Morgunblaðið - 27.03.2012, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2012
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Kjarnorkuáætlun Írana og fyrirhug-
að eldflaugaskot Norður-Kóreu-
manna voru efst á baugi á ráðstefnu
um kjarnorkuöryggi sem hófst í Seúl
í gær. Forseti Kína, Hu Jintao, sagði
í samtali við Barack Obama, Banda-
ríkjaforseta, í gær að Kínverjar litu
eldflaugaskotið alvarlegum augum
en Obama sagði á sunnudag að Kína,
helsti bandamaður Norður-Kóreu,
gæti ekki lengur hunsað ítrekaðar
ögrandi yfirlýsingar og aðgerðir. Þá
sagði Obama í gær tímann vera að
renna út varðandi viðræður um
kjarnorkuáætlun Írana.
Alls taka þjóðarleiðtogar 53 landa
þátt í ráðstefnunni en markmiðið
með henni er m.a. að komast að sam-
komulagi um að takmarka notkun á
auðguðu úrani, sem hægt er að nota
til vopnagerðar. Hefur talsverður ár-
angur náðst frá því að fyrsti fund-
urinn af þessu tagi var haldinn 2010
en ýmis lönd hafa ýmist eytt eða los-
að sig við birgðir sínar og þá hafa
mörg lönd gripið til aðgerða til að
tryggja að úranbirgðir sínar falli
ekki í hendur hryðjuverkamanna.
Talið er að um 1.600 tonn af auðg-
uðu úrani séu til í heiminum og 500
tonn af plútóníum en Obama sagði í
gær að einn hnefi af efninu dygði til
að verða hundruðum þúsunda að
bana. Hefur Alþjóðakjarnorkumála-
stofnunin staðfest 20 tilfelli á síðustu
tveimur áratugum þar sem auðguðu
úrani eða plútóníum hefur verið stol-
ið eða þess saknað.
Samhliða ráðstefnunni tilkynntu
þrír stærstu framleiðendur ísótópa
sem notaðir eru í heilbrigðisþjónustu
að þeir myndu smám saman hætta
að notast við þá tegund úrans sem
einnig er hægt að nota til vopnagerð-
ar við framleiðslu sína. Ísótóparnir
eru t.d. notaðir til að greina krabba-
mein og aðra sjúkdóma en hætta
hefur verið talin á að hryðjuverka-
menn gætu komist yfir þau efni sem
notuð eru til framleiðslunnar og nýtt
sér þau til vopnagerðar.
AP
Kjarnorka Lee Myung-bak, forseti Suður-Kóreu, og Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, brosa fyrir blaðamenn.
Leiðtogar ræddu Íran
og Norður-Kóreu
53 þjóðarleiðtogar funda um kjarnorkuöryggi í Seúl
Kjarnorkumál
» Áætlað er að um 20 þúsund
kjarnaoddar séu til í heiminum
en þar af eigi Bandaríkjamenn
um 8.500 og Rússar um
10.000.
» Obama hyggst ræða fækkun
kjarnavopna við Vladimir Pútín
þegar þeir funda í maí.
» Næsta ráðstefna um kjarn-
orkuöryggi verður haldin í Hol-
landi árið 2014.
Kvenréttinda-
frömuðurinn
Gloria Steinem
hefur lýst yfir
stuðningi við
Barack Obama í
komandi forseta-
kosningum og
segir í nýju kosn-
ingamyndbandi
að það sem hafi
áunnist í kvenréttindabaráttunni
síðustu 50 ár verði að engu nái
repúblikani kjöri.
Undanfarin misseri hefur réttur
kvenna til fóstureyðinga átt undir
högg að sækja í Bandaríkjunum og
í mörgum ríkjum hafa verið sett lög
sem setja ákveðin skilyrði fyrir að-
gerðinni, t.d. að kona gangist undir
ómskoðun og hlusti á hjartslátt
fóstursins áður en hún tekur
ákvörðun.
„Ef þú hefur hlustað á forsetaefni
repúblikana í forkjörinu, þá veistu
að hver einn og einasti þeirra
myndi gera fóstureyðingar ólögleg-
ar og margar tegundir getnaðar-
varna útlægar,“ segir Steinem.
„Hvort konur geta eða geta ekki
ákveðið hvenær og hvort þær eign-
ast börn er sá einstaki þáttur sem
ræður mestu um hvort við erum
heilbrigðar eða ekki, hvort við er-
um menntaðar eða ekki, hverjar
lífslíkur okkar eru og hvort við get-
um verið virkir þátttakendur í þess-
um heimi eða ekki,“ segir hún.
BANDARÍKIN
Repúblikanar ógn
við réttindi kvenna
Gloria Steinem
Embætti ríkissaksóknara í Svíþjóð
hefur gefið út ákæru á hendur átta
einstaklingum sem grunaðir eru
um stórfelld fíkniefnaviðskipti á ár-
unum 2006-2010.
