Morgunblaðið - 27.03.2012, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2012
✝ Ólafur Þor-steinn Jónsson
óperusöngvari
fæddist í Reykjavík
5. mars 1936. Hann
lést í Þýskalandi 13.
mars 2012.
Foreldrar Ólafs
Þorsteins voru Auð-
björg Jónsdóttir, f.
8.8. 1907 á Skeiðflöt
í Mýrdal, d. 23.11.
2008, og Jón Pét-
ursson, f. 25.12. 1901 á Stóru-
Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd, d.
23.5. 1937. Auðbjörg starfaði
lengi hjá Mjólkursamsölunni og
Jón var einn stofnenda Stræt-
isvagna Reykjavíkur og starfaði
sem vagnstjóri. Bróðir Ólafs Þor-
steins er Guðjón Heiðar, f. 28.10.
1932, vélfræðingur. Eiginkona
hans er Kristín Ólafsdóttir, f.
4.11. 1931. Börn þeirra eru Páll
Björgvin, f. 1951, Ólafur, f. 1957,
Auður Heiða, f. 1959, og Drífa, f.
1964.
Ólafur Þorsteinn kvæntist 18.7.
1964 eftirlifandi eiginkonu sinni,
Jóhönnu Sigursveinsdóttur frá
Norður-Fossi í Mýrdal, f. 18.7.
1943. Foreldrar Jóhönnu voru
Sigursveinn Sveinsson bóndi, f.
eruna í Lübeck frá 1965 til 1971,
og frá 1971 til 1976 við Óperuna í
Mainz. Þaðan lá leiðin að Óp-
erunni í Luzern í Sviss frá 1976 til
1979. Frá 1979 til starfsloka 2001
starfaði hann við Theater an der
Rott í Eggenfelden í Suður-
Þýskalandi, en það hafði verið
opnað nokkrum árum áður og var
unnið mikið brautryðjandastarf
þar á sviði tónlistar og leiklistar.
Tók Ólafur virkan þátt í því, bæði
sem söngvari og leikari, og einnig
við leikstjórn. Jafnframt þessu
söng Ólafur fjölmarga gestaleiki
og konserta í Þýskalandi, Sviss,
Austurríki, Hollandi, Lúxemborg
og Danmörku. Hann var allan
sinn feril erlendis kallaður Olaf
Thorsten í leikhúsheiminum. Á Ís-
landi söng hann í tveimur óperum
hjá Þjóðleikhúsinu, 1968 í Bros-
andi landi eftir F. Lehár og 1974 í
Þrymskviðu Jóns Ásgeirssonar.
Ísland og íslensk sönglög voru
honum mjög hugleikin og notaði
hann hvert tækifæri til að koma
heim og syngja fyrir landa sína.
Hann tók einnig upp fjölda ís-
lenskra laga fyrir Ríkisútvarpið.
Minningarathöfn um Ólaf Þor-
stein verður í Fossvogskirkju í
dag, 27. mars 2012, kl. 15.
23.2. 1904, d. 20.10.
1980, og Sólveig
Ólafsdóttir, f. 19.6.
1918, d. 5.5. 2010.
Ólafur ólst upp í
Reykjavík og stund-
aði nám í Laug-
arnesskóla. Á unga
aldri fór hann í
söngtíma, m.a. hjá
Sigurði Skagfield og
síðar hjá Sigurði
Demetz og fleirum.
Árið 1954 hóf hann nám í Leiklist-
arskóla Þjóðleikhússins og út-
skrifaðist 1956 og var þá ráðinn
til tveggja ára við Þjóðleikhúsið.
