Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2012 ✝ Kristín RuthJónsdóttir fæddist á Siglufirði 28. maí 1937. Hún lést á heimili sínu 28. apríl 2012. For- eldrar hennar voru Jón Pálsson, f. 3. maí 1913 á Ytri- Hofdölum í Skaga- firði, d. 12. febrúar 1986, og Sigríður Ingibjörg (Imma) Kristinsdóttir, f. 23. ágúst 1905 að Mýrarkoti, Höfðaströnd, Skagafirði, d. 16. júní 1973. Hinn 21. september 1957 gift- ist Ruth Bergsveini Sigurðssyni. Hann fæddist 21. apríl 1936 á Ísa- firði og lést 31. ágúst 2001. For- eldrar Bergsveins voru Sigurður Pétursson, f. á Vatnsleysu í Gull- bringusýslu 20. desember 1904, d. 28. apríl 1986, og Björg Sigríð- börn eru Sigurlaug, Kristín Rut og Árni Pétur og barnabörnin eru tvö. 4) Björg, f. 12. maí 1962, maki Eggert Dagbjartsson, þeirra börn eru Nína Ruth, Bald- ur Þór og Hrafnhildur Sif. 5) Bergsveinn Sigurður, f. 25. jan- úar 1968, maki Gígja Hrönn Eiðsdóttir, dætur þeirra eru Katrín Erla og Björg. Ruth ólst upp á Siglufirði og gekk í Gagnfræðaskóla Siglu- fjarðar. Árið 1956 flutti hún með Bergsveini, verðandi manni sín- um, til Reykjavíkur þar sem hann stundaði nám í vélvirkjun. Um ári síðar fluttu þau til Hafnarfjarðar þar sem þau bjuggu og störfuðu til æviloka. Bergsveinn var lengst af yf- irverkstjóri hjá Hafnarfjarð- arbæ. Ruth vann við ýmis störf, m.a. við framreiðslustörf á veit- ingahúsinu Skiphóli, við end- urhæfingarstörf á Sólvangi og við símvörslu hjá Hafnarfjarð- arbæ. Útför Ruthar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, 7. maí 2012, og hefst athöfn- in klukkan 13. ur Bergsveins- dóttir, f. á Ísafirði 17. febrúar 1911, d. 2. maí 1958. Berg- sveinn ólst upp á Siglufirði hjá móð- ursystur sinni Ólínu Bergsveinsdóttur og manni hennar Sigurði Sveinssyni. Börn Bergsveins og Ruthar eru: 1) Inga Jóna, f. 22. des. 1954 (kjördóttir Bergsveins), maki Steindór Guðmundsson, þeirra synir eru Guðmundur Stefán og Sigurður Páll, og barnabörnin eru tvö. 2) Guðrún Ólína, f. 5. ágúst 1957, maki Guðmundur Ragnar Ólafsson, börn þeirra eru Bergsveinn, Steinunn Rut og Ólafur Andrés, og barnabörnin eru þrjú. 3) Jón, f. 8. des. 1960, maki Ásdís Árnadóttir, þeirra Ruth tengdamóðir mín var einkabarn foreldra sinna og ólst upp á Siglufirði, þar sem Jón fað- ir hennar vann lengst af við skipasmíði en einnig við ýmsa til- fallandi vinnu, stundum í öðrum landsfjórðungum. Imma móðir hennar vann við síldarsöltun á síldarárunum, en síðar m.a. við skúringar í skólum bæjarins. Sautján ára gömul eignaðist Ruth dóttur, Ingu Jónu Jónsdótt- ur, sem ólst síðan upp hjá móð- urömmu sinni og afa á Siglufirði. Fljótlega kynntist Ruth verðandi eiginmanni sínum, Bergsveini Sigurðssyni, sem fæddur var á Ísafirði 1936, en ólst upp á Siglu- firði hjá móðursystur sinni. Þau Ruth og Bergsveinn fluttust síð- an til Hafnarfjarðar og eignuðust þar fjögur börn. Þegar ég kynntist tilvonandi tengdaforeldrum mínum árið 1975, bjuggu þau í svokölluðu „Viðlagasjóðshúsi“ við Heiðvang í Hafnarfirði. Þar bjó þá líka Jón faðir Ruthar og hafði innréttað sér litla íbúð í bílskúrnum. Það var honum mikils