Fólkið er talið tengjast fíkniefna-
hring með starfsemi víða í Evrópu
en flestar ákærurnar eru vegna
fíkniefnafundar árið 2010, þegar
lögregluyfirvöld gerðu 1,4 tonn af
kókaíni frá Kólumbíu upptæk á
seglbát undan eyjunni Martinique í
Karíbahafinu.
Lagt hefur verið hald á eignir
fólksins í fimm löndum að andvirði
milljarðs íslenskra króna.
SVÍÞJÓÐ
Grunur um stórfelld
fíkniefnaviðskipti
Stjórnvöld í Kína stefna að því að
setja nýjar reglur á árinu til að tak-
marka vatnsnotkun m.a. golfvalla
og skíðasvæða í og umhverfis höf-
uðborgina Peking.
Vatnsskortur hefur plagað íbúa
Peking undanfarin ár og hafa yfir-
völd gripið til ýmissa umdeildra að-
gerða til að ráða fram úr málum en
með takmörkum árangri.
Samkvæmt nýju reglunum verð-
ur stórum vatnsnotendum, s.s. 75
golfvöllum borgarinnar, skammt-
aður vatnskvóti og gjald innheimt
af þeim fyrir alla umframnotkun.
KÍNA
Þurfa að greiða fyrir
vatn umfram kvóta
Í gær hófst málflutningur fyrir
hæstarétti Bandaríkjanna um um-
deilt heilbrigðisfrumvarp Baracks
Obama Bandaríkjaforseta en niður-
staða réttarins er talin munu hafa
víðtæk áhrif bæði fyrir bandarískt
samfélag og forsetakosningarnar í
nóvember. Fjöldi fólk safnaðist sam-
an fyrir utan dómshúsið, ýmist til að
sýna stuðning sinn eða mótmæla, og
höfðu einhverjir beðið í röðum frá
föstudegi til að verða vitni að fyrir-
tökunni í þéttsetnum réttarsalnum.
Stuðningsmenn frumvarpsins,
sem varð að lögum í mars 2010, fagna
því að það tryggir 32 milljónum
ótryggðra Bandaríkjamanna sjúkra-
tryggingar en andstæðingar þess,
m.a. þau 26 ríki sem sækja málið fyr-
ir hæstarétti, segja það brjóta gegn
borgaralegum réttindum fólks, þar
sem það skyldar það til að kaupa sér
sjúkratryggingu.
Mikið undir fyrir Obama
Í frumvarpinu, The Patient Pro-
tection and Affordable Care Act, eru
mörg ákvæði sem munu bæta rétt
tryggingakaupa en tryggingafélög-
um verður m.a. óheimilt að neita að
tryggja fólk með fyrirliggjandi eða
ólæknandi sjúkdóma. Þá verður
þeim skylt að greiða fyrir getnaðar-
varnir en því hafa ýmsar trúarhreyf-
ingar mótmælt harðlega.
Lögmenn ríkisstjórnarinnar og
ríkjanna 26 munu fá sex klukku-
stundir til að flytja mál sitt en munn-
legur málflutningur fyrir réttinum
varir yfirleitt í klukkustund og mun
þetta vera í fyrsta sinn í 45 ár sem
aðilar fá svo langan tíma til að setja
fram rök sín.
Verði það niðurstaða réttarins að
lögin haldi verður það mikill sigur
fyrir Obama, enda hafa umbætur í
heilbrigðismálum verið eitt af hans
helstu baráttumálum. Falli úrskurð-
urinn á hinn veginn, gæti það reynst
honum dýrt í nóvember.
Niðurstaðan gæti
reynst afdrifarík
Hæstiréttur fjallar um „Obamacare“
AFP
Lög Niðurstöðunnar er vænst í júní.
Talsmenn Afríkusambandsins, Evr-
ópusambandsins og Sameinuðu
þjóðanna sögðu í gær sigur Macky
Sall í forsetakosningunum í Senegal
á sunnudag sigur lýðræðisins og for-
dæmi fyrir önnur Afríkuríki.
Sall bar sigurorð af sitjandi for-
seta, Abdoulaye Wade, með miklum
meirihluta atkvæða en framboð Wa-
des var mjög umdeilt þar sem hann
hefur þegar setið tvö kjörtímabil,
sem er hámarksseta í embættinu
skv. núgildandi stjórnarskrá.
Óttast hafði verið að Wade myndi
gera tilraun til að
halda í embættið
þrátt fyrir að
hafa lotið í lægra
haldi en eftir að
úrslitin urðu ljós,
óskaði hann Sall
til hamingju með
sigurinn.
Forseti Frakk-
lands, Nicolas
Sarkozy, sagði niðurstöðuna „afar
góðar fréttir fyrir Afríku almennt og
Senegal sérstaklega“.
Úrslitum senegölsku for-
setakosninganna fagnað
Macky Sall
SJÓNARHÓLL
Þar sem gæðagleraugu kosta minna
Reykjavíkurvegur 22 | S. 565 5970 | sjonarholl.is
Hágæðagler á góðu verði