Morgunblaðið - 27.03.2012, Qupperneq 33
The Young and Carefree Ískalt en rómantískt popp.
sprelligosalegt en endaði dálítið úti í
skurði.
Atary var sömuleiðis dúett, skip-
aður tveimur vinum sem hafa spilað
saman í tólf ár, liðlega helming æv-
innar. Lögin voru fremur hefð-
bundnar háskólarokksballöður með
gruggblæ. Samsöngur þeirra félaga
var góður og einkanlega fór annar
þeirra, Sævar Logi, miklum hamför-
um í söngnum. Það mætti segja að
hann hafi nánast farið yfir strikið í
ástríðufullri túlkuninni en einlægnin
bjargaði honum.
ReTroBot sögðust spila „elektrón-
ískt indírokk“ í kynningartexta og
verður henni trauðla betur lýst. Með-
limir komu ákveðnir til leiks, í sam-
stæðum sviðsfötum og sviptu upp
stuðvænu setti og salurinn var óðar á
þeirra bandi. Lagasmíðar voru helst
til þunnar en yfir það var breitt með
áðurnefndri ástríðu og spilagleði.
Enn og aftur kvað við nýjan tón er
hljómsveitin Treisí sneri í gang. Just-
in Bieber eirir engu og er nú kominn
inn á Músíktilraunir. Hér var á ferð-
inni fölskvalaust plastpopp, söngv-
arinn Júlí Heiðar söng með bjartri og
orkuríkri röddu yfir melódískt há-
skólarokk sem var, jú, sæmilegt til
síns brúks en lítið meira en það.
Audio Team voru og á melódískum
lendum, en meira í hreinu, amerísku
tilfinningarokki. Söngkonan bar
sveitina uppi, sviðsmanneskja af
Guðs náð og sveitin bara býsna efni-
leg. In the Company of Men hafði
m.a. á að skipa hinum mjög svo lit-
ríka söngvara, Andra Kjartani Jak-
obssyni Andersen, sem hefur heiðrað
Tilraunirnar alloft með nærveru
sinni, m.a. með sveitinni Vulgate.
Ekki stóð á kraftinum frekar en
vanalega og Andri eins og kolvitlaust
dýr í búri uppi á sviði. Tónlistin var
blanda af frjálsum djassi og öfg-
arokki, ekki ósvipað því sem John
Zorn var að gera með Naked City.
Áhorfendur voru á bríkinni í gegnum
lögin tvö en um leið má líka greina
ákveðin þreytumerki í þessu öllu
saman.
Justin Case er skipuð ungum
mönnum og tók og þátt í fyrra. Ný-
bylgjurokk sveitarinnar féll í fremur
grýttan jarðveg og enn vantar upp á
samhæfingu og almenna stefnumót-
un. Hvergerðingarnir End of Days
luku svo kvöldinu með fremur hefð-
bundnu bílskúrsrokki og greinilegt
að hér voru menn að stíga fyrstu
skrefin.
Salurinn kaus svo RetRoBot inn í
úrslit en dómnefndin hleypti Aeterna
áfram.
Audio Team Söngkonan stóð sig með miklum sóma.
Snjólugt Sveitin var djúpt í sporum áhrifavaldanna. Justin Case Samhæfing í fötum sem tónum.
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2012
Á toppi íslenska aðsóknarlistans
trónir kvikmyndin The Hunger
Games. Það má með sanni segja að
þessi mynd hafi náð til kvikmynda-
húsagesta bæði hér á Íslandi og um
allan heim en myndin er nú í þriðja
sæti yfir bestu frumsýningarhelgi
allra tíma en aðeins The Dark
Knight og Harry Potter & The
Deathly Hallows: Partur II hafa átt
betri opnunarhelgi. Ólíkt stórmynd-
inni John Carter frá Walt Disney
sem kostaði nærri 250 milljónir doll-
ara og hefur fengið dræmar mót-
tökur sem gæti kostað Disney allt að
150 til 200 milljónir dollara í tapi
malar The Hunger Games gull með
rúmar 155 milljónir dollara í aðsókn
í Bandaríkjunum einum og hátt í 60
milljónir dollara utan Bandaríkj-
anna. Kostnaður við gerð mynd-
arinnar er um 80 milljónir dollara og
því strax kominn gífurlegur hagn-
aður af gerð hennar. Síðast en ekki
síst hefur myndin einnig fengið frá-
bæra dóma gagnrýnenda um alla
heim.
Í öðru sæti listans er íslenska
stórmyndin Svartur á leik en hún
var í 3 vikur á toppi listans. Það er
engin skömm að því að hrapa niður í
annað sæti fyrir mynd eins og The
Hunger Games og geta aðstand-
endur myndarinnar verið ánægðir
með þær frábæru móttökur sem ís-
lenskir bíóhúsagestir hafa veitt
myndinni.
Friends With Kids kemur ný inn á
listann og hoppar beint í 3. sætið.
Hérna er á ferðinni gamansöm og
rómantísk mynd um vini sem ákveða
að eignast saman barn en sleppa öllu
veseninu sem fylgir því að vera í
sambandi. Myndin hefur fengið fína
dóma og leikstjórinn Jennifer West-
feldt hefur tekist vel til með þessa
mynd.
