Morgunblaðið - 14.05.2012, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 14.05.2012, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012 –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími:569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 1. júní NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, föstudginn 25. maí. í blaðinu verður fjallað um tískuna sumarið 2012 í förðun, snyrtingu, sólarkremum og fatnaði auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. SÉRBLAÐ Tíska & förðun Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. bizhub C35 er sannkallað fjölnotatæki bizhub C35 er prentlausn sem hentar flestum fyritækjum. Prentari, ljósritunarvél, faxtæki og skanni í einu nettu tæki sem prentar 30 blaðsíður á mínútu, hvort sem er í svart-hvítu eða lit. Kynntu þér rekstrarkostnaðinn því hann kemur á óvart. Þú þarft ekki annað tæki en bizhub C35. Verð: 379.900 kr. Konica Minolta fjölnotatækin eru margverðlaunuð fyrir hönnun, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is Fyrir síðustu kosn- ingar lofaði núverandi sjávarútvegsráðherra, Steingrímur J. Sigfús- son, því að kvótinn yrði tekinn af kvóta- greifunum og skipt upp á sjávarplássin í landinu, og Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra tók í sama streng. Þetta átti að gerast á þremur árum. Nú ætti ekki að vera neitt því fyr- irstöðu að efna kosningaloforðið, og framkvæma stefnu Vinstri-grænna. Báðir ríkisstjórnarflokkarnir og hjáleigan hafa sömu skoðun í þessu máli. Þá bregður svo undarlega við að Steingrímur J. Sigfússon sjáv- arútvegsráðherra, sem heitið hafði þjóðarsátt um kvótann, geirneglir kvótann hjá kvótagreifunum um ókomna tíð. Ég sá nýlega sýningu um hinn fræga Munkhásen, og komst að því að hann komst ekki í hálfkvisti við Steingrím og kosn- ingaloforð VG. Nú virðist sem Steingrímur sé genginn til liðs við LÍÚ-veldið og sé ótrúlega slappur í hnjánum gagnvart því. Allt tal um að þetta sé barátta um að auðlindin sé þjóðareign er til heimabrúks hjá ráðherranum. Þjóðin hefur átt og stjórnað fiskveiðiauðlindinni síðan kvótinn var settur á fyrir þrjátíu árum. Eftir framlagningu sjávarútvegs- ráðherra á nýju fiskveiðifrumvarpi er ljóst að hver einasti Íslendingur væri ósáttur ef það gengi í gegn, jafn hroðvirknislegt og illa grundað og það er. Í frumvarp- inu er beinlínis gert í því að hin smærri sjáv- arpláss geti ekki lifað af þær skattahremm- ingar sem í því eru boðaðar. Tillögur fyrr- verandi sjávarútvegs- ráðherra Jóns Bjarna- sonar voru mun vitur- legri og meiri sátt hefði orðið um þær, enda Jón ekki eins slappur í hnjáliðunum og Steingrímur, sem bognar bæði fyrir LÍÚ og Evrópusambandinu. Nú virðist því sem Steingrímur hafi þurft að víkja þeim stefnufasta fé- laga sínum Jóni Bjarnasyni úr embætti til að geta þóknast þessum guðum sínum. Við erum fisk- veiðiþjóð og sjávarútvegurinn á það skilið að fá almennilegan sjáv- arútvegsráðherra, sem vill byggja upp. Við megum ekki hafa í þessu mikilvæga embætti stefnuráfandi hnébeinunga. Sannleiksást sjáv- arútvegsráðherra Eftir Ómar Sigurðsson Ómar Sigurðsson »Eftir framlagningu sjávarútvegsráð- herra á nýju fiskveiði- frumvarpi er ljóst að hver einasti Íslendingur væri ósáttur ef það gengi í gegn, jafn hroð- virknislegt og illa grundað og það er. Höfundur wer skipstjóri. Landsdómur sýkn- aði Geir H. Haarde fyrrverandi forsætis- ráðherra af öllum ákæruatriðum nema einu, þ.e. því að hann hefði ekki haldið ráð- herrafundi um mik- ilvæg stjórnarmálefni, sbr. 17. gr. stjórn- arskrárinnar nr. 33/ 1944. Allt að einu tók hann dóminn óstinnt upp. Hann reiddist, þar eð hann áleit sig saklausan og kvaðst álíta að pólitísk sjónarmið hefðu laumað sér inn í dóminn. Hann kvað Lands- dóm hafa brugðizt trausti sínu. Ýmsir hafa nú talið sig sjálf- kjörna til að kveða upp siðferðileg- an dóm yfir Geir H. Haarde til við- bótar dómi Landsdóms. Þeir láta ekki boðorð heilagrar ritningar aftra sér: „Dæmdu ekki, svo að þú verðir ekki sjálfur dæmdur.