virði að búa þarna í nábýli við dóttur sína og tengdason síðustu æviárin. Þau tóku mér öll einstaklega vel og buðu mig velkominn í fjölskyld- una á Heiðvangi, þar sem þau Ruth og Bergsveinn höfðu búið sér fallegt heimili. Skólaganga Ruthar var ekki löng, en hún hafði alla tíð mikinn áhuga á handavinnu og mun hafa haft löngun til að verða handa- vinnukennari, sem aldrei varð þó úr. Á seinni árum nýtti hún sér vel að hún hafði meiri tíma en áð- ur til að vinna ýmiss konar handavinnu, og ýmsir hlutir sem hún bjó til eru hreinustu lista- verk, sem kostað hafa mikla vinnu. Þessa hluti gaf hún börn- um, barnabörnum og nú síðast barnabarnabörnum, og þessir hlutir minna okkur öll á Ruth ömmu og langömmu. Ruth og Bergsveinn voru mjög samrýmd hjón. Þau ferðuðust mikið um landið og dvöldu þá oft í orlofshúsum, m.a. voru Knapps- staðir í Stíflu í miklu uppáhaldi. Á tímabili ferðuðust þau líka mikið með tjaldvagn í eftirdragi. Svo voru þau mörg sumur á Flúðum, bæði um helgar og eins í sum- arfríum. Auk handavinnunnar hafði Ruth það sem mikið áhugamál að fylgjast með íþróttum og sérstak- lega handbolta. Hún mátti helst ekki missa af landsleik í hand- bolta og svo þurfti hún sérstak- lega að fylgjast með syni sínum og síðar dóttursyni í handboltan- um, en þeir kepptu báðir fyrir FH. (Reyndar keppti annar líka fyrir Aftureldingu, en höfum það innan sviga). Ruth taldi sig alltaf Siglfirð- ing, eins og flestallir sem þar hafa búið um lengri eða skemmri tíma, en hún var í raun ekki minni Hafnfirðingur, og hafði reyndar búið í Hafnarfirði meira en þre- falt lengur en á Siglufirði. Eftir að starfsferlinum lauk tók hún m.a. virkan þátt í starfsemi eldri borgara í Hafnarfirði, einkum því sem sneri að handavinnu. Enginn átti von á því að Ruth myndi kveðja svona fyrirvara- laust, aðeins 74 ára gömul, en „til- vera okkar er undarlegt ferða- lag“ eins og segir í ljóði Tómasar Guðmundssonar sem hún hafði dálæti á. Með þessum orðum kveð ég Ruth tengdamóður mína, blessuð sé minning hennar. Steindór Guðmundsson. Það eru næstum 30 ár frá því ég kynntist Ruth tengdamóður minni fyrst. Ruth var glæsileg kona, hugsaði vel um útlitið og var ávallt vel til fara. Hún hlakk- aði til á hverju ári að skreppa til dóttur sinnar í Boston á haustin og notaði þá tækifærið og fékk sér huggulegan fatnað í leiðinni. Hún var fædd og uppalin á Siglufirði og tengdist Siglufirði sterkum böndum. Þegar til stóð ferðalag norður talaði hún alltaf um að hún væri að fara heim sem gat stundum ruglað borgarbarnið mig til að byrja með, þar sem hún hafði búið í Hafnarfirði í áratugi. Ruth var einbirni og var stolt af þeirri stóru fjölskyldu sem hún átti orðið. Hún var komin með fimm börn þegar hún var þrítug og barnabörnin eru nú 13 og langömmubörnin sjö. Hún hafði oft á orði hversu merkilegt þetta væri hvað hún einbirnið ætti orð- ið marga afkomendur og fannst hún að sjálfsögðu hafa staðið sig vel að koma þessum hópi í heim- inn. Það gustaði oft af Ruth og hún sagði sína meiningu tæpi- tungulaust. Ruth var mikil hannyrðakona. Hún saumaði mikið og prjónaði á