Morgunblaðið - 20.03.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.03.2012, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2012 ✝ Stefanía BjörgBjörnsdóttir fæddist í Grófarseli í Jökulsárhlíð 2. maí 1931. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 14. mars 2012. Foreldrar hennar voru Björn Kristjánsson bóndi í Grófarseli, f. 14. október 1903, d. 30. desember 1996, og Magnhildur Guðlaug Stef- ánsdóttir húsfreyja í Grófarseli, f. 20. maí 1907, d. 1. maí 1996. Systkini Stefaníu eru; Petra Friðrika, f. 12. janúar 1933, Elva, f. 20. september 1935, Jónína Alda, f. 14. apríl 1937, d. 20. nóvember 1992, Kristján Hrímnir, f. 9. febrúar 1941, Að- alsteinunn Bára, f. 28. júní 1942, og Sigurður Gylfi, f. 5. nóvember 1945. Stefanía giftist Svavari Jak- obi Stefánssyni frá Hrísey, f. 27. október 1931, d. 6. mars 2007, þann 24. maí 1955. For- eldrar hans voru Stefán Hans Stefánsson, útgerðarmaður í hans er Hildur Loftsdóttir, f. 5. janúar 1974, börn þeirra eru Daníel Ísak Gústafsson, f. 20. mars 1996, og Halla María Gústafsdóttir, f. 15. júní 2001. b) Svava, f. 20. júní 1983, sam- býlismaður hennar er Skúli Þórarinsson, f. 8.október 1984. 3) Stefán Ómar, f. 1. maí 1962, d. 5. desember 1978. 4) Magnús Björgvin, f. 4. júní 1964, kvænt- ur Bryndísi Aradóttur, f. 17. september 1963. Börn þeirra: a) Stefanía, f. 2. september 1984, b) Arna, f. 27. maí 1989, c) Stef- án Ómar, f. 5. febrúar 2000. Stefanía sleit barnsskóm sín- um á heimslóðum á Austur- landi, stundaði nám við Hús- mæðraskólann á Löngumýri í Skagafirði, en hóf búskap á Akranesi. Fjölskyldan flutti til Vestmannaeyja árið 1958 en settist að í Hafnarfirði árið 1972, þar sem Stefanía bjó til æviloka, lengst af á Víðivangi 5. Stefanía stundaði ýmis verkakvennastörf á starfsævi sinni, m.a. við verslun og umönnun en settist í helgan stein árið 1998 eftir 8 ára starf í prentsmiðjunni Vörumerk- ingu. Stefanía var mikil hann- yrðakona og eftir hana liggur mikið af fallegu handverki. Jarðarför Stefaníu fer fram frá Garðakirkju í dag, 20. mars 2012, kl. 13. Hrísey, og Agnes Lísbet Stef- ánsdóttir hús- freyja. Stefanía og Svavar skildu árið 1988. Börn Stef- aníu og Svavars eru; 1) Agnes, f. 4. ágúst 1955, fyrr- verandi eig- inmaður hennar er Guðmundur P. Ólafsson, f. 28.des- ember 1952. Börn þeirra; a) Rakel Björg, f. 14. júní 1978, sambýlismaður hennar er Ósk- ar Jón Óskarsson, f. 30.október 1982, og eru börn þeirra Katrín Emma, f. 28. apríl 2004, og Kári, f. 3. maí 2011, b) Kristín, f. 12. mars 1986, sambýlis- maður hennar er Árni Vil- hjálmsson, f. 23. maí 1980, barn þeirra er Agnes, f. 29. desem- ber 2011, c) Magnhildur Birna, f. 25. nóvember 1991. 2) Björn Kristján, f. 7. janúar 1957, kvæntur Sigríði Kristjáns- dóttur, f. 22. maí 1957. Börn þeirra; a) Kristján Ómar, f. 14. nóvember 1980, sambýliskona Það er margs að minnast þeg- ar árin eru eins mörg og sam- ferðalag okkar mömmu hefur verið á þessari jörð. Æskuárin í Vestmannaeyjum, ferðalögin og veran í sveitinni okkar í Gróf- arseli í Jökulsárhlíð, þar sem mamma ólst upp í stórri og sam- hentri fjölskyldu, árin í Hafn- arfirðinum hafa verið mörg og þar áttum við samfylgd þar til yfir lauk. Þótt mamma stundaði ekki íþróttir sjálf þá elskaði hún handbolta. Hún var eldheitur Haukamaður sem mátti ekki missa af leik með Hauka- strákunum meðan hún hafði heilsu til. Þegar landsleikir strákanna okkar í handbolta voru í