Morgunblaðið - 27.03.2012, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2012
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
É
g vildi ögra sjálfum
mér. Þess vegna
ákvað ég fyrir sjö ár-
um að takast á við
verulega langa göngu-
leið, hinn 800 kílómetra langa Jak-
obsveg. Ég hafði hjólað mikið alla
mína ævi og tekið þátt í hjólakeppn-
um en mig langaði að gera eitthvað
annað,“ segir Krzysztof Karcz sem
árið 2005 gekk þessa fornu píla-
grímsleið sem liggur frá Roncesval-
les til Santiago De Compostela á
Spáni og er kölluð St. James way,
upp á enska tungu.
Krzysztof var tuttugu og átta
daga á leiðinni og segir þessa píla-
grímsgöngu vissulega hafa verið
nokkuð erfiða. „Ég var reyndar í
góðu hjólaformi og það kom sér vel,
ég gat gengið allt að fimmtíu kíló-
metra á dag en flestir sem fara
þessa leið ganga 25-30 kílómetra á
dag.“
Hitti fólk frá öllum heims-
hornum á leiðinni
Krzysztof fór einn í ferðina
löngu og mælir með því. „Því þá
kynnist maður betur fólkinu sem
maður hittir á leiðinni, en það kom
mér á óvert hversu margt fólk var
að ganga þessa leið. Og það kemur
alls staðar að úr heiminum. Göngu-
félagar mínir voru til dæmis frá Síle,
Argentínu, Brasilíu, Mexíkó, Nýja-
Sjálandi, Jamaíka, Japan, Kóreu,
Malí, Suður-Afríku og ótal Evr-
ópulöndum. Þessi ganga er því sér-
lega alþjóðlegt ævintýri og ég fékk
frábært tækifæri til að æfa mig í
Ég vildi ögra
sjálfum mér
Hann hefur tvisvar gengið Jakobsveginn, pílagrímsferðina fornu. Fyrst fór hann
algengari leiðina sem er 800 kílómetrar en síðan fór hann lengri leiðina, 1.000
kílómetra, erfiðari og fáfarnari. Göngurnar segir hann vissulega hafa verið erf-
iðar en líka góðar göngur inn á við, þær hafi breytt honum.
Calzada de Bejar Hér er hann nákvæmlega hálfnaður á Silfurveginum.
Englar Íslensku orðin úr Biblíunni vöktu mesta undrun hans.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir heldur úti
frábæru bloggi undir slóðinni barbie-
tec.com. Hún breytti um lífsstíl, steig
upp úr sófanum og fór út að hlaupa,
eins og hún orðar það sjálf. Hún set-
ur sér markmið og vill vera hvatning
fyrir aðra.
Eftir að hún hafði tekið mataræðið
í gegn byrjaði hún að hlaupa og
studdist við c25k hlaupaprógramm-
ið. Hún setti sér þá strax það mark-
mið að ná sama árangri í hlaupum og
hún hafði náð í matarmálum. Og gekk
vel. Á einu ári missti hún 46 kg sem
gjörbreytti hugarfari hennar til offitu
og matar. En í nóvember 2010 greind-
ist hún með brjóstakrabbamein og
eins og gera mátti ráð fyrir hefur
læknismeðferðin haft mikil áhrif
bæði á holdafar hennar og hreyfingu.
En það er baráttuhugur í henni og all-
ir hefðu gott af því að fylgjast með
skrifum þessarar ungu konu.
Vefsíðan www.barbietec.com
Kona Ein af þeim myndum sem Sigrún Þöll hefur teiknað í veikindum sínum.
Hlaupari í baráttu bloggar
Þó sífellt fjölgi þeim sem láta vetur-
inn ekki stoppa sig í hjólreiðum, held-
ur fá sér nagladekk og annan búnað
til að komast um í snjó og erfiðri
færð, þá eru margir sem leggja hjól-
fákum sínum yfir kaldasta árstímann.
En nú sér loksins fyrir endann á við-
veru Kára konungs og vorið virðist
vera handan við hornið, hlý gola farin
að leika við kinn. Í þeim landshlutum
þar sem allur snjór er farinn af veg-
um og eða götum er um að gera að
draga reiðhjólin fram úr geymslum
og bílskúrum, smyrja þau og pússa
og rifja upp hjólatakta síðasta sum-
ars. Hressandi og sparar bensín.
Endilega …
… hjólið út í
vorið hlýja
Morgunblaðið/hag
Hjólreiðar Eru skemmtilegar.
Það var heldur betur tekið á því á
Íslandsmeistaramótinu í júdó sem
fram fór um helgina. Ármenningar
voru sigursælir og Bjarni Skúlason
vann fullnaðarsigur, bæði í opna
karlaflokknum og í sínum þyngd-
arflokki. Margrét Ragna var sterk-
ust í kvennaflokknum, vann fulln-
aðarsigur í öllum sínum glímum.
Íslandsmót í júdó var haldið um helgina
Mikil átök í
júdóinu
Fastur Handtökin voru hörð.
Morgunblaðið/Ómar
Stelpuslagur Kvenkynið gaf ekkert eftir í glímunni.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.