barnabörnin hér áður fyrr, en síð- ustu árin var hún meira í búta- saumum og ýmsu föndri. Þau eru ófá rúmteppin sem prýða heimili afkomenda hennar og einnig ým- islegt annað handverk sem hún útbjó í gjafir. Hún byrjaði snemma árs að útbúa jólagjafir handa afkomendunum og síðan sýslaði hún við gjafirnar fram eft- ir árinu. Við gerðum okkur ferð til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum og fengum okkur sinn köttinn hvor sem voru bræður. Ruth var mikill kattavinur og var köttur- inn hann Tumi henni mikill félagi og gaf henni mikið þessi síðustu ár. Hún kom oft í heimsókn til okkar og laumaði þá alltaf smá kattasælgæti að bróður hans. Það var mikið áfall fyrir Ruth að missa eiginmann sinn Berg- svein allt of snemma, en hann lést árið 2001 eftir erfið veikindi. Hann hafði verið stoð hennar og stytta í lífinu og höfðu þau verið mjög samrýmd hjón. Þau ferðuð- ust mikið gegnum árin og síðustu árin sem hann lifði voru þau með kotið sitt á Flúðum. Hún kom okkur mörgum á óvart eftir frá- fall hans þar sem hún tókst á við ýmsa erfiðleika og stóð sterk eft- ir. Heilsa Ruthar hafði versnað í vetur en enginn átti þó von á því að hún kveddi okkur svona snögglega en hún varð bráð- kvödd á heimili sínu. Elsku Ruth, nú ertu komin til Bergsveins þíns og þið eruð sameinuð á ný. Hvíl í friði. Ásdís. Kristín Ruth Jónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Kristínu Ruth Jóns- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Elín ElísabetGuðmundsdóttir fæddist í Bæ í Tré- kyllisvík 27. febrúar 1919. Hún lést í Reykjavík 21. apríl 2012. Foreldrar hennar voru hjónin Steinunn Hjálm- arsdóttir, f. 24.1. 1886 í Kjós í Árnes- hreppi, d. 15.3. 1972, og Guðmundur Guð- mundsson, f. 24.9. 1883 í Bæ í Ár- neshreppi, d. 9.8. 1929. Systkini hennar voru Sigurbjörg, f. 1911 d. 1975, Jensína Jórunn, f. 1912, d. 1988, Sigrún, f. 1915, d. 1998, Hallfríður Hansína, f. 1917, d. 1993, Björgmundur, f. 1921, d. heima til 1972 er þau fluttu í Kópavog. Guðmundur lést árið 1985. Börn þeirra eru: Bára, f. 16.9. 1937, maki Magnús Gunnar Gíslason, f. 16.3. 1937, d. 16.7. 1994, Sjöfn, f. 16.9. 1937, d. 20.1. 2012, maki Ragnar Ingi Jak- obsson, f. 27.7. 1931, Pétur, f. 23.6. 1944, maki Margrét Ólöf Eggertsdóttir, f. 21.7. 1950, Ingi- björg, f. 30.6. 1946, maki I: Jó- hannes Fylkir Ágústsson, f. 24.12. 1943, d. 9.10. 2008, skildu, maki II: Þorvaldur Pálsson, f. 18.9. 1938, skildu, Guðmundur, f. 3.6. 1950, d. 4.10. 1965, Torfi Þorkell, f. 23.11. 1952, maki Helga Val- gerður Rósantsdóttir, f. 28.8. 1948, Ásgeir, f. 20.12. 1954, maki Inga Anna Waage, f. 14.11. 1955, Böðvar, f. 30.10. 1963, maki Hrönn Valdimarsdóttir, f. 19.3. 1964. Alls eru afkomendur Elínar 114 auk nokkurra stjúpbarna. Útför Elínar fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 7. maí 2012, og hefst athöfnin kl. 13. 1997, Óli Jens Vi- borg, f. 1924, d. 1925 og Þorkell, f. 1926, d. 1996. Árið 1926 urðu Guðmundur og Steinunn að bregða búi vegna veikinda Guðmundar og koma yngri börn- unum í fóstur. Elín ólst upp frá sjö ára aldri í Ófeigsfirði hjá Pétri Guðmundssyni og Ingi- björgu Ketilsdóttur. Árið 1942 giftist hún Guðmundi, f. 7.5. 