Morgunblaðið - 14.05.2012, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012
Er þitt fyrirtæki að borga of mikið í símkostnað á mánuði? Nú býður Svar tækni tvær leiðir til sparnaðar með IP símkerfum. Annarsvegar
! "
!!
# $ %&
'
#
# þinn. Við erum í síma 510-6000.
Lækkaðu símreikninginn
Öflugt IP símkerfi frá Snom
3 stk Snom 300 símtæki, 1 Snom 320 símtæki
Snom hugbúnaðarleyfi fyrir allt að 10 notendur
Snom IP símkerfi – 4 SÍMTÆKI
8.500 m/vsk
Öflugt IP símkerfi frá Snom
5 stk Snom 300 símtæki, 1 stk Snom 320 símtæki
Snom hugbúnaðarleyfi fyrir allt að 10 notendur
Snom IP símkerfi - 6 SÍMTÆKI
Stofngjald 39.900 m/vsk
Mánaðargjald
10.500 m/vsk
Stofngjald 39.900 m/vsk
Mánaðargjald
SÍÐUMÚLA 35 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS
Mikið úrval þráðlausra höfuðtóla
Mikið úrval þráðlausra höfuðtóla
Finnski farsímaframleiðandinn
Nokia má muna fífil sinn fegurri.
Síðustu árin hefur Nokia smám sam-
an dregist aftur úr helstu keppinaut-
um og greiningarfyrirtækin Stand-
ard & Poor’s og Fitch Ratings
lækkuðu á dögunum lánshæfi Nokia
niður í ruslflokk.
Reuters greinir frá því að til að
rétta reksturinn af muni Nokia
ganga fram af meiri hörku í að inn-
heimta höfundargjöld af uppfinn-
ingum fyrirtækisins.
Nú þegar fær Nokia um 500 millj-
ón evrur í þóknun á ári fyrir notkun
tæknilausna sem fyrirtækið á einka-
leyfi að. Markaðssérfræðingar spá
því að fyrirtækið geti aukið þessar
tekjur um mörg hundruð milljóna
evra til viðbótar með því að ganga
fram af meiri hörku við aðra fram-
leiðendur.
Framsal á einkaleyfunum gæti
einnig komið til greina og mögulega
verið milljarða evra virði en fyr-
irtækið á eitt stærsta safn einka-
leyfa í farsímageiranum.
Nokia hefur þegar sent viðvör-
unarbréf til nýliða á farsímamark-
aðinum sem ekki hafa gert leyf-
issamning við fyrirtækið. Í síðustu
viku greip Nokia til aðgerða gagn-
vart tveimur framleiðendum sem
smíða tæki sem keyra Android-
stýrikerfið frá Google, að því er
Reuters greinir frá.
Þá hefur Nokia höfðað mál á
hendur HTC og ViewSonic fyrir
brot á einkaleyfum og er því spáð að
fyrirtækin ZTE, Huawei og Micro-
max séu í sigtinu.
ai@mbl.is
Nokia undirbýr
einkaleyfaslag
Reuters
Tregða Markaðurinn hefur ekki
tekið vel við síðustu útspilum Nokia
eins og snjallsímanum Lumia 900.
Gæti skapað
hundruða milljóna
evra tekjur
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Norskir fjölmiðlar hafa mikið fjallað
um Eimskip síðustu vikurnar en ís-
lenska skipaflutningafyrirtækið hóf
á síðasta ári siglingar milli Norður-
Noregs og Bandaríkjanna, með við-
komu á Íslandi.
Lára Konráðsdóttir er for-
stöðumaður Eimskips í Noregi.
„Þetta er eina beina fragtsigl-
ingaleiðin frá Noregi til Norður-
Ameriku, en þar hefur skipið við-
komu m.a. á Nýfundnalandi og Bost-
on,“ segir hún. „Skipið siglir frá
bænum Sortland en þangað er safn-
að vörum frá vestur- og norður-
Noregi, m.a. með okkar skipum sem
sigla eftir ströndinni.“
Sáu glufu í áætluninni
Árlega hefur Eimskip að jafnaði
ferjað um 10-12.000 tonn af frystum
fiski frá Noregi á Bandaríkjamark-
að, en flutningarnir hafa farið í
gegnum Bretland og þaðan yfir haf-
ið með umlestun í Reykjavík. Lára
segir að glufa hafi myndast í sigl-
ingaáætlunum Skógarfoss og var
ákveðið að láta slag standa og reyna
siglingar beint frá norður-Noregi.
Siglt er á 4 vikna fresti og hefur
flutningaskip Eimskips því haft 7
viðkomur síðan í október. „Þessir
flutningar hafa gengið mjög vel og á
þessum 7 mánuðum er flutn-
ingamagnið orðið jafnmikið og við
höfðum áður flutt frá sama svæði á
heilu ári,“ segir Lára.
Verði framhaldið jafngott er
sennilegt að siglingunum verði hald-
ið áfram og jafnvel að ferðum verði
fjölgað. Lára segir þessa nýju sigl-
ingaleið skapa alls kyns tækifæri
fyrir seljendur og kaupendur beggja
vegna Atlantsála. „Þetta er hag-
kvæmasta leiðin til að flytja vörur
sjóleiðina frá Norður-Ameríku til
Norður-Skandinavíu. Ekki er bara
um að ræða möguleika fyrir fisk-
framleiðendur og kaupendur heldur
má líka reikna með að þessi sigl-
ingaleið gagnist fyrir flutninga á
neytendavörum og til að ferja tæki
og tól til olíuvinnslu, iðnaðar og
byggingarstarfsemi.“
Búslóðir og lambalæri?
Fyrir Íslendinga segir Lára að nýja
siglingaleiðin geti t.d. opnað greiðari
leið inn á norður-skandinavíska og
rússneska markaðinn fyrir alls kyns
vörur sem nýst geta í iðnaði og fram-
leiðslu, s.s. umbúðir, eða neyt-
endavörur á borð við landbúnaðar-
afurðir. Eins sé þetta hagkvæmasta
leiðin fyrir einstaklinga að koma
gámi með búslóð milli Íslands og
Norður-Noregs.
Eimskip er með á bilinu 13-15 skip
í siglingum við Noregsstrendur, þar
af þrjú sem sigla frá norður-Noregi
til Englands og Hollands. Frá vest-
ur- og norður-Noregi er uppistaðan í
starfseminni flutningar á frystum
fiski á brettum en undanfarið ár hef-
ur aukning orðið í flutningum á
þurr- og iðnaðarvöru. Starfsmenn
Eimskips í Noregi eru um 50 talsins,
með starfsstöðvar víða um landið,
frystigeymslu við Sortland og Kirke-
nes og aðstöðu í geymslum í Tromsö
og Aalesund.
Eina beina leiðin er frá
Noregi til Bandaríkjanna
Ný flutningaleið Eimskips gengur vel og vekur mikla athygli í Noregi Hafa á sjö mánuðum flutt árs-
magn af varningi Getur opnað möguleika fyrir íslenska aðila í Norður-Skandinavíu og Rússlandi
Vörur Lára á hafnarbakkanum í Sortland. Nýja siglingaleiðin
segir hún að sé sú hagkvæmasta til að koma vörum frá Banda-
ríkjunum og Íslandi til Norður-Skandinavíu.