísi, og saman héldu þau áfram að sýna okkur sömu gestrisnina, áhuga og alúð. Þegar ég hugsa um Gunna Palla kemur fyrst í hugann hlát- ur hans og hve léttur og fjað- urmagnaður hann var í spori, líka daginn áður en hann veikt- ist. Hann gat verið snöggur upp á lagið, var alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd, svo ólatur, svo glettinn við okkur krakkana. Mér fannst hann alltaf kátur nema helst rétt á meðan hann lýsti með vel völdum orðum áliti sínu á gerðum misviturra stjórn- málamanna og yfirvalda „fyrir sunnan“, sem fengu ekki alltaf háa einkunn. Þegar lýsingum lauk hristi hann hausinn, málið afgreitt - og aftur stutt í hlát- urinn. Gunni hafði mikinn metnað fyrir hönd Húsavíkur og Húsvík- inga. Því miður gekk ekki alltaf nógu vel í fótboltanum hjá Völ- sungi en veðrið hefur hins vegar alltaf verið best á Húsavík. Hann skildi þess vegna ekkert í okkur sem kusum að búa við hina eilífu rigningu sem hann vissi að var fyrir sunnan. Þegar við komum norður heilsaði hann strax upp á okkur og bauð til veislu hinum hröktu höfuðborg- arbúum. Gunni Palli var ætið duglegur að líta við á Ketilsbrautinni og alltaf fylgdi honum hressandi blær. Meðan á veikindum mömmu stóð kom hann alla daga, oft var Ásdís með í för. Eftir andlát mömmu hafði hann sama háttinn á, fyrir hádegi var hann búinn að líta inn, rétt til að fullvissa sig um að allt væri í lagi hjá stóra bróður. Hann bauð góðan dag hárri raust, eins og venjulega, um leið og hann gekk í bæinn, sami hressandi blærinn barst inn, þessi andblær sem fylgdi honum allt lífið. Að leiðarlokum er þökkuð ljúf samfylgd. Við systkinin sendum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Guðrún Sigurjónsdóttir. Glaðværðin, smitandi hlátur- inn og græskulausa gamanið var eitt af því sem einkenndi föð- urbróður minn. Við sáumst víst fyrst í Ólafs- vík þegar ég var tveggja daga gömul er hann var kominn á ver- tíð fyrir vestan. Foreldrar Gunna Palla voru nokkuð við aldur þegar hann fæddist, yngst- ur fjögurra systkina. Jóhannes afi taldi rétt að Gunni Palli hleypti heimdraganum og forframaðist og þroskaðist undir handarjaðri eldri bræðra. Hann fór því 16 ára gamall til Kefla- víkur en þar var bróðir hans orð- inn kennari. Það gleymdist hins vegar að taka tillit til þess að Dísa var komin inn í líf Sig- urjóns bróður og því gafst ekki mikill tími til að líta eftir drengnum, sem upplifði her- mangið hjá Kananum á Keflavík- urflugvelli. Þegar Gunni sneri aftur til Húsavíkur úr sollinum í Keflavík taldi faðir hans rétt að koma honum til föður míns á Snæfellsnesið til að kynnast þar lífi til sjávar og sveita. Gunni hélt alltaf tryggð við Ólafsvík en bjó eftir þetta á Norðurlandi. Gunni var með afbrigðum mannblendinn og félagslyndur og störfin sem hann gegndi um ævina gerðu honum kleift að njóta sín. Fyrst var það Gunni brosandi í Kaupfélaginu að til- reiða kjötið fyrir svanga Húsvík- inga. Þá var það Flugfélag Ís- lands og flugfarþegarnir í Aðaldal, sem hittu fyrir þennan glaðbeitta mann. Síðasta starfið hans var svo hjá „ríkinu“ þar sem hægt var að kaupa áfenga drykki innan um nýhreinsaðar flíkur í efnalauginni á