Morgunblaðið - 14.05.2012, Page 29

Morgunblaðið - 14.05.2012, Page 29
sammála um það en mér fannst þetta meiriháttar. Hún átti það jafnvel til að ákveða hvort við fengjum okkur hvítvín á laugar- dagskvöldi „til að slappa aðeins af saman“ eins og hún sagði. Al- veg dásamleg í alla staði. Hún þreyttist ekki á að spyrja um sitt fólk og fylgdist með öllum. Ég átti áður tvo uppkomna stráka og hún vildi vita allt um þeirra hagi alveg eins og þeir væru hennar. Þau hjón Brandur og Perla hafa á undanförnum ár- um verið hér hjá okkur um flest jól síðan við hófum búskap, það voru góðir tímar sem við áttum saman. Mig langar með þessum fá- tæklegu orðum að þakka henni Perlu tengdamóður minni sam- fylgdina sem var allt of stutt. Ég á eftir að sakna þess að heyra ekki í þér, við áttum oft góð sam- töl. Og ég skal passa gullmolana okkar, „ég rétt ræð ef ég geri það ekki“. Ég stend við það sem ég lofaði. Það verður ekkert vol og víl, eingöngu góðar minningar að ylja sér við. Takk fyrir að taka mér og mínum svona vel, elsku Perla mín. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Ásbjörn Morthens.) Guðlaugur (Gulli). Það er alveg sama hvað við verðum gömul það er alltaf erfitt að sjá á eftir ættingjum sínum og vinum. Hún var skírð Perla. Það geta ekki allir staðið undir fallegum nöfnum en hún stóð sannarlega undir sínu nafni og var ekta perla í mínum huga. Við áttum saman yndisleg uppvaxtarár í Vestmannaeyjum og vorum nánast eins og tvíburar þar sem við erum fædd á sama ári. Perla var fædd í janúar og ég er fæddur í nóvember. Perla fékk stundum það hlutverk að passa litla bróður sinn og ég hugsa að það hafi ekki alltaf ver- ið auðvelt fyrir hana enda var ég, að annarra sögn, uppátektar- samur og mikill strákur í mér. Perla var yndisleg systir. Eftir gosið í Vestmannaeyjum flutti ég upp á land þar sem húsið mitt fór undir hraun en systir mín hafði flutt upp á land nokkr- um árum áður. Það var þó hugg- un að vita af Perlu uppi á landi því nógu erfitt var að flytja við svona aðstæður. Perla átti marga vini í Vest- mannaeyjum og við það að flytja upp á land þá stækkaði vinahóp- urinn töluvert en hún hélt alla tíð tryggð við sína gömlu vini sem fluttu aftur heim (til Eyja) eftir gosið. Perla var alltaf svo lífsglöð, fé- lagslynd og elskaði að ferðast. Alveg fram á það síðasta stóð hugur hennar til ferðalaga og ætlunin var að fara utan í byrjun sumars en örlögin tóku í taum- ana. Nú er hún komin í ferðalag- ið sem við öll eigum eftir að fara og hver veit nema þar geti Perla ferðast um heiminn. Systir mín var lánsöm í einka- lífi sínu og eignaðist góðan eig- inmann. Börn þeirra, tengda- börn og barnabörn hafa létt þeim lífið í veikindum þeirra og hvað er meira virði en að þau sem eru manni kærust sýni það með ást og virðingu eins og þau hafa gert. Ég vil gera orð Steingríms Thorsteinssonar að mínum orð- um hvað varðar Perlu: „Fögur sál er ávallt ung.“ Benna og börnum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Sturla bróðir. Sagt er að móttökuritarar séu andlit heilsugæslustöðvanna. Það er því mikilvægt að til þeirra starfa veljist fólk með góða hæfi- leika í mannlegum samskiptum og þægilega nærveru. Perla hafði slíka mannkosti og var val- in til starfans við Heilsugæslu- stöðina Sólvangi í Hafnarfirði, sem hún svo gegndi um árabil. Perla setti strax mark sitt á starfsemi stöðvarinnar og þá sér- staklega á móttökuna. Svo mikil og jákvæð áhrif hafði hún á sitt starfsumhverfi að samstarfsfólk hætti að tala um móttökuritara en þess í stað voru þær sem unnu frammi í móttöku kallaðar „perl- urnar“. Perla var hvers manns hugljúfi, aðsópsmikil með tæra rödd, fylgin sér, drífandi og var ekki að mikla hlutina fyrir sér. Hún var mikill gleðigjafi og hrókur alls fagnaðar þegar því var að skipta. Perla lét af störf- um við heilsugæsluna árið 2001 vegna aldurs. Þrátt fyrir glímuna við alvarlegan sjúkdóm á síðustu árum glataði hún aldrei lífsglöðu yfirbragði sínu, því hélt hún al- veg þar til yfir lauk. Heilsugæsl- an sér nú á eftir góðum starfs- félaga. Við sem vorum svo lánsöm að vera samtíða Perlu við stöðina minnumst hennar með hlýhug og söknuði. Fyrir hönd starfsfólks stöðvarinnar færum við Brandi, börnum og fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðj- ur. Jóhann Ág. Sigurðsson prófessor, Emil L. Sigurðsson yfirlæknir. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara                     ! "  " #       #     !    $%% &!  # # ' ()     #    *     +, !    -   .   / 0!    # # 1 #   / !         *       ! 2! - !   !3 2 ! "  !     -  ! %  #   3      *    4 2! ( "5   $%%  ( "5  ' ! "   # $"%&'  1   !" (  )&*  6 3# "    "  ! 3 #    3    !      !" (  )(*   7  #    ! !   "  3   +, !   ( !(  +  ,! '"   6       +, !    !  "  -&. ," &"  8  !    1 9    : %9 # ;   8 !  (    !  "     "  &!  "        4 !  /   "    ) -        4 ! (          !  0-  1  *      <    6       15         0"  8 !  *  "   8  ;   8    3 # ! , !    0'" 121  =;!  4    1   *  !   ! 0-      *!3   4 79; ";%   +, !    /  >"  ) 3/ ! )  ?!;   #     4 5. )'   /2      8 !  8   !  9    !% !    6"           1 # "     6      *  !    :;5 !   : !   ' 6  # !(  +  7  #   9 ! 3; 3    3 #   @    ; # 3 #  + "  !  ( %  ! ;     Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Garðar Garðsláttur - trjáklippingar - mosaeyðing - beðahreinsanir og öll almenn garðverk. Uppl. í síma 777 9543. Garðaþjónusta Hlyns. Tökum garðinn í gegn! Klippingar, trjáfellingar, beða- hreinsanir, úðanir og allt annað sem við kemur garðinum þínum. Áratuga reynsla, skilvirk vinnubrögð og umfram allt hamingjusamir viðskiptavinir. 20% afsláttur eldri borgara. Garðaþjónustan: 772-0864. Gisting Orlofsíbúðir - Hótel Sandafell Njótið náttúrufegurðar Dýrafjarðar. Orlofsíbúðir til leigu og hótelgisting. Sími 456 1600. gisting@hotelsandafell.com Hljóðfæri Castiglione Ítölsk harmonika til sölu. 3ja kóra, 7/3 skiptingar. Gott hljóðfæri. Verð kr. 190.000. Sími 694 3636. Kassagítartilboð kr. 22.900. Gítar, poki, aukastrengjasett ól, stilliflauta, kennsluforrit. Gítarinn ehf., Stórhöfða 27. S. 552 2125. www.gitarinn.is, gitarinn@gitarinn.is Atvinnuhúsnæði Lítil og stór skrifstofuherbergi til leigu í Ármúla og við Suðurlands- braut. Hagstæð kjör. Upplýsingar í síma 899 3760. Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Til sölu Blekhylki og tónerar í flestar gerðir prentara, 50-70% ódýrari, öll hylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is, Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517-0150. Saumavélar- saumavélaviðgerðir Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Viðgerðir á flestum gerðum sauma- véla. Skoðaðu úrvalið á saumavelar.is eða hringdu í s. 892 3567 eftir hádegi alla daga. Til sölu nýr frystiklefi m/frysti- búnaði. Stærð 2100 x 2300 x 2200 mm. Verð kr. 1.200.000,- án/vsk. Til afhendingar strax. Uppl. senson@senson.is S. 892-1474. Verslun Fjarstýrðir bílar, þyrlur, bátar og m.fl. Erum með úrval af fjarstýrðum þyrlum, bílum, bátum, skipum og m.fl. Netlagerinn slf. Dugguvogi 17-19 á 2. hæð, sími 517-8878. Netverslun Tactical.is. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir. Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi, s. 551-6488 fannar@fannar.is - KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bókhald Bókhaldsstofa með áratuga- reynslu Bókhald, ársreikningar og öll skattþjónusta. Sanngjarnt verð. Trúnaður og gagnkvæmt traust. Fyrirtæki og samningar ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík. S. 552 6688. Þjónusta Sandblástursfilmur í öllum stærðum og gerðum fyrir heimili og fyrirtæki. Sendið fyrir- spurn á audmerkt@audmerkt.is eða skoðið heimasíðu okkar www.audmerkt.is Ýmislegt TILBOÐ - TILBOÐ - Vönduð dömustígvél úr leðri, stök númer. Tilboðsverð: 9.500 kr. Sími 551 2070. Glæsilegir push-up-haldarar Teg. PRALINA - Flottur push-up í A, B, C, D skálum á kr. 7.680.. Teg. FRESIA - Saumlaus í A, B, C, D skálum á kr. 7.680. Teg. SUMMER SKY - Saumlaus í A, B, C, D skálum á kr. 8.680. Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugardaga 10-14. Þú mætir - við mælum og aðstoðum. www.misty.is - vertu vinur Bátar Óska eftir utanborðsmótor 60 til 90 hp Óska eftir utanborðsmótor 70 til 90 hp á sanngjörnu verði! e-mail: bjoggi11@mac.com Sími 846 1674. Björgvin Björgvinsson. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Þægileg og háþróuð kennslubifreið. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryðbletti, hreinsa garða og tek að mér ýmis smærri verkefni. Sími 847 8704, manninn@hotmail.com Byssur Skotveiðivörur í úrvali Hreinsisett, töskur, sjónaukar og m.fl. Skotfæri í riffla á góðu verði. Netlagerinn slf., Dugguvogi 17-19, 2. hæð. Vefsíða tactical.is Einfalt að versla. S. 517-8878.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.