Morgunblaðið - 27.03.2012, Page 6

Morgunblaðið - 27.03.2012, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2012 FRÉTTASKÝRING Skúli Hansen skulih@mbl.is Stjórnlagamálið hefur verið í vinnslu í þónokkkurn tíma og farið fram í nokkrum þrepum. Í tengslum við málið var á tímabili starfrækt svoköll- uð stjórnlaganefnd, árið 2010 var haldinn 950 manna þjóðfundur, síðar sama ár voru haldnar stjórnlaga- þingskosningar sem voru síðan eins og frægt er úrskurðaðar ógildar af Hæstarétti í lok janúar 2011, stjórn- lagaráð kom síðan saman í um það bil fjóra mánuði síðasta sumar og skilaði síðan af sér tillögu að nýrri stjórn- arskrá, ráðið kom síðan aftur saman í nokkra daga fyrr í þessum mánuði og nú er stefnt að því að þjóðaratkvæða- greiðsla um tillögurnar verði haldin næsta sumar samhliða forsetakosn- ingum. Samkvæmt svörum við þremur fyr- irspurnum sem Guðlaugur Þór Þórð- arson, þingmaður sjálfstæðisflokks- ins, hefur lagt fram á Alþingi á síðustu árum um kostnað vegna til- tekinna liða þess er augljóst að kostn- aður þessa ferlis hefur verið þónokk- ur. Þannig var heildarkostnaður við þjóðfundinn samtals rúmar 63,5 millj- ónir króna og heildarkostnaður við stjórnlaganefnd rúmar 36 milljónir króna. Áætlaður heildarkostnaður við 4 mánaða starfsemi stjórnlagaþings var síðan rúmar 408 milljónir króna. Atkvæðagreiðsla ekki ókeypis „Beinn útlagður kostnaður vegna ferilsins í heild er örugglega að minnsta kosti 600 milljónir nú þegar og miðað við áform meirihlutans er al- veg ljóst að það stefnir í töluverða aukningu en hve mikið vitum við auð- vitað ekki fyrr en búið er að taka ákvörðun um einstaka þætti,“ segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, spurður út í það hversu mikill kostnaður hann telji að hafi fallið á skattgreiðendur vegna málsins enn sem komið er. Hann bendir einnig á að rangt sé að halda því fram að 250 milljónir sparist með því að halda þjóðaratkvæða- greiðslu um tillögur stjórnlagaráðs samhliða forsetakosningum í sumar. „Það er áreiðanlega hægt að spara einhverja peninga með því að hafa þjóðaratkvæðagreiðsluna samhliða forsetakosningum en það er hinsveg- ar ekki um það að ræða að það sé ókeypis að bæta þjóðaratkvæða- greiðslunni við forsetakosningarnar,“ segir Birgir og bætir við: „Það er allt- af talsverður kostnaður sem mun fylgja þjóðaratkvæðagreiðslu sér- staklega sem mun þá bætast við kostnað við forsetakosningarnar.“ Að sögn Birgis hefur hann óskað eftir því að áður en málið verður af- greitt frá stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd Alþingis verði lagðar fram í henni upplýsingar um áætlaðan kostnað við annars vegar þjóð- aratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum og hinsveg- ar sérstaka þjóðaratkvæða- greiðslu en auk þess kostnað við kynningu og fleira í þeim dúr. „Kostnaðurinn er auðvit- að bara partur af heildar- myndinni, aðalatriðið í mínum huga er að allt ferlið virðist ætlað að verða bæði rugl- ingslegt og ómarkvisst,“ segir Birgir. Mörg þrep stjórnlagamáls  Hefur örugglega kostað skattgreiðendur a.m.k. 600 milljónir nú þegar að sögn þingmanns Sjálfstæðisflokksins  Ekki ókeypis að halda þjóðaratkvæðagreiðslu Morgunblaðið/Golli Fundarhöld Fulltrúar stjórnlagaráðs að störfum fyrr í mánuðinum. Við vinnslu fréttarinnar var óskað eftir upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu um heildarkostnað sem fallið hefur á skattgreiðendur hingað til vegna stjórnlagamálsins. Það- an fengust þau svör að málið yrði athugað en blaðamanni var þó bent á að hafa samband við innanríkisráðuneytið enda heyrði málið þar undir. Frá innanríkisráðuneytinu fengust hins vegar þau svör að málið heyrði undir ann- aðhvort Alþingi eða forsætisráðuneytið. Engin svör Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þetta er angi af sama meiði og hef- ur verið að gerast á Suðurlandi. Rík- ið er að flytja yfirumsjón á almenn- ingssamgöngum til landshluta- samtaka sveitarfélaganna. Þarna er um að ræða samstarf með sveit- arfélögum á Vesturlandi og Norður- landi vestra og aðstoð við útboð á akstri á þessum svæðum,“ segir Reynir Jónsson, forstjóri Strætó bs., en Reykjavíkurborg, fyrir hönd Strætó, auglýsti um helgina eftir til- boðum frá verktökum í akstur al- menningsvagna á milli Reykjavíkur og Akureyrar annars vegar