Húsavík. Gunni er órjúfanlega tengdur bernsku minni hjá föðurfjöl- skyldunni á Húsavík og með börnum mínum hef ég notið gestrisni hans um áratugaskeið. Gunni var einstaklega ræktar- samur og hjálpsamur. Ávallt mættur fyrstur manna til að bjóða fram aðstoð. Hann leit við hjá foreldrum sínum daglega, og færði nýjustu og skemmtileg- ustu fréttirnar af því sem gerst hafði á Húsavík og nærsveitum. Eftir að afi lést var Gunni stoð og stytta ömmu og síðar Sjafnar systur sinnar. Þegar Dísa mág- kona hans lést fyrir fáeinum vik- um var hann strax farinn að undirbúa sig fyrir að styðja bróður sinn. Gunni var örgeðja og mjög tilfinningaríkur. Hann sá hins vegar yfirleitt alltaf spaugilegu hliðarnar á málunum og það var ógleymanlegt að hlusta á sögur hans af mönnum og málefnum þar sem hann sprakk gjarnan sjálfur úr hlátri, í miðjum sögum. Gunni var mikill Þingeyingur og hans stóra áhugamál var allt sem tengdist mannlífinu. Hann naut sín vel í Skriðu í Aðaldal á ættaróðali Öddu, en þangað fékk ég að fara með honum. Öddu sína missti Gunni þegar hún var aðeins 56 ára gömul og hélt ég að hann myndi ekki líta aftur glaðan dag, en hann var svo lán- samur að kynnast Ásdísi og eiga með henni tuttugu góð ár. Fáa hef ég þekkt sem höfðu meiri áhuga á framhaldslífi og Gunni sökkti sér bæði í bækur og sótti fundi. Nú er frændi minn búinn að fá svarið við lífs- gátunni miklu. Við eigum minningar um dreng góðan sem öllum vildi gott gera og færði með sér gleði hvar sem hann fór. Ég sendi aðstandendum hans mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Berglind Ásgeirsdóttir. Við vorum ekki háir í loftinu þegar við kynntumst og urðum vinir, stuttbuxnastrákar við Ás- garðsveginn, Gunni Palli í Fram- nesi, ég í Múla. Það leið varla sá dagur að ég tæki ekki strikið upp Ásgarðsveginn, beygði til hægri að stíflunni, hlypi upp tröppurnar á Framnesi og labb- aði inn um lágar eldhúsdyrnar. Að fólkið skyldi ekki hafa verið búið að fá nóg af mínum heim- sóknum og hent mér út er mér eiginlega óskiljanlegt. Ónei, mér var ekki hent út. Alltaf sama vin- áttan og hlýjan sem mætti manni hjá foreldrum Gunna Palla, Sigríði Sigurjónsdóttur og Jóhannesi Guðmundssyni. Við vorum saman í barna- skóla, Gunni Palli og ég, árin sjö og okkar kennari var Jóhannes, faðir Gunna Palla. Það var mikið lán að vera nemandi hjá Jóhann- esi kennara, en hann gekk ætíð undir því nafni, en hann er einn af mætustu mönnum sem ég hef kynnst á langri ævi. Þá vorum við Gunni Palli og saman í gagn- fræðaskóla. Okkar leikvangur var Ásgarðsvegurinn, Búðaráin og bakkar hennar, Stíflan og ekki síst Framnes. Einnig var ég oft með Gunna Palla við skepnu- hirðingu við Grafir, en þar var túnblettur og fjárhús sem Jó- hannes átti. Það var skemmtileg tilbreyting frá trésmíðaverk- stæði föður míns. Þess má geta að Jóhannes kennari og faðir minn, Kristinn Bjarnason, voru samtímis vinnumenn á Presthól- um í Núpasveit. Voru því góð- kunningjar, ef ekki vinir. Gunni Palli bjó yfir mörgum góðum og skemmtilegum ein- kennum frænda sinna í Keldu- hverfi, rammheiðarlegur, ein- lægur, hress og gleðimaður. Þá var honum gestrisnin í blóð bor- in. Hann