Morgunblaðið - 14.05.2012, Síða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sigurður Kristófer Pétursson.)
Svona orti Snæfellingurinn
Sig. Kr. Pétursson snemma á síð-
Steinunn Hafdís
Hafliðadóttir
✝ Steinunn Haf-dís Hafliðadótt-
ir fæddist á Stóru-
Hellu í Neshreppi á
Snæfellsnesi 14.
okt. 1923. Hún lést
á Akranesi 3. maí
2012.
Útför Stein-
unnar var gerð frá
Akraneskirkju
föstudaginn 11. maí
2012.
ustu öld og enn er
sálmurinn, sem
endar á þessu versi,
mikið sunginn við
útfarir og skrifaður
í minningargreinar.
Mér fannst mjög
við hæfi að þetta
yrðu formálsorð að
grein um snæfellska
vinkonu okkar
hjóna, Steinunni
Hafliðadóttur frá
Gríshóli.
Ég er sannfærð um að það hafi
verið sterk og ákveðin hönd sem
leiddi hana Steinunni að Gríshóli
í Helgafellssveit. Þegar hún
þurfti mest á því að halda, korn-
ung með litla stúlku og heimilið
og eiginmanninn fann hún á
Gríshóli. Oft er sagt að mikill ald-
ursmunur hjóna sé ekki góður,
þá dettur mér gjarnan í hug
hjónaband Steinunnar og Illuga,
þar sem aldursmunur var 22 ár,
en sambúð þeirra einkenndist
alla tíð af ást og virðingu.
Illugi Hallsson hét hann fullu
nafni, fæddur og uppalinn á Grís-
hóli og þar bjuggu þau meðan
starfsþrek entist, þá fluttu þau á
Akranes til að vera nær börnum
sínum.
Tengdamóðir mín var systir
Illuga og voru alla tíð miklir kær-
leikar á milli þessara heimila,
þau voru góð systkin og ekki var
síður kært á milli Steinunnar og
Guðrúnar. Eftir að Guðrún varð
ekkja á unga aldri, þá leitaði hún
einmitt í skjól þeirra Gríshóls-
hjóna og æ síðan var þar órjúf-
anleg tryggð og vinátta.
Tryggðin var einmitt einn af
góðu kostunum hennar Stein-
unnar. Hún var ekki allra, en af-
ar vinföst. Vináttu þeirra hjóna
hlaut ég alveg fyrirhafnarlaust,
með eiginmanninum og börnin
okkar sömuleiðis. Yngsta dóttir
okkar gladdi þau mjög með því
að heita Jófríður, það var nafn
frá Gríshóli og ég á fallega mynd
í huganum þar sem hún sat á hné
frænda síns, sem þá var orðinn
sjóndapur, en það lýsti af þeim
ánægjan.
Aðra fallega mynd á ég í huga
mér þegar þau hjónin komu sam-
an í síðasta sinn í Stykkishólm og
Steinunn leiddi Illuga sinn um
göturnar á fornum slóðum og var
bæði augu hans og eyru, því þá
hafði hann misst mikið af sinni
líkamlegu færni. Það er gott að
láta hugann reika og ylja sér við
minningar um þetta góða fólk.
Við Leifur og börnin okkar
þökkum löngu liðnar stundir og
vottum börnunum þeirra og fjöl-
skyldum innilega samúð.
María S. Gísladóttir.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Hvíl í friði, elsku Steina frænka, og
takk fyrir allar góðu stundirnar.
Helga og Tryggvi,
María Dagmar og fjöl-
skylda,
Tinna Ýr og fjölskylda.
✝ Rúnar Smára-son fæddist í
Djúpadal 14. júní
1947. Hann lést eftir
stutt veikindi 13.
mars 2012.
Foreldrar hans
eru Smári Guð-
laugsson, f. 8.6.
1925, og Helga Run-
ólfsdóttir, f. 26. júní
1926. Önnur börn
Smára eru Ómar
Bjarki Smárason, f. 16.4. 1950,
Edda Sjöfn Smáradóttir, f. 14.5.
1955, og Guðrún Hrönn Smára-
dóttir, f. 5.3. 1961. Önnur börn
Helgu eru Lára Byrns, f. 29.
september 1948, Ingvar Sigurjón
Garðarsson, f. 6.11. 1954, Frið-
geir Garðarsson, f. 29.7. 1956,
dóttur. Þau slitu samvistir 1994.
