Morgunblaðið - 27.03.2012, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
ÁbendingarStefaníuÓsk-
arsdóttur, lektors í
stjórnmálafræði við
Háskóla Íslands,
um stjórnarskrármálið, sem
birtar voru í Morgunblaðinu í
gær, ættu að duga til þess að Jó-
hanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra sjái að sér og hætti við
þjóðaratkvæðagreiðsluna í
sumar.
Stefanía bendir á fáránleik-
ann við þá aðferð sem bjóða á
almenningi upp á við endur-
skoðun stjórnarskrárinnar.
Minnihluti þingmanna, nánar
tiltekið þrjátíu þingmenn,
ákváðu skipun stjórnlagaráðs
þvert á dóm Hæstaréttar. Þetta
stjórnlagaráð skilar svo ónot-
hæfu frumvarpi að nýrri stjórn-
arskrá til þingsins og í stað þess
að þingið lagfæri stjórn-
arskrárdrögin, skrifi þau upp á
nýtt, eða – sem best væri –
hætti við þessa vitleysu, þá er
ákveðið að bera ónothæfu drög-
in undir þjóðaratkvæði.
Þeir sem ráða ferðinni telja
með öðrum orðum að þeir hafi
ekki umboð til að endurskoða
tillögur nefndar, svokallaðs
stjórnlagaráðs, sem þeir hafa
sjálfir skipað. Þess í stað á að
setja almenning í þá stöðu að
greiða atkvæði um drög sem all-
ir vita að geta aldrei orðið að
stjórnarskrá. Spurningin sem
fólk á að svara í atkvæðagreiðsl-
unni er sem sagt
platspurning, sett
fram í þeim eina til-
gangi að Jóhanna
og félagar geti var-
ist falli á Alþingi.
Stefanía bendir á að sam-
kvæmt stjórnarskránni fer Al-
þingi með það vald að setja lög
og um samþykkt stjórnarskrár
eða stjórnarskrárbreytinga
gilda ákveðnar reglur sem mælt
er fyrir um í stjórnarskránni
sjálfri. Ekki er gert ráð fyrir að
þingið biðji um leyfi til að setja
lög en kosningar fara fram á
milli til að hægt sé að sam-
þykkja breytingar á stjórn-
arskrá. Stefanía bendir á að
verið sé að setja málið í ein-
hvern búning lýðræðis, en þetta
sé ekki raunverulegt lýðræði
því ekki sé verið að biðja fólk að
samþykkja eða synja tillögum
stjórnlagaráðsins, aðeins verið
að biðja um leyfi til að Alþingi
vinni þær betur og leggi svo
fram frumvarp. „Maður spyr af
hverju vinna þeir ekki frumvarp
og leggja svo fyrir okkur,“ segir
Stefanía.
Ástæðan er vitaskuld sú sem
að framan er nefnd. Vilji Jó-
hönnu og félaga stendur ekki
sérstaklega til þess að sam-
þykkja nýja stjórnarskrá, enda
gera allir sér grein fyrir því að
þess gerist engin þörf. Það eina
sem Jóhanna vill fá út úr málinu
er að þurfa ekki að mæta kjós-
endum fyrr en að ári liðnu.
Það er lýðskrum en
ekki lýðræði að láta
kjósa um ekki neitt}
Gervilýðræði
Ekki hefur ennfengist hald-
bær skýring á því
hvers vegna Ríkis-
útvarpið kastaði
sínu besta heima-
lagaða sjónvarps-
efni, Spaugstofunni, yfir til
samkeppnisaðilanna. Sá þáttur
var mildandi þáttur fyrir þá
mörgu sem ósáttir eru neyddir
til að vera áskrifendur að þess-
um hlutdræga miðli.
Sem betur fer er ekki allt
annað efni mislukkað og margir
gera gott innlent dagskrárefni
fyrir stofnunina, og það iðulega
án þess að kosta miklu til. Popp-
punktur og Landinn hafa þann-
ig verið góð dæmi um slíka við-
leitni. Það var því einkar
dapurlegt að þurfa að horfa upp
á að stjórnendur RÚV skuli
hafa látið eftir sér að troða
grunnhyggnislegum og leiði-
gjörnum áróðri um Evrópusam-
bandið inn í Landann. Augljóst
var af málatilbúnaðinum að
þessir erindrekar mátu það svo
að ekki síst landsbyggðarfólk
væri áhorfendur þessa dag-
skrárþáttar og rétt væri því að
reyna að veifa seðlabúntum
ESB framan í það
fólk.
Áróðurstilburð-
irnir voru á lágu
plani og því allt að
því meiðandi fyrir
þá áhorfendur sem
hafa notið þessa þáttar hingað
til. Ísland mun, eins og öllum er
kunnugt nema hugsanlega
áróðursdeildinni á RÚV, sam-
anlagt greiða meira til ESB en
það mun fá þaðan, ef tekst að
svíkja landið inn í sambandið.
Það verður því aldrei meira fé
aflögu til byggðastuðnings eftir
slíka inngöngu en fyrir hana,
hversu afkáralega og áróð-
urskennt sem dæmið er sett
upp.