varð fyrir þeirri þungu sorg að missa eiginkonu sína Arnbjörgu eftir rúmlega 30 ára hjónaband, en með henni eign- aðist hann tvö börn, Sigurð og Guðrúnu Sigríði. Síðar eignaðist hann afbragðs félaga og vin, Ásdísi Kristjáns- dóttur. Langa kafla í ævi okkar sáumst við sjaldan, þar sem ég var erlendis og hef dvalið þar mestallt mitt líf. Þó hittumst við alltaf þegar ég heimsótti gamlar slóðir. Ég fékk þó að verða þeirrar ánægju aðnjótandi að taka á móti Gunna Palla og Ás- dísi í Sviss fyrir nokkrum árum og fara með þeim upp í Alpana, t.d. með járnbrautinni Jungfrau- bahn frá Klein Scheidegg í gegn- um Eiger og Mönch upp á Jung- fraujoch í 3500 m hæð. Eftir að ég var svo kominn á nýjan leik í Ásgarðsveginn var aftur strikið tekið upp götuna, en nú var tekin vinstribeygja, þar sem gamla góða Framnes blasti við sjónum manns. En heimili Gunna Palla við Skóla- garðinn var örstutt frá því sem Grafir stóðu og mörg sporin okkar lágu. Við hittumst oft, minntust gamalla daga, en minn- ingarnar sem við áttum saman voru margar og góðar. Nú er þessi góði vinur allur, en ég geymi fagra mynd af honum í huga mínum og hjarta svo lengi ég lifi. Ég votta Ásdísi, Sigurði og Guðrúnu, Sjöfn, Sigurjóni og Ás- geiri og fjölskyldum þeirra sam- úð mína. Blessuð sé minning Gunnars Páls Jóhannessonar. Haukur Kristinsson. Gunnar Páll Jóhannesson ✝ Elskulegur bróðir okkar, KJARTAN MAGNÚSSON, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtudaginn 15. mars. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. mars kl. 15.00. Jón Andrés Jónsson, Stefanía Ólöf Jónsdóttir. ✝ Elsku sonur minn, bróðir, barnabarn og frændi, SKARPHÉÐINN ÖRN ÁRSÆLSSON, Skipholti 50, sem lést miðvikudaginn 14. mars, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 21. mars kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Erla Inga Skarphéðinsdóttir, Helgi Valur Helgason, Sara Ósk Ársælsdóttir, Magnús Ómarsson, Helga Vala Helgadóttir, Helma Ýr Helgadóttir, Ólafur Erling Ólafsson, Skarphéðinn Guðmundsson, Guðbjörg Axelsdóttir, Erla Ársælsdóttir, Salka Dögg Magnúsdóttir. ✝ Kær bróðir okkar og frændi, HAUKUR INGVARSSON frá Hvítárbakka, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands laugar- daginn 17. mars. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Guðrún Steinunn Hárlaugsdóttir. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HULDA INGIBJÖRG BIERING, Bláhömrum 2, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 6. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Börn hinnar látnu. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og bróðir, GUNNAR ÓLAFSSON, Keilufelli 28, andaðist á Landspítalanum aðfaranótt föstudagsins 16. mars í faðmi ættingja. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 21. mars kl. 13.00. Sólveig Gyða Guðmundsdóttir, Guðmundur Freyr Magnús, Camila Abad Magnús, Leona Abad Magnús, Lionel Týr Abad Magnús, Inga María Gunnarsdóttir, Heiðar Birnir Torleifsson, Thelma María Heiðarsdóttir, Sara Katrín Heiðarsdóttir, Birnir Snær Heiðarsson, Gunnar Óli Gunnarsson, Gísli Torfi Gunnarsson, Sesselja Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.