Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2012 VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Benjamín dúfa, hin geysivinsæla bók Friðriks Erlingssonar, sem kom fyrst út árið 1992, hefur verið endur- útgefin. Friðrik hlaut á sínum tíma Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir verkið sem hefur síðan komið út á fjölda tungumála og fengið lofsam- lega dóma eins og kvikmyndin sem gerð var eftir sögunni. Friðrik las söguna inn á hljóðbók fyrir skömmu og segir það hafa verið merkilega upplifun. „Það var orðið það langt síðan ég las bókina í heild, þótt ég hafi lesið staka kafla í skóla- heimsóknum í gegnum tíðina. En eft- ir hljóðbókalesturinn er ég bara nokkuð sáttur við verkið. Þegar svona langt er um liðið frá fyrstu útgáfu get ég eiginlega litið svo á að hún sé skrifuð af allt öðrum manni en mér. Svo þegar ég las hana núna var ekki laust við að mér fynd- ist hún vera óafvitandi skrifuð eins og Íslendingasaga; persónur eru knúðar áfram af einhverju sem er þeim ekki alveg sjálfrátt og atburða- rásin hnígur í ákveðna átt og verður ekki stöðvuð. Þetta var ekki með- vituð aðferð hjá mér við sköpun sög- unnar, en líklega er það þessi undir- alda sem gefur sögunni ákveðna vigt.“ Bókin er orðin klassísk, ákaflega falleg saga en hún er líka mjög sorg- leg. Veltirðu því aldrei fyrir þér þeg- ar þú varst að skrifa bókina hvort harmræni þátturinn væri of dapur- legur fyrir unga lesendur? „Ég get sagt í fullri hreinskilni að ég var alveg jafnsleginn og margir lesendur síðar, þegar ég áttaði mig á því í miðju verki hvert atburðarásin stefndi. En þannig hlaut þessi saga að verða. Ég setti mig ekki í þær stellingar að ég væri að skrifa fyrir börn og unglinga eða að ég þyrfti að koma til móts við eitthvert ímyndað þroska- stig hjá tilvonandi lesendum. Ef maður hugsar þannig í sköpunar- ferlinu þá er einfaldlega best að sleppa því að skrifa. Ég lít svo á að maður verði að þjóna söguefninu meðan á sköpunarferlinu stendur, leyfa hlutunum að hafa sinn gang. Það eru líka sem betur fer allt aðrir aðilar en höfundurinn sem eiga að hafa áhyggjur af því hvort viðkom- andi efni henti einhverjum ákveðn- um aldurshópi fremur en öðrum. Höfundur þarf ekki að hugsa um það, frekar en hann vill. Benjamín dúfa byggist að sumu leyti á minningabrotum úr æsku minni, en ekki nema að hluta til á minningum um ákveðna atburði. Hún er mun meira byggð á minn- ingum um tilfinningar en atburði. Og tilfinningar eru sérstök veröld innra með okkur, allt önnur uppspretta en minningar um ákveðna ytri atburði. Atburðarás getur skolast til í minn- ingunni, en tilfinningin sem settist að innra með manni á vissri stund og á vissum stað, hún breytist ekki og er því ríkulegri uppspretta fyrir skáld- skap.“ Goðafræði í nýjum farvegi Þú gerðir handritið að teikni- myndinni Þór í heljargreipum sem var byggð á samnefndri bók þinni. Þar ertu að eiga við hinn forna heim goðanna. Var ekkert erfitt að glíma við þann heim? „Markmiðið með bókunum, og teiknimyndinni, var að reyna að opna þennan flókna og margbrotna – og á stundum fullkomlega óskiljanlega – heim og skapa honum nýjan farveg handa nýjum kynslóðum. Verk Snorra hafa löngum haft yfir sér ósnertanlegan helgiblæ, og þótt margir hafi unnið með þetta efni á ýmsan hátt fyrir börn og unglinga hafa of fáir gengið alla leið á þann hátt að nýta verk Snorra um goða- fræðina eingöngu sem hráefni og smíða nýjan grundvöll fyrir frásögn- ina. Þess vegna ákvað ég til dæmis að segja söguna af Þór sem ekki hafði verið sögð áður, hvernig hann lét sig dreyma um frægð og frama sem ung- ur járnsmíðanemi í sambúð með ein- stæðri móður sinni. Það skemmti- lega við að fara þessa leið var að maður þurfti ekki endilega að búa eitthvað til sem ekki var til staðar inni í veröld goðafræðinnar, heldur frekar að raða því saman upp á nýtt. Svolítið eins og þegar fræðimenn voru að koma með tilgátur að því hvernig kvæðunum í Völuspá hafi upprunalega verið raðað. Reyndar fannst sumum fræðimönnum að við sem stóðum að teiknimyndinni vær- um að fremja alvarleg helgispjöll. Og þeir meintu það. En ég get sagt þér að bæði núverandi og fyrrverandi allsherjargoði voru hæstánægðir eft- ir frumsýningu myndarinnar.“ Ópera um biskupsdóttur Hvað ertu að gera þessa dagana? „Nú er ég að skrifa svokallað libr- etto eða söngbók fyrir óperu sem við Gunnar Þórðarson höfum verið að vinna að í nokkur ár. Óperan er byggð á örlögum Ragnheiðar Brynj- ólfsdóttur biskupsdóttur í Skálholti. Þetta er dramatísk sinfónísk tónlist, glæsileg, harmþrungin og sterk, enda er þetta söguefni engu líkt í Ís- landssögunni. Þessi saga bókstaflega biður um að fá að vera sett við stóra dramatíska tónlist, enda raðast radd- irnar sjálfkrafa upp: Brynjólfur bisk- up er bassi, Ragnheiður er sópran og Minningar um tilfinningar  Hin vinsæla bók Benjamín dúfa hefur verið endurútgefin Friðrik Erlingsson Ég get sagt í fullri hrein- skilni að ég var alveg jafn sleginn og margir lesendur síðar, þegar ég áttaði mig á því í miðju verki hvert atburðarrásin stefndi. Breiðskífa bresku söngkonunnar Adele, 21, hefur nú selst í fleiri eintökum í Bretlandi en skífa Michaels Jack- sons, Thriller, og er orðin fimmta söluhæsta platan frá upphafi í Bretlandi. Um 4.274.300 eintök höfðu verið seld þegar dagblaðið Guardian birti frétt um það fimmtudag- inn sl. en um 20 þúsund eintök seljast í viku hverri. Plat- an hefur nú selst í 500 fleiri eintökum en Thriller og hef- ur verið í 23 vikur í efsta sæti breska plötulistans. Af þeim breiðskífum sem hún hefur skákað hvað sölu varð- ar má nefna The Dark Side of the Moon með Pink Flo- yd. Söluhæsta platan er Greatest Hits með hljómsveit- inni Queen. 21 tekur fram úr Thriller í plötusölu í Bretlandi Söngkonan Adele. Grallarar.is hefur hlotið styrki frá Mannréttindaráði Reykjavíkur, Menningarráði Suðurnesja og Þróunarsjóði námsgagna. GRALLARAR.IS Við erum á Facebook Kisurnar Glingló og Dabbi og hundurinn Rex eru ekki bara skáldskapur. Þau eru rammíslensk og uppátækjasöm og eiga sér lifandi fyrirmyndir í Sandgerði. Baekur Vinnubaekur Leikir og fl. Uppskriftir Taknmalsutgafur www.grallarar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.