Barn Rúnars og Fríðu er Eygló
Rúnarsdóttir, f. 26.2. 1987. Rún-
ar hóf sambúð með Valgerði
Kristjánsdóttur 1999, þau slitu
samvistir 2009.
Rúnar ólst upp fyrstu árin á
bænum Ey í Vestur-Landeyjum í
mikilli nánd við stórfjölskyldu
sína sem hann hélt alla tíð góð-
um tengslum við. Rúnar flutti á
barnsaldri í Hafnarfjörð þar sem
hann dvaldi mestalla sína ævi
með nokkrum hléum. Rúnar var
alla tíð mjög vinnusamur maður,
kom við sjómennsku, bygg-
ingaverkamaður og komst svo í
jarðvinnuframkvæmdir, fag sem
hann hélt sig við mestalla sína
starfsævi, þar sem hann starfaði
sem vinnuvélastjóri, vörubíl-
stjóri og verktaki.
Útför Rúnars var gerð í kyrr-
þey frá kapellunni í Hafnarfjarð-
arkirkjugarði 22. mars 2012.
Garðar Oddur
Garðarsson, f.
15.12. 1961, og Sig-
mundur Freyr
Garðarsson, f. 8.8.
1965.
14. júní 1969
kvæntist Rúnar
Ragnhildi Ein-
arsdóttur. Þau slitu
samvistir 1979.
Börn þeirra eru
Marta Sigurlilja
Rúnarsdóttir, f. 19.9. 1969, gift
Úlfi Inga Jónssyni, f. 29.6. 1969,
Einar Geir Rúnarsson, f. 27.4.
1973, trúlofaður Marzenu Bur-
kot, f. 9.7. 1981. Barnabarn Rún-
ars er Ragnhildur Marta Lolita
Úlfsdóttir. Árið 1983 kvæntist
Rúnar Fríðu Margréti Jóns-
Rúnar Smárason, faðir minn,
er fallinn frá og eftir standa
minningar um hann og þær sem
við áttum saman á lífsleiðinni.
Það er af ýmsu að taka þegar far-
ið er að rifja upp aftur í tímann og
alltaf eitthvað að leita í, ferðalög,
jólin, samkomur og allt það
helsta sem fjölskyldur eiga sam-
eiginlegt. Það eru þó augnablikin
í daglegu lífi okkar pabba sem
sitja best eftir hjá mér.
Ef ég átti frí úr skólanum eða
var nýkominn úr sveitinni var
byrjað á því að hringja í pabba,
yfirleitt var hann búinn að sækja
mig innan stundar og ég fór með
honum í vinnuna. Pabbi var verk-
taki, gröfumaður og vörubílstjóri
þannig að fyrir mig var alltaf eitt-
hvað um að vera, þótt það væri
ekki nema að sitja í bílnum allan
daginn þar sem pabbi fór á milli
verkstaða. Þá farið úr bílnum og
pabbi byrjaði nánast allar sam-
ræður við kallana á að segja
„ha?“ Við svo búið var pabbi upp-
lýstur um stöðu mála og haldið
áfram.
Það var þó alltaf eitthvað sem
braut upp daginn eins og Sunda-
kaffi í hádeginu eða lúgan í Nesti
þar sem pabbi las dagblaðið á
meðan við gæddum okkur á kóki
og prins. Síðan var farið á næsta
verkstað og þá kom stundum fyr-
ir að pabbi fór á vörubílinn og
restinni af deginum var eytt í að
sækja grús í námu eða keyra
uppgröft á tipp. Pabbi vann við
margvísleg verkefni og því var
margt sem kom mér fyrir sjónir
eins og lagning ægilegra ræsa
eða vatnslagna í svakalegum
skurðum sem stundum þurfti að
sprengja með tilheyrandi látum
og tilfæringum, ungum dreng til
mikillar gleði.
Eitt eftirminnilegasta tímabil
sem ég átti með pabba var þegar
hann var að vinna við niðurrif
sænska frystihússins sem stóð
þar sem Seðlabankinn er nú. Þar
fór fram mikið sjónarspil í húsi
sem hafði verið í niðurníðslu í
rúman áratug og síðustu árin
hafði það verið notað í útleigu
frystihólfa til almennings eða
sem geymslupláss fyrir gamla
lagera. Því var mikil upplifun að
labba um frystihúsið og gramsa í
alls kyns drasli, leikföngum sem
ekki höfðu selst, bílahlutum, bú-
slóðum og hvað eina. Síðan kom
að því að rífa húsið, rúður brotn-
ar, veggir felldir og krani mætti
með kúlu til að lumbra á húsinu
niður í múrsteinahrúgu. Nokkuð
sem ég hafði aldrei séð, hvorki
fyrr né síðar.