Og það er mikið umhugsunar-
efni að þau öfl á Íslandi, sem
helst hanga enn á aðlögun að
ESB, þvert gegn þjóðarvilja,
eru einmitt hin sömu sem jafn-
an hafa lagst harðast gegn
stuðningi við hinar dreifðu
byggðir landsins. Það gerir
áróðurinn í Landanum enn lág-
kúrulegri. Fróðlegt verður að
sjá hvernig Óðinn Jónson, hæst-
ráðandi RÚV, ákveður að fella
ESB-áróður inn í Popppunkt.
Það var dapurleg
ákvörðun hjá RÚV
að lækka risið
á Landanum}
Landinn skal láta áróðurinn í sig
Þ
að urðu miklar umræður á kaffistof-
um landsins um kynlíf unglinga
þegar velferðarráðherra lagði
fram nýtt frumvarp fyrr í mán-
uðinum. Ef frumvarpið verður að
lögum fá ljósmæður og hjúkrunarfræðingar
heimild til að ávísa getnaðarvarnarpillunni til
kvenna. Tilgangurinn með frumvarpinu er að
auka aðgengið að pillunni þar sem hún er rétta
úrræðið. Með því á ekki að verða álíka auðvelt
að fá pilluna og að kaupa brjóstsykur í búð en
umræðan um frumvarpið varð samt á þá leið og
fólk fór að hneykslast á því hvað þessi börn
byrja að stunda kynlíf ung í dag. Það er samt
staðreynd að meðalaldur þeirra sem byrja að
stunda kynlíf hefur aldrei verið hærri en nú,
eða 15,6 ár, og fóstureyðingum og þungunum
hjá konum undir tvítugu hefur farið fækkandi.
Frumvarpinu er samt m.a. ætlað að reyna að koma í veg
fyrir ótímabærar þunganir unglingsstúlkna og fækka fóst-
ureyðingum hjá þeim. Pillan ætti vissulega að koma í veg
fyrir þau vandamál en eitt sem hún lagar ekki er eðlilegt
viðhorf unglinganna til kynlífs. Pillan beinist eingöngu að
stúlkunum, að þær verji sig fyrir þungun, en það þarf líka
að vekja drengina til umhugsunar um þeirra ábyrgð í kyn-
lífsathöfninni. Þessi umræða um aukna notkun pillunnar
hjá unglingsstúlkum gæti jafnvel gefið drengjum þá
skökku mynd af málum að það séu bara allar stelpur á pill-
unni og þeir þurfi ekkert lengur að hugsa um sína ábyrgð.
„Ég hélt hún væri á pillunni,“ er svo svarið þegar þeir fá
fréttirnar um að þeir séu að verða feður.
Það eru ekki aðeins börnin sem koma undir
með óábyrgri kynhegðun. Pillan ver ekki gegn
hinu sem getur fylgt með í kaupbæti, kyn-
sjúkdómunum. Að eignast barn er nefnilega
ekki það versta sem getur komið fyrir ungt
fólk. Aldrei hafa fleiri greinst með HIV hér á
landi en árið 2010, eða 24, og þeir voru bara
einum færri í fyrra. HIV er ólæknandi sjúk-
dómur sem getur leitt til dauða og verulega
skertra lífsgæða ef ekki er brugðist við með
viðeigandi lyfjagjöf sem stendur yfir alla ævi.
Hátt í 2000 klamydíutilfelli greinast hér ár
hvert. Klamydía getur leitt til ófrjósemi og
þess að þetta unga fólk getur ekki eignast börn
síðar á lífsleiðinni þegar löngunin til þess vakn-
ar.
Unglingar hafa alltaf verið þess eðlis að
halda að það komi ekkert fyrir þá, þeir keyra hratt, eru
hjálmlausir á hjóli og stunda kynlíf án varnar því þeir
hugsa: „Það kemur ekkert fyrir mig …“ eða þangað til það
kemur eitthvað fyrir þá. Smokkurinn er þeim kostum bú-
inn að vera með tvíþætta vörn, gegn getnaði og kyn-
sjúkdómum. Því verður að hamra inn í hausinn á fólki að
nota smokkinn og það verður að gera smokkinn aðgengi-
legan og ódýran fyrir unga fólkið. Það er ekki eingöngu
skólanna að fræða unglingana um ábyrga kynhegðun, for-
eldrar verða líka að sýna þar ábyrgð. Þeir verða að tala við
börnin sín, ræða mikilvægi smokkanotkunar og kaupa
handa þeim pakka ef þeir telja þess þörf.
Ingveldur
Geirsdóttir
Pistill
Öryggið á oddinn
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Tannheilsa íslenskra barnaer í sjötta neðsta sæti afOECD-löndunum. Rúm-lega helmingur 6 ára barna
á Íslandi er með allar tennur heilar á
meðan 75% jafnaldra þeirra í Dan-
mörku er með allar tennur heilar.