sjónvarpinu mátti ekkert trufla og var mamma lítt skárri en við karlarnir þegar kemur að boltaleik. Að leik loknum mátti svo ræða lengi um frammistöðu og dómgæslu ef svo bar undir. Mömmu verður minnst sem mikillar fjölskyldumanneskju. Hún hélt fjölskyldunni saman og sá um að miðla upplýsingum og fréttum af stórfjölskyldunni til okkar allra. Hennar verður einn- ig minnst sem hörkuduglegrar konu sem vann oft á tíðum erf- iðisstörf til sjávar og sveita. Það var oft gaman að taka „slaginn“ við mömmu, hún hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum, ræktun landsins sem landsmálum og áttum við ósjald- an rökræður um ýmis málefni. Mömmu var umhugað um land sitt og naut þess að ferðast um það og hafði enga þörf fyrir að ferðast út fyrir landsteinana. Ég gerði oft gys að henni og sagði að henni liði best á þjóð- vegi eitt, á ferð um landið með kveikt á gömlu gufunni þar sem hún fylgdist grannt með fréttum sem veðurfréttum. Hún var sjó- mannskona og af bændum kom- in, varð að fylgjast daglega ef ekki oft á dag með veðurspánni. Eftirfarandi ljóð á vel við á kveðjustund: Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur, og fagrar vonir tengir líf mitt við. Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég hjá. Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á? Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað) Elsku mamma, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þinn sonur, Björn. Við Stefanía komum inn í líf hvor annarrar fyrir hartnær fjörutíu árum. Ég var þá nánast bara lítil stelpa, sem fór ósjaldan í bíltúr austur fyrir fjall að kaupa ís með kærastanum og verðandi tengdaforeldrum mín- um. Í dag finnst mér þetta nokk- uð merkilegt hvað við kornungt kærustuparið eyddum miklum tíma með þeim Svavari. Já, ég kynntist nýrri fjöl- skyldu sem var að sumu leyti ólík minni. Fjölskyldu þar sem var kvöldkaffi á hverju kvöldi, spilað var á spil af ástríðu, rök- rætt um landbúnað, sjávarútveg, stjórnmál sem íþróttir. Já, þau kunnu sannarlega að rökræða þessi nýja fjölskylda mín, en það féll allt í dúnalogn þegar veð- urspáin var lesin í útvarpinu. Þau voru af bændum og sjó- mönnum komin, stunduðu sjóinn og komu utan af landi. Þau töl- uðu öðruvísi, kenndu mér að segja gæskan og gæskurinn en aldei að hlusta á veðurspána eða að spila á spil af sama áhuga og þau. Minningarnar um Stefaníu, Svavar, Agnesi, Bjössa, Stefán Ómar og Magnús þar sem þau rökræddu svo kröftuglega að mér stóð ekki á sama. Ég minn- ist þess að hafa spurt Bjössa hvernig hann vogaði sér að svara pabba sínum með þessum hætti. En nei, þau voru ekki að rífast, þetta var eldmóður og áhugi á landsmálum og börnin á heimilinu lærðu rökræðulistina af foreldrum sínum. Þegar Stefanía var ung þá gerði hún allt nema að aka bíl, hún málaði, dúkalagði, teppa- lagði, betrekkti og bólstraði. Þegar hún fór austur til foreldra sinna og systkina var hún vön að taka til hendinni og aðstoða við útiverkin, hún naut sín vel þegar hún gat orðið að gagni, alltaf boðin og búin til að aðstoða á hverja þá lund sem hún gat. Þegar Stefanía varð sjötug buðum við Bjössi henni til Kaup- mannahafnar og Gautaborgar. Svo skemmtilega vildi til að frændi hennar reyndist vera flugstjórinn í þessari fyrstu og einu utanlandsreisu sem Stef- anía fór í. Ég lét færa frænd- anum skilaboð um að Stebba frænka hans frá Grófarseli væri um borð og það í sinni fystu flugferð. Fyrr en varði