Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2012 : Eurovision 2012 S É R B LA Ð –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út sérblað tileinkað Eurovision þriðjudaginn 22. maí NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 14, fimmtudaginn 16. maí. Þetta er blað sem lesendur hafa við hendina 22., 24. og 26.maí þegar Eurovision verður sýnt í sjónvarpinu. Fréttin fyrir síð- ustu áramót um upp- sögn starfsfólks í Skálholtsskóla kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Síðan þá hef ég fjórum sinnum átt erindi á staðinn og get borið vitni um að hann lifir og mun lifa eins lengi og Gissur biskup Ís- leifsson óskaði þegar hann gaf jörðina guðskristni í landinu. Skólinn starfar enn á sömu for- sendum og áður og þar heldur í þræðina starfsfólk sem þjónað hefur staðnum af einstakri trú- mennsku í áratugi. Þar ber fyrst að nefna skrifstofustjórann Hólm- fríði Ingólfsdóttur, sem heldur í alla þræði af einstakri alúð og yf- irsýn enda þekkir hún starfsemina út og inn og er vel tengd í sveit- inni, fædd og uppalin á Iðu, gamla ferjustað Skálholts við Hvítá, rétt hjá Laugarási. Húsbændur á þeim bæ hafa löngum verið hógværir og friðsamir í landinu og áttu sinn þátt í því að draumurinn um end- urreisn staðarins varð að veru- leika. Bjarni, kokkurinn hjarta- góði, stendur enn vaktina í eldhúsinu og galdrar fram réttina ljúffengu og blómarósirnar í sveit- inni mæta á staðinn til að aðstoða þegar allt yfirfyllist af gestum sem vilja mat, kaffi og bakkelsi og það sem fyrst. Séra Egill messar og flytur sínar klassísku predik- anir af stakri trúmennsku, tilbú- inn að kynna staðinn fyrir aðvíf- andi hópum margskonar þegar með þarf. Nýi organistinn Jón Bjarnason er fílefldur eftir fram- haldsnám sitt í Kaupmannahöfn og útspilið eftir messurnar í þess- ari sveitadómkirkjun er eins og best gerist í háborgum evrópskrar kirkjutónlistar. Guttormur bóndi stendur vaktina sem meðhjálpari í dómkirkjunni á sunnudögum en á virkum dögum sýslar hann við bleika akra og fögur tún sem brosa við þeim sem sækja staðinn heim. Eftirsjá er að Kristni rektor sem kom skólanum á kortið sem alþjóðlegri guðfræði- og kirkju- akademíu sem guðfræðideild Há- skóla Íslands naut góðs af og skal það þakkað hér. Reglubundnar tíðagerðir og sumartónleikarnir halda að sjálfsögðu áfram og kyrrðardagarnir vinsælu. Straum- ur erlendra ferðamanna hefur aukist þannig að suma daga fara þúsundir manns um hlaðið, skoða kirkjuna og anda að sér söguhelgi stað- arins. Aðeins þeir sem kynnt hafa sér það sérstaklega vita hve fjölbreytilegir hópar innlendir og erlendir koma í Skálholt, gista þar, halda fundi og ráðstefnur. Ég vil nota tækifær- ið og bjóða nýju vígslubiskupshjónin velkomin á staðinn. Séra Kristján Valur er þaulkunnugur kirkjustarfinu í landinu og Skálholti sérstaklega og sveitinni enda var hann á sín- um tíma rektor skólans. Kunnátta hans og fræðimennska á sviði kirkjutónlistar og helgihalds mun nýtast staðnum vel, en segja má að rósin í hnappagati staðarins sé einmitt tónlistin og lífið í kringum hana og fjölmargir þekkja sumartónleikana sem prýða staðinn yfir sumarmán- uðina. Kirkjan er meðal bestu tón- listarhúsa Evrópu og laðar að sér færustu listamenn víða að. Tón- listin er fóstra trúarinnar og sam- einingarafl og óhætt er að fullyrða að þjóðkirkjan eigi sér ekki eins dýrmæta og skilvirka trúboðstöð og einmitt Skálholt. Samhent eru þau hjónin því Margrét biskupsfrú er sópransöngkona og tónlistar- kennari og þrautþjálfaður kór- stjóri og skipuleggjari tónleika hér heima og erlendis. En þögnin í Skálholti er líka dýrmæt og hvergi er hún eins endurnærandi. Þar finnur maður hljóðan þyt heilags anda, tíst í smáfugli á grein og ef til vill svanasöng neðan frá Þor- lákshver. Staðurinn hvílir sig og dregur andann djúpt þar til næstu hópar koma. Þá fyllast öll bíla- stæði aftur og fólkið flæðir yfir hlaðið, hvert sæti er setið í kirkj- unni og veitingaskálanum. Eftir