og á milli Akureyrar og Reykjavíkur hins vegar. Útboðið er auglýst á Evr- ópska efnahagssvæðinu og skila þarf inn tilboðum fyrir 15. maí nk. Norðurleiðin svonefnda milli Reykjavíkur og Akureyrar hefur til fjölda ára verið í sérleyfisakstri rútubílafyrirtækja, nú á vegum Sterna, en reiknað er með að nýtt fyrirkomulag taki gildi í byrjun sept- ember næstkomandi. Sá sem skilar inn hagstæðasta tilboði verður verk- taki og aksturinn verður undir merkjum Strætó bs. hvað útlit varð- ar, sölukerfi og aðra umgjörð. Ekki verður notast við hefðbundna stræt- isvagna, enda yfir nokkra fjallvegi að fara, heldur svonefnda millibæj- arvagna líkt og notaðir hafa verið í akstrinum austur fyrir fjall. Auð- velda á aðgengi að tengileiðum inn- an svæða og þannig mun fyrirhug- aður samningur ganga inn í þann sem t.d. Akraneskaupstaður hefur gert um akstur á Snæfellsnes. Meðal helstu nýjunga er að ekið verður aðra leið en áður á norð- urleiðinni. Þannig verður ekið gegn- um Akranes og norður fyrir Akra- fjall, ekki verður komið við á Hvammstanga heldur notast við annan flutning þar frá þjóðveginum og í stað þess að aka eftir Langadal og yfir Vatnsskarð mun rútan fara yfir Þverárfjall og gegnum Sauð- árkrók og þaðan til Akureyrar um Öxnadalsheiði. Þá verður stoppað í mun styttri tíma á hverjum stað og t.d. enginn tími fyrir hamborgara og franskar í Staðarskála, þar sem rútan hefur áð lengst. Er talið að með þessu styttist aksturstími úr 6 í 5,5 klst. að jafnaði. Enginn hamborgari og franskar  Strætó bs. býður út akstur á milli Reykjavíkur og Akureyrar  Svipað fyrirkomulag og í akstri aust- ur yfir fjall  Aksturstími styttist og önnur leið farin  Ekið verður um Þverárfjall í stað Vatnsskarðs Breyting á rútubílaakstri milli Reykjavíkur og Akureyrar - akstur almenningsvagna hefur verið boðinn út Grunnkort/Loftmyndir ehf. Reykjavík Akranes Borgarnes Staðarskáli Blönduós Sauðárkrókur Varmahlíð Akureyri Núverandi akstursleið hjá Sterna Fyrirhuguð leið frá 1. september 2012 skv. útboði hjá Strætó bs. Hvammstangi Að sögn Reynis Jónssonar, forstjóra Strætó bs., stendur ekki til að flytja nein- ar vörur eða önnur verðmæti á norðurleiðinni sem krefjast móttöku, nema þá í mesta lagi innpökkuð dagblöð sem hægt er að henda út á viðkomustöðum vagnanna. Þannig munu send- ingar með blóm leggjast af, svo dæmi sé tekið. „Við getum ekki ábyrgst slíkar sendingar, enda bjóða önnur fyrirtæki upp á sér- staka flutningaþjónustu. Við sjáum fyrst og fremst um flutn- ing á farþegum.“ Í tengslum við akstur vagn- anna austur fyrir fjall hefur skapast umræða um hvort far- þegar megi standa í þeim. Reyn- ir segir vagnana skráða þannig að þeim er heimilt að taka far- þega sem þurfa eða kjósa að standa á leiðinni. Hins vegar muni varla nokkur maður vilja standa alla leiðina norður. Engin verð- mæti flutt NÝ NORÐURLEIÐ Reynir Jónsson Talsvert var rætt um það á fundi utanríkismála- nefndar Alþingis í gær hvort Ís- land væri í aðlög- unarferli að Evr- ópusambandinu eða ekki. Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra var gestur fundarins og þvertók hann fyrir það að slík aðlögun ætti sér stað. Sagði hann að gengið hefði verið frá því að Ísland þyrfti ekki að fara í slíka að- lögun samhliða viðræðum um inn- göngu í Evrópusambandið eins og annars væri hefðbundið þegar ríki sæktu um inngöngu í sambandið. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, nefndi sem dæmi um að aðlögun væri þegar í gangi auglýsingu frá Ríkisskattstjóra sem birtist í dag- blöðum nýverið þar sem auglýst var eftir starfsmanni til að sjá um aðlög- un tölvukerfa embættisins að kröf- um ESB vegna umsóknarinnar. Ekki eina dæmið Sagði hún þetta alls ekki eina dæmið en hins vegar væri ekki hægt að tala skýrar en í umræddri auglýs- ingu sem hún las upp úr á fundinum. Spurði Ragnheiður Össur um heimild fyrir því að stofnanir gætu ráðið starfmenn til að sjá um aðlög- un að ESB vegna umsóknarinnar. Össur svaraði því til að hann þekkti ekki til þessa málsins og vildi því ekki tjá sig um það. Fyrr á fund- inum hafði Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, svarað með sama hætti að- spurður. hjorturj@mbl.is Ráðherrar þekktu ekki til málsins Ragnheiður Elín Árnadóttir VÍSUÐU HVERT Á ANNAÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.