1912, elsta syni Péturs og Ingibjargar. Bjuggu þau í Ófeigsfirði til haustsins 1965 er þau fluttu til Bolungarvíkur þar sem þau áttu Móðir okkar, hún Ella frá Ófeigsfirði, náði að verða 93 ára og halda fullri reisn til enda. Afkom- endurnir eru orðnir 114, auk nokkurra skábarna. Síðustu árin hefur hún átt heima á Hrafnistu í Reykjavík og eru hér færðar bestu þakkir til starfsfólksins þar sem annaðist hana af alúð, ekki síst síðustu vikurnar þegar heils- unni tók að hraka. Í sveitinni í Ófeigsfirði naut hún lífsins á sumrin í samvistum við af- komendurna sem hafa skipst á um að dvelja með henni. Hún var þakklát fyrir öll árin sem hún fékk en var alveg sátt við að fara. Hún verður jarðsungin á afmælisdegi eiginmanns síns, en hann hefði orðið 100 ára þann sjöunda maí. Mamma ólst upp í Ófeigsfirði frá 7 ára aldri, þar sem forfeður hennar í nokkra ættliði höfðu búið, en amma hennar, Björg Þorkels- dóttir, var fædd og uppalin í Ófeigsfirði. Hún var því af Ófeigs- fjarðarætt hinni eldri. Faðir okkar var hinsvegar af Ófeigsfjarðarætt hinni yngri, og áttu þau bæði því djúpar rætur á þessum stað. Þar bjuggu þau og ólu upp sín átta börn, allt til ársins 1965 er þau brugðu búi og fluttu til Bolung- arvíkur. Skömmu áður en fjöl- skyldan fluttist brott varð hörmu- legt slys þar sem Guðmundur bróðir okkar fórst, aðeins 15 ára. Í Ófeigsfirði var þríbýli og því mannmargt, einkum á sumrin þegar ættingjar komu í heimsókn og alltaf voru nokkur sumarbörn, gjarnan skyldmenni. Hún var ötul við hannyrðirnar og eiga langflestir afkomendur hennar einhverja muni eftir hana, glerlistaverk, útsaum, prjónles eða hekl. Hún var með vettlinga handa einhverju barninu á prjón- unum þegar kraftana þraut nokkrum dögum fyrir andlátið. Um tvítugsaldur fór hún til Reykjavíkur í nokkra mánuði til að læra saumaskap. Nýttist sú reynsla vel við fatasaum á fjöl- skylduna og síðar er til Bolung- arvíkur kom við sauma á upphlut- um og einnig eftir að hún flutti í Kópavog. Mamma átti 7 systkini, þar af 6 er komust til fullorðinsára, með henni eru þau nú öll gengin á vit feðra sinna. Mamma var félagslynd og naut þess að vera með skemmtilegu fólki. Hún kunni frá mörgu skemmtilegu að segja af lífinu í sveitinni fyrr á árum og hafði á hraðbergi margar lausavísur sem hugsanlega eru ekki allar skráðar. Í Árneshreppi sem og í Bolung- arvík tók hún þátt í félagsstörfum og söng með kór aldraðra í Kópa- vogi um árabil og hafði unun af. Hún var í stjórn Átthagafélags Árneshreppsbúa eftir að suður kom í mörg ár. Naut hún samver- unnar við fyrrum sveitunga en fylgdist einnig með yngra fólkinu. Hún lagði sig fram um að halda eins nánu sambandi og kostur var við alla afkomendur sína og var dugleg að heimsækja þá við hin ýmsu tilefni. Í staðinn uppskar hún ást þeirra og virðingu sem ekki síst hefur komið í ljós nú síð- ustu vikurnar og dagana. Fyrir af- komendur sína var hún góð fyr- irmynd sem við getum öll verið stolt af. Við þessi tímamót þökk- um við henni fyrir allt sem hún hefur