Pétur Pétursson Pétur Pétursson » Í Skálholti er áfram fjölbreytt starf á sviði guðfræði, tónlistar og þjóðfélagsumræðu. Tónlistin blómstrar um leið og kyrrðin endur- nærir. Höfundur er prófessor í guðfræði við HÍ og á sæti í skólanefnd Skálholts- skóla. Hann er fyrrv. rektor Skál- holtsskóla. Skálholt lifir Jóhanna Sigurð- ardóttir (JS) forsætis- ráðherra skrifaði merkilega grein í Morgunblaðið í nóv- ember 1996, sem bar nafnið „Ísland eina landið sem verð- tryggir skuldir heim- ilanna“. Greinin er merkileg í ljósi þess að JS hefur haft mörg tækifæri til þess að grípa inn í og afnema verðtrygginguna og breyta kerfinu, sem æðsti yf- irmaður Íbúðalánasjóðs (ÍLS) um árabil og í ríkisstjórn þegar Mi- FID-reglur Evrópusambandsins (ESB) voru lögfestar hinn 1. nóv- ember 2007, með lögum nr. 108/ 2007 um verðbréfaviðskipti. Við þessa lagabreytingu var henni skylt að afnema verðtryggingu af neytenda- og húsnæðislánum al- mennings og bar fjármálamark- aðnum að innleiða nýju reglurnar. JS segir í grein sinni: „Efna- hagsleg rök og sanngirni mæla með því að verðtrygging á lánum til heimilanna verði alfarið bönnuð, að ríkisstjórnin sé föst í gamla verðbólguhugsunarhættinum … Grænmetisverð eykur skuldir heimilanna. Fólkið skilur því ekki hvernig höfuðstóll skuldanna vex sífellt. Er nema von að það skilji ekki ástæðurnar, eins og þegar kartöflur hækkuðu tímabundið í sumar, þá leiddi vísitalan og verð- trygging til þess að skuldir heim- ilanna jukust um 500 milljónir króna …“ Hvergi annars staðar Þáverandi alþingismaður segir áfram: „Meginniðurstaðan er að verðtrygging er ekki á lánum til heimila í löndum OECD, að Ís- landi undanskildu … Af hálfu stjórnvalda eru engin áform uppi um að takmarka verðtryggingu lána, umfram það sem þegar hefur verið ákveðið.“ Þetta er allt saman mjög athyglisvert í ljósi þess að hægt er að margfalda vandamálið í dag, en JS segir síðar: „Gjaldþrot heimilanna hafa vaxið gífurlega. Þannig hafa gjaldþrot heimilanna meira en tvöfaldast á 2 árum …“ Að lokum skrifar hún: „Allt þetta ætti nú að skapa forsendur til að afnema verðtryggingu á fjárskuldbindingum heimilanna. En allt kemur fyrir ekki. Rökstuðningur ráð- herrans í svari við fyrirspurn minni byggist á gamla verð- bólguhugsunarhætt- inum – sem rík- isstjórnin virðist föst í. Það mæla bæði efnahagsleg rök og sanngirni með því að verðtrygging á lánum til heimilanna verði alfarið bönnuð á næstu misserum.“ Svo mörg voru þau orð, en JS var fyrrverandi fé- lagsmálaráðherra, félags- og tryggingamálaráðherra og bar hún ábyrgð á ÍLS. JS átti sæti í ríkisfjármálanefnd ríkisstjórnar Geirs H. Haarde og stóð að yfirlýsingunni, sem gefin var út í tengslum við lánafyr- irgreiðslu norrænu seðlabankanna vorið 2008. Með henni skuldbatt íslenska ríkisstjórnin sig til að grípa til aðgerða og draga úr út- lánum ÍLS. Þetta var eitt af skil- yrðunum, sem norrænir seðla- bankar settu fyrir fyrirgreiðslunni. JS stóð ekki við loforð sín, sem leiddi til þess að mikil tortryggni ríkti í garð Íslands um haustið 2008 og efnahagskerfi Íslands hrundi. JS lét stóraukin útlán ÍLS sig litlu varða sumarið 2008 þrátt fyrir gefin loforð í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Sérfræðinganefndin Hinn 27. október 2008 skipaði svo JS sérfræðinganefnd til að skoða leiðir og bregðast við vanda lántakenda vegna verðtryggingar. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, var formaður nefndarinnar. Þegar neyðarlögin voru til umræðu á Al- þingi 6. október 2008 var uppi krafa um að verðtryggingin yrði tekin úr sambandi tímabundið. Þá- verandi forsætisráðherra fól JS að skoða tillögur um að taka verð- trygginguna úr sambandi en ekk- ert var gert. Höfuðábyrgðina á slæmri skuldastöðu heimilanna í dag bera því Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og JS. Þau hafa tekið stöðu með fjármálafyrirtækjunum og erlendum vogunarsjóðum gegn almenningi. Verðtryggingin hefur lagst af fullum þunga á skuldsett