kom flug- feyja aðvífandi með kampavín handa okkur með kveðju frá flugstjóranum og Stefanía vissi ekki sitt rjúkandi ráð yfir hvern- ig í ósköpunum hann hefði vitað af sér. Þessi óvænta gleði og kampavínið sló á alla flug- hræðslu og flugferðin, sem ferðalagið, varð okkur öllum ógleymanleg. Stefanía var um margt lán- söm í lífinu en hún fékk sinn skammt af sorgum og erfiðleik- um eins og svo margir á langri lífsævi. Sonarmissir og skilnaður reyndist henni mikil lífsraun. Bakvandi og heilsuleysi lék hana grátt á síðari árum ævinnar og síðastliðið ár var henni sem allri fjölskyldunni afar erfitt. Nú hef- ur hún fengið langþráða hvíld og verið leyst þrautunum frá. Ég þakka samfylgdina og votta börnum, barnabörnum, systkinum hennar sem öðrum ástvinum Stefaníu mína dýpstu samúð. Sigríður tengdadóttir. Ég elskaði hana hana ömmu mína skilyrðislaust og með sökn- uði minnist ég hennar. Minning- arnar eru margar og hugljúfar sem ég mun varðveita. Það reyndist mér erfitt að fylgjast með þér fjarlægjast smátt og smátt. Það er mér minnisstætt þegar við sátum saman og fengum okkur kaffi í setustofunni á Hrafnistu. Við hliðina á okkur sat maður sem brosti til mín, heilsaði og kynnti sig. Ég heilsaði og við skiptumst á nokkrum orðum. Nokkrum mínútum síðar leit maðurinn aft- ur á mig, brosti léttilega, heils- aði og kynnti sig. Eftir að ég hafði endurtekið samtalið við manninn leið smástund þar til þú spurðir mig djúpt hugsi hvort þú myndir einhvern tímann enda svona. Ég man ekki hverju ég svaraði þér þá, en ég man að á þeirri stundu ákvað ég að leggja mig fram við að hjálpa þér að muna. Samræður okkar eftir þetta snerust um að hjálpa þér að rifja upp, hvað ég héti og hverjum ég var skírð í höfuðið á, hvað börnin þín og barnabörn hétu og hvað þau gerðu. Oft komu skemmtileg svör frá þér. Ég man þegar við vorum að rifja upp í sameiningu að við Kristján Ómar spiluðum fótbolta rétt eins og hann pabbi okkar. Þú mundir að pabbi hefði spilað með ÍBV sem ungur drengur og þegar ég spurði hvort þú hefðir oft farið að horfa á hann keppa og hvort hann hefði verið góður í fótbolta svaraðir þú: „Nei, ekkert svo.“ En þar kom að mér tókst ekki að hjálpa þér að muna, hvorki hver ég var, hver börnin þín voru né annað úr lífi þínu. Það var þá sem mér fannst ég hafa misst ömmu mína. Að svo komnu var óumflýjanlegt að hugsa til þess að þú myndir yf- irgefa þennan heim fyrr en síð- ar. Síðustu dagana sameinaðist stórfjölskyldan við rúmstokkinn hjá þér og áttum við þar hug- ljúfar stundir saman. Þú varst ekki á því að gefast upp strax og rétt eins og Kristján Ómar sagði, þá hafðir þú svo sann- arlega kynnst sársaukanum í líf- inu, bæði andlegum og líkamleg- um, þú værir vön því að berjast áfram. En þar kom að líkaminn gat ekki meira og þú yfirgafst þennan heim. Eins og hún Björg frænka orðaði það svo fallega, þá vona ég að nú hafir þú rétt úr þér og gangir tindilfætt um aðra heima. Ég elska þig svo mikið og ég á eftir að sakna þín enn meira. Þín Svava. Nú þegar við kveðjum okkar ástkæru ömmu minnumst við allra þeirra góðu stunda sem við áttum með henni með miklum hlýhug. Við hugsum til þess þeg- ar við komum í heimsókn til hennar í Hafnarfjörðinn og þeg- ar hún kom í heimsókn til okkar austur á Seyðisfjörð. Það voru ekki ófáar ferðirnar þar sem við keyrðum öll saman um landið og amma gat frætt okkur um Ís- land en þekking hennar á land- inu var með ólíkindum. Hún naut