Hjá 12 ára börnum hér eru 34% með
allar fullorð-
instennurnar
heilar en hlut-
fallið í Danmörku
er 68%. Ástæðan
fyrir þessum
mikla muni liggur
meðal annars í
ójöfnu aðgengi að
tannlæknisþjón-
ustu hér á landi
og vöntun á heild-
rænu skipulagi
þjónustunnar, en kostnaður hefur
hér mikið vægi, segir Hólmfríður
Guðmundsdóttir, tannlæknir og
verkefnisstjóri hjá embætti land-
læknis og heilsugæslu höfuðborg-
arsvæðis.
„Við erum því miður ekki leng-
ur með virkt norrænt velferðarkerfi
í tannheilbrigðismálum eins og er
annars staðar á Norðurlöndum. Þar
er tannheilbrigðisþjónusta dekkuð
af almannatryggingakerfinu og lögð
mikil áhersla á forvarnir, aðgengið
að þjónustunni er gott og allir eru
kallaðir inn í skoðun, eftirlit og með-
ferð eftir þörfum. Við erum ekki með
neitt slíkt kerfi, hér er einkarekin
tannlæknisþjónusta og foreldrar
bera mikla ábyrgð á tannheilbrigði
eigin barna auk þess að greiða tann-
læknismeðferð að stórum hluta úr
eigin vasa.“
Endurgreiðsluhlutfall lækkar
Endurgreiðsluhlutfall Sjúkra-
trygginga Íslands af kostnaði við
tannlæknaþjónustu barna hefur
dregist saman, er nú ekki nema 35%-
45% en gjaldskráin sem Sjúkra-
tryggingar styðjast við er orðin
nokkurra ára gömul og í engum takti
við það sem er í gangi í dag.
Þrýstingur hefur farið vaxandi
undanfarin ár á að hækka endur-
greiðsluhlutfallið eða réttara sagt að
hækka styrk til foreldra vegna tann-
viðgerða barna. „Meðan kostnaður-
inn við að fara með barn til tann-
læknis er svona mikill veigrar
ákveðinn hópur sér við að leita eftir
tannlæknisþjónustu. Við eigum að
hafa möguleika á að láta laga
skemmda tönn og það á ekki að
kosta okkur hlutfallslega meira en ef
við lendum í öðru áfalli með líkam-
ann,“ segir Hólmfríður.
Sjúkratryggingar og Tann-
læknafélag Íslands voru með samn-
ing sín á milli og buðu 3, 6 og 12 ára
börnum í ókeypis forvarnarskoðun
hjá tannlæknum einu sinni á ári.
Hólmfríður segir þann samning hafa
verið í gildi milli 2007 og 2010 og
gengið ágætlega en svo hafi sam-
starfið siglt í strand. Örfáir tann-
læknar vinni þó eftir samningnum
enn í dag. Samningurinn er í endur-
skoðun hjá velferðarráðuneytinu.
Eitt af því sem Hólmfríður vill
leggja aukna áherslu á er forvarn-
arstarfið og efla enn frekar samstarf
heilsugæslu, leik- og grunnskóla. „Í
Skotlandi bursta þeir tennur barna í
leikskólum og hafa síðustu fjögur ár-
in náð niður tíðni tannskemmda þar.
Eitt af því sem við höfum verið að
skoða er einmitt þessi leið og fram-
kvæmd er hafin í nokkrum leik-
skólum hér á landi og lofar góðu. Við
höfum mikinn áhuga á að koma tann-
burstun af stað alls staðar á landinu.
Börn eru í dagvistun átta tíma á dag
og það er einn liður í almennu hrein-
læti að hugsa um að hreinsa tenn-
urnar um miðjan daginn. Við erum
að vinna þetta með foreldrum en
ekki fyrir þá og þetta er ein leið til að
fækka tannskemmdum hjá íslensk-
um börnum,“ segir Hólmfríður.
Tennur barna verði
burstaðar í leikskólum
Hjá tannlækni Tannheilsa barna á Íslandi er slök m.v. önnur Norðurlönd.
Hólmfríður
Guðmundsdóttir
Barnaheill-Save the Children á
Íslandi stendur fyrir málþingi á
Grand hóteli í Reykjavík kl. 9 í
fyrramálið. Yfirskrift málþings-
ins er Heilbrigðar tennur: Mann-
réttindi eða forréttindi? Þar
munu tala Guðbjartur Hann-
esson velferðarráðherra, Sig-
urður Benediktsson, formaður
Félags tannlækna, Hólmfríður
Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri
hjá embætti landlæknis, og Inga
B. Árnadóttir, prófessor við
tannlæknadeild HÍ.
Skv. barnasáttmála Samein-
uðu þjóðanna, sem Ísland hefur
staðfest, eiga börn rétt á að
njóta besta mögulegs heilsu-
fars sem hægt er að tryggja, s.s.
með læknisaðstoð og heilbrigð-
isþjónustu. Barnaheill skorar á
alla hlutaðeigendur að samein-
ast um að finna leið út úr því
öngstræti sem tannheilsa ís-
lenskra barna virðist komin í og
stendur fyrir undirskriftasöfn-
un á www.barnaheill.is.
Mannrétt-
indi eða
forréttindi?
MÁLÞING BARNAHEILLAR