Morgunblaðið - 27.03.2012, Síða 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2012
Viðhorf almennings
virðist oft á tíðum
einkennast af fyrir-
litningu í garð emb-
ættismanna þjóðar-
innar, sem þeir hafa
áunnið sér í gegnum
árin með embættis-
verkum sínum.
Stjórnleysi ásamt
vafasamri og ómark-
vissri fjármálastjórn
hefur viðgengist með óhóflegum
lántökum árum saman, sem síðan
var varið af stjórnvöldum, um góð-
æri væri að ræða.
Fjórflokknum má helst líkja við
eiginhagsmunaklíku ásamt ger-
spilltum flokksforingjum sem virð-
ast þjást af athyglissýki. Stjórn-
völdum var ljóst hvert stefndi
síðustu misseri og vikurnar fyrir
fall bankanna þar sem útvaldir
gátu leyst út fjármuni upp á tugi
milljarða ásamt vinum, kunn-
ingjum og vandamönnum til að
koma fjármunum sínum í skjól.
Það getur varla talist eðlilegt að
einn ráðuneytisstjóri eigi síðan að
axla ábyrgð vegna innherjasvika.
Má helst álykta að landinu sé og
hafi verið stýrt af siðlitlum og
jafnvel takmörkuðum embættis-
mönnum sem hafa lítið sem ekkert
viðskiptavit, sbr. Icesave-samning-
ana sem ítrekað hefur verið reynt
að þröngva upp á þjóðina.
Formaður Sýslumannafélags Ís-
lands er ósáttur við gagnrýni
Samtaka hagsmunafélags heimil-
anna. Honum finnst ekki rétt að
samtökin ásaki heila stétt lög-
lærðra sýslumanna um lögbrot
með skrifum sínum sem eiga að
hafa einkennst af upphrópunum
og órökstuddum fullyrðingum og
séu ekki samtökunum sæmandi.
Ekki væri óeðlilegt að formaður
Sýslumannafélagsins myndi líta í
eigin barm og velta fyrir sér hvort
ekki væri um að ræða
dómgreindarbrest hjá sumum
sýslumannsembættum sem hann
er í forsvari fyrir, varðandi aðfarir
að skuldugum heimilum og fyrir-
tækjum.
Ítrekað hefur sýnt sig að vafa-
samar aðgerðir hafa verið í gangi í
útburðarmálum t.d.
sem hafa snúið að
kolólöglegum mynt-
körfulánum þar sem
bankar og aðrar fjár-
málastofnanir hafa
farið offari, dómar
hafa fallið ítrekað um
ólöglegan gjörning á
innheimtu. Eðlilegast
væri að sumir emb-
ættismenn færu að
skilja að þótt þeir séu
skreyttir með borðum,
medalíum og gylltum hnöppum,
stundum óverðskuldað, þá eru þeir
ekki hafnir yfir góða stjórnsýslu.
Það virðist einkenna forsvars-
menn margra fyrirtækja að
skammta sér og sínum ofurlaun
ásamt ómældum bitlingum og arð-
greiðslum hvort sem rekstur
stendur undir því eða ekki. Lítill
hvati er til að lækka laun yfir-
stjórnar; þó svo að um milljóna
taprekstur sé að ræða á þjóðin að
borga og enginn axlar ábyrgð.
Ekki getur talist eðlilegt að auðg-
ast á kostnað samborgara sinna,
sem hefur sýnt sig með verkum
sem endurspeglast víðs vegar í
samfélaginu. Þetta fyrirkomulag
virðist vera orðið frekar regla en
undantekning þar sem gömlu góðu
gildin skipta engu lengur, ekki
einu sinni þótt um opinber fyrir-
tæki sé að ræða.
N1 sölsaði markvisst undir sig
ný fyrirtæki og virtist aldrei fá
nóg og getur tæplega verið til eft-
irbreytni. Framkvæmdastjórinn
kemur síðan ítrekað fram í fjöl-
miðlum með patentlausnir á öllu,
þó svo félagið hafi þurft milljarða
afskriftir og verið í fararbroddi
með eldsneytishækkanir í gegnum
árin. Væntanlega lítur hann svo á,
eins og svo margir aðrir, að það sé
öllu öðru að kenna um ófarirnar
en græðgistefnu félagsins. Óábyrg
og galin fjármálastefna hefur við-
gengist víðs vegar í atvinnulífinu
undanfarin ár, sem þjóðin mun
súpa seyðið af um ókomin ár,
hvort sem embættismenn verða í
afneitun eða ekki.
