Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 11
finnst skipta miklu máli að aðlagast nýju samfélagi með því að tileinka mér tungumálið og reglurnar sem þar gilda, enda hef ég aldrei mætt neinum fordómum hér á Íslandi,“ segir Tri sem hefur komið víða við frá því hann flutti hingað í norðrið, hann hefur unnið í málningaverksmiðju, hjá veitingastaðnum Burger King og Serranó sem og við ýmislegt fleira. Undanfarin tvö ár hefur hann unnið hjá Kópavogsbæ og unir hag sínum vel þar. Átta ára þurfti hann að bera vatn langa leið heim í hús Lífið í heimahögum Tri á Balí er fjarska ólíkt því sem við þekkjum hér á landi. „Balí er paradís fyrir fólk sem kemur þangað í heimókn sem ferðamenn. En við fjölskylda mín bjuggum uppi í fjöllunum, þar sem er fátækt og lífið allt öðruvísi en niðri við ströndina þar sem ferðamenn- irnir eru. Aðstæður okkar voru frek- ar erfiðar, við vorum sjö systkini og við bjuggum níu manns saman í einu herbergi. Við sváfum á mottum á gólfinu og oftast voru bara hrísgrjón í matinn. Það var ekki rennandi vatn og því þurftum við að byrja daginn á því að fara gangandi langan veg nið- ur að á til að sækja vatn sem við svo bárum heim í brúsum. Ég var átta ára þegar ég byrjaði að bera vatn heim. Við þurftum líka að fara með þvottinn gangandi alla þessa leið að ánni til að þvo hann. Á Balí byrja börnin að vinna um leið og þau eru orðin sjö ára, þau skera líka hluti út í tré til að selja. Allir þurftu að leggja sitt af mörkum.“ Hætti í skóla þegar pabbi dó Pabbi hans Tri var rafvirki og hann kom að því að leggja rafmagn í stærstu hótelin á Balí. „Hann lenti í mótorhjólaslysi þegar hann var ung- ur og æð við hjartað fór illa. Þess vegna dó hann ungur. En bernskuár- in á Balí voru samt góð ár og margt skemmtilegt, við krakkarnir vorum alla vegana ekkert að kvarta,“ segir hinn glaðværi Tri sem fór að heiman 14 ára til að vinna og hann hefur aldr- ei flutt aftur heim síðan. „Þegar pabbi dó þá varð ég að hætta í skóla til að vinna fyrir fjölskyldunni, því mamma gat ekki séð ein fyrir þessum stóra hópi. Ég þurfti að fórna mér svo yngri systkini mín gætu farið í skóla. Fyrst fékk ég vinnu sem aðstoðar- kokkur á bát sem sigldi til Ástralíu og milli eyja í Indónesíu, upp til Malasíu, Singapúr og fleiri staða. Ég bjó í bátnum í tvö ár og sendi peninga heim til mömmu.“ Tri hefur ekki sleppt hendinni af fjölskyldu sinni á Balí, því hann leggur enn sitt af mörkum. „Mamma dó árið 2007 og ef systkini mín vanhagar um eitthvað þá geng ég í málið, til dæmis vantar bróður minn núna tölvu og ég ætla að redda því. Systur mína vantar líka mótorhjól, sem er nauðsynlegt til að hún komist til og frá vinnu.“ Sjö barna faðir á Íslandi Tri á samtals sjö börn, þrjú með íslenskri konu sem hann bjó með og hann á einn dreng með núverandi konu sinni, en hún átti auk þess þrjú börn fyrir. „Yngsti sonur minn hann Tómas, sem er tveggja ára, kemur stundum með mér hingað í vinnuna og hjálpar mér,“ segir Tri og tekur fram að uppeldisaðferðir séu aðrar heima á Balí en á Íslandi. „Þar er ekkert óvenjulegt að börn á Balí séu tuskuð til af foreldrum til að aga þau. Og þau þurfa að sýna þeim sem eldri eru mikla virðingu. Ef við gengum framhjá einhverjum sem var eldri en við, kannski afi og amma, þá þurftum við alltaf að beygja okkur. Ef við gerð- um það ekki þá urðu foreldrar okkar brjálaðir. Kærustupör gátu heldur ekki verið að kyssast á almannafæri eða neitt slíkt. Það tók þó nokkurn tíma fyrir mig að læra inn á ólíka menningu í þessum málum hér á Ís- landi. En til að verða hluti af samfélagi þá þarf maður að opna hugann fyrir öllu þessu nýja og gera sitt til að aðlag- ast,“ segir Tri sem heldur mikið upp á Þingvelli og fer oft þangað. Ásbyrgi finnst honum líka æðislegur staður. Hann hefur ekki farið til Balí frá því árið 2007 en þá fór hann til að fylgja móður sinni síðasta spölinn. Þá voru sex ár frá því hann hafði farið síðast. Með ömmu Alexander, elsti sonur Tri, með ömmu sinni á Balí árið 2001, Ni Wayan Sukerti, en hún lést árið 2007. Afmælisboð Tri (í efra horni hægra megin) í stórri af- mælisveislu á Balí en þá sitja allir á gólfinu. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2012 Hestar í náttúru Íslands kallast sýn- ing myndlistarmannsins Hermanns Árnasonar sem nú stendur yfir í kjallara L51 Art Center, Laugavegi 51 í Reykjavík. Verkin sem Hermann sýnir eru aðallega unnin í akrýl með blandaðri tækni þar sem múrvið- gerðarefnum er blandað saman við akrýl og striginn grunnaður með. Þannig nær Hermann að skapa gróf- leika og dulúð í verkin enda leitar hann eftir að skila krafti og mýkt hestanna ásamt hráleika íslensku náttúrunnar til áhorfandans. Hermann er lærður rafvirki og starfar sem slíkur. Hann er sjálf- menntaður í list sinni og vinnur hann mikið með blandaða tækni og hefur leiðbeint nemendum á nám- skeiðum hjá Félagi myndlistarmanna í Reykjanesbæ sem honum finnst gefa listagyðju sinni gildi. Galleríið er opið frá kl. 9.00 til 18.00 alla virka daga og frá kl. 10.00 til 16.00 á laugardögum, sýningin stendur til 31. maí Sýning Hermanns Árnasonar Hestar Innblástur úr náttúrunni. Blönduð tækni Nú geta ALLIR keypt sér gleraugu Þar sem gæðagleraugu kosta minna ReykjavíkuRveguR 22 • S. 565 5970 • SjonaRholl.iS SJÓNARHÓLL 4 VERÐ Á UMGJÖRÐUM 19.900 14.900 9.900 4.900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.