verið okkur og fjölskyldum okkar um leið og við minnumst föður okkar á eitt hundrað ára fæðingardegi hans. Hvíl í friði. Bára, Pétur, Ingibjörg, Torfi Þorkell, Ásgeir og Böðvar. Hún amma okkar, Ella í Ófeigs- firði, hefur nú sagt skilið við þetta jarðlíf. Það eru margar minningar sem hún skilur eftir hjá okkur enda gerði hún sig gildandi í lífi allra sinna afkomenda. Amma með pípuna, að baka pönnukökur, að lesa, að spila, að segja sögur, að leggja sig, amma til í allt. Á okkar uppvaxtarárum þótti okkur sum- arið komið þegar afi og amma komu við í Hrútafirði á leið sinni norður í Ófeigsfjörð. Því fylgdi líka alltaf gífurlegur spenningur ef til stóð að fá að fara með þeim í fjörðinn fagra, þar gerðust ævin- týrin. Amma tók öllum tengdabörn- um, tengdabarnabörnum og tengdabarnabarnabörnum fagn- andi og fylgdist grannt með hvort ekki væri örugglega alltaf afkom- andi á leiðinni. Áhugi hennar á af- komendunum var einlægur og hún fylgdist með þeim öllum og að muna afmælisdaga okkar allra fannst henni eðlilegt og sjálfsagt. Amma var menntuð kona þó sú menntun hafi ekki komið til vegna formlegrar skólagöngu. Hún las mikið og hafði mikinn áhuga á sögulegum fróðleik og ættfræði. Hún kunni ógrynni af vísum og sló oft fram þegar tilefni var til. Handverk lék í hennar höndum og hún vann lengi vel við saumaskap. Amma naut þess að vera með fólki og í hennar huga skipti aldur ekki nokkru einasta máli. Það kom vel fram þegar hún tók í spil með ungviðinu. Í hennar augum kom ekki til greina að gefa neitt eftir, hún spilaði af lífi og sál og lét okk- ur líka alveg heyra ef henni fannst við ekki kunna að spila. Amma tók öllum okkar vinum fagnandi og þótti sjálfsagt að taka á móti þeim í sínum húsum. Hún naut þess að ferðast, innanlands sem erlendis og lét ekkert aftra sér í því. Hún vílaði ekki fyrir sér að ferðast um fjallvegi í byl og ófærð, treysti þeim sem var við stýrið fullkom- lega og hafði gaman af. Það kom nú alveg fyrir að heils- an stríddi henni ömmu og hún jafnvel lögð inn á sjúkrahús. Þá var hún alltaf staðráðin í að koma sér þaðan út sem fyrst, taldi upp alla þá atburði sem hún kæmi til með að missa af og fyrr en varði var hún komin á fætur tilbúin að njóta lífsins. Eftir að hafa fylgst með henni ömmu má það vera ljóst að gleðin yfir lífinu felst í því að vera virkur þátttakandi og taka fagnandi því sem að höndum ber. Hún hafði orð á því í mars að í fyrsta sinn væri hún farin að finna fyrir því að hún væri orðin gömul og gerði sér grein fyrir því að hún færi ekki í Ófeigsfjörð í sumar. Það má segja að hún hafi gefið sér örlítinn tíma til þess að vera göm- ul, samt var hún hress alveg fram að sínum síðustu dögum. Við- burðaríkri ævi þessarar ótrúlegu ömmu okkar er nú lokið. Við get- um öll þakkað fyrir að hafa átt hana svona lengi hressa og káta. Hennar minning mun lengi lifa með hinum fjölmörgu afkomend- um hennar. Edda Björk, Vilborg, El- ín Elísabet, Magnea Torf- hildur, Guðmundur, Ingibjörg, Gísli Jón og fjölskyldur. Þá hefur amma kvatt, flottasta kona sem við höfum kynnst, en einhvern veginn héldum