Morgunblaðið - 14.05.2012, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012
Skógarhlíð 18 sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
•
- með öllu inniföldu -
Tyrkland
frá aðeins 124.900 kr.
Heimsferðir bjóða frábært tilboð á allra síðustu sætunum
í 10 nátta ferð til Tyrklands þann 12. júní. Í boði er m.a.
frábær sértilboð á
Hotel Eken með öllu
inniföldu á ótrúlegum
kjörum.
Aðeins örfá herbergi
í boði - bókaðu strax!
12. júní í 10 nætur
Frá kr. 124.900 í 10 nætur
- Allt innifalið
m.v. tvo fullorðna og tvö börn í fjölskylduherbergi á
Hotel Eken í Bodrum með allt innifalið.
Verð 149.900 kr. m.v. tvo í herbergi á hotel Eken með
allt innifalið.
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Ólafur Ragnar Grímsson forseti hóf
kosningabaráttu sína í gær og opn-
aði af því tilefni kosningaskrifstofu
við Laugaveg 88. „Hún er mjög
góð, þetta er tilhlökkunarefni og
tækifæri til þess að fara vítt og
breitt um landið og ræða við fólk
um forsetaembættið, framtíðina,
stöðu þjóðarinnar, lærdómana af
reynslu síðustu ára en umfram allt
eðli forsetaembættisins og stöðu
þess meðal þjóðarinar,“ segir Ólaf-
ur aðspurður hvernig tilfinning
væri að fara út í svona kosninga-
baráttu.
Að sögn Ólafs ætlar hann í
fundaferð um landið ásamt forseta-
frúnni, Dorrit Moussaieff, en funda-
ferðin, sem hjónin kalla „Samræðu
um allt land“, hefst í dag þegar þau
fara í heimsókn til Grindavíkur.
Segir mikið í húfi fyrir þjóð-
ina
Kosningabarátta Ólafs að
þessu sinni er sú umfangsmesta
síðan hann bauð sig upp-
haflega fram árið 1996 en
sjálfur segist hann telja
að mikið sé í húfi í kosn-
ingunum. „Ég tel að nú
þegar hafi aðrir frambjóð-
endur dregið upp þannig mynd af
valkostunum í þessum kosningum
að það sé mikið í húfi fyrir þjóðina,
hér er um grafalvarlegt mál að
ræða og það yrði of seint fyrir þjóð-
ina, ef hún velur forseta sem ekki
vill beita sér í erfiðum og umdeild-
um málum, að kvarta þá,“ segir
Ólafur.
Vilja „þægari forseta“
Ólafur segir Jóhönnu Sigurðar-
dóttur forsætisráðherra hafa verið í
ýmiss konar leiðöngrum gegn sér
allt frá því að hann tók ákvörðun
um að vísa Icesave-málinu til þjóð-
arinnar. Spurður hvort hann sjái
einhverja flokkadrætti í núverandi
kosningum segir Ólafur: „Það er al-
veg ljóst að kjarninn í kringum Jó-
hönnu Sigurðardóttur hefur haft
það að kappsmáli, núna í rúmt ár,
að finna frambjóðanda gegn mér,
það er opinbert leyndarmál.“
Hann segir þetta ekki eiga við
um alla stuðningsmenn Samfylking-
arinnar og að þvert á móti hafi
margt ágætis samfylkingarfólk
komið að söfnun meðmælenda
hans. „En kjarninn í kringum for-
manninn í flokknum hefur hins veg-
ar verið þeirrar skoðunar að það
væri betra að fá þægari forseta,“
segir Ólafur og bætir við:
„Ég tek eftir því að varaformað-
ur flokksins, Dagur B. Eggertsson,
fer strax fram á völlinn í dag til
þess að gagnrýna mig á fyrsta degi
kosningabaráttunnar. Þannig að nú
blasir það við að formaður flokksins
talaði gegn mér á flokksstjórnar-
fundi Samfylkingarinnar og vara-
formaður flokksins fer gegn mér á
fyrsta degi kosningabaráttunnar.“
Ólafur: „Mikið í
húfi fyrir þjóðina“
Segir Jóhönnu hafa leitað að mótframbjóðanda í rúmt ár
Morgunblaðið/Eggert
Kosningaskrifstofa Ólafur Ragnar hóf kosningabaráttu sína með formlegum hætti í gær þegar hann opnaði kosn-
ingaskrifstofu á Laugarveginum. Kosningabarátta forsetans hefur ekki verið jafn umfangsmikil síðan árið 1996.
Guðrún Sóley Gestsdóttir
gudrunsoley@mbl.is
Hvorki Skútustaða- né Tjörnes-
hreppur munu taka þátt í einka-
hlutafélagi um kaup og leigu Huang
Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum, og
ólíklegt er að Þingeyjarsveit taki
þátt. Áætlað er að hlutafélag sem
sveitarfélögin stofnuðu í kringum
verkefnið kaupi ríflega 70% hlut í
Grímsstöðum. Stofnfundur félagsins
var haldinn á föstudaginn.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar
hefur gefið út að afar ólíklegt sé að
hún taki þátt í verkefninu. Að sögn
Arnórs Benónýssonar, varaoddvita
sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar,
kom á óvart hversu litlar upplýs-
ingar eru til staðar um verkefnið.
„Manni kemur á óvart að plönin séu
ekki orðin mótaðri miðað við allan
þann tíma sem þetta hefur tekið og
stærð fjárfestingarinnar,“ segir
Arnór. „Við munum leggja til að
Þingeyjarsveit taki ekki þátt.“ Sam-
kvæmt upplýsingum Arnórs er ein-
ing innan sveitarfélagsins um þá af-
stöðu. „Okkur finnst það einfaldlega
ekki vera hlutverk sveitarfélagsins
að taka þátt í einkahlutafélagi með
svo óljós plön.“ Formleg ákvörðun
verður tekin á næsta sveitarstjórn-
arfundi eftir tvær vikur.