Allt sem var enn nýtanlegt var
hirt úr húsinu og það kom í hlut
pabba að keyra dót sem einhverj-
ir höfðu keypt til ýmissa aðila
(stundum kynlegir kvistir) og af-
henda þeim góssið sem pabbi
hífði af bílnum. Síðan var farið
með mikið af „verðmætum“ á
haugana í Gufunesi til að koma
góssinu fyrir á geymslusvæðinu
eða hreinlega að pabbi sturtaði
ruslinu til urðunar. Á þessum
ferðum sá ég mikið og ýmsa kyn-
lega kvisti, persónur og hlutir
sem gaman var að sjá og kynnast.
Þannig voru dagarnir með
pabba í vinnunni, gröfur og tæki
þar sem ég náði oft að reka mig
utan í koppafeiti eða stíga í
drullupoll. Nú er pabbi búinn að
ljúka sínu lífi eftir skammvinn
veikindi og eftir standa minning-
arnar um hann sem við deilum
með fjölskyldunni og vinum
pabba sem hann kynntist á lífs-
leiðinni, fólki sem ég hef hitt á
förnum vegi undanfarin ár og all-
ir báru honum vel söguna. Pabbi
var maður sem kom fram við
samstarfsmenn og vini af heilind-
um og við munum öll minnast
hans um ókomna framtíð.
Þinn sonur,
Einar Geir Rúnarsson.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta þrá,
en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða.
Og sumum liggur reiðinnar ósköp á,
en aðrir setjast við hótelgluggann og
bíða.
En það er margt um manninn á svona
stað,
og meðal gestanna er sífelldur þys og
læti.
Allt lendir í stöðugri keppni’ um að koma
sér að
og krækja sér í nógu þægilegt sæti.
En þó eru sumir, sem láta sér lynda það
að lifa úti’ í horni, óáreittir og spakir,
því það er svo misjafnt, sem mennirnir
leita að,
og misjafn tilgangurinn, sem fyrir þeim
vakir.
En mörgum finnst finnst hún dýr þessi
hóteldvöl,
þó deilt sé um hvort hótelið sjálft muni
græða.
En við, sem ferðumst, eigum ei annars
völ.
Það er ekki um fleiri gististaði að ræða.
Að vísu eru flestir velkomnir þangað inn,
og viðbúnaður, er gestirnir koma í bæ-
inn,
og margir í allsnægtum una þar fyrst um
sinn.
En áhyggjan vex, er menn nálgast burt-
ferðardaginn.
Þá streymir sú hugsun um oss sem
ískaldur foss,
að allt verði loks upp í dvölina tekið frá
oss,
er dauðinn, sá mikli rukkari, réttir oss
reikninginn yfir það sem var skrifað hjá
oss.
Þá verður oss ljóst, að framar ei frestur
gefst
né færi á að ráðstafa nokkru betur.
Því alls, sem lífið lánaði, dauðinn krefst
–
í líku hlutfalli og Metúsalem og Pétur.
(Tómas Guðmundsson.)
Það var mikill ys og læti á úti
fyrir, pabbi, en hljótt hjá þér á
sjúkrastofunni. Vertu sæll, pabbi
minn, og takk fyrir að fá að vera
með þér til hinstu stundar, en
sárt að þurfa að kveðja svona
fljótt.
Þín dóttir,
Marta.
Hálfbræður, sem ekki ólust
upp saman, áttu ekki sömu
möguleika á samskiptum og al-
gengast er um systkini. Þó hitt-
umst við flest ár eftir að Rúnar
komst á skólaaldur. Á vorin kom
hann við hjá okkur á leið í sveit-
ina og að haustinu þegar dvölinni
í sveitinni lauk. Það fylgdi þessu
alltaf tilhlökkun, því auðvitað var
það nokkur upphefð fyrir sveita-
strák í litlu þorpi á Suðurlandi að
eiga stóra bróður í Hafnarfirði.
Þegar Rúnar fermdist fórum
við pabbi til veislunnar í Hafn-
arfirði á Willys-jeppa, árgerð
1947. Þetta mun hafa verið árið
1961. Þá var svo mikill snjór á
Hellisheiðinni að skaflar í snjó-
ruðningum voru hærri en jepp-
inn. Fáum árum síðar var Rúnar
farinn að stunda sjóinn og eign-
aðist sinn fyrsta bíl, bláan Ford
Zodiac.