þess virkilega að ferðast um landið og var hún dugleg að koma í heimsókn til okkar á Seyðisfjörð og var það alltaf mikið tilhlökkunarefni að vita til þess að Stefanía amma væri að koma til okkar. Eitt af því sem við gerðum mikið af með ömmu var að leggja kapal og spila ýmis spil, og má þá helst nefna Rummikub og Gettu hver? Oftar en ekki lá leið hennar til ömmu og afa á Múlaveginum þar sem var gripið í spil og jafnvel handavinnu. Það er ekki hægt að segja annað en að amma hafi verið snillingur í að hekla og eigum við systkinin rúmföt þar sem hún hafði heklað milliverk og lét sauma upphafs- stafina okkar í. Þegar við systur fórum í heimsóknir til ömmu spurði hún okkur alltaf hvað við vildum í matinn. Svar okkar var yfirleitt fiskibúðingur í karrýsósu og var þá yfirleitt svarið sem við feng- um frá henni að hún gerði nú ekki eins góða karrýsósu og hún Ásta amma okkar. Það skipti okkur þó engu máli því að amma kunni sko aldeilis að gera góða karrýsósu sjálf þó hún tryði okk- ur ekki þegar við sögðum henni það. Ekki fannst honum Stefáni Ómari heldur leiðinlegt að fara í strætó með ömmu og Öggu frænku en það var oft tekinn hringur með honum, enda var hann mikill áhugamaður um strætisvagna. Það er ekki hægt að minnast ömmu án þess að hugsa um þá þolinmæði sem hún sýndi okkur öllum. Við fengum aldeilis að fikta mikið í hárinu hennar þeg- ar við systur settum upp hár- greiðslustofu og fékk Stefán Ómar endalaust að kyssa hana og knúsa. Því verður ekki neitað að við söknum þess mikið að sjá ekki ömmu í eldhúsglugganum á Víðivanginum þar sem hún veif- ar okkur bless eftir að við vorum búin að vera hjá henni. Við munum sakna ömmu okk- ar mikið en við vitum það að hún er komin á betri stað þar sem hún er í örmum þeirra sem henni þykir vænt um. Við elskum þig, elsku Stefanía amma okkar. Stefanía, Arna og Stefán Ómar. Þá er komið að leiðarlokum. Hún amma mín hefur yfirgefið þennan heim. Síðustu dagar hafa verið skrýtnir og óraunveruleg- ir, kallað fram sterkar tilfinn- ingar, tár og góðar minningar. Ósjálfrátt leitar hugurinn aftur í tímann, þegar amma var hraust og fær í flestan sjó. Þá gat hún verið óstöðvandi. Í hugann koma fram ótal minningabrot og mig langar að setja þau fram eins og þau koma mér fyrir sjónir. Ég, sex ára gömul og fer ein í flugvél að heimsækja ömmu og afa í litla húsið á Seyðisfirði, ég og amma og afi í hringferð um landið á silfurlituðum Galant og amma þylur upp nafn á hverjum hól og hæð sem á vegi okkar verður og ég reyni að leggja allt á minnið, ég á nýju skíðunum í litlu brekk- unni fyrir utan Möðrufellið og amma hvetur mig áfram, við amma að detta á höfuðið í Botnsá í Hvalfirði og öll fjöl- skyldan stendur á bakkanum í hláturskasti, við amma á Álfa- skeiðinu og ég nýkomin úr baði og amma fléttar á mér hárið fyr- ir svefninn því okkur finnst krullurnar svo fallegar, ég með skarlatsótt í tvær vikur heima hjá ömmu í Dofraberginu og við alltaf að horfa á vetrarólymp- íuleikana, amma og mamma á miðilsfundi með Amy Engilberts í svefnherberginu í Dorfaberg- inu og ég ligg við hurðina og reyni að heyra hvað fram fer. Amma flytur á Víðivanginn, og við systurnar erum þar öllum stundum, ég orðin menntaskóla- stelpa og bráðvantar nýjan kjól tveimur dögum fyrir ball og amma fer í málið, ég komin heim frá London, innblásin í klæða- burði eftir að hafa hangið á flóa- mörkuðum í stórborginni og amma spyr mig reglulega hvað ég sé