Eins og fyrr segir tekur Tjör-
neshreppur ekki þátt. „Það var að-
allega hlutafélagsformið sem fólki
leist ekki á,“ segir Steinþór Heið-
arsson oddviti. „Hér er þó búið að
telja fólki lengi trú um að stóriðja sé
alveg á næsta leiti og þær væntingar
hafa jákvæð áhrif á afstöðu fólks
gagnvart þessu verkefni. Þetta eru
þó mjög ómótaðar hugmyndir og
hafa ekki verið kynntar almennilega
fyrir fólki hér,“ segir Steinþór.
Bergur Elías Ágústsson sveit-
arstjóri Norðurþings segir eðlilegt
að útfærsla verkefnisins sé ekki full-
mótuð á þessu stigi málsins.„At-
vinnuþróunarfélögin hafa unnið að
útfærslu á framkvæmdinni og eru
nú að taka á móti athugasemdum og
ábendingum. Þess vegna liggur ekki
skýrt fyrir hvernig þetta kemur til
með að verða, eðli málsins sam-
kvæmt.“ Bergur segir ekki hægt að
segja til um hvenær samningur
muni liggja fyrir, „við bíðum og
sjáum hvernig málin þróast, en því
verður að sjálfsögðu sýndur fullur
skilningur ef sveitarfélög kjósa að
vera ekki með.“
Ónógar upplýsingar
um Grímsstaðaáform
Fleiri sveitarfélög draga sig úr þátttöku í verkefninu
„Allir viðurkenna að hér sé um
að ræða mikilvæga sameign
þjóðarinnar og þess vegna, sé
horft til þess, þá tel ég al-
mennt séð að fá mál séu betur
til þess fallin að fara til þjóð-
aratkvæðis en einmitt frum-
vörp um skipan fiskveiði-
stjórnar og auðlindagjald
þjóðarinnar í þeim efn-
um,“ sagði Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands,
í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins í gær.
Fá mál betur
til þess fallin
ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA
UM KVÓTAKERFIÐ
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-
lands, gagnrýndi fréttaflutning RÚV
af forsetakosningunum í gær.
„Eins er ljóst að RÚV á sér
mjög sérkennilegan feril í öllum
þessum málum frá áramótum og
þegar fréttastjóri RÚV gaf út yf-
irlýsingu fyrir skömmu og gagnrýndi
aðra fjölmiðla fyrir hlutdrægni
þeirra um forsetakosningarnar þá
fannst mér nú mikið á skorta að hann
nefndi bjálkann í auga RÚV sjálfs,“
sagði Ólafur Ragnar í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins í gær.
Hann bendir einnig á að sam-
býlismaður Þóru Arnórsdóttur, for-
setaframbjóðanda, hafi unnið gegn
sér í áróðursfrétt á sömu dögum og
verið var að leggja grundvöll að
framboði Þóru. „Því þegar verið var
að gera þá könnun, sem „Betri val-
kostur á Bessastaði“ beitti sér fyrir
með samþykki Þóru og hennar fólks,
að velja á milli mín, hennar og nokk-
urra annarra frambjóðenda, þá not-
aði sambýlismaður Þóru, Svavar
Halldórsson, aðstöðu sína á frétta-
stofu Sjónvarpsins til að koma 20.
mars með frétt sem hafði tilefni það
að búið væri að ákveða hvenær for-
setakosningarnar færu fram; það var
nú ákveðið fyrir mörgum áratugum
síðan, en síðan var öll fréttin hæg-
lega samanklippt til þess að sá tor-
tryggni og efa í minn garð,“ sagði
Ólafur.
Svara forsetanum
„Þessar ávirðingar forsetans
eru tilhæfulausar og ómaklegar. Ég
ætla að stilla mig um að hafa um þau
önnur orð, a.m.k. opinberlega,“ segir
Páll Magnússon, útvarpsstjóri,
spurður út í gagnrýni forsetans í
garð Ríkisútvarpsins.
Spurður út í þessa sömu gagn-
rýni segir Óðinn Jónsson, frétta-
stjóri RÚV: „Ólafur Ragnar Gríms-
son verður bara að fá að ráða því
hvernig hann hagar sinni kosninga-
baráttu.“
Forsetinn gagn-
rýnir fréttaum-
fjöllun RÚV
Verður að ráða því hvernig hann hagar
sinni baráttu, segir fréttastjóri RÚV
Páll
Magnússon
Óðinn
Jónsson
„Það er af og
frá enda er
hún að senda
sinn besta sol-
dat, utanrík-
isráðherra,
sem sérstakan
fulltrúa sinn
og ríkisstjórn-
arinnar í leið-
angur með
honum – en
ekki gegn – í opinbera heimsókn
í þessari viku til Tékklands,“
segir Össur Skarphéðinsson, ut-
anríkisráðherra, spurður út í
þær fullyrðingar Ólafs Ragnars
að forsætisráðherra sé í herferð
gegn sér, og bætir við: „Þar trúi
ég að verði vinafundur fremur
en óvinafagnaður, nema ver-
öldin sé þá komin á hvolf. Þau
Jóhanna eiga miklu meira hvort
í öðru en þessi ummæli í
augnablikshita gætu gefið til
kynna.“
Að öðru leyti vildi utanríkis-
ráðherra ekki tjá sig um málið
en sagði öllum fyrir bestu „að
anda í kviðinn.“
Trúi að verði vinafundur
Á LEIÐ TIL TÉKKLANDS
Össur
Skarphéðinsson