Morgunblaðið - 14.05.2012, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.05.2012, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Fólk á að horfa á verk ogannaðhvort líkar því viðþað sem það sér eða ekki.Hver og einn sér það sem hann vill. Ég kæri mig ekki um að mata fólk á of miklum upplýsingum um verkin mín,“ svarar Salóme Fannberg textíl- og veflistakona þeg- ar hún er spurð hvað liggi að baki nafngiftinni á sýningu hennar „Er líf- ið saltfiskur?“ sem nú stendur yfir í Gullkúnst Helgu við Laugaveg. Engu að síður segir hún yfirskrift sýning- arinnar vera mjög persónulega. „Það liggur mikið á bak við hana, en samt er það langt frá því að vera salt- fiskur,“ segir Salóme sem flutti heim til Íslands árið 2007 eftir að hafa búið í Svíþjóð í rúma tvo áratugi. Vefstóllinn var kominn upp „Ég byrjaði á því að flytja til Spánar árið 1970 og var þar í námi í fimm ár. Ég vann á fullu í listinni næstu tíu árin hér heima og tók þátt í fjölda samsýninga. En ég tók mér frí frá listsköpun í 23 ár, frá 1984 til 2007. Ég var í námi frá 1986 til 1990, en frá þeim tíma fór tími minn í upp- eldi á sex börnum, sauma- og prjóna- skap. Árið 2007 flutti ég aftur heim til Íslands. Ég var búin að setja upp vef- stólinn úti í Svíþjóð rétt áður en ég kom heim og var ákveðin í að taka upp þráðinn að nýju. Ég hef verið ansi manísk í framleiðslunni nú þeg- ar engar bleiur þarf að þvo. Öll verk- in eru unnin í Reykjavík, en hug- myndir og efniviður kemur úr Flatey, þar sem ég hef reynt að vera sem oftast.“ Hún er komin heim eftir langa fjarveru og hefur tekið aftur upp þráðinn í vefnað- inum. Salóme Fannberg er þekkt fyrir að nota óvenjulegan efnivið og sækir hún þang í sjóinn og ull af íslenskum sauðkindum sem hún notar óunna í verkunum. Morgunblaðið/Ómar Rætur Salóme við Streng, eina verkið á sýningunni sem ekki er frá Flatey. Það er ættað frá Austfjörðum, en Salóme er ættuð frá Brú á Jökuldal. Er lífið saltfiskur?Nú þegar fólk fer að flykkjast til út-landa og skoða heiminn er gott að fara inn á vefsíðu utanríkisráðuneyt- isins, því þar er að finna gátlista góð- an fyrir ferðalagið sem borgaraþjón- usta utanríkisráðuneytisins hefur sett saman. Um er að ræða atriði sem rétt er að huga sérstaklega að áður en haldið er utan í ferðalag. Þar er hægt að lesa sig nánar til um eftirfar- andi atriði:  Ferðaviðvaranir  Upplýsingar um næsta íslenska sendiráð og/eða ræðisskrifstofu  Vegabréf  Vega- bréfsáritanir  Ökuskírteini  Pen- ingar  Farmiðar  Ferðatryggingar  Vottorð – sjúkratryggingakort  Bólusetningar  Ferðalög með börn  Lög, reglur og siðvenjur í því landi sem heimsækja á. Allir ættu að hafa öll þessi atriði á kristaltæru áður en haldið er af landi brott, og koma heilir heim. Vefsíðan www.utanrikisraduneyti.is/borgarathjonusta Morgunblaðið/Þorkell Rúanda Þegar farið er til framandi landa þarf að láta bólusetja sig. Góður gátlisti fyrir ferðalög Útskriftarsýning nemenda á myndlist- arbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti stendur nú yfir í Brimhúsinu við Reykja- víkurhöfn. Lokaverkefnin eru unnin í fjöl- breyttum miðlum og á sýningunni má til að mynda sjá innsetningar, skúlptúra, hönnun, arkitektúr, teiknimyndasögur, málverk, stuttmyndir, leiknar heimild- armyndir og grafíska hönnun. Nemendurnir eru kjarkmiklir og þora að fara sínar eigin leiðir í sinni list- sköpun. Sum verkanna fjalla um efna- hagsástandið og endurspegla áhyggjur unga fólksins af framtíðinni, önnur verk fjalla um vanlíðan sem nemendur hafa orðið fyrir á sinni stuttu ævi og enn önn- ur eru með fagurfræðilegar stúdíur. Sýn- ingin stendur fram til 16. maí. og er opið alla sýningardagana frá kl. 14 til 18. Endilega … … skoðið sýningu nema í FB Smiðja Frá myndlistarnámi í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Vorið er tími margra tónleika og nú ætla eldri félagar Karlakórs Reykja- víkur að halda sína árlegu vortónleika í Langholtskirkju á morgun, þriðju- dag 15. maí kl. 20.00. Sérstakir gestir kórsins eru að þessu sinni Drengjakór Reykjavíkur og Karlakór Reykjavíkur. Stjórnandi kóranna allra er Friðrik S. Kristins- son. Píanóleikari er Lenka Mátéorá. Á efniskrá tónleikanna eru margar þekktar perlur karlakórslaga eftir innlenda og erlenda höfunda. Sannarlega athyglivert að heyra og sjá þrjár kynslóðir karla syngja bæði saman og hver í sínu lagi. Karlarnir og Drengjakór Reykjavíkur Þrjár kynslóðir syngja saman á tónleikum á morgun Morgunblaðið/hag Kynslóðir mætast Kór eldri félaga Karlakórs Reykjavíkur og Drengjakór Reykjavíkur syngja hér saman fyrir tveimur árum á tónleikum. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Hvern ætlar þú að gleðja í dag?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.