Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2012 Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Ég er með Eels, Dr. Hook (elstu plöturnar – áður en þeir urðu væludiskóband) og Mumford and Sons í eyr- unum þegar ég er á ferðinni. Þegar ég er heima hlusta ég hins vegar mest á Jacques Brel þessa dagana, og svo eitt af mínum uppáhaldstónverkum, Jesus’ Blood Never Failed Me Yet eftir Gavin Bryars. Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur ver- ið gerð að þínu mati? Vandaðasta platan og besta hljóðverslistaverk allra tíma er A Night at the Opera með Queen. En magnað- asta listaverkið, hvað varðar heildarmynd, baksögu, texta og annað, er Electroshock Blues með Eels. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keypt- ir þú hana? Fyrsta platan sem ég man eftir að hafa keypt sjálfur, fyrir mína eigin peninga, var Queen með Queen. Þá var ég í Barcelona með ömmu og afa, og stakk mér inn í plötubúð með fermingarpeninga í hendi. Fyrsta „fullorð- ins“ platan sem ég hef heimtað að gjöf hefur hins vegar örugglega verið með Bubba eða Bjartmari. Hvaða plata það var er ekki gott að segja. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Lög unga fólksins með Hrekkjusvínunum. Hún hefur fylgt mér alla ævi og ég fæ aldrei leið á henni. Stórkost- legt verk og frábærar bernskuminningar. Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Glen Hansard. Hann virðist vera jarðbundinn og hafa svo gaman af lífinu og tilverunni. Ég meina, hversu margir óskarsverðlaunahafar böska á Laugaveginum? Hvað syngur þú í sturt- unni? Það er ýmislegt, en Tom Waits er fastagestur í sturtu- klefanum mínum. Hvað fær að hljóma villt og galið á föstudags- kvöldum? Bad as Me með Tom Waits. En hvað yljar þér svo á sunnudagsmorgnum? „I Speak Because I Can“ með Lauru Marling. Í mínum eyrum Eyvindur Karlsson Tom Waits fastagestur í sturtuklefanum Morgunblaðið/Kristinn Waits-ari Eyvindur Karlsson kann vel að meta Waits. „Markmið okkar er að færa klass- íska tónlist nær almenningi, en við teljum að allir eigi að geta notið óperu á sínum eigin forsendum,“ segir Ísabella Leifsdóttir, einn af stofnendum Alþýðuóperunnar, sem er nýtt sjálfstætt óperufélag. Félagið leitar nú að söngvurum í áheyrn fyrir fyrstu uppsetningu Alþýðuóperunnar nk. haust. Um er að ræða Ráðskonuríki eða La Serva Padrona eftir Pergolesi í þýðingu Egils Bjarnasonar og leikstjórn Ingólfs Níels Árnason- ar. Að sögn Ísabellu er félagið stofnað að erlendri fyrirmynd. „Ég lærði óperusöng úti í Bret- landi og þar er fjöldinn allur af áhugaóperufélögum, sem þýðir að það eru mun fleiri tækifæri fyrir nýútskrifaða óperusöngvara sem eru að hefja sinn feril til að koma fram og öðlast reynslu af óp- eruuppfærslum en bjóðast hér- lendis. Ég hafði gengið lengi með þessa hugmynd í maganum en það var ekki fyrr en ég fann rétta fólkið með mér sem boltinn fór að rúlla,“ segir Ísabella og vísar þar til Ingólfs Níels óperuleikstjóra, Signýjar Leifsdóttur, Sigríðar Aradóttur og Estherar Ýrar Þor- valdsdóttur hjá Auru menningar- stjórnun. Spurð um verkefnavalið segir Ísabella Ráðskonuríki hafa orðið fyrir valinu þar sem óperan sé frekar stutt, aðgengileg, með fá hlutverk og því tiltölulega auðveld í uppsetningu. „Við leggjum áherslu á að hafa umgjörð sýninga litla, en umfang uppfærslnanna fer auðvitað líka eftir því fjár- magni sem við höfum úr að moða hverju sinni,“ segir Ísabella og tekur fram að uppsetningin á Ráðskonuríki hefði ekki verið möguleg ef ekki hefðu komið til styrkir frá annars vegar Sam- félagssjóði Landsvirkjunar og hins vegar Reykjavíkurborg. Að sögn Ísabellu stefnir Alþýðu- óperan að því að setja upp eina til tvær uppfærslur á ári. „Við leggj- um áherslu á að sungið sé á ís- lensku sem oftast til þess að auka enn frekar aðgengileika verkanna. Auk þess leggjum við mikið upp úr því að nálægð við áhorfendur sé mikil og viljum því sýna í al- þýðurýmum á borð við vínveit- ingastaði.“ Allar nánari upplýs- ingar um Alþýðuóperuna og áheyrnarprufurnar má finna á althyduoperan.wordpress.com. Senda þarf umsóknir á althyduo- peran@gmail.com fyrir 10. maí nk. silja@mbl.is Ópera fyrir alla Klassík Ísabella Leifsdóttir. Empire Total film Variety Tommi, Kvikmyndir.is „Svöl, skemmtileg, grípandi og fyndin“ „Þær gerast varla betri en þetta!“ Stærsta ofurhetjumynd allra tíma! EGILSHÖLL 16 16 14 KRINGLUNNI ÁLFABAKKA VIP 12 12 12 12 LL L 10 10 10 10 10 10 STÆRSTA FRUMSÝNINGARHELGI ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI ! KEFLAVÍK 16 12 10THEAVENGERS KL. 8 - 10:50 3D GONE KL. 8 2D SVARTURÁLEIK KL. 10 2D 12 12 L 10 AKUREYRI THEAVENGERS (3D) KL. 6 - 9 3D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 6 2D GONE KL. 8 2D WRATHOF THE TITANS KL. 10:10 2D THEAVENGERS KL. 5 - 7 - 8 - 10 - 11. 3D THEAVENGERS KL. 6 2D BATTLESHIP KL. 8 - 10:50 2D TITANIC KL. 9 3D THECOLDLIGHTOFDAY KL. 5:50 2D UNDRALAND IBBA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI STÓRSKEMMTILEG TEIKNIMYND THEAVENGERS KL. 5 - 7 - 8 - 10 - 10:50 3D THEAVENGERSVIP KL. 5 - 8 - 10:50 2D THEAVENGERS KL. 5 - 10:20 2D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 6 2D CABIN IN THEWOODS KL. 5:50 - 8 - 10:20 2D BATTLESHIP KL. 8 - 10:40 2D AMERICANPIE: REUNION KL. 8 2D FJÖRFISKARNIRM/ÍSL.TALI KL. 5 2D THEAVENGERSKL. 5 - 6 - 8 - 9 - 10:50 3D THEAVENGERS KL. 6 2D CABIN IN THEWOODSKL. 10:10 2D COLDLIGHTOFDAY KL. 6 - 8 2D TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á Ceramide Gold ambúlur fyrir augnsvæðið, með hjálp náttúru- legra efna þéttist húðin og liftist. Ceramide Gold ambúlurnar gefa húðinni aukið „boost“. Kröftug og áhrifarík meðferð fyrir andlit og háls. Byrjaðu strax í dag, gefðu húðinni aukið vítamín og hún viðheldur æskuljóma sínum. Kynnum Ceramide línuna frá Elizabeth Arden. Ceramide er andlitslína með mikilli virkni sem skilar frábærum árangri. 15% kynningarafsláttur á Ceramide-línunni í verslunum Hagkaups

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.