Rúnar og Ragnhildur hófu
sambúð skömmu áður en ég flutti
til Reykjavíkur. Það var gott að
koma til þeirra í litlu íbúðina
þeirra við Kambsveginn. Ragn-
hildi hafði ég reyndar kynnst
löngu áður en þau Rúnar fóru að
stinga nefjum saman þar sem
hún var æskuvinkona dóttur
móðursystur minnar. Minnis-
stæð er feimnin við þessa há-
vöxnu myndarlegu stelpu.
Á námsárum mínum í London
var Rúnar þar tíður gestur og
bauð fátækum námsmanninum
gjarnan út að borða auk þess sem
hann var viljugur við akstur á
flugvöll snemma á morgnana,
enda árrisull alla tíð. Minnisstæð
er ferð til eyjarinnar Jersey
ásamt viðskiptafélögum Rúnars
til að skoða búnað sem þeir fé-
lagar voru að spá í að fjárfesta í
til að sóla vörubíladekk. Þetta
voru miklir „businessmenn“ á
þess tíma mælikvarða þó að þeir
blikni reyndar í samanburði við
síðari tíma útrásarvíkinga. Ég
var í hlutverki túlks og vel var
tekið á móti okkur á Jersey. Um
kvöldið var kíkt á næturlífið í
London, nokkuð sem fátækur
námsmaðurinn hafði ekki tæki-
færi til að gera.
Á síðari árum spjölluðum við
oft sama í síma og með aukinni
tækni færðust þessi samskipti
meira yfir á netið. Síðast hitt-
umst við seint á síðasta ári þegar
við snæddum saman á Tilverunni
eftir að hann hafði frestað Taí-
landsferð sem hann hafði ætlað
að hefja í desember sl. til að losna
frá vetrarkulda og einveru á há-
tíð ljóssins. Síðast heyrði ég frá
honum tveimur dögum áður en
hann veiktist. Af færslum á fés-
bókinni má sjá að hann hélt húm-
ornum fram á síðasta dag.
Rúnar var gríðarlega vinnu-
samur, útsjónarsamur, eðlis-
greindur og einstaklega minnug-
ur, eiginleiki sem hann hefur
líklega erft frá föður okkar. Það
var því synd að hann skyldi ekki
eiga kost á lengri skólagöngu en
raun bar vitni. Eftir áfall sem
Rúnar varð fyrir árið 1998 glímdi
hann við lömun á fæti auk þess að
vera hægari til huga og handa en
áður. Aðdáunarvert var hvernig
hann tókst á við þetta og hvernig
hann gat áfram stundað akstur
og vélavinnu. Vinir hans úr verk-
takabransanum eiga þakkir
skildar fyrir þann stuðning sem
þeir sýndu honum.
Rúnar stundaði sund og göng-
ur með hundinn Kela, sinn trygg-
asta félaga síðustu árin. Söknuð-
ur hans var mikill þegar hann
þurfti að láta Kela frá sér sl.
haust.
Að leiðarlokum vil ég þakka
fyrir samverustundir sem við
bræður áttum saman. Blessuð sé
minning þín, Rúnar bróðir.
Ómar Bjarki Smárason.
Elsku frændi. Við vorum svo
heppin að eiga samleið sem börn,
í sveitinni hjá ömmu og afa í Ey.
Þar ólst þú upp að mestu sem
barn og komst alltaf í sveitina yf-
ir sumartíman þegar þú varst
eldri. Þar var ég líka í sveit af og
til. Ekki var nú mikið um leikföng
á þessum tíma, en allt var notað.
Mér finnst að á þessum tíma hafi
alltaf verið sól og blíða og við úti á
mjúku grasi með búdótið okkar.
Þú varst alltaf svo broshýr og
kátur. Og ekki má gleyma Herði
frænda, sem þú dáðir mikið. Nú
hafið þið fundist aftur á himnum
og kannski skreppið þið í veiði-
ferð í Rángá og komið við í Lyng-
haga eins og þið gerðuð svo oft.
Við drúpum nú höfði, og kveðjum þig
klökk
Við kveðjum og færum þér alúðarþökk.
Þín minning mun lifa og lýsa okkar
braut,
Hún ljómar jafn fögur í gleði og þraut.
Hvíl í friði.
Hulda Björgvinsdóttir
frá Lynghaga.