í mörgum lögum af fötum. Amma segist kunna vel við Nonna, amma að prjóna teppi fyrir ófædda dóttur mína, amma að prjóna dásamlegustu peysuna handa Katrínu Emmu, amma að syngja „stígur hún við stokkinn“ fyrir Katrínu Emmu í rauða sóf- anum sem var svo gott að sofna í, amma að setja hamborgar- hrygginn á matarborðið á að- fangadagskvöld og spyr hvernig smakkist, amma að segja Krist- ínu að skrúfa tappann fast á gos- flöskuna svo hún helli ekki niður og við systur hlæjum mikið að. Amma að prjóna eða hekla eitt- hvað fallegt og amma að spyrja hvort ég hafi nokkuð hent hinu og þessu dóti frá sér. Hún amma mín var um margt alveg stórmerkileg kona. Hún var vel lesin og hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefn- um en hún kunni svo sannarlega að fara með það. Hún var mikill áhrifavaldur í mínu lífi, og kenndi mér svo ótal margt sem ég hef tekið með mér út í lífið. Þegar ég hugsa til baka hef ég nú sennilega tekið ýmislegt upp eftir henni, eins og nákvæmni hennar við heimilisstörfin, svo okkur þótti nú stundum nóg um en ég skil það núna, því ég er eins. Ég gæti haldið endalaust áfram að tala fallega um hana elsku ömmu mína en það var ekki hennar stíll. Ég nem því staðar hér og viðheld með mér og börnunum mínum minningu um fallega og vandaða konu sem bar höfuðið hátt þrátt fyrir stöku mótlæti í lífinu og reyni að vera góð manneskja eins og hún. Stígur hún við stokkinn, stuttan á hún sokkinn, ljósan ber hún lokkinn, litli telpuhnokkinn. Rakel Björg. Elsku amma mín, nú er komið að kveðjustund. Mér finnst það svo erfitt og skrýtið því þú hefur verið svo stór þáttur af lífi mínu alla tíð. Það má eiginlega segja að þú hafir verið þriðja foreldri okkar systra, þú kenndir okkur svo margt. Nú rifjast upp ótal minningar og ég er svo þakklát fyrir þær allar. Öll laugardags- kvöldin sem við áttum saman í gamla daga, þú leyfðir mér að ráða hvað væri í matinn og stappaður fiskur með kartöflum og tómatsósu varð oftast fyrir valinu. Við horfðum saman á mynd og þú varst alltaf að vinna eitthvað fallegt í höndunum. Þér var umhugað um að ég missti nú ekki af neinu sem var að gerast í sjónvarpinu svo þú lýstir því fyr- ir mér í þaula þótt ég hefði verið að fylgjast með frá upphafi. Svo kom nú að seinni mynd kvöldins og oftast var hún bönnuð börn- um, þá stóðst þú upp, slökktir á sjónvarpinu en kveiktir á út- varpinu, „Dustað af dansskón- um“ var nefnilega að byrja og það var þátturinn okkar. Þá tók- um við nokkur danssporin sam- an og skemmtum okkur vel. Mér fannst alltaf svo gott að vera með þér og það stafaði alltaf svo mikil hlýja og kærleikur frá þér. Ég átti alltaf samastað hjá þér. Ég er svo þakklát fyrir það að dóttir mín, sem fæddist nú um áramótin, hafi fengið að hitta þig. Hún Agnes litla kom fyrst til þín nokkurra daga gömul, og heimsóttum við mæðgurnar þig nær daglega þar til þú kvaddir okkur, þú náðir m.a.s. að kyssa litlu langömmustelpuna þína. Elsku amma Stebba mín, takk fyrir allt og allt. Við sjáumst aft- ur síðar. Þín alltaf, Kristín. Elsku besta amma mín er dá- in. Mér finnst enn svo skrítið að segja það, því þú hefur verið svo rosalega stór hluti af lífi mínu alla tíð. Við eyddum svo miklum tíma saman og þekktum hvor Stefanía Björg Björnsdóttir HINSTA KVEÐJA Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ég kveð þig um stundir elsku mamma mín. Þín dóttir, Agnes. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.