Vonbrigði helgarinnar hlýtur að
vera John Carter en myndin hrapar
úr öðru sæti listans niður í það
fimmta. Myndin sem átti að vera ein
af stærri myndum ársins hefur átt
erfitt uppdráttar og ekki laðað að
þann fjölda sem framleiðendur
hennar, Walt Disney, gerðu sér von-
ir um.
Bíóaðsókn helgarinnar
Hungurleikarnir með
risaopnun um helgina
AP
Bíó The Hunger Games á toppnum.
Bíólistinn 23.-25. mars 2012
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
The Hunger Games
Svartur á Leik
Friends With Kids
Project X
John Carter
The Vow
Journey 2: The Mysterious Island
Act of Valor
Un monstre à Paris (Skrímsli í París)
Alvin og íkornarnir 3
Ný
1
Ný
3
2
4
6
5
10
7
1
4
1
2
3
3
5
2
7
15
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
EGILSHÖLL
16
16
L
L
7
7
7
ÁLFABAKKA
10
7
7
7
7
12
12
12
VIP
16
16
FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
VANESSA HUDGENS, MICHAEL CAINE OG DWAYNE „THE
ROCK“ JOHNSON TRYGGJA ÓSTÖÐVANDI BÍÓSKEMMTUN
MÖGNUÐ ÞRÍVÍDD
L
L
SELFOSS
FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS.
PLEASANT SURPRISE
- C.B, JOBLO.COM
- New York Times
- Time Out New York
- Miami Herald
„Hin brjálæðislega fyndna Project X er málið.
Hún fer alla leið er auk þess kærulaus og tilbúin
í fjörið. Hverjum líkar ekki við það?“
Rolling Stone
Geðveikt grín í geggjuðustu partýmynd allra tíma!
FRIENDS WITH KIDS kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D
FRIENDS WITH KIDS VIP kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D
PROJECT X kl. 8 - 10:10 2D
JOHN CARTER kl. 5:20 - 8 - 10:40 3D
JOHN CARTER kl. 10:10 2D
THE WOMAN IN BLACK kl. 8 - 10:10 2D
JOURNEY 2 kl. 5:50 2D
A FEW BEST MEN kl. 8 2D
HUGO Með texta kl. 5:30 2D
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN M/ ísl. Tali kl. 5:50 2D
12
12
7
7
KRINGLUNNI
16
FRIENDS WITH KIDS kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D
PROJECT X kl. 6 - 8 - 10:10 2D
JOHN CARTER kl. 5:20 - 8 - 10:40 3D
7
12
16
AKUREYRI
FRIENDS WITH KIDS kl. 8 - 10:10 2D
PROJECT X kl. 8 2D
JOHN CARTER kl. 10:10 3D
FRIENDS WITH KIDS kl. 8 - 10:20
JOHN CARTER kl. 5:20 - 8 - 10:20
SKRÍMSLI Í PARÍS m/ísl. tali kl. 6
KEFLAVÍK
12
12
16
THE HUNGER GAMES kl. 10:10 2D
FRIENDS WITH KIDS kl. 8 - 10:20 2D
PROJECT X kl. 8 2D
JOHN CARTER kl. 5:30 3D
SKRÍMSLI Í PARÍS m/ísl. tali kl. 6 2D
UM LAND ALLT
BRIDESMAIDS
eru æðisleg í þessari frábæru gamanmynd
„SCOTT EFFORTLESSLY STEALS THE SHOW“
– L.S. EW.com
„SEXY, SOPHISTICATED AND SAVVY“
– P.H. Boxoffice Magazine
„FRIENDS WITH KIDS IS THE BEST BREEDER
MOVIE IN YEARS“
– D.E. NEW YORK MAGAZINE
„KRISTEN WIIG IS SERIOUSLY GOOD“
– P.T. ROLLING STONE
Kristen Wiig, Jon Hamm, Maya Rudolph og Chris O’Dwod úr
FRIENDS WITH KIDS kl. 8 - 10:20 2D
PROJECT X kl. 8 - 10:10 - 10:40 2D
JOHN CARTER kl. 5:20 2D
JOHN CARTER kl. 5:20 - 8 3D
JOURNEY 2: THE MYSTERIOUS ISLAND kl. 5:40 3D
THE WOMAN IN BLACK kl. 8 - 10:10 2D
FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl tali kl. 6 3D
Nýttu svalirnar allt árið um kring
idex.is - sími: 412 1700
- merkt framleiðsla
Skjól
Lumon svalagler veitir skjól
gegn rigningu og roki. Mjög
einfalt er að opna svalaglerið
og renna því til og frá.
Hljóð- og hitaeinangrun
Svalaglerin veita hljóð- og hita-
einangrun sem leiðir til minni
hljóðmengunar innan íbúðar
og lægri hitakostnaðar.
Óbreytt útsýni
Engir póstar eða rammar
hindra útsýnið sem helst
nánast óbreytt sem og ytra
útlit hússins.
Auðveld þrif
Með því að opna svalaglerið
er auðvelt að þrífa glerið að
utan sem að innan.
Stækkaðu fasteignina
Með Lumon svalaglerjum má segja að þú stækkir fasteignina
þína þar sem þú getur nýtt svalirnar allan ársins hring.
hefur svalaglerin fyrir þig!