Rúnar Smárason
Þegar ég lít yfir farinn veg,
koma fram minningar um
Bjössa Hermanns frá öllum
æviskeiðum. Í bernsku áttum
við báðir heima í Silfurgötunni,
hann á efri hæðinni í Silfurgötu
7 og ég hinum megin við götuna
í Silfurgötu 8a. Á þessum tíma
var Silfurgatan full af börnum á
okkar reki, Ingibjörg Guð-
munds, Kolla Sveinbjarnar,
Bjössi Gunnars, Nonni Bjartar,
Gylfi Ásgeirs og svo stærri
krakkar, en allir léku sér saman
og við litlu púkarnir fengum oft-
ast að vera með í útileikjunum.
Fallegar minningar frá þessum
tíma, alltaf sól, en samt man ég
eftir að við fengum að leika sam-
an inni, ef veðrið var ekki gott.
Ég man að Bjössi var góður í
skák, en ég var jafn lesblindur á
mannganginn og á stafrófið. En
svo breyttist allt í götunni,
Bjössi Hermanns flutti upp á
Engjaveg, Bjössi Gunnars flutti
upp í Mánagötu, Gylfi flutti til
Reykjavíkur og við fluttum nið-
ur í Tangagötu. Bjössi var orð-
inn Engjavegspúki og ég varð
Bakkapúki, en þá var það skól-
inn sem sameinaði okkur aftur,
gamli Barnaskólinn með þessa
sterku sál og skóla-afa og takka
á handriðunum. Og þá lágu leið-
ir Bakkapúka, Engjavegs- og
Hlíðarvegspúka og jafnvel
Brunngötupúka saman og til
varð eins konar fjölmenningar
klíka. Fyrst voru það Mangi,
Þói og Dený sem tóku Bakka-
púkann í sátt, og seinna kom
Bjössi Hermanns inn í þessa
púka-klíku, sem upplifði alls
konar ævintýri saman í útileg-
um, útileikjum og fann upp á
ótrúlegustu skemmtilegum
uppátækjum, alltaf í gleði og
Björn Hermann
Hermannsson
✝ Björn H. Her-mannsson
fæddist á Ísafirði
21. apríl 1947.
Hann lést 27. apríl
2012.
Útför Björns
Hermanns var gerð
frá Hafnarfjarð-
arkirkju 8. maí
2012.
Meira: mbl.is/
minningar
kátínu.
Og svo skildi
leiðir aftur þegar
ég fór í Mennta-
skólann á Akureyri
en hinir 3 tókust á
við fullorðinslegri
leiki á Ísafirði og
fjörðunum í kring,
sem ég fékk svo að
kynnast á sumrum í
skólafríum.
Bössi reyndist
þroskast hraðar en við hinir og
þegar við vorum enn algjörir
kálfar bað Bjössi sér konu og
bauð í brúðkaup. Bjössi og
Jenný Guðmunds hófu búskap í
Sundstrætinu en bjuggu lengst
af í Góuholti 2, ásamt 4 börnum
sínum.
Að námi loknu fluttum við
Lilja upp á Akranes þar sem ég
gegndi starfi bæjarritara um 5
ára skeið, eða þangað til mér
bauðst vinna við hagrannsóknir
hjá Fjórðungssambandi Vest-
firðinga til reynslu um eins árs
skeið. Það var einmitt þá, þegar
reynslutímanum var að ljúka,
sem Bjössi Hermanns kom í
heimsókn í Sóltún þar sem við
bjuggum. Hann hafði verið
gerður út af félögum sínum í
Pólnum til að kanna hvort ég
væri tilkippilegur í starf fram-
kvæmdastjóra Pólsins. Þar með
lauk sveitarstjórnarstörfunum
og við tók ævintýrið í Pólnum,
þróun og framleiðsla tölvuvoga
fyrir fiskiðnaðinn. Bjössi var
lengst af í stjórn Pólsins og við
áttum gott samstarf á þeim
vettvangi.
En svo skildi leiðir enn um
sinn þegar við Lilja fluttum í
Mosfellsbæinn og Bjössi réðist
til starfa sem sveitarstjóri á
Laugarbakka. Hann undi hag
sínum vel norðan heiða, en um
sinn hittumst við varla nema af
tilviljun. Þar kynntist hann
seinni konu sinni Margréti og
eignuðust þau saman 2 dætur.
Við Lilja sendum öllum börn-
um hans og ættingjum hans
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Megi minningin um
Björn Hermannsson lifa með
okkur öllum.
Ásgeir Erling og Lilja.
Meira: mbl.is/minningar