Þar söng hann sitt fyrsta óp-
eruhlutverk á sviði; fyrsta varð-
mann í Töfraflautunni sem var
frumsýnd á jólum 1956. Haustið
1958 hélt hann til Austurríkis til
frekara söng- og tónlistarnáms,
fyrst við Mozarteum í Salzburg
og síðan við Músíkakademíuna í
Vín og í einkatímum hjá Lilly
Kundegraber. Haustið 1963 var
hann ráðinn að Óperuhúsinu í
Heidelberg og þreytti frumraun
sína sem Lyonel í Mörthu eftir
von Flotow. Ári seinna var hann
eitt ár við Operettenhaus í Ham-
borg, en var síðan ráðinn við Óp-
Það var okkur öllum mikið áfall
þegar í ljós kom eftir áramótin að
Óli hennar Jóhönnu hefði greinst
með ólæknandi krabbamein. Óli
var hvers manns hugljúfi og þau
Jóhanna einstaklega notaleg heim
að sækja. Við í fjölskyldunni höf-
um líka nýtt okkur það ótæpilega
og nágrannar þeirra munu gjarn-
an hafa talað um „Grossfamilien“
þegar okkur bar að garði. Þau Óli
og Jóhanna bjuggu allan sinn bú-
skap erlendis, í Þýskalandi og
Sviss, en á undanförnum árum
heimsóttu þau Ísland reglulega og
var það ávallt tilhlökkunarefni, og
gjarnan tilefni til að við bræðurnir
og fjölskyldur okkar hittumst og
gerðum okkur glaðan dag. Við þau
tilefni brást ekki að Óli segði með
sérstakri innlifun: Skál! – fyrir
stjörnum og stól og hækkandi sól,
– og blessað sé íslenska vorið!
Allar minningar um Óla eru
einstaklega jákvæðar, og að leið-
arlokum er okkur dýrmætt að
hafa notið návista hans, þótt vissu-
lega hefðum við kosið að þær yrðu
lengri. Ógleymanlegt var þegar
hann söng í Selfosskirkju sl. sum-
ar við brúðkaup Sigursveins og
Þórunnar, það eru slíkar jákvæð-
ar minningar sem munu í huga
okkar verða bundnar Óla um alla
framtíð. Blessuð sé minning Ólafs
Þorsteins Jónssonar.
Sigurður og Kristín.
Mágur minn, Ólafur Þorsteinn
Jónsson, eða Thorsten eins og ég
kallaði hann ávallt, hefur kvatt
sviðið, sungið sinn síðasta tón.
Söngferil hans þekkja aðrir betur
en ég, hitt veit ég að hann var
drengur góður, djúpvitur, húmor-
inn alltaf klár, hláturinn minnis-
stæður, hafði góða nærveru. Sam-
verustundirnar með honum í
Þýskalandi og á Íslandi eru dýr-
mætar, ekki síst hér á Fossvegi á
síðkvöldum þegar sólin gyllir Ölf-
usá.
Innilegar samúðarkveðjur til
Heiðars bróður hans og fjöl-
skyldu. Elsku Jóhanna mín, það
er sárt að missa en minningin um
mikinn heiðursmann er ljúf, og
eins og Thorsten sagði oft þegar
hann hafði lokið góðu verki: Af-
mælið búið. Í Guðsfriði minn kæri
vinur.
Sveinn Sigursveinsson.
Það er aldrei auðvelt að setjast
niður og setja á blað kveðju til að
þakka fyrir allt það góða sem lífið
hefur gefið. Það er sérstaklega
erfitt þegar fólk er tekið frá okkur
fyrr en vonir stóðu til um. Það var
alltaf mikill spenningur á árum áð-
ur þegar leið að sumri og von var á
Óla og Jóhönnu frá Þýskalandi.
Litlum gutta fannst það vera ein-
hver dulúð sem var yfir því að búa
í útlöndum en ekki á Íslandi með
okkur öllum hinum. Sumar af mín-
um fyrstu minningum eru einmitt
úr heimsókn til Sviss, rétt rúm-
lega þriggja ára, það er margt
sem rifjast upp þegar myndir eru
skoðaðar. Í seinni tíð, þótt það hafi
verið alltof sjaldan, var það ákveð-
inn fastur punktur í tilverunni að
reyna að komast til ykkar í smá-
tíma yfir veturinn. Það eru marg-
ar minningarnar eftir þessar
heimsóknir, minningar sem nú er
gott að eiga og geta rifjað upp.
Hvort sem það var spjall um dag-
inn og veginn í stofunni eftir góða
svínasteik eða bara sögur frá gam-
alli tíð. Það var alltaf gott að koma
til Eggenfelden. Það má ekki
heldur gleyma öllum þeim skipt-
um sem þið komuð til Íslands, það
er okkar gæfa hvað þið gátuð
komið oft til Íslands á seinni árum.
Það verður skrýtið í næstu veislu í
fjölskyldunni að heyra þig ekki
dásama íslenska vorið, það varð
aldrei þreytt. Ég mun ekki heldur
gleyma því, þegar þú hittir Katr-
ínu mína í fyrsta skipti og hún var
alveg viss um að þú værir afi Óli.