“ Sig- urður Líndal lagaprófessor hefur tvívegis kvatt sér hljóðs af þessu tilefni á síðum Fréttablaðsins, 26. apríl og 2. maí sl. Sigurður kveðst gagnrýna „ís- lenzka umræðumenningu“ og kveð- ur Geir hafa fallið „í þá gryfju að nota rök gegn dómendum í stað þess að tefla fram rökum gegn nið- urstöðu þeirra“. Eða með öðrum orðum, að Geir hafi ráðizt gegn per- sónu dómaranna sem í Landsdómi sátu í stað þess að nota málefnaleg rök. Um viðbrögð Geirs segir Sig- urður: „Hann býr sér til forsendur um hugarfar þeirra í því skyni að gera þá fyrirfram tortryggilega og þegar af þeirri ástæðu standist nið- urstaða þeirra ekki. Þetta er í rök- fræðinni kallað rök gegn manni en ekki málefni (argumentum ad hom- inem) og er skólabókardæmi um rökþrot.“ Sigurður skilgreinir hugtakið „argumentum ad hominem“ rang- lega og þýðir á íslenzku með orð- unum „rök gegn manni“, en rétt þýðing er „rök sem beinast að manni“. Ekki er samkvæmt skil- greiningu Sigurðar um rök „gegn manni“ að ræða, heldur rök þess efnis að maður sé t.d. tortryggileg- ur og því sé óvarlegt að treysta ályktunum hans. Samkvæmt skil- greiningu Sigurðar sjálfs eru viðbrögð Geirs ekki „ad hom- inem“. Sigurður segir Geir búa „sér til forsendur um hugarfar þeirra (þ.e. dómara í Lands- dómi) í því skyni að gera þá fyrirfram tor- tryggilega“. Svo var þó alls ekki, því að Geir lét engin neikvæð um- mæli falla um dóm- endur Landsdóms, fyrr en eftir að dómur var fallinn. Röksemd Geirs var því ekki frá manni til málefnis, heldur frá málefni til manns, eða m.ö.o. hún var ekki „argumentum ad hom- inem“. Geir hélt því fram, að rétt- arvenja hefði vikið ákvæði 17. gr. stjórnarskrárinnar til hliðar. Það er málefnaleg röksemd, m.a. af því að íslenzk stjórnskipan lýtur ýmsum réttarvenjum, t.d. um þingræði og um vald dómstóla til að skera úr því, hvort lög brjóta í bág við stjórnarskrána. Staðhæfing Geirs um, að réttarvenja hefði fyrir löngu vikið ákvæði 17. gr. stjórnarskár- innar til hliðar, var því ekki fráleit kenning. Á hinn bóginn er árás Sig- urðar á Geir röksemd „ad hom- inem“, af því að hann ræðst á per- sónu Geirs og ber honum á brýn skapgerðarbrest í stað þess að reyna að afsanna þá staðhæfingu hans, að réttarvenja hafi vikið ákvæði stjórnarskrárinnar til hlið- ar. Siðferðilegur dómur Sigurðar yfir Geir er með öðrum orðum á tvöföld- um misskilningi reistur og til marks um, hversu óskýr hann er í hugsun. Það væri röksemd „ad hominem“, ef því væri haldið fram að Sigurður sé lagaprófessor og því hljóti hann að hafa á réttu að standa (að því gefnu að háskólakennarar hljóti að vera rökvísari en aðrir menn). Rök- fræðilega er slík staðhæfing ve- fengjanleg, af því að í reynd kann lagaprófessor að vera grautarhaus. Athugun á staðhæfingum þeim sem Sigurður hefur haft uppi um Geir H. Haarde sýnist einmitt benda til þess. Sú kenning, að „argumentum ad hominem“ sé haldlaus rök á sér all- nokkra hefð, sbr. t.d. Irving M. Copi í Introduction to Logic (New York og London 1953/1978) á bls. 89-91. Því til stuðnings er bent á, að skoðun geti verið rétt, þótt sá sem henni heldur fram sé kjáni (graut- arlegur í hugsun sinni) eða þrjótur (óeinlægur, óáreiðanlegur, óheið- arlegur) eða þótt skoðun hans þjóni annarlegum hagsmunum. Sú staðhæfing er þó aðeins hálf- sannindi, því að þótt skoðun slíks manns geti verið rétt, er hún við vissar aðstæður að líkindum röng: það er óskynsamlegt að setja mikið traust á skoðanir heimskra eða óheiðarlegra manna eða manna sem bersýnilega hafa annarlegra hags- muna að gæta. Í því er ekkert rök- þrot fólgið. Þegar lagt er mat á vitnisburð, gerum við rétt í því að treysta síður manni sem hefur á sér orð fyrir óheiðarleika. Þess vegna getur rök- semd af því tagi verið heilbrigð ályktun út frá líkindum, sbr. Thom- as Mautner í Penguin Dictionary of Philosophy (London 1996/2000) á bls. 39. Réttareglur um hæfi vitna og dómenda eiga sér grundvöll í „argumentum ad hominem“. Um menn og málefni Eftir Sigurð Gizurarson » Ýmsir hafa nú talið sig sjálfkjörna til að kveða upp siðferðilegan dóm yfir Geir H. Haarde til viðbótar dómi Landsdóms. Sigurður Gizurarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við- komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.