við að amma gæti staðið allt af sér. Hún hefur alltaf gert það, en það kem- ur að því að sterkasta fólk fær nóg, en eins og Mugison syngur: „Þeir kölluðu mig klett en dropinn holar stein,“ að það gerist smátt og smátt. Amma hefur reynt margt, missti ungan son og afi dó alltof snemma og svo fylgdi hún dóttur sinni, henni mömmu, til grafar fyrir tæpum 3 mánuðum. Steinunn varð þeirrar gæfu að- njótandi að hafa ömmu hjá sér þá og er óskaplega þakklát fyrir það, hvað þær áttu góða stund saman. Í dag kveðjum við þig, elsku amma. Þú varst alltaf svo hress og stutt í húmorinn þinn, þú varst líka ung í anda og jákvæð. Við munum eftir þér „ömmu skvísu“, í leðurdressi sem þú saumaðir sjálf með lakkaðar neglur, það var nú ekki slæmt að hafa svona fallega konu sem fyrirmynd þegar maður var yngri. Við áttum ógleyman- lega daga í Ófeigsfirði sumarið 2009 þar sem við sátum saman og prjónuðum þrátt fyrir að þú værir nærri blind. Við skildum ekki hvernig þú fórst að því að hekla og prjóna en þekktir okkur systur ekki í sundur í sjón, varðst að heyra í okkur. Við munum eftir þér með handavinnu alla okkar tíð, þú hafðir líka áhuga á upphlutum og saumaðir þá nokkra. Ragnheiði er líka minnisstætt þegar hún kom til þín á Hrafnistu í upphlutnum sínum, þú ætlaðir aldrei að fatta hver hún var en varst farin að dást að búningnum og farin að skoða handverkið. Við lærðum líka að meta dugnaðinn þinn og húmorinn. Þegar þú skildir ekki hvað fólk væri að dást að dugnaðinum í þér að koma alla leið vestur í sjötugs- afmæli mömmu, það væri enginn dugnaður að stíga upp í flugvél og fljúga í 45 mínútur. Þegar þú komst í Reykjarfjörð síðastliðið sumar, var ekki vandamál fyrir þig að stökkva úr bátnum og í land þrátt fyrir að sjá næstum ekkert, þú varst lipur eins og unglingur og þekktir öldurnar og vissir því hve- nær átti að stökkva. Ragnheiður sá þig síðast núna í mars og þá varst þú eins og unglamb, sast við handa- vinnu og tókst svo á sprett út gang- inn þegar hún var að kveðja þig. Þú varst heppin að fá að vera svona hress alveg fram á síðasta dag. En það er erfitt að kveðja þig svona stuttu eftir að við kvöddum mömmu, en við vitum að það var þér mjög erfitt, enginn vill fylgja barni sínu til grafar. Vonandi eruð þið saman núna, báðar með fulla sjón og sitjið við prjóna eða sauma. Elsku amma, hvíl í friði og takk fyrir góðar og eftirminnilegar stundir. Kveðja, Steinunn, Ragnheiður og Elín Elísabet Ragnarsdætur. Elín Elísabet Guðmundsdóttir HINSTA KVEÐJA Og hver á nú að blessa blóm og dýr og bera fuglum gjafir út á hjarnið og vera svo í máli mild og skýr, að minni í senn á spekinginn og barnið, og gefa þeim, sem götu rétta flýr, hið góða hnoða, spinna töfragarnið? Svo þekki hver, sem þiggur hennar beina, að þar er konan mikla, hjartahreina. (Davíð Stefánsson) Með djúpri virðingu og þökk kveðjum við Haukur Elínu Elísabetu Guð- mundsdóttur frá Ófeigs- firði. Syrgjendum vottum við samúð. Sigurbjörg Björgvinsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Elínu Elísabetu Guð- mundsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.