Það var líka ómetanlegt að fá að
fylgjast með ykkur leika þegar ég
kom með hana til ykkar á Foss-
veginn í sumar. Hún talaði lengi á
eftir um þá heimsókn við mig.
Ekki má heldur gleyma þeirri
stund, síðasta sumar í brúðkaup-
inu hjá Sigursveini og Þórunni,
þegar þú söngst. Þetta var í fyrsta
og eina skipti sem við, yngri kyn-
slóðin, fengum að sjá þig syngja á
opinberum vettvangi, það var aug-
ljóst að þú hafðir engu gleymt frá
fyrri tíð. Það var því mikið högg að
frétta það í janúar að framundan
væri barátta hjá þér sem væri ill-
vinnanleg, brekkan væri of brött
til að komast upp hana. Það kom
aldrei annað til greina hjá mér en
að fara og heimsækja ykkur. Ég
sé ekki eftir því í dag, þessir dagar
sem ég eyddi hjá ykkur munu
aldrei gleymast. Það voru því erfið
spor, síðasta daginn, að kveðja
þig. Spjallið sem við áttum þá mun
ekki gleymast.
Elsku Óli okkar, takk fyrir allar
skemmtilegu og góðu stundirnar í
gegnum tíðina, okkar hugur er hjá
Jóhönnu þessa dagana.
Ármann, Matthildur og
Katrín Lilja.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Kæri frændi. Við viljum með
þessum orðum minnast þín og
kveðja í hinsta sinn.
Þegar við uxum úr grasi varstu
frændinn sem bjó erlendis og við
sáum sjaldan. Þegar þú heimsóttir
Ísland bjóstu hjá Ubbu ömmu á
Silfurteignum þar sem við vorum
tíðir gestir. Við kunnum nú ekki
alveg að meta raddæfingarnar
þínar sem hljómuðu um íbúðina á
þeim tíma og fannst að þú ættir
frekar að syngja svona fínt eins og
þú gerðir í útvarpinu og á tónleik-
um.
Á fullorðinsárum höfðum við
tækifæri til að heimsækja ykkur
Jóhönnu til Eggenfelden þar sem
okkur var ávallt mjög vel tekið og
einnig hittumst við oftar hér
heima. Reynsla okkar allra af bú-
setu erlendis sýndi okkur alltaf
mikilvægi samverustundanna sem
buðust af og til. Síðastliðið sumar
þegar fjölskyldan dvaldi öll í aust-
urrísku ölpunum eru því ljúfar
stundir í endurminningunni. Þú
lumaðir á skemmtilegum vísum,
mörgum sem við höfðum aldrei
heyrt og að sjálfsögðu tókum við
lagið saman hvert með sínu nefi.
Munum við ávallt minnast með
ánægju þessarar síðustu sameig-
inlegu stundar.
Elsku Jóhanna, við sendum þér
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Hörpu þinnar, ljúfa lag
lengi finn í muna.
Því ég minnist þín í dag,
þökk fyrir kynninguna.
(Á.K.)
Blessuð sé minningin um kær-
an föðurbróður
Kveðja,
Ólafur, Auður Heiða og
Drífa.
Ólafur Þorsteinn Jónsson
✝ Kristrún Guð-mundsóttir
fæddist í Hafn-
arfirði 3. september
1927. Hún lést á
Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund í Reykjavík
15. mars 2012. For-
eldrar hennar voru
Guðmundur Ein-
arsson frá Nýlendu
í Garði og Sigríður
Guðmundsóttir sem fæddist að
Skarði í Lundarreykjadal í Borg-
arfirði. Systkini Kristrúnar voru
11 talsins: Elsa Guðríður, f. 29.8.
fluttist seinna til Hafnarfjarðar.
Þaðan fluttust þau til Hvera-
gerðis og bjuggu síðan á nokkr-
um stöðum í Ölfusi, Flóa og að
lokum að Hólum í Bisk-
upstungum. Eftir að Guð-
mundur, faðir Kristrúnar lést, og
þau brugðu búi bjó hún ein með
móður sinni í Reykjavík. Krist-
rún var ógift og barnlaus. Síð-
ustu árin eftir dauða móður sinn-
ar bjó hún í Hátúni 10b og svo á
Dvalarheimilinu Grund.