Fjármálalífið einkennist af
óvandaðri stjórnsýslu, þar sem
stjórnvöldum og öðrum embætt-
ismönnum er fyrirmunað að
stoppa upp í hriplekt regluverk.
Siðblindan er alger þar sem ítrek-
að er gert út á að afskrifa skuldir
sínar með markvissu og vafasömu
kennitöluflakki. Þjóðarskuldirnar
aukast jafnt og þétt og óráðlegt er
að útiloka annað hrun miðað við
ábyrgðar- og stjórnleysið sem ein-
kennir samfélagið. Það þarf engan
reikningshaus til að sjá að þjóðin
stendur ekki undir 33 milljarða
vaxtabyrði vegna gjaldeyrisvara-
forða, ásamt tuga milljarða vöxt-
um af ríkisskuldum. Líklega verð-
ur innherjaupplýsingum aftur
komið til útvalinna til að bjarga
fjármunum sínum þegar næsta
áfall dynur yfir. Þá tekur hið nýja
Ísland við sem svo margir eru
búnir að bíða eftir, en verður bara
í annarri mynd en vænst var, þá
fær frumskógarlögmálið að njóta
sín ef að líkum lætur.
Elítan mætir í Hörpuna sína
öðru hvoru sem er niðurgreidd af
löndunum í kringum okkur, með
lánum sem þau fengu síðan ekki
greidd. Eftir erfiði vinnuvikunnar
er gott að ylja sér við ljúfa söng-
tóna sem einnig eru niðurgreiddir
af skattborgurum landsins. Ekki
spillir fyrir að ná að berja nýjustu
freigátu landsins augum gegnum
ljósum prýddan glerhjúpinn, þar
sem hún liggur stífbónuð við hafn-
argarðinn og norðurljósin endur-
speglast á ógnvekjandi fallbyssu-
kjaftinum sem fannst á gömlum
ryðkláf, en er talinn brúklegur
ennþá. Freigátan er öllum stund-
um í viðbragðsstöðu ásamt vösk-
um sjóliðum þegar kallið kemur,
til að halda á miðin og verja fisk-
auðlindirnar fyrir ribböldum sem
gera sér ekki grein fyrir að LÍÚ
telur þau vera stjórnarskrárvarinn
rétt sinn.
Eftir Vilhelm
Jónsson
Vilhelm Jónsson
» Þjóðarskuldirnar
aukast jafnt og
þétt og óráðlegt er
að útiloka annað hrun
miðað við ábyrgðar-
og stjórnleysið sem
einkennir samfélagið.
Höfundur er fjárfestir og fyrrverandi
atvinnurekandi.
Guð blessi þjóðina
Við hjónin styðjum dr. Sigurð Árna Þórðarson til emb-
ættis biskups Íslands. Við kunnum vel við notkun hug-
taksins mannlífstorg um kirkjuna, þar sem allir eiga að
fá rými fyrir hugsanir sínar og skoðanir. Með því hug-
taki er fjölbreytileika mannlífsins líka fagnað, á því torgi
sitja allir við sama borð sem jafningjar. Kirkja sem hlúir
að börnum, fjölskyldum, einstaklingum, eldri borgurum,
bágstöddum og sínum eigin þjónum og starfsfólki er
kirkja sem er trú hlutverki sínu. Við treystum Sigurði
Árna til að leiða áfram mannlífstorgið til lífsins og gleð-
innar og leggja því til margþætta reynslu og andlegt fóð-
ur.
Meira: mbl.is/greinar
Dr. Sigurður Árni
og biskupsþjónustan
Bolli Pétur Bollason,
sóknarprestur í Laufási,
Sunna Dóra Möller,
æskulýðsfulltrúi í Akureyrarkirkju.
Biskupskosningar
Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala
Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja
eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5, 105 Rvk
533 4200
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
Fjarðargata 13-15 ~ 220 Hafnarfjörður ~ Sími 565 5666
fjordur.is
Vinaleg verslunarmiðstöð