heimili landsins, en fjármagnseig- endur eru varðir að fullu. Engin verðtrygging er á húsnæðislánum annars staðar í heiminum. Ekki er líklegt að einhver önnur þjóð í heiminum láti bjóða sér svona fyr- irkomulag. Persónulegt stjörnuhrap Hagfræðingar Seðlabankans áætla að einungis um 650 heimili hafi komist úr greiðsluvanda vegna afskrifta húsnæðislána í tengslum við 110 prósent leiðina. Stærstur hluti afskriftanna féll öðrum í skaut en þeim sem þurftu á hjálp að halda. Í skýrslu Seðla- bankans segir að þessar tölur end- urspegli að einungis lítill hluti vaxtaniðurgreiðslunnar skilaði sér til þess hóps sem á í greiðslu- vanda. Vitnað er oft í söguna af Bjarti í Sumarhúsum í úttekt Seðlabankans, og er það athygl- isvert að hann sé notaður til upp- fyllingar í úttekt á skuldavanda heimilanna hjá Seðlabankanum. Ferill JS á þessu kjörtímabili er persónulegt stjörnuhrap. Stjórn landsins er komin í slíkar ógöngur að þráseta hennar er algert ábyrgðarleysi, sem kemur í veg fyrir raunhæfar aðgerðir til að bæta hag þjóðarinnar. Þjóðin kall- ar eftir ábyrgð og fáir hafa haft það orð oftar á tungu en Jóhanna Sigurðardóttir. Nú á hún að sýna þá ábyrgð að viðurkenna getuleysi sitt og segja af sér. Í dag er það hennar sterkasta mögulega útspil í þágu hagsmuna heimilanna í land- inu. Sagan af Bjarti í Sumarhúsum er saga Jóhönnu Sigurðardóttur, sem sáði í akur óvinar síns allt sitt líf, dag og nótt. Stjörnuhrap forsætisráðherra Eftir Guðmund F. Jónsson » Sagan af Bjarti í Sumarhúsum er saga Jóhönnu Sigurð- ardóttur, sem sáði í ak- ur óvinar síns allt sitt líf, dag og nótt Guðmundur F. Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur og formaður Hægri grænna, flokks fólksins. Engin umskipti þekki ég betri en þau sem verða þegar ein- staklingur hættir að misnota áfengi og nær tökum á lífi sínu. Þá byrjar nýtt líf, nýr gróandi hefst eftir margra ára kyrrstöðu eða afturför. Slík endurfæðing er líkust því þegar jurt sem staðið hefur í skugga er færð á sólríkan stað. Þá fyrst kemur í ljós hvað býr í einstaklingnum; hvers hann er megnugur. Hann verður aftur með sjálfum sér. Líf- ið brosir við honum. Samt sjáum við einungis toppinn á ísjakanum því að á bak við hvern einstakling sem glímir við áfengis- og vímu- efnavanda standa oftast traustir vinir og fjölskyldumeðlimir sem þjást af samlíðan í hljóðri örvænt- ingu. Erfiðast er að sætta sig við að óhörðnuð börn skuli hreppa slík örlög. Það lifnar yfir þessum hópi öllum þegar sá áfengissjúki nær bata. Sár gróa, fjöl- skylduböndin styrkj- ast, möguleikar opn- ast, lífsgleðin þokar skuggunum smám saman burt. En áfengi er sterkt fíkniefni; Bakkus mis- kunnarlaus húsbóndi. Fáir sleppa hjálp- arlaust úr viðjum áfengis- og vímuefna- sýki. Einn og óstudd- ur á einstaklingurinn raunar litla von í þeirri baráttu. Víða um lönd er litla læknishjálp eða hjúkrun að hafa í glímunni við áfengis- og vímuefnafíkn, allra síst ef menn eru auralitlir. Hér á landi erum við svo lánsöm að eiga SÁÁ. Sú stórfjölskylda er varla til hér- lendis sem ekki á þessum sam- tökum áhugafólks skuld að gjalda. Með því að taka vel á móti þeim sem selja SÁÁ-álfinn dagana 7.- 13. maí stuðlum við að því að fjöl- breytt meðferðarúrræði verði áfram í boði handa öllum Íslend- ingum sem á þurfa að halda, okk- ur öllum til hagsbóta. „Fyrir fjöl- skylduna“ er yfirskrift söfnunarinnar í ár en næsta stór- verkefni álfsins er að byggja upp sérstaka barna- og fjölskyldudeild sem styðja mun við endurreisn fjölskyldna sem eru í vanda vegna áfengis- og vímuefnasýki. Við megum alls ekki láta meðferðar- stofnanir SÁÁ drabbast niður í kreppunni. Kaupum SÁÁ-álfinn fyrir fjölskylduna og vonina um nýtt líf. Kaupum SÁÁ-álfinn fyrir fjölskylduna Eftir Róbert H. Haraldsson »Hér á landi erum við svo lánsöm að eiga SÁÁ. Sú stórfjölskylda er varla til hérlendis sem ekki á þessum sam- tökum áhugafólks skuld að gjalda. Róbert H. Haraldsson Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.