Útför Kristrúnar fer fram frá
Aðventkirkjunni í Reykjavík í
dag, 27. mars 2012, og hefst at-
höfnin kl. 13.
1914, Guðbjartur
Einar, f. 26.10.
1915, Katrín Guð-
dís, f. 29.10. 1917,
Ingibergur Jóhann-
es, f. 20.10. 1918,
Inga Steinþóra, f.
17.12. 1919, Óskírð-
ur drengur, f. 1920,
Lillý Steinunn Guð-
munda, f. 4.8. 1921,
Tómas Borgfjörð, f.
17.8. 1923, Sesselja
Fanney, f. 12.10. 1924, Daníel
Guðni, f. 14.11. 1925 og Jósep
Smári, f. 4.11. 1928. Fjölskyldan
bjó fyrst í Nýlendu í Garði en
Okkur langar til að minnast
hennar Rúnu frænku og rifja upp
nokkrar góðar minningar. Þær
voru alltaf nefndar í sömu and-
ránni, amma og Rúna, því þær
bjuggu saman meðan Sigríður
amma lifði. Það lá beinast við hjá
Bjarti að gista hjá ömmu og Rúnu
þegar hann, sem unglingur,
skrapp upp á land frá Eyjum.
Þegar við stofnuðum fjölskyldu
varð það fljótlega að vana að fara í
ömmuheimsóknir á laugardögum
með strákana. Rúna minntist oft á
það, og hafði gaman af, þegar einn
af strákunum okkar kallaði hana
ömmu svo hátt að allir heyrðu í
búðinni sem þau voru stödd í.
Rúna hafði það oft að starfi
þegar hún var yngri að heimsækja
einstæðinga og gamalt fólk og
rétta hjálparhönd við húsverkin
eða koma færandi hendi. Einnig
gaf hún iðulega föt til fátækra sem
var líka hennar síðasta verk þegar
hún gaf mest af búslóð sinni til
Góða hirðisins. Þær mæðgur helg-
uðu Aðventsöfnuðinum alla sína
krafta og þau voru ófá vettlinga-
og sokkaplöggin sem þær prjón-
uðu á basar eða til að gefa þeim
sem minna máttu sín. Rúna sá líka
alltaf til þess að við í fjölskyldunni
ættum hlýja sokka og vettlinga.
Það hefur verið venja hjá okkur
að fá Rúnu í heimsókn suður eftir
einu sinni að sumri. Þá fengum við
okkur rjómapönnukökur og kaffi,
sem ekki mátti vera eins og „ær-
miga í sólskini“, því þá var það of
þunnt. Rúna þakkaði svo fyrir
„gatið“ um leið og hún kvaddi því
auðvitað voru göt á pönnukökun-
um og þannig var stundum þakk-
að fyrir svoleiðis veitingar í sveit-
inni. Þannig var Rúna, spaugsöm
og skemmtileg.
Við þökkum Rúnu fyrir vináttu
og góðar samverustundir í gegn-
um tíðina og biðjum Guð að blessa
minningu hennar.
Guðbjartur Daníelsson og
Lára Guðmundsdóttir.
Rúna var eins og stóra systir
mín bernskuárin sem við vorum í
Hólum í Biskupstungum. Það var
áhyggjulaust að fylgjast með
henni, því hún vissi nákvæmlega
hvernig búskapurinn með skil-
vindu, strokki, hrífum og köðlum
átti að vera í þessu afskekkta búi á
fyrri helmingi síðustu aldar. Hún
var sterk og dugleg og gott að
vinna með henni. Yngri bróðir
hennar, Smári, var besti bernsku-
vinur minn þangað til ég fór út til
Noregs. Tveimur árum síðar er ég
kom heim í sumarfríinu kom Ída
að Hólum.
Já, eins og Jóhann segir, þá
urðum við Rúna líka eins og syst-
ur til að byrja með, þótt hún í
rauninni yrði mágkona mín. Það
var enginn sem gat hjálpað mér
eins og Rúna. Ég hafði aldrei verið
í sveit áður, en Rúna kenndi mér
að mjólka og ganga frá mjólkuraf-
urðunum, að baka bæði brauð og
flatkökur. Hún var svo dugleg og
gott að vera með henni í sveitinni.
