Morgunblaðið - 27.03.2012, Síða 9

Morgunblaðið - 27.03.2012, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2012 Verð 7.900 kr. 2 litir Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Ríta tískuverslun Ný sending FLOTTAR FERMINGARGJAFIR HJÁ JÓNI OG ÓSKARI Ísmen silfurhálsmen zirkonia-steinar 8.100 kr. PI PA R\ TB W A • SÍ A Hekla silfurhálsmen með zirkonia-steini 13.900 kr. www.jonogoskar.is Laugavegi 61 / Smáralind / Kringlan Hekla silfurhringur með zirkonia-steini 14.500 kr. Hekla silfurlokkar 8.000 kr. Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Dreymir þig nýtt eldhús! Hjá þaulvönum starfsmönnum GKS færðu sérsmíðað eldhús og allar innréttingar sem hugurinn girnist. Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði alla leið inn á þitt heimili. SVARTAR KLASSÍSKAR TILBOÐ 17,900,- GALLABUXUR TILBOÐ 14,900,- Mörg snið/síddir Laugavegi 63 • S: 551 4422 Aðhaldsföt Sundbolir Tankini Bikini Náttföt Undirföt Sloppar YÜØ f|zâÜÄtâz Mjóddin s. 774-7377 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það hefur verið áhugamál mitt í mörg ár að byggja þessa reiðhöll. Það er mikill metnaður til að gera vel í þessu bæjarfélagi,“ segir Her- mann Th. Ólafsson, útvegsbóndi í Grindavík. Hann hefur tekið að sér að annast byggingu myndarlegrar reiðhallar á nýja hesthúsasvæðinu í Grindavík. Lengi hefur verið unnið að undir- búningi reiðhallar á vegum Hesta- mannafélagsins Brimfaxa, Grinda- víkurbæjar og áhugamanna. Bærinn hefur lofað 50 milljóna króna fram- lagi og ríkið 7 milljónum. Hermann segir að einstaklingar vilji einnig leggja þessu máli lið. Allt á fullu Málið hefur ekki komist í fram- kvæmd, fyrr en nú. Hermann er hrossaræktandi og framkvæmda- stjóri útgerðarfélagsins Stakkavík- ur. Hann sóttist eftir því að fá um- boð hestamannafélagsins til að annast verkið. Samkomulag við Her- mann var samþykkt á fjölmennum fundi í Brimfaxa á dögunum. Her- mann ábyrgist að höllin komist upp fyrir þá peninga sem félaginu standa til boða og brúa það bil sem upp á vantar. Segist hann hafa sínar leiðir í því. Nefnir að áformað sé að byggja tvö 80 hesta hesthús við reiðhöllina og sala á lóðunum geti verið mik- ilvægur þáttur í fjáröflun fyrir verk- efnið. Keypt verður stálgrindarhús frá Landstólpa, 26 sinnum 70 metrar að gólfflatarmáli. Er það nákvæmlega eins hús og reiðhöll hestamanna- félagsins Mána í Keflavík sem Suð- urnesjamenn líta mikið til. Ekki hef- ur verið samið um uppsetningu hússins en Her- mann segir að hugur sé í hesta- mönnum að vinna sem mest í sjálf- boðavinnu til að klára verkið. Höllin á að vera orðin fokheld 1. júlí enda er það skil- yrði þess að styrkur fáist úr þeim sjóði ríkisins sem ætlaður er til að styðja byggingu reiðhalla. Vonast er til að hægt verði að taka reiðhöllina í notkun næsta haust. „Þetta breytir öllu. Það er svipað með hestamennskuna, körfuboltann, fótboltann, júdóið og fleiri greinar að góð aðstaða setur okkur á annað plan. Fleiri munu stunda hesta- mennskuna, við fáum betri hesta og betri knapa og tamningamenn,“ seg- ir Hermann. Þoli ekki að tapa Hermann hefur verið öflugur bak- hjarl íþróttanna í Grindavík, ekki að- eins hestamennskunnar. „Ég er mikill Grindvíkingur og hef metnað fyrir mitt bæjarfélag. Það rekur mig áfram í þessu. Ég þoli ekki að tapa í neinum íþróttum,“ segir hann. Áætlað er að 80 til 100 hestar séu á húsi í Grindavík í vetur. Þeir kom- ast allir fyrir á nýja Brimfaxasvæð- inu og vel það, ef þar tekst að byggja hesthús fyrir 160 hesta. Hermann er þess fullviss að áhugi á hesta- mennsku muni aukast með bættri aðstöðu og ekki útilokað að hún leiði til þess að fólk flytjist til bæjarins. Á nýja félagssvæðinu er gert ráð fyrri góðum reiðleiðum, keppnis- völlum, fleiri lóðum fyrir hesthús og landi til sumarbeitar. Aðstaða Áformað er að byggja tvö hesthús við reiðhöllina í Grindavík. Reiðhöllin er fjær. Metnaður til að gera vel í bænum  Hermann Ólafsson ábyrgist bygg- ingu reiðhallar fyrir Grindvíkinga Hermann Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.