Við höfðum sérstaklega ánægju-
legar stundir þegar við vorum ein-
ar saman, og oft sótti Rúna hesta
til þess að við gætum farið í reið-
túr saman. Hún hafði vit á mörgu
sem gerði sveitalífið auðveldara.
Hún var oft reglulega góð við
okkur Smára, og oft tókum við á
móti gjöfum frá henni, sem okkur
þótti við alls ekki eiga skilið. Þess
vegna fóru þessar gjafir inn í
grænan skáp hjá okkur, og þegar
við vissum að nú gæti Rúna vel
notfært sér þessa hluti sjálf fékk
hún þá aftur og ég held að henni
hafi þótt vænt um það. Ég vil
þakka Rúnu fyrir allar góðar
stundir sem við áttum saman í
Hólum og síðar.
Ég vil taka undir þetta með Ídu,
að ég er Rúnu þakklátur fyrir hvað
hún gerði fyrir Ídu, og þar með
móta unga konu og gera hana að
yndislegri eiginkonu, sem ég nýt í
samlífi okkar sem ellilaunaþegar.
Það eru nú liðin sex ár síðan við
Ída tókum saman eftir að hafa
misst fyrri maka okkar, og það var
ljúft að koma til Rúnu, sem við
bæði þekktum svo vel, þótt frá
mismunandi tímabilum ævinnar
væri, og tala um gamlar stundir í
Hólum.
Það var dásamlegt vetrarveður
og við skruppum yfir Hellisheiði til
Reykjavíkur. „Þá skulum við
koma við hjá Rúnu,“ var sagt. Síð-
ast þegar við komum til hennar
var hún á Landspítalanum, en nú
var hún komin heim aftur á Grund,
þar sem starfsfólkið er svo ynd-
islegt og því gott að vera.
Þótt Rúna væri orðin mjög veik
var gott að tala við hana. Ég nefndi
bernskuminningar okkar á túninu
og uppi í Nýgræði og hún tók und-
ir. Svo minntumst við líka að það
var vani okkar að hafa eins konar
messu í heimahúsum og þetta voru
þægilegar minningar Rúnu. Ída
náði í þvottaklút og þurrkaði svit-
ann úr andliti hennar. Rúna hafði
aðeins tvær óskir; að henni yrði
snúið í rúminu – og að hún fengi að
deyja. Að lokum hafði ég bæn með
henni og þakkaði Guði fyrir líf
hennar Rúnu, og að samband
hennar við Guð mætti halda áfram
að eilífu. Rúna tók undir með því
að þrýsta hönd Ídu. Þá kysstum
við hana bæði og kvöddum. Það
leið varla hálfur tími þar til Guð-
bjartur, bróðursonur Rúnu,
hringdi í gemsann með þær fréttir
að Rúna væri látin. Blessuð sé
minning Rúnu.
Ída Stanleysdóttir og
Jóhann Þorvaldsson.
Kristrún Guðmundsdóttir
Hverafold 1-3 og Húsgagnahöllinni • Sími 567 0760
Fallegar útfararskreytingar
• Kransar
• Krossar
• Kistuskreytingar
Runni
Stúdíóblóm
✝
Elskulegur bróðir okkar,
EGGERT MAGNÚSSON,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
fimmtudaginn 22. mars.
Útför hans fer fram frá Selfosskirkju fimmtu-
daginn 29. mars kl. 13.30.
Sigurþór Magnússon,
Eyþór Magnússon,
Arnheiður Magnúsdóttir.
✝
Elskulegur bróðir minn,
EMIL VALTÝSSON,
Túngötu 13,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
miðvikudaginn 14. mars.
Útför fór fram frá Keflavíkurkirkju mánu-
daginn 26. mars í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Sérstakar þakkir fær Kjartan Örvar læknir.
Guðrún Valtýsdóttir
og aðstandendur.
✝
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
VILHELM S. SIGURÐSSON
frá Görðum við Ægisíðu,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ að kvöldi
föstudagsins 23. mars.
Eva Vilhelmsdóttir, Ólafur Haukur Matthíasson,
Elín Vilhelmsdóttir, Stefán Ó. Helgason,
Sigurður Vilhelmsson, Sigurlaug Sveinsdóttir,
Málfríður Vilhelmsdóttir, Kristján Thorarensen,
Ingvar Vilhelmsson, Kristín Sandholt,
Olga Þorsteinsdóttir,
barnabörn og langafabörn.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800